Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 70
70 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
MCRGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
BREF
BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Listasafns-
milljónir
Magnús
Jónsson
Frá Magnúsi Jónssyni:
ER KOSTNAÐUR við listasafn í
Hafnarhúsinu 500 milljónir (Árni
Þór Sigurðsson Mbl.) að hámarki
400 milljónir
(Árni Þór Sig-
urðsson Mbl.)
eða 700 milljónir
(Árni Sigfússon
Mbl.) ég bara
spyr? Er Ámi Þór
Sigurðsson eða
Árni Sigfússon
að ljúga að Reyk-
víkingum, eða
Ijúga þeir báðir.
Annar þeirra
fer ekki með rétt mál svo mikið er
víst, en hvor er það? Borgarverkfræð-
ingur bendir á að miðað við fyrirliggj-
andi áætlun um endurbætur á Hafn-
arhúsinu án kaupverðs (125 milljón-
ir) og búnaðar (20 milljónir) sé 130
þús. á fm, um er að ræða 3.500 fm
eða 455 milljónir ef við leggjum síðan
125 milljónir og 20 milljónir við eru
þetta 600 milljónir.
Árni Þór heldur því fram að 125
milljóna kaupverð hússins kosti
Reykjavík ekki neitt vegna þess að
gerð vom eignaskipti við hafnarsjóð,
hann áttar sig ekki á því að hefði
borgin selt hafnarsjóði þessar eignir
hefði borgarsjóður hagnast um 125
milljónir eða meira, hann virðist
ekki heldur átta sig á því að þessi
eign sem látin var í skiptum kostaði
borgarbúa ótaldar milljónir.
Það er ekkert annað en útúrsnún-
ingur að tala annarsvegar um kaup-
verð og hinsvegar um kostnað vegna
breytinga og halda því síðan fram
að kostnaðurinn vegna kaupanna
komi endanlegu fermetraverði í end-
urbættu húsinu ekkert við menn sem
halda slíku fram ættu að finna sér
annan starfsvettvang en hjá hinu
opinbera. Séu teknar þær tölur sem
formaður byggingamefndar hafnar-
hússins iætur fara frá sér í blaða-
greinum í Mbl. er kostnaðurinn um
600 milljónir hvernig sem reiknað er
eða sem svarar til 6.000 króna á
hvert mannsbam í Reykjavík, 4
manna fjölskylda fær því 24.000 kr
reikning fyrir listasafni. Vel á minnst
þessi upphæð er nokkum veginn sú
sama og er innheimt í svokölluðum
klóakskatti árlega. R-lista mönnum
fínnst þetta ekkert dýrt og benda á
að D-lista menn hafí eitt svo mikið
sem 140 milljónum í hönnunar og
undirbúnings kostnað vegna Korp-
úlfsstaða, þeim fínnst með öðmm
orðum í lagi að bmðla með fé af því
að áður höfðu aðrir bruðlað með fé
borgaranna. Nýlega lauk Rauði
krossinn við að byggja glæsilega
byggingu undir starfsemi sína, það
hús fullbúið kostaði 121 þús. á fm,
og þeir þurftu ekki að kaupa húsið
fyrst. Mér er spum, hvaða endurbæt-
ur em það sem kosta 130 þús. á fm
í Hafnarhúsinu, sérstaklega ef tekið
er mið því að af 3.500 fm em 2.800
fm sýningarsalir? „salir“ sem em
bara gólf, loft og veggir, engin hús-
gögn engin eldhús, engin baðherbergi
eða þvottahús, bara salir, hvað er
svona dýrt? í leiðara Morgunblaðsins
er þessu annars þarfa listasafni fagn-
að og líkt við Pompidou-safnið í Par-
ís, sennilega hefði það safn aldrei
risið ef Parísarbúar einir hefðu feng-
ið reikninginn fyrir safninu en ekki
öll franska þjóðin, þar kostaði fm
aðeins 95 þús. á gengi frankans í
dag (samkvæmt upplýsingum á al-
netssíðu Pompidou-safnsins). Árni
Þór (í Mbl.) segir að þeir sletti skyr-
inu sem eigi það, en er hann sem
formaður þessarar bygginganefndar
ekki að sletta skyrinu okkar með því
að samþykkja og mæla með að borg-
arsjóður eyði sem svarar 50 þús.
meira en Rauði krossinn á hvem fer-
metra í sínu húsi?
Ég legg til að borgarsjóður fái
þá aðila sem hönnuðu og byggðu
hús Rauða krossins til þess að
byggja listasafn í Reykjavík því þá
fengjum við ekki 3.500 fm listasafn
heldur 5.000 fm listasafn fyrir 600
milljónirnar okkar.
MAGNÚSJÓNSSON
verktaki.
Hei, strákur! Láttu mig fá rauða
litinn þinn! Allt í lagi, ég kastaði
honum ofan í bréfakörfu kennar-
Ertu að leita eftir einum á’ann,
strákur? Reyndu það, og ég skal
gefa þér tvo fyrir einn!
Jæja, kannski að mér falli vel
þessi græni. ..
ans ... ef þú vilt fá hann farðu
þá og sæktu hann!
Talsmaður íslenskrar
hug’sunar
Frá Baldri Oskarssyni:
NÝÚTKOMIN Bók Gunnars Dal,
LÍFIÐ EFTIR LÍFIÐ, er fyrsta fram-
lag íslensks höfundar til ritunar
mystiskrar skáldsögu. Því hefur
stundum verið fleygt, og einnig í
umsögn um þessa bók, að Gunnar
sé talsmaður Vedabóka og indver-
skrar heimspeki. Það er gamall mis-
skilningur sem hann svarar sjálfur
á eftinninnilega hátt í samtalsbók-
inni Að elska er að lifa og út kom
fyrir nokkmm árum. Þar segir
Gunnar á þessa leið:
„Nei, ég hef aldrei verið talsmað-
ur indverskrar menningar. Ég er
talsmaður íslenskrar menningar.
Einmitt vegna þeirra sérréttinda að
vera Islendingur þarf hugsun mín
ekki að litast af hagsmunum stór-
veldis. Ég hef frelsi sem íslendingur
til að skoða heiminn jafnt í austri
sem í vestri. Ég hef síst talað meira
um austrið en vestrið og það geta
menn lesið í bókum mínum. Ég byrj-
aði að vísu að skrifa um indverska
hugsun og austurlenska hugsun ein-
faldlega vegna þess að hún er upp-
hafið í tíma. Síðar skrifaði ég ekki
minna um gríska hugsun og enn
síðar um evrópska hugsun og hugs-
un Vesturlandabúa. En ég hef alls
staðar reynt að sýna fram á að þetta
er allt eðlileg samfelld þróun.“
LÍFIÐ EFTIR LÍFIÐ er mjög sér-
stök íslensk skáldsaga og hliðstæðu
hennar er raunar ekki að finna í
erlendum verkum, eins og sjá má
td. á lokakafla bókarinnar.
Það er mjög mikill fengur að þess-
ari bók Gunnars, einkum fyrir þá
menn sem trúa í einlægni á fram-
haldslíf á kristnum grundvelli. Hver
læs maður ætti að sjá að þungamiðj-
an í þessari skáldsögu er Kristur og
íslensk viðhorf en hvorki hindúismi
eða Vedabækur. Kjami hennar er
sú trú að hver maður sem tengist
Kristi verði hreinn vegna hans.
BALDUR OSKARSSON,
viðskiptafræðingur.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.