Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 49 KRISTIN GÍSLADÓTTIR + Kristín Gísla- dóttír var fædd hinn 29. mars árið 1902 að Brekku í Hvalvatnsfirði. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsa- vík 12. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jónína Guðrún Jónsdóttir og Gísli Guðjónsson bóndi. Kristín átti tvær eldri systur, Helgu og Láru. Auk þess áttu þær einn hálf- bróður, Gísla Krist- insson. Þau eru öll látín. Vegna veikinda Gísla föður þeirra var heimilinu sundrað og var Krist- ínu sjö vikna gamalli komið í fóstur til Bjarna Bjamasonar og Þorgerðar systur hans að Þverá í Dalsmynni. Kristín kall- aði Þorgerði jafnan fóstra sína upp frá því. Þegar Kristín var fjögurra ára fluttist fjölskyldan tíl Flateyjar á Skjálfanda og var hún þar alin upp af Maríu Gunn- arsdóttur og Jóhannesi Bjaraa- syni Bjarnasonar. Hinn 14. október árið 1919 giftist Kristín Gunnari Guðna- syni frá Garðshorni í Flatey, f. 24.8. 1899, d. 13.10. 1940. Börn þeirra: 1) Jóhann Sigurður, lést í bernsku. 2) Eysteinn, lést 1995. Hann var kvæntur Alfheiði Eð- valdsdóttur sem er nýlátin. Þau eignuð- ust þrjú börn, einnig ólu þau upp son Alf- heiðar. Þau voru búsett á Húsavík. 3) Þorgerður, ógift, hún á einn son og býr á Húsavík. 4) Jóhann, kvæntur Kristínu Jónu Kristjánsdóttur. Þau eiga tvö börn og eru búsett á Húsavík. 5) Þráinn, lést 15 ára. 6) Sig- urður, kvæntur Jónu Kristínu Guð- mundsdóttur. Þau eiga þijár dætur og búa í Vestmannaeyj- um. 7) Guðrún, gift Guðmundi Þorgrímssyni. Þau eiga tvö börn og eru búsett á Húsavík. 8) Lára, lést 1994. Hún var gift Þorsteini Jónssyni. Þau eignuðust fjögur börn og bjuggu á Húsavík. 9) Kristmann, kvæntur Elsu Hjör- leifsdóttur. Þau eiga þijú böra og eru búsett á Akranesi. 10) Áslaug, ógift og barnlaus. Hún býr í Reykjavík. Barnabörn Kristínar eru 18, barnabama- börain eru 32 og barnabama- baraabörnin eru 5 talsins. Af- komendur hennar eru því 65 talsins. Útför Kristínar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Á æfiferli hvers einasta manns eru einhvetjir áhrifavaldar, sem setja mark sitt á þroskaferil samferða- fólks á göngunni löngu gegnum líf- ið. Kristín Gísladóttir, okkar kæra amma, langamma og vinkona, er einn af þeim áhrifavöldum sem með mildi sinni og hlýju hefur sett mark sitt á tilveru okkar. Ógleymanlegar eru þær stundir sem við áttum sam- an er við bjuggum í nágrenni hvors annars á Húsavík. Hún hringdi stundum í yngri meðlimi fjölskyld- unnar og tilkynnti að nú ætlaði hún að steikja kleinur og brauð og hvort hún fengi að láni litlar hendur til að snúa upp á og aðstoða. Það er dýrmætt hveijum nútímamanni að eiga þess kost, að kynnast af eigin raun þeirri brú sem hinir öldruðu mynda milli kynslóða. Kristín var stálminnug og fylgdist alla tíð vel með, eins og kom fram í samtölum okkar sem gátu verið allt frá hvers- dagslegu tali um veðrið uppí heim- spekilegar vangaveltur um lífið og tilveruna. Þær samræður áttu sér gjarnan stað yfir hlöðnu kaffíborði hennar, eða jafnvel á köldum vetrar- degi, þá kom hún gjarnan með pijón- ana sína á verkstæðið, sem við fjöl- skyldan rákum um tíma í húsi henn- ar, settist, reri í gráðið, pijónaði og við skröfuðum meðal annars um gamla tímann, vísur og ljóð sem hún hafði yndi af. 94 ára gömul tók Kristín þá ákvörðun að fiytja í Hvamm, dval- arheimili aldraðra á Húsavík, sem varð hennar síðasti dvalarstaður í þessu jarðlífí. Nú kveðjum við hvunndagshetjuna Kristínu Gísla- dóttur hinsta sinni. Ömmuna, langömmuna og vinkonuna sem með mildi sinni, hlýju og kærleik, miðlaði okkur af ríkri reynslu sinni og yljaði okkur ekki einungis um hjartarætur, heldur og með því meistaralega vel gerða pijónlesi sem hún færði okkur við ýmis tækifæri. Þekktur málsháttur segir „líkur sækir líkan heim“, því vitum við að Kristín er nú umvafín hlýju ljósi kærleikans í öðrum heimi. Guðrún, Viðar, Linda og Guðmundur Hafsteinn. Af misjöfnu þrífast börnin best, segir gamall málsháttur. Sálfræði nútímans dregur speki þessa máls- háttar mjög í efa, segir að böm og unglingar þurfi ást og umhyggju, annars kunni þau að lenda í sálar- kreppu, sem leitt geti til þroskaheft- ingar eða andfélagslegrar hegðunar, svo notuð séu nokkur málblóm nútím- ans. Allt er það eflaust rétt, en hitt er líka jafnvíst að þeir sem sterkir voru að upplagi hertust við mótlætið og urðu síðar meir heilsteyptir og skapfastir einstaklingar sem lögðu mikið af mörkum til samfélagsins. Við kveðjum einn af þessum sterku einstaklingum í dag, Kristínu Gísladóttur frá Flatey á Skjálfanda. Hún var ekki nema nokkura vikna gömul þegar heimilinu var tvístrað og þá missti hún í reynd bæði föður sinn og móður. Faðir hennar hafði veikst af holdsveiki og var fluttur á Holdsveikraspítalann í Laugarnesi og móðir Kristínar fylgdi manni sín- um suður. Eins og tímamir vom þá voru engin önnur ráð til en koma öllum dætrunum þrem fyrir og þær lentu hver á sínu heimilinu. Kristín mun ekki hafa haft slæmt atlæti í æsku á þeirra tíma mælikvarða, en oft var vinnuharkan mikil, einkum eftir að hún komst á unglingsárin. En Kristín var að upplagi bæði greind og kjörkuð og mótlætið herti hana frekar en beygði. Kristín var nálægt hálf sjötugu þegar ég kynntist henni. Ég var þá nýkominn til Húsavíkur sem ungur læknir, og þurfti þá einn um skamman ttma að gegna bæði stóru héraði og annast sjúklinga á sjúkra- húsinu. Kristín var einn af sjúkling- um sjúkrahússins þegar ég kom til starfa. Eins og gefur að skilja hafði ég í mörgu að snúast og ég fann það strax á Kristínu að hún hafði ríka samúð með þessum unga lækni, sem henni fannst bera svo mikla ábyrgð. Einhveiju sinni sagði hún við mig: „Vertu ekki að hafa áhyggjur af mér, ég sé hvað þú hefur mikið að gera.“ Skapgerð Kristínar og afstöðu hennar til lífs- ins verður ekki betur lýst en fram kemur í þessari stuttu setningu. Frá okkar fyrstu kynnum eru nú ríflega þijátíu ár. Ég átti eftir að kynnast Kristínu enn frekar, hlusta á frásögn hennar um lífsgönguna, lífsbaráttuna, því að sannarlega þurfti hún að beijast, þurfti þrek til að bogna ekki. Hún var aðeins sautj- án ára þegar hún giftist manni sín- um og aðeins þijátíu og átta ára þegar hún missti hann. Þau höfðu eignast tíu börn, eitt lést í bemsku þannig að hún stóð ein uppi með níu böm. Með ótrúlegri elju og vilja- styrk tókst Kristínu, með tilstyrk tengdaföður síns, að halda heimilinu saman, að forða börnunum frá þeirri bitm reynslu sem hún sjálf hafði þolað í æsku. En margt annað mót- læti mátti Kristín reyna, missti einn sona sinna fimmtán ára gamlan. Og háöldmð sá hún á eftir tveim barna sinna ofan í gröfína. Kristín bjó í Hallanda á Húsavík allt frá því að ég kynntist henni. Hallandi er afar sérkennilegt hús, sem byggt er inn í „Bakkann" við Húsavíkurhöfn. Engin umgjörð hæfði henni betur. Það var ómetan- leg reynsla að kynnast þessari al- þýðukonu, kynnast því hvað íslenskt alþýðufólk var greint og hafði mikla reisn. Hún var glæsilegur fulltrúi íslenskrar alþýðu. Kristín var líka tryggðatröll, vinur vina sinna. Hún hafði yndi af að gleðja aðra, ól önn fyrir sínu fólki og sínum vinum. Ófá eru sokkaplöggin og vettlingamir sem hún stakk að mér handa bömum mínum og síðar bamabömum. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Kristínu fyrir samfylgdina, fyrir órofa tryggð og vináttu. Hún verður mér alltaf ógleymanleg. Eftirlifandi börnum hennar, fjöl- skyldum þeirra og öllum afkomend- um votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Kristínar Gísla- dóttur. ^ Gísli G. Auðunsson. I3iómat>wðin öak*5skom v/ Possvogskii+ýwgaFð StmU'55* 0500 Sérfræðingar í blómaskrevtin)»um \ ió öll tækifæri Skolavörftustíg 12. á horni Bergstaðastrætis sími 551 ‘>090 t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR KETILBJARNARDÓTTUR, Baldursgötu 16. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 4-B á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir elsku þeirra og fráþæra umönnun. Kolbrún Dóra Indriðadóttir, Ólöf Guðmundsdóttir Salmon, Eggert Snorri Guðmundsson, Indriði Halldór Guðmundsson, Guðmundur Sævar Guðmundsson, Halldóra Katla Guðmundsdóttir, Oddný Björg Halldórsdóttir, Ólöf Berglind Halldórsdóttir Guðmundur Guðveigsson, Peter Salmon, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Nína Edvardsdóttir, Edda Sigurbergsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Helgi Kristjánsson, og barnabarnabörn. Bróðir okkar, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON tæknifræðingur, til heimilis á Slatervegen 3, Kristianstad, Svíþjóð, lést þann 5. þessa mánaðar. Jarðarförin hefur farið fram. Klara, Guðjón, Guðrún og Gyða Guðmundsböm. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudag- inn 22. desember kl. 13.30. Helga Vilhjálmsdóttir Frahm, Gíslína Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Vilhjálmsson, Sven Frahm, Bjami Sæmundsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Sólveig Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. %T + Þökkum öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og veittu stuðning við andlát, GUÐBJÖRNSJÓHANNESSONAR fyrrv. fangavarðar, Sérstakar þakkir eiga fyrrverandi starfsfélagar hans, starfsfólk Heimahlynningar og starfs- stúlkur heimaþjónustu aldraðra (María og Lóa). Óskum ykkur árs og friðar á nýju ári. Ingigerður Guðbjömsdóttir, Robert Berman, Jóhannes S. Guðbjarnarson, Guðmundur R. Guðbjarnarson, Elísabet Þ. Ólafsdóttir, Skúli Guðbjarnarson, Sigrún Jóhannsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til atlra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, ömmu og systur, MARGRÉTAR HÓLMGEIRSDÓTTUR frá Hellulandi, Aðaldal, Dyrhömrum 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A-7 á Sjúkrahúsi Reykja- víkur og Heimahlynningar Karitas fyrir alúð og umönnun. Guð gefi ykkur gleðilega jólahátíð. Karen Hólmgeirs Jóhannsdóttir, Benedikt Rúnar, Margrét Rós, Sara Jamí, systkini og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR skipasmiðs, Kirkjuvegi 37, Selfossi. Óskar Þór Sigurðsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Sigurjón Erlingsson, afabörnin og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför GUÐBJARGAR MARÍU BJÖRNSDÓTTUR, Þórsgötu 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Margrét Bjömsdóttir, Óli J. Blöndal og systurböm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.