Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Skrifb^ kr. 3.501 ()( lÍHMjUÍklitfíljfll Clear Da WLÆ:- ogfferókleiki Bréf í Lyfja- verslun hækka um 4,6% VIÐSKIPTI á VÞÍ námu 663 millj- ónum króna í gær, mest með hús- bréf, 306 milljónum en viðskipti með spariskírteini námu 263 milljónum. Hlutabréfaviðskipti námu 64 milljón- um króna og hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,17%. Mest hlutabréfaviðskipti urðu með bréf í Lyfjaverslun íslands og Sam- herja, um átta milljónir króna í hvoru félagi. Verð bréfa í Lyfjaversl- uninni hækkuðu um 4,6% frá síðasta viðskiptadegi en Samherjabréf hækkuðu í verði um 0,6% Reykvikingar og aðrir lands- menn sem vilja skreyta legsteina sinna nánustu með fallegu Ijósi. Munið hin sparneytnu leiðiskerti sem slökkva á sér f birtu en lýsa upp í myrkri. Þarf aðeins að skipta um rafhlöður einu sinni á ári. Margra ára ending. Fást í öllum Hagkaupsverslun- um, Garðshorni og viða í bænum. Einnig fást þau út á landsbyggðinni. Veljið Ijós sem skreyta kirkju- garöana allt árið um kring. Heildverslunin Nýlunda ehf, Auðbrekku 3, sími 544 5777. -kjarni málsins! VIÐSKIPTI GULLSMIÐJAN LÆKJARGATA 34C HAFNARFIRÐI SÍMI565 4453 Sprenging í sölu á jólaljósum MIKIL söluaukning hefur orðið; jólaljósum og jólaskreytingum a öllu tagi fyrir þessi jól og eru slíkar vörur vfða á þrotum í verslunum. Talið er að snjóleysi hafí m.a. hvetjandi áhrif á sölu jólaljósabúnaðar. Mikil þróun hefur orðið í jóla- skreytingum hérlendis á síðast- liðnum árum að sögn Hauks Þór Haukssonar, kaupmanns f Borg- arljósum hf. við Armúla. Segir hann að þetta eigi einkum við ur jólaskreytingar utanhúss, jafnt hjá einstaklingum sem fyrirtækj um. „Þessi siður hefur líklega borist til íslands frá Norður-Am eríku og er nú orðinn fastur í sessi hér. Það hefur vafalaust hvetjandi áhrif að ljósabúnaður- inn er nú almennt orðinn miklu ódýrari en áður.“ Borgarljós sér um heildsölu- dreifingu á jólaljósum og öðrum rafmagnsbúnaði til um 50 versl- ana um allt land. Haukur segir að sala á jólaljósum hafí farið langt frain úr björtustu vonum þetta árið og varan sé því sem næst á þrotum. „Það hefur orðic alger sölusprenging f þessu mill: ára og við höfum ekki haft unda við að afgreiða pantanir út á land. Við tókum m.a. inn heilan gám af upplýstum jólasveinum og töldum okkur vera að spenna bogann fullhátt. Raunin varð sú að jólasveinarnir voru búnir 10. desember eða þegar salan hefði raun átt að vera að hefjast. Veð- urfarið hefur eflaust sitt að segj en snjóleysið hvetur fólk til þess að selja upp ljósabúnað og skapa þannig jólastemmningu, segir Haukur." Morgunblaðið/Árni Sœberg HAUKUR Þór Hauksson, kaupmaður í Borgarljósum, ásamt upplýst- um jólasveini en sú vara hefur selst vel fyrir jólin. lolvuborð kr. 12.900.- ' Sjónvarpsborð kr. 9.900.- iBókaskápur Kr. 13.900.- w S 45* l’g 3^ cr Sími 551 1121 efst á Skólavörðustígnum Viðskiptaráðherra segist ekki mega upplýsa um launakjör æðstu yfírmanna Fjárfestingarbanka og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Gæti skaðað bankana FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagðist í skriflegu svari við fyrirspum Astu R. Jóhann- esdóttur um starfskjör æðstu yfir- manna Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins hf. og Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins, á Alþingi í gær, ekki geta upplýst um kjör þeirra og vísaði í því sambandi í skýrslu forsætisráð- herra um aðgang að upplýsingum um hlutafélög í eigu ríkisins, sem ný- lega var lögð fram á Alþingi. Sagði ráðherra að hinir nýju ríkis- bankar séu báðir reknir sem hlutafé- lög og njóti sem slík ákveðinnar vemdar. „Þótt ríkissjóður sé í upp- hafi eigandi alls hiutafjár í félaginu er Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. samkvæmt viðurkenndum lagasjón- armiðum sérstakur einkaréttarlegur aðili að lögum og nýtur sem slíkur viðskiptavemdar. Ráðherra sem fer með eignarhlut ríkissjóðs í hlutafé- laginu, ber trúnaðarskyldu gagnvart því þannig að hann má ekki veita upp- lýsingar sem skaðað gætu hagsmuni þess,“ segir í svari ráðherra. Hins vegar sagði ráðherra í svari sínu að ársreikningar Fjárfestingar- bankans og Nýsköpunarsjóðs yrðu gerðir opinberir en samkvæmt lög- um og reglum um gerð ársreikninga viðskiptabanka, sparisjóða og ann- arra lánastofnana, skuli í skýringum með ársreikningi upplýsa um fjölda starfsmanna auk þess sem sundur- liða skuli laun og launatengd gjöld ef það sé ekki gert í rekstrarreikningi. Enn fremur skuli veita upplýsingar um heildarlaun, þóknanir og ágóða- hluta til stjómenda félags vegna starfa í þágu þess. Sagðist Finnur í svari sínu tilbú- inn að láta Alþingi fá þessar upplýs- ingar um stjórnendur Fjárfestingar- bankans og Nýsköpunarsjóðs við framlagningu ársreikninga þeirra. Nokkuð launaskrið hefur orðið á fjármagnsmarkaði í kjölfar nýráðn- inga hjá Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Eftirspurn eftir fólki með menntun og reynslu af fjármál- um hefur aukist veralega í kjölfarið og herma heimildir Morgunblaðsins jafnframt að Fjárfestingarbankinn hafi boðið nokkuð betri kjör en al- mennt hafi tíðkast til þessa. Þetta hafí leitt til nokkurs launaskriðs. Launaskrið vegna yfirboða Fjárfestingarbanka? Þróunin er sögð hafa verið svipuð á fjármagnsmarkaði og hjá hugbún- aðarfyrirtækjum upp á síðkastið en í þeim síðarnefnda hefur mikil eftir- spum eftir hæfu fólki einmitt leitt til nokkurs launaskriðs. í sumum tilfell- um hafí þurft að bjóða nokkrar launahækkanir til að koma í veg fyr- ir að starfsmenn færðu sig um set þar sem þeir hefðu þegar haft betri tilboð í höndunum. Almennt virðist þó búist við því að nokkuð hægist um á markaðnum að nýju nú þegar að bankinn hefur lokið við ráðningar að mestu leyti. Bjami Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbankans vísaði í sam- tali við Morgunblaðið í gær alfarið á bug þeim fullyrðingum að bankinn hafi stundað yfirboð. Hann hafi ekki leitað eftir fólki til að koma til starfa hjá bankanum vegna launanna held- ur vegna þess að um spennandi tæki- færi væri að ræða. „Það er hins vegar alveg ljóst að það hefur verið mikil eftirspurn eftir fólki á þessu sviði eins og atvinnu- auglýsingai- undangenginna daga bera vitni. Það má því vera að sú eft- irspum hafi valdið einhverjum launahækkunum.“ ! > I > I ! ! I > I I ! ! I ! ! I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.