Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 43 LISTIR Hjalti Pálsson Skagfirsk ættvísi BÆKUR Ættf ræði SKAGFIRSKAR ÆVISKRÁR Tímabilið 1910-1950, IH. bindi. Umsjón og ritstjóm: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfírðinga, Sauðárkróki, 1997,352 bls. SÚ bók sem hér birtist er hin þrettánda af Skagfirskum ævi- skrám. íyrst (1964-1972) komu út fjögur bindi fyrir tímabilið 1890- 1910. Árið 1981 hófst svo útgáfa á æviskrám 1850-1890. Eru komin út sex bindi fyrir það tímabil. Ætlað er að þijú bindi séu ókomin. Og þessi bók er svo þriðja bindið fyrir tímabilið 1910-1950. í þessu bindi er að finna æviskrár 105 einstaklinga sem héldu sjálf- stætt heimili í Skagafirði (sveit eða kaupstað) á umræddu tímabiii - raunar fram á síðustu ár í mörgum tilvikum. Höfundar að æviskránum eru 28 talsins. Guðmundur Sigurður Jóhannsson ættfræðingur yfirfór alla þættina, bar saman ártöl og dagsetningar við kirkjubækur, gekk frá ættfærslum og tilvísunum til heimilda. Hjalti Pálson skjalavörður hafði á hendi ritstjórn og samræm- ingu þátta. Margir fleiri hafa raunar komið hér við sögu. Ekki er annað að sjá en öll vinnu- brögð við þessa útgáfu hafi verið einkar vönduð, enda verður að telja að þeir sem að standa, einkum Hjalti og Guðmundur, séu orðnir sérfræð- ingar um útgáfu af þessu tagi. Sér- staklega finnst mér mikils um vert hversu heimildatilvísanir í lok hvers þáttar eru rækiiegar. Þær bera vott um einstaka þekkingu. Eins og að líkum lætur eru ævi- þættirnir mislangir. Aigengt er að þeir séu 4-5 bls., stundum þó lengri. Yfirleitt fylgja myndir með. Þetta eru því í raun stuttar ævisögur. í langflestum tilvikum eru þær bráð- vel ritaðar, gagnorðar, glöggar, vel- viljaðar en án smjaðurs. Mannlýsing- ar eru stundum stórsnjallar og eftir- minnilegar. Fyrir koma góðar at- vikalýsingar og á stundum flýtur með ein og ein smellin staka. Vissulega er margt að læra um skagfirskt mannlíf af hinum þrettán bindum æviskráa. Og engum þarf að leiðast lesturinn. Eins og verið hefur í mörgum undanfarandi bindum er í lok bókar skrá um heimildir, bæði prentaðar Vegnr þjáningar BÆKUR L j óð HVÍTVOÐUNGAR eftir Ingimar Erlend Sigurðsson, Sigmjón Þorbergsson gaf út. 1997 - 232 bls. ÁTOK ljóss og myrkurs einkenna mjög ljóðaheim Ingimars Erlends Sigurðssonar í nýútkominni ljóðabók hans Hvítvoðungar. Raunar er skáldskapurinn átakamikill á öllum sviðum og ómstríður. Trúarleg sýn er meginviðfangsefni ljóðabókarinn- ar og er óhætt að segja að flest ljóð- in séu gegnumsýrð af því viðfangs- efni. Megininntak þeirra er gildi og mikilvægi þjáningarinnar. Hún er hlutskipti okkar í lífinu, kastar efa á veg okkar til guðdómsins og er kannski helsti prófsteinn lífsins. í einu kvæðanna er tárið tákn þján- ingarinnar sem hefur holað hjartað líkt og stein og skolað burtu blóði sem byggði erfðamein: sjá, þetta hef ég þolað, en þjáning mín er ein og burtu hefur bolað guðs birtu tár sem skein. Um langt skeið hefur Ingimar Erlendur ort trúarleg ljóð. T.a.m. var síðasta ljóðabók hans, Hvíta- myrkur, sem nú er endurútgefin einnig um trúarleg efni. En það er eins og tíminn vilji ekki tengja hann við sig og honum finnst skáldskapur sinn mæta tómlæti. Þetta verður honum víða að yrkisefni: Ég yrki mest um ást og trú á drottin, en eyru við því naumast maður leggur. Af tómsins frægðartindum er ég dottinn, um tilvist ljóðs míns sleginn þagnarveggur. Orð þessi mega virðast bera vitni um beiskju og biturleika en i huga skáldsins er þó þessi ferill vottur um annað: „Hve ferill skálda / lífs er undarlegur, / þar ljóðið reynist dulinn fórnarvegur." Þótt dauðans alvara einkenni flest ljóða Ingimars er þó í stöku ljóði siegið á aðra og óvænta strengi þótt leikið sé í svip- uðum dúr. í kvæði sem nefnist The Hound of heaven er efahyggjan afgreidd snyrtilega: Þig himneski hundurinn eltir, já, hvert sem þitt trúleysi flýr og grimmt virðist guðdómsins dýr það dag einn í myrkri þig meltir, úr maga þess kemurðu nýr. í ljóðabók Ingimars Erlends eru feikimörg ljóð og óneitanlega eru sum þeirra sviplík. Hann notar gjarnan svipaðar líkingar, tákn og rímorð sem stundum móta um of setningagerð og myndmál ljóðanna. Orðið mosi kemur t.a.m. býsna oft fyrir sem tákn hins mjúka sem hlíf- ir. Ef til vill hefði meira hóf í slíkri orðanotkun ekki skaðað. Ingimar Erlendur fer oft óvenjulegar leiðir í orðavali og orðanotkun. Oft gengur þetta upp en stundum er eins og á skorti þolinmæði og yf- irlegu. Einkum finnst mér það bagalegt þegar um snjallar hugmyndir er að ræða líkt og í lokakvæði bókarinnar, Hvíthol, þar sem skáld- ið líkir hjörtum við sigð sem eru að uppskera stjarnöx guðs akra og varpa þeim í hvíthol birtu og ljóss. Stirð og óeðlileg orðaröð og al- ræði ríms og stuðla ger- ir myndina óskýra og myndbygginguna ómarkvissa. Með hjartasigð hendur sér flýta í hvithol sem myrkrasnauð ijóma á stilkum má stjamöx þar líta sem standa í fullnustu blóma guðs akra til uppskeru hvíta. Hvítvoðungar er átakamikil bók full af trúarlegum skáldskap þar sem áhersla er lögð á að vegurinn til guðs sé vegur þjáningar. Sum ljóðin eru ómstríð og hörð undir tungu. Samt sem áður er víða að finna góðan skáldskap á þessum síðum og tómlæti á hann ekki skilið. Skafti Þ. Halldórsson DEMANTAHÚSIÐ VyáhÁrt vchl Nýju Kringlúnni s. S88 ‘>944 Laugavegi 30. Slmi 551 9209 Ingimar Erlendur Sigurðsson og óprentaðar, skrá um heimilda- menn, sem nálgast hundraðið og loks vönduð nafnaskrá. Öll útgáfa Skagfirskra æviskráa er til mikillar fyrirmyndar og því bersýnilega í góðum höndum. Sigurjón Björnsson Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrœn eðaltré, í hcesta gæðaflokki og prýða pau nú mörg hundruð íslensk heimili. ** 7 0 ára ábyrgð **• Eldtraust tt. 10 stærðir, 90 - 370 cm t* Þarf ekki að vökva ** Stálfótur fylgir íslenskar leiðbeiningar Ekkert barr að ryksuga ; Traustur söluaðili Truflar ekki stofublómin ** Skynsamleg fjárfesting BANDALAG ÍSUNSKRA SKÁTA IHl:i»i>I 4 ERiCSSON 0 <2) G> (7 0) r?'- r? (?) fF) (T) (z) (]t) (T) (*) (°-) (*) ítSlS§ Litillog • wm Ericsson GA628 GSM HANDSÍMI . 217 g með rafhlöðunni • Rafhlaða endist í allt að 83klst.íbið • Númerabirting • SMS skilaboðasending og viðtaka PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 Þjónustumiðstöd i Kirkjustræti, sími 800 7000 Söludeild Kringlunni, simi 550 6690 Póst- og símstöðvar um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.