Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 LANDIÐ MORGUNB LAÐIÐ =i i i i i i i i i i i i r Gefur Sauðárkróksbæ minjasafn „ALLIR sem safna vilja sýna einhverjum árangurinn. Eg er því mjög ánægður með líf- ið,“ segir Kristján Run- ólfsson safnari á Sauð- árkróki. Þó ungur sé hefur hann lengi safn- að gömlum munum og þegar Sauðárkróks- kaupstaður kom sér upp Minjahúsi fékk Kristján þar pláss fyrir safn sitt. Þótt Kristján sé ekki nema rétt rúmlega fer- tugur að aldri hefur hann safnað munum í áratugi og á orðið merkilega gott „byggðasafn". Hann ólst upp á bænum Brú- arlandi í Deiidardal sem er ofan við Hofsós og þar kviknaði áhug- inn. Á Brúarlandi voru grónar rústir af göml- um bæ. Þegar grafíð var fyrir útihúsi þar við rofnaði grasið og varð að moldarflagi. „Ég sótti í að leika mér í mold- inni eins og börn gera og þar fór að koma upp ýmislegt dót. Þarna hefur verið öskuhaugur framan við bæinn. Komu upp leirbrot með skrautlegum myndum, pípumunnstykki úr beini, koparmyllur, krítarpípu- brot, tvöföld perla eins og gjarnan sést í kumlum og fleira og fleira. Ég hélt hlutunum til haga og þarna kviknaði áhugi minn á söfnun," segir Krislján. Hann flutti til Sauðárkróks 1974 og hélt söfnun áfram en segist þó ekki hafa verið stór- Morgunblaðið/Helgi Bjarnason KRISTJÁN Runólfsson safnvörður í Minjasafni sínu. Allir safnar- ar vilj a sýna“ tækur. En fyrir tíu eða tólf ár- um ákvað hann að fórna bíl- skúrnum undir hlutina og þá byijaði ballið fyrir alvöru. „Fólk sá hvað ég hafði mikinn áhuga og fór að færa mér ýmsa hluti. Bflskúrinn yfírfylltist og ég skrifaði bæjarstjórn bréf. Það endaði með þessu,“ segir Kristján. Gegn því að bærinn útvegaði honum húsnæði fyrir safnið bauð hann bæjarsljórn- inni að hún fengi safnið þegar hann hætti að hafa af því ánægju. Á afmælisári Sauðárkróks var innréttað svokall- að Minjahús þar sem komið hefur verið upp nokkrum söfnum og fleiri munu bætast við. Auk Minjasafns Krist- jáns Runólfssonar eru þar, steinasafn frá Árna H. Árnasyuni frá Kálfsstöðum, Verk- stæði Jóns Nikódemus- sonar og Valbergssafn frá Andrési H. Val- berg. Fyrirhugað er að koma upp fleiri verkstæðum iðnaðar- manna. Söfnunin hefur ávallt verið áhugamál Krisljáns því hann vinnur fulla vinnu sem verkstjóri hjá Loðskinni. Hann reyn- ir þó að hafa safnið op- ið svo fólk geti komið og skoðað og segist hafa af því mikla ánægju. Verst finnst honum að hafa ekki haft tíma eða aðstöðu til að merkja safn- munina. í safninu eru munir allt frá landnámstíð og fram til vorra daga en meginhlutinn er þó frá síðari hluta síðustu aldar og fyrri hluta þessarar. Kristján Runólfsson hefur einnig safnað handritum og gömlum ljósmyndum og á orðið um 1000 handrit og 3000 ljós- myndir. Sýnishorn af þessum safngripum eru í Minjahúsinu en handrita- og ljósmyndasöfn- in eru þó ekki hluti af Minja- safninu sem Sauðárkróksbær mun einhvern tímann eignast. Við bjóðum nú frá danska fyrirtækinu Dantax 14“, 20“, 21“, 28“ og 34“ sjónvarpstæki, myndbandstæki, hljómtæki, ferðatæki með geislaspilara, ' 'erðinni i heimabíókerfi o. fl. Hér eru á fer i gæðatæki á góðu verði. Verðdœmi: Glæsilegt 28“ Nicam Stereo sjónvarpstæki á 40.800 kr. stgr. ^Rpadistcar Loks er í þrfeykinu svissneska fyrirtækið Roadstar en ífá því höfum við á boðstólum margvísleg útvaipstæki, útvarpsvekjara, hljómtæki, ferðageislaspilara, vasadiskó, 12 V sjónvarpstæki og sjónvarpstæki með litlum skjá (2,2“, 4“ og 5“). Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 www.tv.is/sminor JURA torogliprir. ft—,r»mn„ Fjaðrandi sóli.Fóðraðir. ^ iKjll Rússkínn/n/lon. itaukir cöncuskór S/mpatex vatnsvarðir. I æ B j. L Staerðir: 36-48. ......... ......... TILBOÐ Gagnlegar og vandaðar jólagjafir fyrir alla fjölskylduna k SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjajlóð Reykjavik 2200 Lokslns, loksins á íslandi: 100 Hz þýsk sjónvarpstæki frá Metz sem skipa sér í flokk þeirra bestu í heiminum. í 10 ár samfellt hefur Metz verið valið , besti framleiðandinn í könnun þýska fagtímaritsins „markt intem“ meðal fagverslana á þessu sviði í Þýskalandi þar sem allir þekktustu sjónvarpstækja- ffamleiðendur heims keppa um nafnbótina. Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Komdu til okkar og láttu sannfærast. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! OPIÐ TIL KL. 22.00 Kaupgarður til kl. 21.00 mi> vinalegur bær í jólaskapi Gerið jólainnkaupin á netinu Opið allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.