Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 26
 26 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Trjábolur gekk inn í þotuna MILDI þykir að engan skyldi saka er farþegaþota Air Canada rann fram af flugbraut og hafn- aði úti í skógi í New Brunswick fyrr í vikunni. Trjábolur mikill gekk inn í skrokk flugvélarinn- ar, svo sem hér má sjá, en eng- inn þeirra 35 sem slösuðust í flugvélinni meiddist alvarlega. ALMANAK HÁSKÓLANS JóCafijöf útivistarfóCfcsÍTis Kraftmikill ilmur Verð kj. 697 Fæst í öllum bókabúðum Flugöryggi minna eftir upp- lausn Aeroflot FIMM flugslys á 12 dögum í desember gera það að verkum að öryggi flugvéla frá Sovétríkj- unum fyrrverandi þykir hafa versnað til muna og var það þó slæmt fyrir. Sérfræðingar segja ekki hægt að kalla slysaölduna óheppni heldur sé skýringanna fremur að leita í upplausn sov- éska ríkisflugfélagsins Aeroflot fyrir sex árum og stjórnleysi flugmála síðan. Sérfræðingar segja að öryggi sovétsmíðaðra flugvéla sé ábótavant vegna óviðunandi við- halds, skorts á öryggisstöðlum og lítils og óskilvirks eftirlits með flugrekstri mörg hundruð flugfélaga sem tóku við af Aer- oflot. Því til viðbótar hafi endur- nýjun vart átt sér stað í flugflot- anum og ofhleðsla flugvéla sé algeng. Borís Nemtsov, fyrsti að- stoðarforsætisráðherra Rúss- lands, játar í samtali við Moskvoskíj Komsomolets í fyrradag, að stjórnvöldum hafi orðið á alvarleg mistök er þau létu hjá líða að fylgjast grannt með einkavæðingu farþega- flugsins. „Allar flugvélar þess- ara fyrirtækja kunna að brot- lenda fyrr eða seinna því félög- in eru ófær um að halda þeim eðlilega við,“ sagði hann. í Rússlandi einu eru skráð 311 flugfélög og sinna 96 þeirra reglulegu áætlunarflugi með farþega og vörur. Ivan Múlkídzhanov, talsmað- ur stofnunar í Moskvu, sem fylgist með flugöryggi í Sam- veldi sjálfstæðra ríkja, ríkjum Sovetríkjanna fyrrverandi, sagði í samtali við blaðið, að upplausn Aeroflot og skipting starfsfólks og flugflota niður á urmul lítilla flugfélaga hlyti að koma niður á flugöryggi. Stærsta flugfélagið ber enn nafn Aeroflot og sinnir milli- landaflugi. Hefur það endurnýj- að flugflota sinn og bætt sig vel á sviði öryggismála en ástandið hjá öðrum flugfélögum hefúr síst batnað. Sömu sögu er að segja um ástand flugöryggis- mála í 15 fýrrverandi Sovétlýð- veldum. Mary Schiavo, fyrrverandi yf- irmaður flugeftirlitsmála í bandaríska samgönguráðuneyt- inu, hvatti flugfarþega fyrr á ár- inu til að forðast rússnesk-smíð- aðar flugvélar af öllu mætti. Rússneskir embættismenn kunnu henni litlar þakkir og sögðu ummælin ekki á rökum reist. Bentu þeir á að óhöpp hefðu vart orðið á slíkum flug- vélum fyrstu 11 mánuði ársins 1995. Hið sama hefur verið uppi á teningnum í ár en í desember 1995 urðu svo fimm flugslys eins og nú. ígor Kúlíkovsky forstjóri úkraínska ríkisflugfélagsins Air Kiev segir erfitt að sinna flugör- yggismálum meðan fjárskortur hamli öllum sviðum rekstrarins. „Sjötíu prósent flugflota okkar standa ónotuð þar sem við höf- um ekki efni á að gera við hann,“ sagði hann. Rússneskir flugmálafræðing- ar halda því hins vegar fram að engin ein skýring geti verið á slysunum fimm síðustu tvær vikur og lögðu ríka áherslu á að ekki væri hægt að kenna hönn- un flugvélanna um. sœtir sófar Gulir, rauðir, grœnir, bláir, hvítir, einlitir, rósóttir, bröndóttir, stórir, litlir, þéttir, mjúkir, - allir á óviðjafnanlegu verði. Opið laugardag 11-22 og sunnudag 13-17 Smiðjuvegi 9, Kópavogi (gul gata) s: 564 1475 sœtir sófar HÚSG AGNALAG EHINN Microsof t leikir fyrir Við bjóðum takmarkað magn af frabærum leikjum og fræðsluefni fra Micrasoft fyrir aðeins 100 kr. stykkið! SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 5G9 7700 http://www.nyherji.is Opið til 18:00 í dag og á morgun fjfjfl rnm e \ 'v.z HSBBBBBBB afis smm wjviKr\°)m gönguskór Meindl Island herra- og dömuskór Gönguskór úr hágæða leðri. Gore-tex I innra byrði og góð útöndun. Vibram Multigriff sóll. -góílr I lengri gönguterðlr. Dömust. 37-43 Kr. 16.640.- Herrast. 41-46 Kr. 16.900.- Stærðir 47-48 Kr. 17.900.- ■ferðin gengur vel á Meindl wuTiuFmm OUCSIBÆ ■ SlMI 581 2823
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.