Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 31 NEYTENDUR Verðið á skötu svipað og í fyrra UM ÞESSAR mundir er algengt kílóverð á kæstri skötu 690 krónur en verðið á tindabikkjunni er lægra og mismunandi eftir fískbúðum. Á heildina er verðið svipað og undan- farin ár. Auk þess sem fólk gæðir sér á soðinni kæstri eða kæstri og saltaðri skötu þá búa margir til skötustöppu. Hann Pálmi Karlsson hjá Fisk- búðinni okkar er mikill skötuunn- andi. „Það eru til margar útgáfur af skötustöppu en best þykir mér skötustappa með hafragraut. Skötustappa meó hafragraut ________750 g kæsl skgtg_______ ______150 g soðnar kgrtöflur___ _______150 g hafrggrautur______ vestfirskur hnoðmör Fyrir það fyrsta finnst mér nauð- synlegt að nota vel kæsta lóðskötu í skötustöppuna, að minnsta kosti er frumskilyrði að hafa stóran hluta hennar vel kæsta skötu. Þegar búið er að sjóða hana er hún tekin af brjóskinu og brytuð niður í form. Saman við skötuna bætir fólk síðan flysjuðum kartöflum og köldum hafragraut. Þessu er þjappað sam- an og síðan er bræddum vestfirsk- um hnoðmör hellt yfir. Þegar búið er að blanda þessu öllu vel ogþjappa niður í form er skötustappan tilbú- in. Það er ómögulegt að gefa les- endum upp hlutfallið af hnoðmör því það veltur algjörlega á smekk þess sem borðar. Kæfan er geymd í kæli og það má geta þess að hún er algjört sælgæti hvenær ársins sem er.“ Pálmi segir að hefðbundna skötu- stöppu megi gera með því að setja skötu, kartöflur og bara hnoðmör síðan yfir. Þeir allra hörðustu borða skötustöppu sem gerð er úr vel kæstri skötu og hnoðmör, engu öðru. Kalkúnasala slær öll met Um sex þúsund ís- lenskir kalkúnar á jólaborð landsmanna KAUPMÖNNUM ber saman um að mikil aukning hafí orðið á sölu kalkúna frá því í fyrra og segjast þeir jafnvel hafa aukið söluna um allt að 20%. Eiríkur Sigurðsson, kaupmaður í 10-11, segir að kalkúnasala slái öll met þetta árið _og í sama streng taka bæði Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus, Einar Jónsson hjá Nóatúni og Jón Scheving markaðsstjóri mat- vöru hjá Hagkaupi. „Ég sé fram á að kalkúnar verði uppseldir eftir helgi og ekki hægt að fá meira frá framleiðanda," segir Eiríkur. Kaupmenn telja skýringuna á þessari söluaukningu á kalkúnum m.a. vera þá að verðið hafí verið einstaklega hagstætt að undan- förnu og fólk kunni líka að meta þennan létta mat milli þess sem það borðar aðrar stórsteikur. Að sögn Jóns Scheving, mark- aðsstjóra matvöru hjá Hagkaupi, nemur söluaukning á kalkúni 20-30% þar á bæ. „I raun sér ekki fyrir endann á sölunni þar sem kalkúnn er orðinn vinsæll áramóta- matur líka.“ Reykjabúið í Mosfellsbæ _er eini framleiðandi kalkúna á íslandi. Guðmundur Jónsson framkvæmda- stjóri segir að salan hafi farið fyrr af stað en venjulega og hann finni fyrir verulegri söluaukningu. „Við bytjuðum að selja kalkún með kerf- isbundnum hætti árið 1985 og síð- an hefur salan aukist ár frá ári.“ Guðmundur segir að í neyslu- könnunum hafí komið í ljós að 25-30% landsmanna séu með kalk- ún í mat um hátíðirnar. „Magnið sem við erum að selja núna bendir til að sú tala sé mun hærri í ár.“ Guðmundur segir að verðtilboð að undanförnu eigi stóran þátt í söluaukningunni. „Við höfum verið að selja kalkún á sama verði frá árinu 1990 og það sjá allir að raun- lækkun hefur því orðið á verði kalk- úna.“ Mikil verð- lækkun á rjúpu Nýtt Stuðn- ingspúði FARIÐ er að selja sænska stuðningspúðann SPINA- BAC hér á landi en hann er m.a. ætlaður bakveikum. Hann er seldur í yfir 20 lönd- um. í fréttatilkynningu frá Alpheus kemur fram að hann sé úr leðurlíki og poylester efni, svampklæddur að innan með stálfjöðrum, 6 ólíkar still- ingar og rennilás. Púðinn er fáanlegur í fjórum litum. Hann er hægt að nota við flestar aðstæður og er ekki síður fyrirbyggjandi og þá líka fyrir börn og unglinga sem sitja stóran hluta dags. Dreifingu annast Alpheus en púðinn er annars fáanlegur hjá Nýheija, Ingólfsapóteki, Bílanausti, Akureyrarapóteki og hjá Bílaþjónustunni, Akur- eyri. Barna- borðsstóll BARNASTÓLAR sem heita HandySitt fást nú hjá verslun- inni Ólavíu og Oliver í Glæsibæ. Stóllinn er fyrir börn á aldrinum frá hálfs árs til fjögurra ára. Hann er lát- inn sitja á sæti venjulegs stóls, stilltur af og ólaður fast- ur. Barnið situr þá í réttri stöðu við matarborðið. I fréttatilkynningu frá verslun- inni segir að hægt sé að leggja stólinn saman og kaupa í hann sessur og tösku undir hann. VERÐ á ijúpum hefur lækkað mik- ið að undanförnu og ekki er óal- gengt að hægt sé að fá hamfletta ijúpu á um 430 krónur en í fiðri á um 380 krónur. Bónus býður rjúpu á 299 krónur Bónus hóf í gær, föstudag, sölu á um 7.000 ijúpum með fiðri og var hver ijúpa seld á 299 krónur. Guðmundur Marteinsson hjá Bónus fyrir lokun og benti á að ekki væri von á meira magni fyrir jól. Að sögn Einars Jónssonar, kaup- manns í Nóatúni, er samkeppnin hörð um þessar mundir og framboð af íjúpu mikið sem kemur fram í verðlagningunni. Jón Scheving, markaðsstjóri matvöru hjá Hag- kaupi, býst við að þetta verð hald- ist fram að jólum. Um miðjan des- ember í fyrra var algengt verð á ijúpu í fiðri um 600 krónur og á bjóst við að þær myndu seijast upp hamflettn um 700 K.ronur. Leiðrétting VEGNA tæknilegra mjstaka féllu sl. fimmtudag niður helgartilboð frá tveimur verslunum, KÁ á Suðurlandi og KHB á Austurlandi. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Verslanir KA á Suðurlandi GILDIR TIL 25. DESEMBER VerA nú kr. Verð áður kr. Tilbv. á mælie. Svínakambur léttr. 897 1097 897 kg KÁ Bayonneskinka 898 1.188 898 kg Dögun rækjur 589 699 589 kg Ostakarfa lítii 998 nýtt 998 st. Ostakarfa stór 1.498 nýtt 1.498 St. ísl. matvæli grafinn lax flök 1.369 1.783 1.369 kg fsl. matvæli Reyktur lax flök 1.369 1.783 1.369 kg Émmess Jólaís 1,5 Itr 359 569 239 kg KHB verslanir á Austurlandl GILDIR TIL 24. DESEMBER Dole bl. ávextir, 825g 148 168 179 kg Dole perur, 825g 134 166 162 kg Dole ananassneiðar, 432g 69 79 160 kg Pik Nik Kartöflustrá, 225g 259 345 1.150 kg (, Meðlæti Rósakál & skífur 98 129 327 kg í, Meðiæti Spergilkál, 250 g 148 174 592 kg Merrild kaffi special, 400 g 278 nýtt 695 kg Freyju Twist konfekt, 340 g 478 nýtt 1.406 kg Morgunblaðið/Kristinn Jólahand- verksmark- aður á Eiðistorgi í DAG, laugardag, verður haldinn sérstakur jólahand- verksmarkaður á Eiðistorgi frá klukkan 10-18. Sölufólk sýnir og selur handverk sitt sem er með jólalegu yfirbragði og meðal muna eru málverk, ýmsir tréhlutir, keramik og pijónavörur. íslandsbankakórinn syngur jólalög klukkan 13.30, nem- endur úr Tónlistarskóla Sel- tjarnarness leika nokkur lög klukkan 14 og kvenfélagskon- ur á Seltjarnamesi selja kaffí og óáfengt jólaglögg með pip- arkökum. J ólahandverksmarkaður á Garðatorgi Handverksmarkaðurinn á Garðatorgi verður opnaður klukkan 10 í dag og stendur til klukkan 18. Þar verður til sýnis og sölu handverk og margt af því jólalegt. Jóla- sveinar koma í heimsókn og tónlistarfólk leikur jólalög. Það er gaman að grilla á nýju „MÍNÚTU-SNERTIGRILLUNUM" Nýju „mínútu-snertigrillin" frá Dé Longhi eru tilvalin þegar þig langar í gómsætan grillmat, kjöt, fisk, grænmeti eða nánast hvað sem er. Þú getur valið um 2 stærðir á stórgóðu jólatilboðsverði, kr. 7.990, — eðakr. 8.990, - ^omx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.