Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 11
I LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 11 MORGUNBLAÐIÐ_______________________________________ FRÉTTIR Yfírlýsing Tók ekki þátt í úthlutun til atvinnuleikhópa MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Hávari Sigurjónssyni: „Vegna fréttaflutn- ings af úrskurði Samkeppnisráðs um úthlutun LeiklistaiTáðs til at- vinnuleikhópa vill undimtaður taka fram eftirfarandi. Þau tvö ár sem undirritaður gegndi samtímis starfi leiklistar- ráðunautar Þjóðleikhússins og for- mennsku í Leiklistarráði tók und- irritaður ekki þátt í tillögugerð framkvæmdastjórnar Leiklistar- ráðs um úthlutanir styrkja til at- vinnuleikhópa á vegum mennta- málaráðuneytisins. Bæði árin tók Hlín Gunnarsdóttir varamaður sæti undirritaðs við þetta verkefni. Þetta kom reyndar margsinnis fram í umræðu um þetta mál sl. vor en virðist hafa gleymst í frétta- flutningi undanfarna daga. Þar hefur æ ofan í æ verið fjallað um hlutdeild tveggja fastráðinna starfsmanna Þjóðleikhússins án þess að skilið sé á milli starfa framkvæmdastjórnar Leiklistar- ráðs almennt og úthlutun til at- vinnuleikhópa sérstaklega. Sú skoðun undii-ritaðs að ekki fari saman að gegna stöðu leiklist- arráðunautar Þjóðleikhússins og standa að úthlutun til atvinnuleik- hópa hefur verið fullkomlega skýr enda hefur ekki staðið um það ágreiningur af hálfu undirritaðs. Urskurður Samkeppnisráðs stað- festir einungis þessa skoðun. Undirritaður vísar á bug þeim ummælum Brynju Benediktsdóttir í Morgunblaðinu laugardaginn 13. desember sl. að aðild hans sem fastráðins starfsmanns Þjóðleik- hússins að framkvæmdastjórn LeiklistaiTáðs hafi verið „ólögleg og siðlaus". Kosning formanns Leiklistarráðs og skipan fulltrúa í framkvæmdastjórn hefur verið í fullkomnu samræmi við gildandi reglugerð við leiklistarlög. Þar hefur í öllu verið farið að lögum. Fullyrðing um „siðleysi" fellur einnig um sjálfa sig í ljósi þess sem að ofan greinir. Þá er rétt að skýrt komi fram að kosning nýrrar framkvæmda- stjórnar Leiklistarráðs hinn 6. desember sl. var ekki í neinum tengslum við kærumál Brynju Benediktsdóttur. Fráfarandi framkvæmdastjórn, sem undirrit- aður veitti formennsku, hafði lokið sínum lögbundna þriggja ára starfstíma og fyrir lá að kjósa nýja framkvæmdastjórn. Sem var og gert.“ Hávar Sigurjónssonfv. formaður Leiklistarráðs. Ýmis bókatilboð í Hagkaup allt til jóla „VERÐ á bókum er alltaf að breyt- ast, vegna mikillar samkeppni og því engan veginn hægt að halda því fram að bækur hjá Bónus séu að meðaltali 15% ódýrari en hjá Hagkaup. Vegna sífelldrar endurskoðunar á verði og ýmissa tilboða er ekki hægt að finna neina slíka tölu svo sanngjarnt sé. Við verðum með ýmiss konar tilboð alveg til jóla,“ sagði Jón Björnsson, innkaupastjóri hjá Hagkaup, í sam- tali við Morgunblaðið. Framkvæmdastjóri Bónus sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að 15% meðalverðmunur væri á bókum milli verslananna. „Eg bendi á, að Hagkaup var til dæmis með tilboð sem fól í sér að þeir sem keyptu tvær bækur fengu þá þriðju fría,“ sagði Jón í Hagkaup. „Það er hvorki meira né minna en 33% afsláttur og erfitt að gera betur.“ Hagkaup keyrði verðið niður Jón sagði að Hagkaup hefði keyrt niður verð á bókum í því verðhnmi sem verið hefði síðustu tíu daga. „Við byrjuðum að bjóða barnabækm- á 990 krónur, við vorum með þetta tilboð þar sem þrjár bækur fengust á verði tveggja og síðast auglýstum við fjölda titla á 1.990 krónur.“ Jón kvaðst vilja benda á, að Hag- kaup byði hátt í 500 bókatitla fyrir jólin, en Bónus væri aðeins með um 70 titla. Athugasemd frá leikhússljóra LR VEGNA fréttar sem birtist í Morg- unblaðinu í gær um tillögu Þórhild- ar Þorleifsdóttur, borgarleikhús- stjóra, um aðskilnað á rekstri Leik- félags Reykjavíkur og Borgarleik- hússins vill Þórhildur koma eftir- farandi athugasemdum á framfæri. Tillagan um endurskoðunar- nefnd var lögð framá framhaldsað- alfundi Leikfélags Reykjavíkur þann 1. desember sl. og er svohljóðandi: „Skipuð verður 5 manna nefnd til að endurskoða lög Leikfélags Reykjavíkur. Einnig skal hún gera tillögur 'um stofnun rekstrarfélags, í samvinnu við Reykjavíkurborg, um rekstur Borgarleikhússins - að leiklistar- starfseminni undanskilinni - og gera tillögur að þeim breytingum sem þarf að gera á stofnskrá fyrir Borgarleikhúsið í samræmi við þær.“ Misskilnings gætti þar sem haft var eftir Þórhildi að leikfélagið hefði til þessa gegnt tvíþættu hlut- verki með þvi að reka annars vegar leiklistarstarfsemi og hins vegar leikhús. Þar er að sjálfsögðu átt við rekstur Leikfélags Reykjavíkur og rekstur byggingar Borgarleikhúss- ins. ecco CITY art. 35014 ECCO COMFORT FIBRE SYSTEM® Kerfi sem Ecco hefur látið sérvinna til þess að auka þægindi fyrir fætur. Það hefur eftirtalda eiginleika: • Góða loftræstingu. Loftrými virkar eins og örsmáar loftdælur þegar gengið er og veitir fersku lofti inn í skóinn. • Bakteríudrepandi • Mikið viðnám gegn álagi • Mýkt. Efnið lagar sig að fætinum þegar gengið er. • Ending. Þykkt eða eiginleikar efnisins breytast ekki við notkun. HÖGGDEYFAR Allir Ecco skór eru búnir höggdeyfum. Höggdeyfarnir eru framleiddir úr sér- stöku efni sem dregur úr höggum, sem valda álagi á fætur og bak, um 70-80%. ECCO SKÓR LÉTTA FÓLKI SPORIN! Þorláksmessuskata Hjá okkur færðu góða skötu nig humar — stórar rækjur — graflax — n lax og sjávarkonfekt Fiskbúðin Hafbe Gnoöarvogi 44, Sími 588 8686 Opið alla helgina M kl. 9-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.