Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuters
Trjábolur
gekk inn
í þotuna
MILDI þykir að engan skyldi
saka er farþegaþota Air Canada
rann fram af flugbraut og hafn-
aði úti í skógi í New Brunswick
fyrr í vikunni. Trjábolur mikill
gekk inn í skrokk flugvélarinn-
ar, svo sem hér má sjá, en eng-
inn þeirra 35 sem slösuðust í
flugvélinni meiddist alvarlega.
ALMANAK HÁSKÓLANS
JóCafijöf útivistarfóCfcsÍTis
Kraftmikill ilmur
Verð kj. 697
Fæst í öllum bókabúðum
Flugöryggi
minna eftir upp-
lausn Aeroflot
FIMM flugslys á 12 dögum í
desember gera það að verkum
að öryggi flugvéla frá Sovétríkj-
unum fyrrverandi þykir hafa
versnað til muna og var það þó
slæmt fyrir. Sérfræðingar segja
ekki hægt að kalla slysaölduna
óheppni heldur sé skýringanna
fremur að leita í upplausn sov-
éska ríkisflugfélagsins Aeroflot
fyrir sex árum og stjórnleysi
flugmála síðan.
Sérfræðingar segja að öryggi
sovétsmíðaðra flugvéla sé
ábótavant vegna óviðunandi við-
halds, skorts á öryggisstöðlum
og lítils og óskilvirks eftirlits
með flugrekstri mörg hundruð
flugfélaga sem tóku við af Aer-
oflot. Því til viðbótar hafi endur-
nýjun vart átt sér stað í flugflot-
anum og ofhleðsla flugvéla sé
algeng.
Borís Nemtsov, fyrsti að-
stoðarforsætisráðherra Rúss-
lands, játar í samtali við
Moskvoskíj Komsomolets í
fyrradag, að stjórnvöldum hafi
orðið á alvarleg mistök er þau
létu hjá líða að fylgjast grannt
með einkavæðingu farþega-
flugsins. „Allar flugvélar þess-
ara fyrirtækja kunna að brot-
lenda fyrr eða seinna því félög-
in eru ófær um að halda þeim
eðlilega við,“ sagði hann. í
Rússlandi einu eru skráð 311
flugfélög og sinna 96 þeirra
reglulegu áætlunarflugi með
farþega og vörur.
Ivan Múlkídzhanov, talsmað-
ur stofnunar í Moskvu, sem
fylgist með flugöryggi í Sam-
veldi sjálfstæðra ríkja, ríkjum
Sovetríkjanna fyrrverandi,
sagði í samtali við blaðið, að
upplausn Aeroflot og skipting
starfsfólks og flugflota niður á
urmul lítilla flugfélaga hlyti að
koma niður á flugöryggi.
Stærsta flugfélagið ber enn
nafn Aeroflot og sinnir milli-
landaflugi. Hefur það endurnýj-
að flugflota sinn og bætt sig vel
á sviði öryggismála en ástandið
hjá öðrum flugfélögum hefúr
síst batnað. Sömu sögu er að
segja um ástand flugöryggis-
mála í 15 fýrrverandi Sovétlýð-
veldum.
Mary Schiavo, fyrrverandi yf-
irmaður flugeftirlitsmála í
bandaríska samgönguráðuneyt-
inu, hvatti flugfarþega fyrr á ár-
inu til að forðast rússnesk-smíð-
aðar flugvélar af öllu mætti.
Rússneskir embættismenn
kunnu henni litlar þakkir og
sögðu ummælin ekki á rökum
reist. Bentu þeir á að óhöpp
hefðu vart orðið á slíkum flug-
vélum fyrstu 11 mánuði ársins
1995. Hið sama hefur verið uppi
á teningnum í ár en í desember
1995 urðu svo fimm flugslys
eins og nú.
ígor Kúlíkovsky forstjóri
úkraínska ríkisflugfélagsins Air
Kiev segir erfitt að sinna flugör-
yggismálum meðan fjárskortur
hamli öllum sviðum rekstrarins.
„Sjötíu prósent flugflota okkar
standa ónotuð þar sem við höf-
um ekki efni á að gera við
hann,“ sagði hann.
Rússneskir flugmálafræðing-
ar halda því hins vegar fram að
engin ein skýring geti verið á
slysunum fimm síðustu tvær
vikur og lögðu ríka áherslu á að
ekki væri hægt að kenna hönn-
un flugvélanna um.
sœtir sófar
Gulir, rauðir, grœnir, bláir, hvítir, einlitir,
rósóttir, bröndóttir, stórir, litlir, þéttir,
mjúkir, - allir á óviðjafnanlegu verði.
Opið laugardag 11-22 og sunnudag 13-17
Smiðjuvegi 9, Kópavogi (gul gata) s: 564 1475
sœtir sófar
HÚSG AGNALAG EHINN
Microsof t leikir fyrir
Við bjóðum takmarkað magn
af frabærum leikjum og
fræðsluefni fra Micrasoft
fyrir aðeins 100 kr. stykkið!
SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 5G9 7700
http://www.nyherji.is
Opið til 18:00 í dag og á morgun
fjfjfl rnm e \ 'v.z
HSBBBBBBB afis smm
wjviKr\°)m
gönguskór
Meindl Island herra- og dömuskór
Gönguskór úr hágæða leðri. Gore-tex I
innra byrði og góð útöndun. Vibram
Multigriff sóll.
-góílr I lengri gönguterðlr.
Dömust. 37-43 Kr. 16.640.-
Herrast. 41-46 Kr. 16.900.-
Stærðir 47-48 Kr. 17.900.-
■ferðin gengur vel á Meindl
wuTiuFmm
OUCSIBÆ ■ SlMI 581 2823