Morgunblaðið - 05.12.1997, Page 71

Morgunblaðið - 05.12.1997, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 71 BREF TIL BLAÐSINS Er þetta íslenskt réttarfar í hnotskurn? Frá Ásdísi Krístjánsdóttur: í MORGUNBLAÐINU 9. október sl. birtist grein eftir Pál Þórhalls- son, þar sem fjallað var um dóm Hæstaréttar í máli sem ég, undir- rituð, höfðaði gegn Lífeyrissjóði starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar vegna sviptingar makalífeyris. Málið snerist um það að eftir að ég missti eiginmann minn árið 1990 fékk ég greiddan lögboðinn makalífeyri úr sjóðnum, allt til ársins 1994, er ég, að mati sjóðs- ins, hafði hafið „samvistir“ með manni og taldi sjóðurinn þá að samkvæmt reglum sjóðsins bæri að fella niður greiðslur makalífeyr- is. Umrædd „samvist" var af hálfu okkar beggja hins vegar ekki jafn- gildi hjónbands, heldur byggðist fyrst og fremst á félagsskap á al- gjörum jafnréttisgrundvelli þar sem við höfðum styrk hvort af öðru, eftir sáran makamissi okkar beggja. I meintri „samvist" höfum við algjörlega aðskilinn fjárhag. Ég keypti 50% hlut í einbýlishúsi mannsins og greiði af honum lög- boðin gjöld, við erum með sinn sím- ann hvort, greiðum orkugjöld til helminga og allan annan kostnað af rekstri heimilis. Innbú mitt var nákvæmlega skráð er ég flutti í þetta húsnæði og sú skráning staðfest af sonum mínum ásamt börnum mannsins. Samskonar skráning fór fram á innbúi hans og var staðfest af sömu aðilum. Pjárhagslega lifum við því sem algjörlega sjálfstæðir einstakling- ar, eins og skattframtöl okkar sýna öll árin, þó að við búum undir sama þaki. Við samnýtum eldhús og þvottahús. Ég hefi ekki þegið eina krónu frá meintum „sambýlis- manni“ mínum. í dómþingi Héraðsdóms Norður- lands eystra kemur fram að það sem ég og mín vitni (sem voru þijú) staðfestum fyrir dómi, þótti ekki trúverðugt. Með öðrum orð- um, við lugum, þrátt fyrir að við værum áminnt um sannsögli og viðurlög við röngum frambuði fyrir dómi. Ekki þótti ástæða til að beita þeim viðurlögum þrátt fyrir að við færum með ósannindi að mati dóm- ara. Engin vitni voru til kvödd fyr- ir hönd lífeyrissjóðsins. Hvers vegna? Kannski vegna þess að þeir sem til mín og minna mála þekkja vita að ég hef ekki lagt í vana minn að fara með ósannindi. Niðurstaða málsins er þessi: Ég er dæmd af meirihluta Hæstaréttar íslands í óvígða sambúð, þrátt fyr- ir öll þau gögn sem lögð hafa ver- ið fram um hið gagnstæða. Enn fremur vil ég að komi fram að reglugerð lífeyrissjóðsins fæ ég ekki í mínar hendur fyrr en með tilkynningu um makalífeyrismissi. Ég vissi með öðrum orðum ekk- ert um rétt minn né skyldur gagn- vart sjóðnum frá 1990-1994. Ætli þetta sé ekki bara eðlilegt og löglegt? Allt sem hinir „sterku“ (þ.e. stjórn lífeyrissjóðsins, Hér- aðsdómur Norðurlands eystra og Hæsiréttur íslands), segja er hinn eini sannleikur, en allt sem ég hefi lagt til málsins ásamt umsögn- um tilkvaddra vitna er „ótrúverð- ugt“. Er það virkilega svo að þessir aðilar geti neytt mig til „sambúð- ar“ að þeirra skilningi, þótt ég hvorki vilji það né ætli mér það? Hvar liggja mörkin, hverjir mega eiga fasteignir með öðrum og nýta án þess að verða stimplaðir „sam- búðaraðilar"? Ég vona svo að lokum að þessi grein geti frætt lesendur um mína hlið málsins og orðið öðrum víti til varnaðar og fólk athugi vel sín mál, ef einhverjir eru í svipaðri stöðu og ég. ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR, Skólagarði 10, Húsavík. Ótraust póstkerfi Beltisstaður borgar stj órans Frá Jóni Kjartanssyni: í ÚTV ARPSVIÐTALI fimmtu- dagsmorguninn 27. nóv. sl. reyndi borgarstjórinn í Reykjavík að veija helsta afreksverk sitt í húsnæðis- málum, þ.e. að selja leiguíbúðir borgarinnar og hækka leiguna. Viðtal þetta átti víst að vera svar við samskonar viðtali við undirrit- aðan tveimur dögum fyrr. Borgar- stjóri sagði fiest sem ég nefndi byggt á misskilningi en gleypti svo allan misskilninginn og renndi hon- um niður með því að staðfesta hvert einasta atriði sem ég til- greindi. Eitthvað hefur þetta farið illa niður sem stundum gerist ef menn éta eitthvað ofan í sig, því borgarstjóri fór að tala um högg undir beltisstað. Ástæðan var sú staðreynd að fyrirhugaðar breyt- ingar á leigukjörum koma ekki til framkvæmda fyrr en eftir kosning- ar. Samningarnir sem nú gilda renna bara út 1. júlí, sagði Ingi- björg Sólrún án þess að blikna, rétt eins og guð almáttugur ráði því hvenær leigusamningar renna út_ og ekki í mannlegu valdi að stýra því. Líklega er fólki ætlað að trúa þessu eða þá hinu að þeir sem ákváðu gerð samninganna í fyrra og þar með hvenær þeir renna út, viti bara hreint ekkert um það hvenær kosið er á Islandi! Ekki veit ég hvoru megin beltis- staðar þau högg lenda sem fólkið fær vegna þessara afreka R-lista- manna, en þung geta þau orðið sums staðar. Ekki aðeins leigjend- umir verða fyrir þessum höggum, heldur einnig margt af því fólki sem einu sinni var kallað alþýða og sumir eru enn að reyna að kenna sig við. í þau 20 ár sem mín afskipti af húsnæðismálum ná til, hefur ástand þessara mála oft- ast verið slæmt en aldrei eins og núna. Sívaxandi straumur fólks í leit að leiguíbúð kemur alls staðar að lokuðum biðlistum. Allt fé fé- lagslega kerfisins hefur farið og fer í dýrar eignaríbúðir í Grafar- vogi (nema það sem fer í skaða- bætur) sem alþýðan getur ekki keypt. Þetta er glæsileg framtíðar- sýn í lok kjörtímabilsins eða hitt þá heldur, félagslega kerfinu lokað og leiguíbúðirnar seldar. Hvað hefðu „félagshyggjuöflin" sagt ef Sjálfstæðisflokkurinn stæði við stjómvölinn? JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna. Frá Rúnari Óla Bjamasyni: FYRIR tveim vikum fékk ég inn um bréfalúguna tilkynningu um almenna sendingu frá pósthúsinu við Stórholt í Reykjavík. Til að spara mér ferðina þangað uppeftir hafði ég samband við pósthúsið sím- leiðis og bað um að láta flytja send- inguna á pósthúsið við Rauðarár- stíg. Þetta hef ég oft gert áður og aldrei lent í vandræðum með það, þótt afgreiðslufólk pósthússins komi yfirleitt af ijöllum þegar beðið er um slíka þjónustu. Þegar ég hugðist vitja sendingar- innar á pósthúsinu við Rauðarárstíg tveim dögum síðar var mér svarað því að sendingin væri ekki komin en hún væri væntanleg. Þótti mér ekkert óvenjulegt við þetta og ég kom því aftur daginn eftir. Mér mættu þá sömu svör og daginn áður en gjaldkerinn sem afgreiddi mig talaði um einhver gjöld sem væru skyld sendingunni. Mér þótti það ólíklegt þar sem sendingin var mjög smá og engin gjöld voru tekin fram á tilkynningarseðlinum sem ég hafði milli handanna. Kom þá í ljós að sendingin sem sögð var væntanleg og skyld til gjalda var böggull sem ég hafði sótt á þetta Jólagjöfin er frá Elizabeth Arden Glæsilegar gjafapakkningar. Ráðgjafi verður í verslun okkar í dag og á morgun. sama póshús löngu áður. Ég bað gjaldkerann um að fletta upp réttri sendingu og það var sama sagan. Hún var væntanleg en ekki komin. Nú er þessi sending búin að vera væntanleg í tæpar tvær vikur. Ég hef eytt miklum tíma í símtöl við hina og þessa aðila á báðum um- ræddum pósthúsum, sem og á póstmiðstöðinni í Ármúla þar sem allar sendingar fara víst í gegn. Mér þykir það í hæsta máta ólík- legt að það skuli taka tvær vikur eða jafnvel meira að koma litlum pakka leið sem tekur hálftíma að keyra í mikilli umferð. Það eina sem nokkur starfsmað- ur Pósts og síma hefur getað sagt mér er að bíða og vona. Ég hef enga leið til að vita hvort sendingin er glötuð fyrir fullt og allt. Hún gæti altént komið í leitimar eftir mörg ár, ekkert veit ég um það og starfsfólk Pósts og síma veit að virðist lítið betur. Þó sendingin hafi ekki verið mikils virði í peningum, er þetta ómetanlegt tjón fýrir mig persónulega. Að hugsa sér að við treystum þessu fólki fyrir póstinum okkar. RÚNAR ÓU BJARNASON, Laufengi 26,112 Reykjavík. Motjcrn Bcmiiv (jlasÁÍÍ H Y G E A // !//•/ iröru i•(•/•«» /// // Laugavegi 23, s. 5114533. r TIlJiOÐ jHjáðmyjidaAtofa Qunnwta Jngimwtðioiuvt Suðurveri, sími 553 4852 Mig langar að þakka börnum mínum, fjölskyld- um þeirra, œttingum, vinum, svo og kvennakór Hreyfils, sem glöddu mig með miklum hlýhug, gjöjum, skeytum og viðveru sinni á áttrœðis- qffrueli mínu. Þið öll gerðuð okkur hjónum daginn ógleym- anlegan. Megið þið njóta gleðilegra jóla og farsœls nýs árs. Lifið heil. Kveðja. Páll Sverrir Guðmundsson og Björgheiður Eiríksdóttir. Mikið úrval afbarnaskóm eg: 181 Litir: Svartir, brúnir og bláir Stærðir: 31-37 Verð kr. 4.995 Teg: Tops 009 Litir: Svartir og vínrauðir Stærðir: 24-34 Verð kr. 1.995 8 Póstsendum samdægurs -5% Staðgreiðsluafsláttur Ath.: Dýrainniskór í miklu úrvali Ioppskórinn Veltusundi v/ Ingólfstorg, sími 552 1212 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.