Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 1
112 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
291. TBL. 85. ÁRG.
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Boeing 737-300 þota SilkAir lirapar á eynni Súmötru
104 taldir hafa
farist með vélinni
Jakarta. Reuters.
BOEING 737-300 farþegaþota
singaporíska flugfélagsins SilkAir
fórst á eynni Súmötru í Indónesíu í
gær. Með flugvélinni voru 97 far-
þegar og a.m.k. sjö manna áhöfn.
Er talið að enginn hafi komist lífs
af. Brak vélarinnar er dreift um
stórt svæði og er björgunarstörfum
var hætt vegna myrkurs í gær-
kvöldi höfðu fundist sex lík.
Flugmálayfirvöld í Indónesíu
sögðu að níu hefðu verið í áhöfn vél-
arinnar. Engar fregnir hafa borist
af orsökum slyssins. Vélin var tíu
mánaða gömul, sú nýjasta í flota
SilkAir, sem er dótturfélag Sing-
apore Airlines. Er þetta í fyrsta
sinn sem flugvél á vegum félaganna
ferst. Björgunarstarf hófst aftur í
dögun. Að sögn lögreglu í Indónesíu
kom vélin niður í mýrlendi við ósa
árinnar Musi og hafði stór hluti
flaksins sokkið.
Vélin var á leið frá Jakarta í
Indónesíu til Singapore. Flugum-
ferðarstjóm missti samband við vél-
ina klukkan rúmlega 16 að staðar-
tíma (níu í gærmorgun að íslensk-
um tíma) þegar hún var miðja vegu
milli Jakarta og Singapore. Slys-
staðurinn er um 440 km norðvestur
af Jakarta. Fulltrúi SilkAir sagði að
ekki hefði borist neyðarkall frá flug-
vélinni. Veður var gott er vélin
fórst, en nú em monsúnrigningar í
Indónesíu.
Samkvæmt upplýsingum yfir-
valda í Singapore vora 48 farþeg-
anna þaðan, 23 Indónesar, 10 Mala-
ysíumenn, fimm Bandaríkjamenn,
fimm Frakkar, fjórir Þjóðverjar,
þrír Bretar, tveir Japanar, Austur-
ríkismaður, Ástrali, Indverji og
Bosníumaður.
Þetta er í annað sinn á þrem
mánuðum sem mannskætt flugslys
verður í Indónesíu. 26. september
fórast 234 er Airbus A-300 þota
indónesíska flugfélagsins Garuda
hrapaði í lendingu við borgina Med-
an á Súmötru.
Boeing 737-300 tilheyrir „annarri
kynslóð" 737 flugvéla bandaríska
flugvélaframleiðandans, og var fyrst
framleidd 1981. 300, 400 og 500
gerðirnar eru endurbættar frá fyrri
gerðum, 100 og 200, hafa aðra gerð
hreyfla, öðru vísi væng og háþróaðri
stjórntæki. 300-gerðin getur borið
um 130 farþega í tvískiptu farrými.
Reuters
Veður hamlar leit
VEÐUR hamlaði enn leit í gær að
úkraínsku farþegaþotunni sem talin
er hafa farist á Pieriaíjallgarðinum
í norðausturhluta Grikklands eftir
misheppnaða lendingartilraun í
borginni Þessalómku. Svartaþoka
var á leitarsvæðinu í snævi þöktum
fjöllum og var skyggnið yfirleitt
ekki meira en 40 metrar. Leituðu
rúmlega 5.000 grískir h.ermenn
árangurslaust í gær að þotunni,
sem var af gerðinni Jakovlev-42, en
í henni voru 70 manns. Sneru grísk
stjóravöld sér til Atlantshafsbanda-
Iagsins (NATO) í gær og óskuðu
eftir P-3 eftirlitsflugvél sem sögð
er geta fundið flak af þessu tagi úr
nokkurri fjarlægð.
■ Flugöryggi/26
.. Reuters
LOGREGLUMAÐUR gengur að bíl sænska stjórnarerindrekans til viðræðna við mannræningjann.
Sænskum stjórnarerind-
reka rænt í Moskvu
Moskvu. Reuters.
Jeltsín
hvilist
lengur
Moskvu. Reuters.
LÆKNAR í Moskvu sögðu í
gær að rannsóknir hefðu leitt í
ljós að hjarta Borís Jeltsíns
Rússlandsforseta starfaði eðli-
lega eftir kvef og veirusýkingu
sem hann fékk fyrr í mánuðin-
um. Þeir ráðlögðu þó forsetan-
um að dvelja í 5-7 daga til við-
bótar á heilsuhæli.
Jeltsín hefur verið á heilsu-
hælinu frá 10. þessa mánaðar
og talsmaður hans sagði að for-
setinn væri „æstur í að fara
þaðan“. Forsetinn hafði ætlað
að snúa aftur til starfa í gær,
samkvæmt yfirlýsingu hans á
fimmtudag, en embættismenn
báru þau ummæli til baka.
Fjölmiðlar efast
Misvísandi yfirlýsingar
Jeltsíns og embættismanna
hans hafa kynt undir vanga-
veltum í rússneskum fjölmiðl-
um um að forsetinn sé ekki
lengur fær um að gegna emb-
ættinu og ólíklegt þykir að
niðurstaða hjartarannsókn-
anna bindi enda á óvissuna.
„Það er ekki heilsa hans
sem veldur áhyggjum, heldur
andlegt ástand,“ sagði rúss-
neski fréttaskýrandinn Andrej
Píontkovskí. Hann bætti við
að yfirlýsingar Jeltsíns í Sví-
þjóð fyrr í mánuðinum um
kjarnavopn og öryggismál,
sem talsmenn hans sáu sig
knúna til að bera til baka,
bentu einnig til þess að hann
væri farinn að hrörna andlega
eftir að hafa verið undir miklu
álagi í mörg ár.
SÆNSKUM stjórnarerindreka,
Jan-Olof Nyström, var haldið í gísl-
ingu í bíl sínum á lóð sænska sendi-
ráðsins í Rússlandi í gær. Mann-
ræninginn krafðist þriggja milljóna
dala lausnargjalds, eða um 220
milljóna íslenskra króna. Fregnir í
gærkvöldi hermdu að rússneskur
sérsveitarmaður hefði skotið ræn-
ingjann til bana.
Ræninginn var rússneskur og
hafði Itar-Tass fréttastofan eftir
lögreglu að hann hefði verið vopn-
aður skammbyssu og hand-
sprengju. Á annað hundrað sér-
sveitarlögreglumenn umkringdu
sendiráðið og fóru fram samninga-
viðræður við ræningjann og tók
sænski sendiherrann þátt í þeim.
Fréttir af gangi mála voru óljósar
í gærkvöidi. Ljósmyndari Reuters
fréttastofunnar sagði að svo virtist
sem Svíanum hefði verið sleppt, en
lögreglumaður hefði farið inn í bíl-
inn til ræningjans í staðinn.
Skömmu síðar heyrðust byssuskot
og lík var dregið út úr bílnum. Öku-
maður sjúkrabíls tjáði fréttamönn-
um að ræninginn hefði verið skotinn
til bana og sérsveitarmaður hefði
særst alvarlega. Tass hafði eftir lög-
reglu að mannræninginn hefði ekki
virst „í andlegu jafnvægi".
Náðun
Chuns
og Rohs
rædd
Seoul. Reuters.
KIM Dae-jung, nýkjörinn arftaki
Kims Youngs-sam á forsetastóli
Suður-Kóreu, beindi í gær athygli
sinni frá hinni erfiðu stöðu efna-
hagsmála í landinu að tveimur íyrr-
verandi leiðtogum herforingja-
stjórna sem freistuðu þess fyrir 17
árum að ráða Kim af dögum.
Suður-kóreskir embættismenn
greindu frá því að fastlega væri bú-
izt við því að Kim Dae-jung myndi í
dag fara fram á að hinir fyrrver-
andi harðstjórar, Chun Doo-hwan
og Roh Tae-Woo, yrðu látnir lausir
úr fangelsi er hann snæðir hádegis-
verð með fráfarandi forseta, Kim
Young-sam, en það verður fyrsti
fundur þeirra frá því sá fyrrnefndi
bar sigur úr býtum í forsetakosn-
ingum é fimmtudaginn.
Kim tekur ekki formlega við
embætti fyrr en í febrúar, en hann
hefur lýst því yfir að á hans vegum
muni starfa sérstakur vinnuhópur
með núverandi stjórn að lausn hins
mikla efnahagsvanda sem Suður-
Kórea er í.
Stórum hluta ræðu sinnar, sem
Kim hélt í gær til að þakka kjör
sitt, helgaði hann efnahagsmálun-
um. Hann hét því að blása nýju lífi í
efnahagslífið - og að 57 milljarða
dala neyðaraðstoðarlán sem samið
var um við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn (IMF) fyrr í mánuðinum yrði
gi-eitt til baka.
■ Forseti í/28