Morgunblaðið - 05.12.1997, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 05.12.1997, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 63 ) I I I i I ) I I I I I 1 I # I föður okkar þótti um systur sína, sem hann gat ekki notið samvista við í fjölda ára meðan hún var bú- sett erlendis. Eins og nærri má geta varð það honum og systkinum hans þung raun er hún varð viðskila við þau á unga aldri þau ár sem hún dvaldist í Bandaríkjunum. Ásta var einstaklega falleg kona og með mikla útgeisiun. Hún var eins og drottning, hnarreist, dökk á brún og brá og hafði yfir sér þennan dulúðuga töfraljóma og sjaldgæfa sjarma, sem erfitt er að lýsa. Upp í hugann koma minningar liðinna ára, fyrst jólaboð í Sörla- skjólinu, þar sem öll frændsystkinin hittust á meðan fyrri maður henn- ar, Bjarni, lifði. Þar var oft kátt á hjalla, enda Ásta tanta, eins og við systkinin kölluðum hana alltaf, framúrskarandi húsmóðir. Mun meiri samgangur varð svo þegar þau flytja á Miklubraut í nábýli við okk- ur. Það jók einnig á samganginn að amma Kristrún bjó hjá okkur á þessum árum. Á Miklubrautinni ríkti sami myndarskapur og reisn eins og einkenndi hana aila tíð. Hún kom iðulega á heimili okkar á Guð- rúnargötunni, enda stutt að fara, og var þá jafnan hress og kát, en hún var ákaflega hamingjusamlega gift. Vakti hún mikla aðdáun okkar ekki aðeins vegna einstakrar feg- urðar heldur einnig fyrir skemmti- legan talsmáta, en hún brá gjarnan fyrir sig ýmsum hnyttnum orðum og orðtökum. Seinna flutti hún með síðari manni sínum, Jóhannesi Björnssyni lækni, ásamt sonum hans, Valdimar og Birni, og yngsta syni sínum Gunnari, í stórt einbýlishús í Brekkugerði. Þangað bauð hún okk- ur systkinabörnunum, þar sem henni fannst tími til kominn að við hittumst og kynntumst betur. Jó- hannes var okkur systkinunum ákaflega góður og kom hann ófá skiptin í sjúkravitjun til okkar á þessum árum. Við minnumst þess að Ásta hélt með myndarbrag upp á áttræðisaf- mæli ömmu Kristrúnar. Þar naut amma sín við flygilinn og spilaði af hjartans lyst, eins og henni einni var lagið. Síðar þegar Ásta tanta var orðin ekkja í annað sinn kom hún oft á Guðrúnargötuna. Þá vor- um við uppkomnar og höfðum gam- an af að ræða við hana um ýmis dægurmál, enda var hún vel lesin og hafði frá mörgu að segja á við- burðaríkri ævi. Þrátt fyrir ýmis áföll á langri ævi, stóð hún þau jafnharð- an af sér með þeirri reisn og þeim dugnaði, sem ávallt einkenndu hana. Við minnumst föðursystur okkar, Astu Júlíu, með hlýhug og virðingu. Guð blessi minningu hennar. Sem bliknar faprt blóm á engi svo bliknar allt, sem jarðneskt er, ei standa duftsins dagar lengi, þótt dýran fjársjóð geymi’ í sér. Það eitt, er kemur ofan að, um eilífð skín og blómgast það. Svo hvíl þú rótt á hinsta beði, þú holdsins duft, en andi þinn nú býr þar eilíf blómgast gleði og bjartur ljómar himinninn, hjá honum, sem kom ofan að með eilíft líf og gaf oss það. (Valdimar Briem.) Ásta, Kristrún og Ingibjörg Benediktsdætur. Ásta Júlía er gengin á vit feðra sinna. Veikur loginn fjaraði út síð- ustu daga og við ástvinir hennar 3? sátum og minntumst ljúfra stunda P með henni. PÁsta Júlía safnaði í brunn minn- inga og atburða úr lífi sínu, var búin afburða frásagnargáfu og með ólíkindum minnug. Allt var þetta fallega fléttað kímni og dillandi hlátri, helst þeirra sem á hlýddu. Líf hennar var viðburðaríkt frá fýrstu stundu, svo af nógu var að taka. Minningar löngu liðinna : stunda streymdu fram, frásögnin P var slík, að hlustanda fannst hann P staddur þá og þar, fann ilm og bragð m og sá fyrir sér söguhetjurnar, hveija — af annarri. Oft minntist hún áranna er þau Bjarni urðu innlyksa í Þýska- landi og Danmörku i stríðinu. Mér er minnisstætt er við Halldór buðum henni með okkur til Heidelberg, en þar stundaði Bjarni sérnám fyrir stríð. Hún benti okkur á húsið þeirra í miðstrætinu gamla, hvar bakarinn og slátrarinn voru enn, stammkráin hans Bjarna og félaga hans af spíta- lanum, allt mundi hún og talaði þýsku eins og hún hefði aldrei farið. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Mér er þó efst í huga þakklæti til elskulegrar vinkonu og tengdamóður. Hetjulund, bjartsýni, glaðværð og fumleysi voru aðalsmerki þessarar konu og þessir eiginleikar smituðu samferðamennina. Með ljúfri fram- komu og heillandi fegurð kallaði hún fram það besta í fari fólksins síns. Með virðingu þakka ég henni elsku hennar í garð barnabarnanna sex, samfylgdina í átján ár og fyrir- myndina sem hún var mér og mín- um. Áslaug Kirstín Ásgeirsdóttir. Ásta Björnsson var tengdamóðir mín í aldarfjórðung og þótt þau bönd hafi verið slitin fyrir fimmtán árum langar mig að senda henni hinstu kveðju og þakkir fyrir það sem hún var mér á árum áður. Eg kom inn á heimili hennar og síðari eiginmanns hennar, dr. Jó- hannesar Björnssonar, læknis, ung og afskaplega óreynd, með heldur óraunsæjar hugmyndir um lífið og tilveruna en átti eftir að sækja þang- að margvíslegan lærdóm. Fjölskyld- an öll tók mér opnum örmum og strákarnir fimm á heimilinu, mágar mínir, urðu mér bestu vinir og eru enn. Heimilið iðaði af lífi og fjöri og Ásta alltaf nærri, svo falleg og skemmtileg og ótrúlega umburðar- lynd; hin alltumvefjandi móðir, sem hlúði að ungviðinu með ýmiss konar góðgæti. Sjaldan hef ég séð bera jafn lítið á jafn umfangsmiklum heimilisstörfum og Ásta hafði með höndum. Hún vann alltaf rólega og fumlaust; eiginlega án þess að nokk- ur yrði þess var. Sérhver máltíð, sem hún útbjó, hefði hæft hátignum hverskonar og henni var einkar lag- ið að leiða hátíð í bæinn með smek- kvísi sinni og smitandi glaðværð. Ásta hafði ríka frásagnargleði og góða kímnigáfu og brá oft upp skýr- um og skemmtilegum myndum af lífi sínu erlendis; frá æskuárunum í Bandaríkjunum, þar sem hún dvaldist lengi fjarri fjölskyldu sinni og árunum í Danmörku og Þýzka- landi, þar sem hún dvaldist með fyrri eiginmanni sínum, dr. Bjarna Oddssyni, lækni, en hann var þar við framhaldsnám og störf á árunum 1934-45. Alla jafna, bæði þá og síðar, sner- ust frásagnir Ástu um hinar bjart- ari hliðar tilverunnar, enda þótt hún færi sannarlega ekki varhluta af hinum dekkri. í lífi flestra skiptast á skin og skúrir eins og sagt er - en það orðtæki dugar ekki um ævi- daga Ástu, svo stórar voru sveifl- urnar þar. Er í raun mesta furða, að hún skyldi ná svo háum aldri sem raun bar vitni, því á stundum virtist sem hún myndi ekki fá risið undir því sem á hana var lagt. En hún reyndist eins og reyrinn sem svignar undan veðri og vindum, brákast ef til vill en brotnar ekki. Mér hefur oft orðið hugsað til Ástu við að blaða í hinum svoköll- uðu „lífsreynslusögum", sem verið hafa tískufyrirbrigði bókmennta- þjóðarinnar á undanförnum árum, því yfirleitt hafa þær virst fremur léttvægar miðað við sögu þessarar konu. En hún var ekki „þekkt nafn í þjóðfélaginu" og því lítt áhugavert viðfangsefni þeim sem slíkar sögur skrá. Saga Ástu þyrfti þó að lifa með afkomendum hennar, því að hún geymir ekki einasta dramatískt lífshlaup einstaklings; þar speglast líka með athyglisverðum hætti stormar þeir og sviptingar, sem orð- ið hafa í samskiptum kynslóðanna og kynjanna á þessari öld. Sonum Ástu, stjúpsonum og fjöl- skyldum þeirra sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Heinreksdóttir. EINAR TRYGGVASON + Einar Tryggva- son fæddist í Gerðum í Garði 25. maí 1933 og ólst upp á Bjarnastöð- um í sömu sveit. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurnesja laugardaginn 29. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Tryggvi Ein- arsson, f. á Bjarg- arsteini í Garði 23. nóvember 1914, d. 21. apríl 1989, og Björg Guðlaugs- dóttir, f. á Lambastöðum í Garði 2. nóvember 1913, d. 27. júní 1978. Systkini Einars eru: Tobías, f. 1. júlí 1935, d. 22. júní 1978, Helga, f. 28. mars 1938, Ásta, f. 7. júlí 1939, d. 25. september 1982, Kristín, f. 12. mars 1941, Ólafur, f. 27. desember 1944, Tryggvi Björn, f. 22. mars 1957. Hinn 18. september 1954 kvæntist Einar Finnu Pálma- dóttur, f. 3. ágúst 1933. For- eldrar hennar voru: Pálmi Jón- asson og Kristín Eysteinsdóttir, bæði látin. Börn Einars og Finnu eru: 1) Tryggvi, f. 21. október 1954, kvæntur Sæunni Andrésdóttur og eiga þau þrjá syni. 2) Pálmi Breiðfjörð, f. 26. desember 1954, kvæntur Höllu Tómasdóttur og eiga þau fjögur börn og eitt barna- barn. 3) Matthildur, f. 20. maí 1959, gift Sævari Péturssyni og eiga þau tvö börn, hún átti tvö börn áður. 4) Ingveldur, f. 11. nóvember 1961, sambýlismaður Kristinn Guðmundsson. 5) Kristinn Björn, f. 19. janúar 1963, kvæntur Eddu Halldórsdóttur og eiga þau tvö börn. 6) Guð- mundur, f. 27. september 1969, sambýliskona Brynja Gests- dóttir og eiga þau tvö börn. 7) Ómar Þór, f. 2. mars 1977, d. 2. ágúst 1979. Útför Einars fer fram frá Útskálakirkju í Garði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi minn er dáinn. Orðið dáinn virðist vera svo fjarlægt að það gæti ekki komið fyrir neinn sem er nákominn mér. En þessi hugsun er röng og maður verður að taka því sem að höndum ber. Afi var mjög sérstak- ur, svolítið einþykkur, en á mjög skemmtilegan hátt. Aldrei var hann mikið fyrir margmenni en fjölskyld- an stóð ávallt efst í huga hans. Ég gleymi því aldrei þegar ég var á unga aldri og var að koma í heimsókn til afa og ömmu. Þá sat afi alltaf með spilin í hendi sér, stokkaði þau og lagði kapal, en alltaf gátum við barnabörnin platað hann í spil með okkur. Afi var dugmikill og afskaplega handlaginn. Þá gat hann púslað langtímum saman og til eru eftir hann margir fallegir útsaumsmun- ir. _ Ég mun ávallt dást að afa og verkum hans og afi á engan sinn líka. Elsku afi minn, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert og ég er viss um að nú hefur þú liann Ómar Þór þér við hlið. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Ég kveð þig með sorg í hjarta, elsku afi minn, og mér þykir mjög sárt að hugsa til þess að hún litla dóttir mín fái ekki að kynnast þér eins og ég gerði. Ég bið góðan guð að styrkja hana ömmu og alla aðra sem eiga um sárt að binda. Linda Björk Pálmadóttir. Með þessum erindum viljum við kveðja kæran tengdaföður okkar: Fótmál dauðans flótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, Qör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá frepin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. - Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. Drottinn, þegar þú mig kalla þessum heimi virðist frá, hvar sem loksins fæ ég falla fótskör þína liðinn á, hlífi sálu hjálpráð þitt, hold í friði geymist mitt, unz það birtist engla líki ummyndað í dýrðar riki. (B.Halld.) Við biðjum góðan guð að veita fjöiskyldunni þann styrk sem hún þarf á þessari stundu. Tengdadætur. HALLURHER MANNSSON + Hallur Hermannsson fædd- ist á Skútustöðum í Þin- geyjarsýslu 30. maí 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. júní síðastliðinn og fór útför hans fram 27. júní. Þrátt fyrir að nú sé um það bil hálft ár liðið frá láti Halls Her- mannssonar, eins minna bestu vina, þá langar mig í örfáum orðum að minnast hans. Kynni okkar Halls voru því miður ekki löng. í raun er undarlegt til þess að hugsa að ekki séu nema rétt liðlega sex ár frá því að Bertha þáverandi unn- usta mín og núverandi eiginkona kynnti mig fyrir Halli afa sínum og Sísí ömmu sinni. Bæði tvö tóku þau mér strax opnum örmum og opnuðu samstundis fyrir mér dyrnar að hjarta sínu sem heimili. Þessi hægláti virðulegi maður og engil- fögur og góð kona hans áttu síðar eftir að hafa dýpri og betri áhrif á mig en flestir aðrir. Hinn 20. júní síðastliðinn lést Hallur eftir stutta og óvænta sjúkralegu. Dagarnir eftir lát hans voru undarlegur tími. Það var sem forlögin skörtuðu sínu kaldasta fasi þegar þessi stóri missir og þessi djúpa sorg hvolfdust yfir á stærstu gleðistund lífs okkar hjónanna þeg- ar Nökkvi sonur okkar fæddist. Kæri vinur, að ætla að hafa orð yfir þig og mannkosti þína er fyrir- fram dæmt til að vera vanlof, því engin orð fá lýst þeirri visku, því góðlyndi og þeirri kímni sem þú réðst yfir. Erfitt er fyrir mig að hugsa mér betri vin, og betri afa hefði Bertha eiginkona mín ekki getað átt. Þær voru ófáar þrautirn- ar sem urðu á vegi okkar hjónanna jafnt í skóla sem í daglegu lífi sem hvergi var unnt að fá svör við nema hjá þér. Hvort sem rætt var um dægurmál, stjórnmál, vísindi svo að ekki sé nú minnst á ljóðskáld, þá áttir þú ætíð svör. Ófáar kvöld- stundimar sátum við Bertha með þér og ræddum um hvor hefði nú verið beittari penni Þórbergur eða ?, hvor átti nú frekar skilið nóbelinn Kiljan eða Gunnar og hver ætli sé nú tilgangurinn með nýjasta uppá- tæki þeirra á hinu háa Alþingi. Auðvitað laut ég ætíð í lægra haldi í rökræðum okkar því gegn beittum glósum og hnitmiðuðum gullkorn- um þínum máttu flestir sín lítils. Ég viðurkenndi náttúmlega ekki ósigur minn fyrir þér enda þurfti enginn að sannfæra Þingeyinginn um ágæti skoðana hans. Þar sem þú varst sannkallaður lífskúnstner var fátt ánægjulegra en að njóta alls þess fagra sem líf- ið hefur upp á að bjóða með þér, minn kæri vinur. Þú kenndir mér að meta svo margt sem ég ekki kunni áður. Ljóðin hans Davíðs, bækur Gunnars, leikrit af þriðja bekk í Þjóðleikhúsinu, gamalt viskí, sykraðar perur með steik og óþeytt- ur ijórn með ísnum eru allt dæmi um það. Þú varst ríkur maður hvernig sem á það er litið. Mann- auður þinn var ekki einungis bund- inn við þig sjálfan heldur virðist þú i gegnum tíðina hafa laðað að þér gott fólk og dregið fram það besta í því. Sísí kona þín, börn hennar, Muggur heitinn, Rósa Gyða, Hall- dór og Stefán, eru öll gull af manni, og barnabörn þín og bamabarna- börn hvert öðru glæstara og betur gefið. Þetta vissir þú vel og kunnir að meta enda leið þér aldrei betur en í faðmi fjölskyldunnar. Það er erfitt að ímynda sér lífið án fulltingis og stuðnings þíns. Spurningar hrannast upp en nú á enginn lengur svörin. Leikhúsárið er óspennandi að sjá þegar ekki er lengur hægt að njóta þess með þér. Jafnvel jólabækurnar virðast ekki þess virði að lesa þær þar sem ég fæ þær ekki rætt við þig. Auðvitað heldur lífið áfram og svo undarlegt sem það nú er þá er það jafnvel þroskandi að sakna þín. Ég bið algóðan Guð að veita Sísí og öllum þeim fjölmörgu, sem sakna þín sárt, styrk. Elsku Hallur, með sorg í hjarta og þökk í huga kveð ég þig nú í hinsta sinn með orðum meistara Tagore: Enginn lifir enda- laust og ekkert varir nema skamma stund. Líf okkar er ekki aðeins hin eina alda byrði, vegferð okkar ekki hin eina ferð. Þögnin er nauðsyn, tii þess að tónar Iagsins verði full- komnir. Lífinu er nauðsyn að eiga sitt sólsetur, til þess að því megi ljúka í gullnum roða kvöldsins. Elliði Vignisson. Skilafrest- ur minn- ingar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.