Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 51
r MORGUNBLAÐÍÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 51*- AÐSENDAR GREINAR ég fullyrt að hér er engin ný að- ferðafræði á ferðinni. Það sem er hins vegar nýtt eru þau afdráttar- lausu skilaboð sem Reykjavíkur- borg sendir til íslenskra arkitekta og skipulagsfræðinga með því að leyfa þeim ekki einu sinni að bjóða í þetta verk. Hvar eru nú gömlu „sérfræðingamir“? Fyrir eins og tveimur áratugum höfðu sig mjög í frammi í Reykjavík „sérfræðingar" sem töldu sig hafa á reiðum höndum formúluna fyrir því hvernig ætti að „endurlífga“ gömul hverfi borgarinnar. Sumir þessara manna hafa jafnvel haft atvinnu af þessum skipulags- og lífgunartil- raunum langt fram á þennan dag með þeim árangri sem blasir við í dag. Fyrir 20 árum var það allt ann- * A þessum málum þarf að taka sem fyrst, segir Gestur Qlafsson, svo hægt sé að snúa sér að öðrum brýnum skipulagsverk- efnum. að og auðveldara verk að styrkja og efla gamla bæinn í Reykjavík en það er í dag. Og því hljótum við að spyrja: I hvað hefur öll þessi vinna, tími og peningar farið ef við þurfum núna að kaupa enska ráðgjöf íyrir tugmilljónir til þess að segja okkur það sem við höfum lengi vitað? Og hvar eru nú þessir „sérfræðingar"? Að taka mark á okkur sjálfum Allir þeir sem eitthvert vit hafa á skipulagsmálum sjá í hendi sér að lang skynsamlegast er að skipu- leggja höfuðborgarsvæðið sem eina heild. Með því mætti spara þúsund- ir milljóna bæði í stofn- og rekstrar- kostnaði, en ekki höfum við samt ennþá náð saman um það mál. Fyrir rúmum tíu árum, þegar svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðisins, 1985-2005 var unnið, var á þetta bent og líka lögð áhersla á nauðsyn þess að „mótuð verði heildarstefna varðandi staðsetningu og stærð helstu miðhverfa á höfuðborgar- svæðinu". Á Skipulagsstofu höfuð- borgarsvæðisins var í þessu sam- bandi byggt upp reiknilíkan versl- unar (sjá rit VI, okt. 1981) þar sem hægt var að reikna út áhrif af mis- munandi stærð og staðsetningu nýrra miðhverfa á verslunarmið- stöðvar annars staðar á þessu svæði. Ennþá hefur þessi stefna ekki verið mótuð og afleiðingarnar eru að koma betur og betur í ljós. Það gildir nefnilega það sama um veltu í smásöluverslun á höfuðborg- arsvæðinu og þorskinn í sjónum að hvort tveggja er takmörkuð auð- lind. Ef við gerum út á þessa „land- þorska" með ótakmörkuðum flota verslana má gera ráð fyrir að af- rakstur á fermetra 1 verslun geti dottið niður fyrir skynsamleg mörk. Nóg getur verið um samkeppni samt. Að gera viðunandi skipulag í lögum um mat á umhverfisá- hrifum, sem við settum hér á landi röskum 20 árum eftir að Banda- ríkjamenn settu viðlíka löggjöf hjá sér, er m.a. kvöð um að ætíð skuh meta áhrif þjónustumiðstöðva fyrir ferðamenn utan byggða. í sjálfu sér ágætt mál. Margar nálægar þjóðir, sem þó eru miklu ríkari en við, hafa líka lögfest að ætíð skuli meta áhrif nýrra verslunarmiðstöðva á þær sem fyrir eru, áður en þær koma til framkvæmda. Nú, þegar hátíð frið- arins fer í hönd, er ekki úr vegi að rifja það upp að einn megintilgang- urinn með góðu skipulagi er að standa þannig að því flókna verki að gagnkvæm réttindi fólks séu tryggð og ekki logi allt í illdeilum. Þegar hátt í 100 athugasemdir berast hins vegar við svæðisskipulag miðhá- lendisins vekur það óneitanlega spurningar um verklag við skipulag og ólíklegt verður að telja að sátt náist um það að stærsta verslunar- miðstöð Islands verði reist án þess að áhrif hennar á aðliggjandi versl- unarmiðstöðvar verði könnuð. Hér hanga eignir og ævistarf þúsunda manna á spýtunni og tvímælalaust þjónar slíkt mat hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins. Hugsanlegt væri líka að dusta rykið af reiknilík- ani verslunar til þess' að sýna fram á það tölulega hver þessi áhrif gætu orðið. Á þessum málum þarf að taka sem fyrst, að setja niður þannig að hægt sé að snúa sér að öðrum brýn- um skipulagsverkefnum eins og t.d. að skipuleggja hér mengunarlaust og vistvænt umhverfi í anda dag- skrár 21. Ekki væri úr vegi að ein- hver skipulagsfræðingurinn í Um- hverfisráðuneytinu skýrði æðsta yf- irmanni skipulagsmála hér á landi, umhverfisráðherra, frá því hvaða aðferðir og úrræði væru hér væn- legust til farsældar. Höfundur er arkitekt og skipulags- fræðingur. Lymimsson or j) V Nýjar hmkut lrá Bakkabræður íslensk börn hafa gleypt í sig sögur af Bakkabræðrum frá því þær komu fyrst út snemma á öldinni. f þessari nýju bók birtast m.a. nokkrar sögur sem hafa ekki áður birst í bókum um Bakkabræður. Bókin er ríkulega myndskreytt með vatnslitamyndum Kristínar Arngrímsdóttur. Islensk barnabók eins og hán gerist best Setið við sagnabrunn Þórður Tómasson í Skógum er löngu orðinn þjóðþekktur fyrir bækur sínar um þjóðhætti fyrri tíma. I þessari bók er m.a. fjallað um huldufólk, siði sem tengjast dauða og greftrun, auk fjölda frásagna af einstaklingum og horfnu mannlífi. Bók fyrir alla áhugamenn um þjóðfræði og sögu Ferð höfundarins eftir bandaríska bókmenntafræð- inginn Christopher Vbgler, forstjóra Storytech í Hollywood. Bókin lýsir því hvernig hugmyndaheimur goðsagna endurspeglast í kvikmyndum sagnaþula á borð við Steven ; Spielberg og George Lucas, auk fjölmargra annarra höfúnda sem nýtt hafa sér hugmyndir þessarar bókar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.