Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGAKDAGUR 20. DESEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Breyting-
ar á ríkis-
stjórn
líklegar
DAVIÐ Oddsson forsætisráð-
herra segir að ekki sé ólíklegt
að breytingar verði á ríkis-
stjórn hans. Hann vill ekki
segja meira um málið.
Davíð segir að í viðtali við
Ríkissjónvarpið hafí hann ver-
ið spurður hvort líklegt væri
að breytingar yrðu gerðar á
ríkisstjóm hans. „Ég sagðist
ekki telja það ótrúlegt að
breytingar yrðu gerðar á
næsta ári. Það yrði kannski
eftir fjóra til fimm mánuði,"
segir Davíð.
Lögregla rannsakar víðtækt fíkniefnasmygl til landsins
Eiginmaður sænsku
konunnar handtekinn
LÖGREGLAN handtók í gær 25
ára gamlan norskan mann sem
grunaður er um að vera viðriðinn
víðtækt fíkniefnasmygl til landsins.
Gerð hafði verið krafa um hand-
töku mannsins fyrir nokkru og féllst
Héraðsdómur Reykjavíkur á hana.
Hann kom til landsins í gær frá Am-
sterdam í Hollandi að beiðni lögregl-
unnar og hefur, samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins, verið sam-
vinnuþýður. í gærkvöldi úrskurðaði
Héraðsdómur Reykjavíkur manninn
í gæsluvarðhald til 19. janúar.
Norski maðurinn er eiginmaður
sænskrar konu sem var handtekin á
Keflavíkurfiugvelli við komu til
landsins frá Hollandi sl. sunnudag
með 1.100 e-töflur og 300 skammta
af LSD. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er hann talinn hafa
staðið að baki því að senda fíkniefn-
in til landsins. Kona hans, sem flutti
fíkniefnin inn í landið, var úrskurðuð
í gæsluvarðhald til 19. janúar ásamt
tveimur íslendingum. Auk þess voru
þrír aðrir menn til viðbótar teknir til
yfirheyrslu en þeim var síðan sleppt.
Sænska konan hefur þrisvar áður
komið til landsins, tvisvar til þess að
starfa sem nektardansmær á veit-
ingahúsi.
Grunur um víðtækari afbrot
Lögreglan staðfesti að hjónin
lægju undir grun um að hafa átt
enn víðtækari þátt í fíkniefnavið-
skiptum hér á landi en þegar er
komið fram og miðast öll rannsókn
málsins nú að-því að leiða það í ljós.
Fyrir síðustu helgi var maður hand-
tekinn með yfir 800 e-töflur, 90 g af
kókaíni og um 200 g af amfetamíni
og er talið hugsanlegt að þessi tvö
mál tengist.
Frumvarp
fjármálaráðherra
Olíugjald
verði34
kr. á lítra
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur
lagt fram á Alþingi frumvarp um ol-
íugjald og kílómetragjald sem ætlað
er að leysa þungaskattskerfi af
hólmi. Lagt er til að olíugjaldið
verði 34 kr. af hverjum lítra sem
notaður er af skráningarskyldum
ökutækjum. Fólksflutningabifreiðar
yrðu undanskildar gjaldinu. Lagt er
til að gjaldfrjáls olía, t.a.m. til hús-
hitunar, iðnaðarþarfa og fleira,
verði lituð. Miðað við núverandi
verð á dísilolíu yrði lítraverðið með
olíugjaldi um 70 kr.
Talið er að ef frumvarpið verði að
lögum geri það dísilbflaeign ákjós-
anlegri kost en áður. Frumvarpið á
töluverðu fylgi að fagna meðal
hagsmunasamtaka en olíufélögin
hafa gert athugasemdir við það
vegna kostnaðar sem þau telja að sé
samfara upptöku litunarkerfis.
Fólksbílar í landinu eru um 132
þúsund, þar af eru um 9 þúsund dís-
ilknúnir fólksbflar. í sumum Evr-
ópulöndum er hlutfall dísilbiffeiða
allt að jiriðjungur af einkabflaflot-
anum. I athugasemdum með frum-
varpinu segir m.a. að draga megi úr
útblæstri gróðuhúsalofttegunda
með því að auka hlutdeild dísilbíla í
landinu.
■ Olíuverð/38
--------------
Slysagildra
lýst upp
SETTIR hafa verið upp ljóskastarar
á brúnni yfír Þjórsá og 14 götuljós-
um komið fyrir hvoru megin við
brúna, sem auka mjög öryggi veg-
farenda.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Hvolsvelli hefur brúin, sem
er einbreið, verið slysagildra um
langa hríð. Var kveikt á ljósunum í
fyrsta skipti í gærkvöldi.
I geislum
vetrarsólar
VETRARSÓLHVÖRF eru á
morgun og er sól þá lægst á lofti og
sólargangur stytztur. Ur þessu
hækkar sól á lofti og dagurinn
"^Slngist. í hægviðrinu í gær varpaði
vetrarsólin geislum sinum upp á
himininn og var engu líkara en þeir
lyftu undir hrafninn, sem hóf sig til
flugs af girðingarstaur.
Alit þriggja lagaprófessora um Schengen-samstarfíð og stjórnarskrána
Island þarf undanþágur
frá valdsviði stofnana ESB
BJÚGNAKRÆKIR
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra kynnti ríkisstjórninni í
gær álitsgerð þriggja lagaprófess-
ora, þeirra Davíðs Þórs Björgvins-
sonar, Stefáns Más Stefánssonar
og Viðars Más Matthíassonar, um
það hvort væntanlegt samkomulag
við Evrópusambandið um aðild Is-
lands að Schengen-vegabréfasam-
starfinu kunni að brjóta í bága við
stjórnarskrána.
Niðurstaða prófessoranna er sú
að núverandi samstarfssamningur
við Schengen-ríkin samrýmist
stjómarskránni, þótt hann feli í sér
takmarkað framsal framkvæmdar-
valds og dómsvalds á afmörkuðum
sviðum. Verði gildissvið Schengen-
samningsins hins vegar lagt til
Evrópusambandsins án þess að Is-
land fái undanþágur frá valdsviði
stofnana ESB, standist það ekki
ákvæði stjómarskrárinnar. Fram-
kvæmdastjóm ESB og Evrópu-
dómstóllinn muni þá fara með tals-
vert vald hvort á sínu sviði, sem ís-
lenzkir einstaklingar og lögaðilar
geti orðið bundnir af. Miðað er við
að Island ætti ekki aðild að þessum
stofnunum og að valdið næði eink-
um til þeirra málefna sem falla
undir hina yfirþjóðlegu fyrstu stoð
ESB.
Verði Schengen-sviðið hins vegar
lagt til ESB og fái ísland tilteknar
undanþágur, sem fælu í sér að
EFTA-dómstóllinn eða sambæri-
legur dómstóll færi með dómsvald í
Schengen-málum sem snertu ís-
land og Eftii'litsstofnun EFTA eða
sambærilegri stofnun yrði falið eft-
irlitshlutverk sambærilegt við það,
sem framkvæmdastjórnin gegnir,
telja prófessoramir að það myndi
standast stjómarskrána. Er þá
gert ráð fyrir að ísland ætti aðild
að viðkomandi alþjóðastofnunum
og að dómsvald dómstólsins yrði
ekki jafnvíðtækt og úrlausnir ekki
bindandi í sama mæli og ef um Evr-
ópudómstólinn væri að ræða.
Prófessorarnir telja að ekki sé
um framsal löggjafarvalds að ræða,
jafnvel þótt Schengen færist undir
fyrstu stoð ESB, og ekki heldur um
framsal valds til að gera þjóðréttar-
samninga.
Þremenningarnir segja í áliti
sínu að þótt takmarkað framsal rík-
isvalds með samningum á borð við
Schengen-samninginn samrýmist
stjómarskrá, sé fyrirsjáanlegt að
aukin alþjóðleg samvinna, einkum í
Evrópu, muni kalla á frekara fram-
sal ríkisvalds. Leggja prófessorarn-
ir til breytingar á stjórnarskránni
„til þess að koma í veg fyrir að sér-
stakur vafi rísi í hvert sinn sem
stofnað er til samstarfs um tiltek-
inn málaflokk".
Staðfestir samnings-
stcfnuna
Halldór Ásgrímsson segir að álit-
ið breyti ekki samningsstefnu ís-
lands. „Þetta álit staðfestir þá
samningsstefnu, sem við höfum
rekið og breytir ekki öðru en því að
það styrkir okkur á þeirri leið, sem
við vorum á,“ segir hann.