Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 39
38 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 39 I STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OVISSA SEM EYÐA VERÐUR EKKI FER milli mála að afköst hátæknisjúkrahúsa hafa aukizt mikið síðustu tíu, fimmtán árin - né að umtalsverð hagræðing hefur átt sér stað í rekstri þeirra. Starfsmönnum (stöðugildum) hefur fækkað um 8,8% á síðustu sex árum. Á sama tíma hefur sjúklingum á hvert stöðugildi fjölgað um 11,7%. Nýting rúma hefur aukizt úr 86,6% í 93%. Þetta hefur gerzt þrátt fyrir fjár- vöntun, sem gert hefur sjúkrahúsunum erfitt um vik, að ekki sé fastar að orði kveðið, að fylgja eftir örri tækni- þróun í tækjum og búnaði. Ekki er óeðlilegt að mismunandi áherzlur séu hjá tals- mönnum fjármálaráðuneytis og fjárveitingavalds annars vegar, sem eiga í harðri glímu við hallarekstur í ríkisbú- skapnum, og talsmanna sjúkrahúsanna hins vegar, sem árum saman hafa búið við ónógar fjárveitinar, að eigin mati, þ.e. kostnað langt umfram tekjur, samansafnaðan rekstrarhalla og versnandi greiðslustöðu. Farið var í saumana á rekstrarvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær. Þar kemur fram að viðvarandi fjárskortur háir spítalanum mjög, bæði hvað varðar þjónustu við sjúklinga og við- hald á húsnæði, sem er mjög aðkallandi. Af þessum sök- um hefur hlaðizt upp vandi, sem verður æ erfiðari við- fangs. Um 800 m.kr. vantar inn í rekstur þess að mati borgarstjóra. En verst er máski sú óvissa um framtíð- ina, sem starfsfólk og sjúklingar búa við. Uppsagnir unglækna, sem verið hafa í fréttum, skarast við þennan vanda, en þeir hafa lengi búið við mikið vinnuálag. Það er mikilvægt að eyða þessari óvissu, sem búið hefur um sig meðal starfsfólks og sjúklinga, um framtíð sjúkra- hússins, fjárhagslegt öryggi starfseminnar, starfsöryggi fólks og síðast en ekki sízt um framtíðarstöðu spítalans í heilbrigðiskerfinu. Fj'ármála- og heilbrigðisyfirvöld, sem og Reykjavíkurborg, eigandi sjúkrahússins, þurfa að leysa vandann til frambúðar. Nauðsyn aðhalds og hagræðingar í ríkisbúskapnum er óumdeild. Sú nauðsyn nær ekki sízt til stærstu út- gjaldaþátta, en þeirra á meðal er heilbrigðisþjónustan. Og sem fyrr segir hafa stjórnir og starfsmenn hátækni- sjúkrahúsanna þegar náð umtalsverðum árangri í aukn- um afköstum og betri nýtingu fjármagns. Stjórnendur þeirra telja á hinn bóginn að betur hafi mátt standa að samráði af hálfu ráðuneyta. Verklagi hafi á stundum verið ábótavant. Þeir sem telja að ekki hafi allar ferðir verið til fjár í aðhaldsaðgerðum stjórnvalda í heilbrigðiskerfinu tíunda sitt hvað máli sínu til stuðnings. Þeir benda á að til- færsla kostnaðar, frá einu sjúkrahúsi til annars, sé ekki sparnaður á heildina litið. Sama máli gegni um biðlista eftir aðgerðum í heilbrigðiskerfinu. Þeir séu í bezta falli frestun á kostnaði, safni vanda í lón, sem brýzt fram fyrr en síðar. Biðlistarnir haldi að auki hæfu fólki leng- ur frá störfum en vera þurfi, sem sé þjóðhagslega óhag- kvæmt. Þeir gangi og þvert á lög, sem kveði á um rétt fólks til aðgangs að beztu fáanlegri læknisþjónustu. Það sé og vafasamur sparnaður að þrengja að rannsóknum og að nýta ekki tækninýjungar, sem oftar en ekki séu farvegir hagræðingar og batnandi heilbrigðisþjónustu. Sjúkrahús Reykjavíkur er eign Reykjavíkurborgar en sækir rekstrarfé sitt, eins og aðrir spítalar, að stærstum hluta í ríkissjóð. Það hefur búið við langvarandi halla- rekstur og versnandi greiðslustöðu og þurft að sæta bráðabirgðalausnum, sem skammt hafa dugað. Skýringar framkvæmdavaldsins og stjórnenda sjúkrahússins á or- sökum vandans eru misvísandi - og sjaldan hefur einn í öllu rétt fyrir sér þá tveir deila. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að grafast fyrir rætur þessa vanda en það þarf að gera í góðri samvinnu viðkomenda. Kjarni máls- ins er eftir sem áður sá, að óvissunni í rekstri Sjúkra- húss Reykjavíkur - og í heilbrigðiskerfinu á heildina lit- ið - verður að eyða. Fjárveitingavaldið, heilbrigðisráðu- neytið og Reykjavíkurborg, sem á og rekur þennan spít- ala, þurfa að taka á honum stóra sínum og binda enda á þessa óviðunandi óvissu. Það er skylda þeirra við starfs- fólk sjúkrahússins og þær tugþúsundir, sem þurfa á þjón- ustu þess að halda. Stjórnarfrumvarp um olíugjald og kílómetragjald í stað þungaskatts Hagsmunaárekstrar við úthlutun úr opinberum listasjóðum Olíuverð verði sem næst 90% af verði bensínlítra Samkvæmt stjórnarfrumvarpi um olíu- gjald og kílómetragjald sem lagt verður fram á Alþingi eftir áramót verður lagt 34 kr. gjald á hvern lítra af dísilolíu og gjaldfrjáls olía lituð. Guðjón Guðmundsson skoðaði frumvarpið sem stefnt er að að verði að lögum 1. janúar 1999. FRUMVARPIÐ, sem hefur verið kynnt innan stjórnarflokkanna og verður lagt fram á Alþingi á næstunni, felur m.a. í sér að vöru- gjald leggist á gas- og dísilolíu, gjaldfijáls olía, sem notuð er til annars en aksturs skráningar- skyldra ökutækja, verði lituð og tekið verði upp sérstakt kílómetra- gjald á vöruflutningabifreiðar og eftirvagna sem eru tíu tonn eða þyngri. í athugasemdum við frum- varpið er talið líklegt að upptaka litunarkerfis og kostnaður samfara því leiði til einhverrar hækkunar á verði olíu. Áætlað er að árleg sala á gas- og dísilolíu sé um 200 milljón- ir lítra og að um þriðjungur þeirrar olíu verði ólitaður. Frestað og frestað á ný Hugmyndir um olíugjald eiga sér nokkra sögu. í frumvarpinu sem nú verður lagt fram eru lagðar til breytingar á lögum frá 1995 um vörugjald af olíu og svokallað endurgreiðslukerfi sem ekki gerði ráð fyrir litun olíu. Þar var gert ráð fyrir að olíugjaldið yrði 38,50 kr. á lítra. Lögin áttu að taka gildi 1. janúar 1996. Gildistökunni var fre- stað með lögum til 1. janúar 1998. Fjármálaráðherra lagði síðan fram breytingafrumvarp á sl. vorþingi þar sem lagt var til að tekið yrði upp olíugjald með Iitun gjaldfrjálsr- ar olíu. Frumvarpið hlaut ekki af- greiðslu og efnahags- og viðskipta- nefnd lagði fram nýtt frumvarp sem var samþykkt sem lög frá Alþingi. Það kvað á um enn frekari frestun laganna frá 1995 til 1. janúar 1999. Tvær nefndir sem fjármálaráð- herra skipaði sl. haust hafa unnið að undirbúningi málsins og haft víðtækt samráð við hagsmunasam- tök. Eftir því sem næst verður kom- ist er töluvert fylgi innan þeirra hópa við frumvarpið en oh'ufélögin hafa gert athugasemdir við það vegna þess kostnaðar sem fylgir upptöku litunarkerfis. Samkvæmt frumvarpinu ber olíu- félögunum að lita olíu sem seld er til gjaldfijálsra nota. Þau áætla að að stofnkostnaður vegna litunar- kerfis nemi um 400 millj- ónum króna og rekstrar- kostnaður þeirra aukist samtals um 143 milljónir króna á ári. Inni í þeirri tölu er kostnaður vegna geyma fyrir bændur og verktaka, alls um 85 milljónir kr. Tillögurnar eiga að tryggja markaðan tekjustofn Vegagerðar- innar án þess að raska gjaldbyrði einstakra hópa greiðenda og miða jafnframt að því að viðhalda tengsl- um milli gjaldtöku og þess kostnað- ar sem af notkun dísilknúinna öku- tækja leiðir. Lagt er til að olíugjald lækki úr 38,50 kr. í 34 kr. Kíiómetragjald á þunga bíla í ýmsum nágrannalöndum er olíuverð að meðaltali um 80% af Litunarkerfi gæti leitt til hækkunar olíuverðs verði bensíns. Fjármálaráðuneytið áætlar að lítraverð á dísilolíu verði heldur lægra en verð á bensínlítran- um, eða nálægt 70 kr. og er þá gengið út frá lítraverði á dísilolíu núna. Talið er að hætt sé við að upp- taka olíugjalds geti leitt til þyngri greiðslubyrði þeirra sem stunda fólksflutninga í atvinnuskyni, eink- um vegna þess að þessir aðilar geta ekki innskattað virðisaukaskatt af olíugjaldi. Af þeirri ástæðu er lagt til að kílómetragjald leggist ekki á fólksflutningabifreiðar. Helmingi færri greiðendur kílómetragjalds Kílómetragjaldið yrði gjaldtaka sambærileg þeirri sem tíðkast í þungaskattskerfinu. Greiðendur gjaldsins verða þó um helmingi færri, eða um 5 þúsund í stað 10 þúsund í þungaskattskerfinu. Gjald- ið verður mun lægra og álestrar- tímabil verða færri. Kílómetragjald- inu er ætlað að tryggja Vegagerðinni sömu tekj- ur og hún hafði af þunga- skatti. Án kílómetra- gjalds hefði þurft að hækka olíugjaldið sem hefði leitt til þess að gjaldbyrði færðist að hluta til frá eigendum stærri bifreiða yfir á þá sem eiga minni bifreiðar. Með þess- um hætti er reynt að tryggja að greiðslubyrðin verði svipuð hjá flestum hópum greiðenda í olíu- gjaldskerfinu og þungaskatts- kerfínu, að leigubílaeigendum und- anskildum. Þá er bent á að með sérstöku kílómetragjaldi á þyngri vöruflutn- ingabifreiðar sé gjaldtaka af ein- stökum ökutækjum í meira sam- ræmi við raunverulegan kostnað Leifð heildarþyngd ökutækis, kg Gjald á hvern ekinn kíiómetra 10.000- 11.001- 12.001- 13.001- 14.001- 15.001 16.001 17.001 18.001- 19.001- 20.001- 21.001 22.001 23.001 24.001 25.001 26.001 27.001 28.001 29.001 30.001 11.000 12.000 13.000 14.000 15.000 16.000 17.000 18.000 19.000 20.000 21.000 22.000 23.000 24.000 25.000 26.000 27.000 28.000 29.000 30.000 og yfir I 12,00 kr/km I ! 2,50 kr/km I I 13,00 kr/km Kílómetragjald gjaldskyldra dísilbifreiða Fiöldi bifreiða með bensín- og dísilvélar Bifreiða- Knónir Knónir flokkur bensínvél díselvél Fólksbílar 123.367 9.032 Hópbifr. 1 177 615 Hópbifr. II 3 681 Sendibílar 6.429 2.751 Vörubifr. 1 1.016 2.183 Vörubifr. II 17 3.571 Dráttarválar 329 10.499 SAMTALS 131.338 29.332 sem af notkun þeirra hlýst. Talið hafi verið að þungar vöruflutninga- bifreiðar valdi sliti á vegum sem sé hlutfallslega mun meira en sem svarar til meiri olíunotkunar þeirra. Þau sjónarmið eru nú uppi innan ESB að æskilegt sé að tengja gjald- töku af ökutækjum til vöruflutninga meira raunverulegum kostnaði sem leiðir af notkun þeirra. Gjald á hvern km er 2 kr. á vöru- flutningabíl 10 tonn að þyngd og fer síðan stighækkandi eftir aukinni þyngd. Lagt er til að kílómetragjald af gjaldskyldum eftirvögnum verði tvöföld fjárhæð kílómetragjalds bíla þar sem að öðrum kosti yrði gjald- byrði létt af þeim. Þá yrði kílómetra- gjald frá 15 kr. til 40 kr. fyrir ýmis ökutæki sem nota mikla olíu við aðra vinnu en akstur, t.d. krana- og steypubifreiðar. Umhverfissjónarmið Þungaskattskerfíð þótti um langt skeið óskilvirkt og undanskot á skattinum mikil. Með lög- um frá 1996 voru gerðar breytingar á þungaskatts- kerfínu, álagning var færð til ríkisskattstjóra, sett voru ný ákvæði um endur- ákvörðun og áætlun skatts, gerð var krafa um daglega skráningu ökumanna á akstri og kveðið á um notkun ökurita sem þungaskattsmæla. Breytingarnar leiddu til bættra skila á þunga- skatti sem hafa orðið til þess að efasemdir hafa komið fram um nauðsyn þess að taka upp olíugjald. í athugasemdum með frumvarpinu segir að veigamikil rök séu þó fyrir hendi. Með olíugjaldi ráðist gjald- byrði ekki eingöngu af því hve mik- ið er ekið heldur einnig af því hve mikilli olíu ökutæki eyðir. Með þvi að tengja gjaldtöku við olíunotkun sé kaupum og notkun beint að nýrri og sparneytnari ökutækjum sem gefa frá sér minna af koltvísýringi. Jafnframt stuðli gjaldið að því að ökumenn hagi akstrinum þannig að sem minnst olíunotkun verði. Þá verði dísilknúnar bifreiðar álitlegri kostur fyrir einstaklinga en verið hefur. Þess má geta að í sumum Evrópulöndum er hátt i þriðjungur einkabílaflotans með dísilvélum en þung greiðslubyrði og óhagræði við greiðslu þungaskatts hérlendis hef- ur eflaust haft sitt að segja um að aðeins um 9 þúsund fólksbilar af um 132.400 bíla flota er dísilknú- inn. Dísilknúnir fólksbílar kosta meira en sambærilegir bílar með bensínvélum en þeir brenna mun minna eldsneyti og því ætti fjárfest- ingin að borga sig upp innan viss tíma. Það ræðst þó að sjálfsögðu af því hve notkunin er mikil. Lituð olía og refsiákvæði Lituð olía, sem yrði undanþegin olíugjaldi, yrði til nota á skip og báta, til húshitunar og hitunar al- menningssundlauga, til iðnaðar- þarfa og nota á vinnuvélar, til nota á dráttarvélar í landbúnaði, til raf- orkuframleiðslu og til nota á öku- tæki sem ætluð eru til sérstakra nota enda sé greitt af þeim kíló- metragjald. Lagt er til að lagt verði á sér- stakt olíugjald komi það í ljós við eftirlit, sem ríkisskattstjóri annast, að lituð olía hafi verið notuð á ökutæki. Sérstakt olíugjald er 175.000 kr. á bíl upp að 1.000 kg og fer síðan stighækkandi eftir þyngd ökutækis og er hæst 1.050.000 kr. fyrir ökutæki sem 30 tonn eða þyngra. Tekjur af þungaskatti á þessu ári verða um 3.080 milljónir kr. þegar endurgreiðslur og lög- bundnar greiðslur 0,5% tekna í ríkissjóð vegna kostnaðar við fram- kvæmd skattsins, samtals 60 millj- ónir kr., hafa verið dregnar frá. Því þyrfti olíugjald og kílómetragjald að skila um 3.140 milljónum kr. til að tryggja óbreyttar tekjur. Talið er að notaðar séu um 70 milljónir lítra af olíu á skráningarskyld öku- tæki á ári. Miðað við það er áætlað að tekjur af olíugjaldi geti numið 2,4-2,5 milljörðum á ári. Þá er áætlað að tekjur af kílómetragjaldi nemi um 700 milljónum kr. Sam- kvæmt þessu verða heildartekjur ríkissjóðs 3,1-3,2 milljarðar kr. 9.000 einka- bílar af 132.000 eru með dísilvél ISLENSKUR menningarheimur er lítill og það hlýtur stundum að há honum. Þannig geta auðveldlega orðið hagsmuna- árekstrar þar sem sýslað er um fjár- muni ýmiss konar sjóða, styrkveit- ingar og slíkt. Nýlega birti Sam- keppnisráð álit sitt þess efnis að ekki sé eðlilegt að tveir starfsmenn Þjóðleikhússins sitji í þriggja manna framkvæmdastjórn leiklistarráðs ís- lands sem úthlutar styrkjum til starf- semi sjálfstæðra atvinnuleikhúsa. Ástæðan er að það ríkir augljóslega samkeppni á milli opinberu leikhús- anna (Þjóðleikhússins, LR og LA) og hinna sjálfstæðu. Samkeppnisráð beinir því þeim tilmælum til mennta- málaráðuneytisins að þeir sem geri tillögur til ráðuneytisins um styrk- þega skuli „ekki vera starfandi hjá samkeppnisaðilum sjálfstæðu at- vinnuleikhúsanna, eða eiga ein- hverra hagsmuna að gæta gagnvart þeim sem um styrkina sækja“. Samkeppnisráð tók þetta mál fyr- ir í tilefni af kvörtun Brynju Bene- diktsdóttur leikstjóra um aðild fast- ráðinna starfsmanna Þjóðleikhússins og annarra starfsmanna atvinnuleik- húsa að framkvæmdastjórn og út- hlutun fjármagns leiklistarráðsins. Hjálmar H. Ragnarsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, tel- ur að niðurstaða samkeppnisráðs gefi ótvírætt tilefni til að athuga hvernig þessum málum er háttað í öðrum listgreinum. „Ég held að þetta sé víðast hvar í lagi en það er samt sem áður nauðsynlegt að endurskoða val manna í þessar úthlutunarnefnd- ir. Mér sýnist að það þurfi ekki síst að skoða þetta með tilliti til aðildar opinberra listastofnana að þessum nefndum. Það þarf að fara í gegnum þetta lið fyrir lið með hliðsjón af niðurstöðu Samkeppnisráðs." Úthlutunarvald fært til fagfólks Með lögum um listamannalaun frá 1991 var úthlutunarvaldið fært frá pólitískt skipuðum nefndum til fag- fólks á hveiju sviði en eins og sjá má hafa orðið til ný vandamál í kjöl- far þessa, vandamál sem fyrst og fremst má rekja til þess hversu lítill íslenskur menningarheimur er. Þessa vanda hefur gætt innan fleiri greina en leiklistarinnar og er ætlunin að skoða nokkur dæmi þess hér. Samkvæmt fyrrnefndum lögum um listamannalaun veitir Alþingi árlega starfslaun til listamanna úr fjórum sjóðum: Launasjóði rithöf- unda, Launasjóði myndlistarmanna, Tónskáldasjóði og Listasjóði. Þrír fyrstnefndu sjóðirnir eru sérgreindir sjóðir en listasjóður er almennur sjóður sem sinnir einkum öðrum list- greinum en þeim sem falla undir sérgreindu sjóðina, til dæmis leiklist- inni. Þriggja manna stjórn lista- mannalauna hefur yfirumsjón með sjóðunum en hana skipa Baldvin Tryggvason, fyrrverandi sparisjóðs- stjóri, Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður og Sigurður Stein- þórsson háskólakennari. Stjórnin er skipuð af menntamálaráðherra til þriggja ára í senn, einum samkvæmt tilnefningu Bandalags íslenskra listamanna, einum tilnefndum af Háskóla íslands, en af Listaháskóla íslands þegar stofnaður verður, og loks einum án tilnefningar. Vara- menn eru skipaðir með sama hætti. Stjórn listamannalauna úthlutar fé úr Listasjóði. Þriðjungur þessa fjár er varið til stuðnings leikhópum og hefur stjórn listamannalauna falið framkvæmdastjórn leiklistarráðs að fjalla um þann hluta. Sérstakar út- hlutunarnefndir veita hins vegar fé úr hveijum hinna sérgreindu sjóða. Þessar úthlutunarnefndir eru skipað- ar árlega af menntamálaráðherra samkvæmt tillögum Rithöfundasam- bands íslands, Sambands íslenskra myndlistarmanna og Tónskáldafé- lags íslands. Ákvörðun úthlutunar- nefndanna er endanleg og verður ekki áfrýjað. Séu úthlutunarnefndir þessara sjóða skoðaðar má ljóst vera að í sumum tilfellum getur verið um hagsmunaárekstra að ræða eins og í tilfelli leiklistarráðs íslands. Smæðin háir íslensku menningarlífi Álit samkeppnisráðs þess efnis að ekki sé eðlilegt að tveir starfsmenn Þjóðleikhússins sitji í þriggja manna framkvæmdastjórn leiklistarráðs íslands sem úthlutar styrkjum til starfsemi sjálfstæðra atvinnu- leikhúsa gefur tilefni til að kanna hvort hliðstæður sé að fínna í úthlutunum úr öðrum opinberum sjóð- um. Þröstur Helgason skoðaði tiihögun við úthlut- un úr nokkrum listasjóðum. Hjálmar H. Ingibjörg Bryndís Ragnarsson Haraldsdóttir Jónsdóttir Árni Harðarson Rithöfundasamband íslands Rithöfundasamband íslands hefur haft þá reglu að velja eingöngu fólk utan sambandsins í úthlutunamefnd- ina, að sögn Ingibjargar Haraldsdótt- ur, formanns þess. I nefndinni sitja nú Gunnlaugur Ástgeirsson bók- menntafræðingur, Sigríður Th. Er- lendsdóttir sagnfræðingur, og Sig- urður G. Tómasson útvarpsmaður. Með þessu segir Ingibjörg sambandið telja sig koma í veg fyrir alvarlega hagsmunaárekstra. „Það hefur þó verið rætt um það hér að það gæti verið óæskilegt að stjórn sambandsins veldi nefndar- mennina þijá og sækti síðan kannski um starfslaun í sjóðinn sjálf. Þar með gæti verið kominn upp hagsmuna- árekstur." Vegna þessa lét Rithöfundarsam- bandið kanna hvort þessi tilhögun á vali í nefndina samrýmdist stjóm- sýslulögum og að áliti lögmanns sam- bandsins gerir hún það. Að sögn Ingibjargar verður hins vegar alltaf erfitt að koma algjörlega í veg fyrir að fólk geti séð einhver hagsmunatengsl við úthlutun úr sjóðnum. „Til þess að fyrirbyggja slíkt alveg þyrftum við sem sitjum í stjórn og veljum í úthlutunamefndina að neita okkur um að sækja um starfs- laun. Einnig væri hægt að fara þá leið að láta aðalfund kjósa í úthlutun- Þorfinnur Ómarsson arnefnd en það væri nánast ómögu- legt í framkvæmd. Þetta er því afar flókið mál.“ Samband íslenskra myndlistarmanna Hjá Sambandi íslenskra myndlist- armanna hefur sú regla gilt að til- nefna tvo myndlistarmenn og einn listfræðing í úthlutunamefndina, að sögn Bryndísar Jónsdóttur, formanns sambandsins. „Einnig hefur það verið haft að venju að skipta um fólk í nefndinni árlega, enda hefur þetta verið mikil vinna. Niðurstöður nefnd- anna hafa líka iðulega verið mjög umdeildar því að þörfin er mikil en fáir geta fengið úthlutað.“ Bryndís segir að hér geti vissulega komið upp hagsmunaárekstrar þar sem starfandi myndlistarmenn sitji í úthlutunarnefnd sem fjalli um styrki til myndlistarmanna. „En útskipti- reglan á að koma í veg fyrir eins- leitni í úthlutunum enda var það í fyrsta skipti í vor sem listamenn fengu framlengingu á starfslaunum, sem tíðkast hins vegar mjög í rithöf- undastétt svo dæmi sé tekið. Þessar endurúthlutanir í vor voru gagnrýnd- ar mjög af myndlistarmönnum. Ánn- ars verðum við bara að treysta því að fólk vinni þetta nefndarstarf af heiðarleika og samviskusemi. Það verður aldrei alveg komið í veg fyrir hagsmunaárekstra." Tónskáldafélag íslands Tónskáldafélag íslands hefur haft þann háttinn á að velja í úthlutunar- nefndina tvo tónlistarflytjendur og einn fulltrúa tónskálda, að sögn Áma Harðarsonar, formanns félagsins. í nefndinni sitja nú Rut Magnússon söngkona, Bernharður Wilkinsson flautuleikari og Þorkell Sigurbjöms- son tónskáld. Árni segir að það hafi iðulega tek- ið langan tíma að manna nefndina enda hafi verið lögð mikil áhersla á að finna í hana fólk sem ekki á hags- muna að gæta. „Þetta kerfí hefur gefíst afskaplega vel og ekki hafa komið upp nein vandamál." A Ámi hefur sjálfur ekki sótt um starfslaun til sjóðsins vegna stöðu sinnar sem formanns félagsins. „Ég hef viljað komast hjá hugsanlegum hagsmunatengslum eða grunsemdum um slíkt.“ Kvikmyndasjóður íslands Alþingi veitir einnig árlega fé á fjárlögum til Kvikmyndasjóðs, Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva, Bók- menntakynningarsjóðs, Þýðinga- sjóðs, Bamamenningarsjóðs, Menn- ingarsjóðs félagsheimila, Listskreyt- ingasjóðs opinberra bygginga og Rit- höfundasjóðs íslands. Ekki verða út- hlutunarreglur allra þessara sjóða . skoðaðar sérstaklega en ýmist em það pólitískt skipaðar stjómir eða nefndir sem úthluta úr þeim eða sér- stakar úthlutunamefndir skipaðar fagfólki. Síðamefnda leiðin hefur, svo dæmi sé tekið, verið farin í Kvikmyndasjóði. í reglugerð um úthlutanir úr sjóðnum er, að sögn Þorfínns Ómarssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, skýrt kveðið á um að viðkomandi megi ekki hafa neinna hagsmuna að gæta við úthlutanir. Sömuleiðis mega þeir sem velja í nefndina ekki eiga neinna hags- ■ ■ muna að gæta enda hafa þeir sem það hefur átt við vikið úr stjóminni þegar valið hefur verið í nefndina. „Þetta er hins vegar töluvert flókn- ara mál,“ heldur Þorfínnur áfram, „því það em afskaplega fáir sem em hæfir til að gegna nefndarstarfínu en hafa ekki nein tengsl inn í þennan geira. Þetta er afskaplega lítill heimur og því hljóta að koma upp spumingar um hagsmunatengsl við úthlutun styrkja." Reyna að forðast hagsmunaárekstra Hjálmar H. Ragnarsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, segir að mikið hafi verið rætt um hags- munaárekstra í hinu nýja úthlutunar- kerfi á meðal listamanna. „Og ég get fullyrt að stjómir félaganna em að reyna að forðast slika árekstra, menn em sér mjög meðvitandi um þetta vandamál.“ Hjálmar segist hafa viljað veija þetta fyrirkomulag. „Hitt kerfíð var svo hræðilegt, það er þegar pólitík- usamir sáu um að úthluta úr þessum sjóðum. Almennt séð er kerfíð sem nú er notað miklu betra og yfirleitt em listamenn ánægðir með það. Það heyrast hins vegar alltaf einhvetjar óánægjuraddir sem hafa beinst að því að það sé einhver úrvalshópur sem fær meira en aðrir. Ég tel reyndar að það sé ágætt, þetta kerfi á að styrkja þá sem em óumdeilanlega bestir til þess að skapa stærri verk.“ Hjálmar segir að smæð samfélags- ins geri það að verkum að það sé mjög erfítt að fá fólk í úthlutun- amefndir. „Það em frændatengsl, menn eiga böm sem hugsanlega sækja um og svo framvegis. Menn vilja líka forðast að vera kenndir við hugsanlega hagsmunaárekstra og svo em þetta óvinsæl og að auki illa launuð störf." Ljóst má vera af þessari samantekt að í sumum tilfellum geta komið upp hagsmunaárekstrar við úthlutun úr . opinbemm sjóðum til listamanna og listastarfsemi. Jafnframt má ljóst vera að listamenn innan tiltekinna greina em sér meðvitandi um þennan vanda og hafa reynt að spyma við fótum. Niðurstaða samkeppnisráðs hlýtur hins vegar að gefa fulla ástæðu til að kanna hvort víðar sé pottur brotinn en hjá leikhúsráði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.