Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Tíu eldri bræður
♦b
5
• EGGERT feldskerí
Sími 551 1121 - efst á Skólavörðustígnum
Hingað til lands er kominn rapparinn
Or Dirty Bastard með fríðum flokki
manna, þar á meðal íslenskri aðstoðar-
konu. Árni Matthíasson tók tali Erin
Mary Burke, sem sagði honum að sér
liði eins og hún ætti tíu eldri bræður
þar sem Wu-Tang flokkurinn er.
Sex ár í New York
HINGAÐ til lands eru komnir
liðsmenn rappsveitarinnar
kunnu Wu-Tang Clan til tón-
leikahalds í Laugai-dalshöll. Útsend-
ari hennar er Russell Jones, sem
kallast 01’ Dirty Bastard, með hon-
um í för er fríður hópur plötusnúða,
aðstoðarmanna og sviðsmanna, auk-
inheldur sem aðstoðarkona, Erin
Mary Burke, verður með í fór. At-
hygli vekur að Erin er af íslensku
bergi brotin og talar afbragðs ís-
lensku þótt hún hafi lengst af dvalið
á erlendri grund.
Erin Mai-y Burke fæddist hér á
landi og ólst hér upp til fimm ára
aldurs. Þá tók fjölskyldan sig upp og
fluttist til Sádí-Arabíu. Þai- dvaldi
Erin þangað til hún fór á heimavist-
arskóla ír Sviss. Hún fór reglulega
heim til íslands, eins og hún kallai-
það þrátt fyrir að hafa eytt megninu
af ævinni í útlöndum, enda segist
hún alltaf líta á ísland sem sitt heim-
ili, þar liggi rætur hennar.
Erin segist hafa fengist við sitt af
hverju í heimsóknum sínum hingað,
meðal annars verið eina önn í
Menntaskólanum við Hamrahlíð,
unnið eitt sumar í Landsbankan-
um, verið í unglingavinnunni og
svo megi telja. Móðir hennar
hafi líka alltaf talað við hana
íslensku svo hún hafi ekki týnt
henni niður; talar reyndar fyr-
h'taks íslensku þótt hún grípi
til enskra orða þegar rætt er
um starf hennar. „Eg er feim-
in að tala stundum, en reyni að
gera það,“ segir hún, „ég beygi
oft ekki rétt.“
Snjallir og vel skipulagðir
„Það getur kostað talsvert um-
stang að vinna með þeim, því það
þarf að tryggja að allar upplýsingar
berist til allra, en það er mjög gaman
því þeir eru svo góðir strákar, snjall-
h- og vel skipulagðir og mjög spennt-
ir fyrir nýjungum. 01’ Dirty Bastard
er að koma hingað til lands vegna
þess að þegar ég fór með honum til
London í vor sagði ég honum frá Is-
landi og hann linnti ekki látum fyrr
en við gátum komið því svo fyrir að
hann héldi hér tónleika," segh- Erin
og bæth- við að hún hyggist koma til
íslands með honum og halda jól hér
með ömmu sinni og fjölskyldu.
Erin segir að þótt Wu-Tang Clan
sé eins og stór fjölskylda sé RZA
höfuð fjölskyldunnar, enda stýri
hann upptökum á öllum plötum
þeirra, hljómsveitarplötum jafnt sem
sólóplötum, og þeh- hinh- líti mjög
upp til hans. Hann hefur og unnið
með fleirum, því Björk Guðmunds-
dótth- fór til New York og hitti hann
snemma á árinu og fékk hann til að
hljóðblanda fyrir
Erin Mary Burke.
að hjálpa íbúunum í hverfinu þar
sem þeir ólust upp, halda ókeypis
tónleika á hverju sumri, fara oft
þangað að hitta gamla félaga eða
bai-a þvælast um hverfið og síðan
hafa þeir sett á stofn sérstaka Wu-
Tang stofnun sem styrkir börn úr
hverfinu til náms, hjálpar heimilis-
lausum og fátækum. Mér finnst þeir
ekki hafa breyst svo ýkja mikið þrátt
fyrir velgengnina; þeh’ eru betur
klæddir en þeh’ voru þegar ég
kynntist þeim og eiga flottari bíla, en
mér finnst eins og þeir hugsi eins.
Fyrir stuttu var ég á ferð með
Cappadonna í Park Hill á Staten Is-
land, þaðan sem þeir eru, og við
ókum fram á fimm strákanna, ýmist
úti á götu að spjalla við krakka í
hverfinu, eða á gangi.“
Erin býr úti í Brooklyn-
hverfi í New York og hefur bú-
ið í New York í sex ár, lauk há-
skólanámi þar og byrjaði að
vinna um leið og því lauk. Hún
segist hafa unnið með skóla
hjá RCA útgáfunni í ár og síð-
an hjá Arista Records og loks
hjá Loud í febrúar síðastliðn-
um. Wu-Tang Clan er einmitt
á samningi hjá Loud, en að
auki á hljómsveitin tvö plötu-
fyrirtæki, Razor Shai-p
Records og Wu-Tang Records.
Erin segist hafa verið að vinna
í kynningardeild Loud og að
yfirmaður Wu-Tang Corp-
oration, sem er rekstrarfýrirtæki
hljómsveitarinnar, bróðh- RZA hafi
hringt í sig og sagst hafa frétt að
hún væri góð í sínu starfi. „Hann
bauð mér síðan að koma og vinna
fyrir þá og ég sló til. Ég vinn reynd-
ar enn hjá Loud, en ég vinn sérstak-
lega að kynningarmálum fyrir Wu-
Tang og þannig er ég að undirbúa
kynningu á sólóskífu Cappadonna,
sem kemur út í febrúar eða mars.
Þeir eru reyndar flestir að vinna að
plötum, Method Man sendir frá sér
plötu líklega í mars og 01’ Dirty
Bastard er byrjaður á sinni plötu og
svo má telja.“
Erin segir að vissulega séu Wu-
Tang menn sérkennilegur félags-
skapur, „en þeir eru afskaplega ólík-
ir og maður þarf að kynnast hverjum
fyrir sig. Þannig er Method Man
tnikill spaugari og við erum alltaf að
grínast þegar við hittumst, aðrir cru
alvarlegri og meiri pælarai’ og
þannig má telja. Þeir vinna aftur á
móti mjög vel saman og ná vel sam-
an. Sumir þeirra eru reyndar skyldir
en þeir eru sem fjölskylda og mér
finnst eins og ég sé hluti af þeirri
fjölskyldu því þeir eru alltaf að gæta
mín og hugsa um mig, segja að ég sé
systh’ þeirra."
WU-Tang Clan
sig lög. „Þau náðu vel saman,“ segir
Erin og rifjar upp að RZA hafi
hringt í sig og spurt hvort hana lang-
aði ekki að hitta Björk, en þau voru
þá að vinna í hljóðveri. „Þegar ég
kom þangað og talaði íslensku við
Björk varð hún mjög hissa,“ segir
Erin og hlær að minningunni, „enda
hélt hún að RZA væri að stríða henni
þegar hann sagðist hafa íslenska að-
stoðarkonu. Ég heyrði síðan það sem
þau gerðu saman og það var frábært.
Vonandi eiga þau eftir að gera plötu
saman.“
Erin segir að þótt þeir félagar hafi
lifað ævintýralegu og oft erfiðu lífi
og sitthvað komi uppá dags daglega
sé hún aldrei hrædd innan um þá.
„Þeir gæta mín svo vel og þeir
myndu aldrei gera neitt á minn
hluta, þetta er eins og að eiga tíu
eldri bræður. Við rífumst vissulega
og tölum þá hreint út og það eru
aldrei efth-málar, stundum eru menn
þreyttir og pirraðir og þá látum við
sitthvað fjúka, en það er ekki meira
en gerist á milli systkina.
Þeir gleyma aldrei erfiðleikunum
sem þeir áttu við að etja í sínum upp-
vexti, fátæktinni, ofbeldinu og erfið-
leikunum, og það má oft heyra það í
tónlistinni. Þeir gera sér líka far um
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 67
verslunarinnar hefur opnað
arkað í Háholti 14,
Mosfellsbæ.
íðir leðurfrakkar,
Mnasllkl,
kasmir ullarmottur. Glæsllegar gjafavörur
Opið frá 11-18 virka daga og laugardaga.Simi 566 8280.
Verið velkomin.
Jólaglaðningur
Satín náttföt með bómull að innan
eru komin aftur. Verð kr. 2.400
á meðan birgðir endast
Sendum í póstkröfu.
NÝBÝLAVEGl 12, SÍMI 554 4433.
Guðíaucjur Á. Magnússon
Laugavegi 22A, sími 551 5272.
JóCaskeiðinfrá
1947-1997
Hin eina saiuta jóíaskeið fœst íijá okfiur.
Þetta er 3. skeiðin í Guðspjattaseríwmi.