Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ ^46 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MINNINGAR HELGA SOFFÍA GUNNARSDÓTTIR + Helga Soffía var fædd að Eiði í Eyarsveit 8. nóvember 1937. Hún lést 11. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnar Jó- hann Stefánsson, f. 22. nóvember 1903, d.23. júlí 1980, og kona hans Lilja El- ísdóttir, f. 24. júní 1907, d. 1. júní 1964. Systkini hennar eru: Elís, f. 25.2. 1929, bóndi á Vatnabúðum, Hjálmar, f. 5.3. 1931, útgerðarmaður í Grund- arfirði, Garðar, f. 17.7. 1932, skipstjóri í Grundarfirði, Sig- rún, f. 3.2. 1934, gangastúlka í Reykjavík, Sigurlín, f. 17.5. 1936, bóndi Þingvöllum, Jóhann Leó, f. 15.3. 1941, verslun- armaður í Mosfellsbæ, Snorri, f. 22.9. 1943, sjómaður í Dan- mörku, stúlka fædd andvana 6.1. 1946, Þórarinn, f. 18.7. 1947, sjómaður í Reykjavík. Helga stundaði nám við Hús- mæðraskólann að Varmalandi. Hinn 29. desember 1956 gekk Helga að eiga Njál Gunnarsson, f. 22. maí 1930, bónda frá Suð- ur-Bár. Þau eignuðust átta börn sem eru: 1) Sunna, f.18.9. 1956, bókavörður í Grundarfirði, gift Gunnari Inga Jó- hannessyni og eiga þau þijú börn, Helgu Soffíu, Signýju og Hákon. 2) Gunnar, f. 27.10. 1957, verkamaður í Grundarfirði, kvæntur Kolbrúnu Rögnvaldsdóttur og eiga þau þrjá syni, Njál, Sigurgeir Sturlu og Daníel. Áður átti Gunnar Kristján Birnir með Sigurborgu Krist- jánsdóttur. 3) Erna, f. 17.10. 1958, útibústjóri, gift Erni Ármanni Jónassyni og á Erna Helgu með Pétri Lúðvíks- syni. Helga er í sambúð með Marvin ívarssyni. 4) Lilja, f. 23.2. 1960, skrifstofumaður i Reylq'avík, og á hún Valtý Njál með Birgi Olafssyni. 5) Valgeir, f. 18.6. 1962, vélvirki í Reykja- vík. 6) Rósa, f. 13.10. 1963, hús- móðir á Akureyri, gift Hannesi Karlssyni og eiga þau þijár dætur, Lísbet, Helen og Berg- lindi. 7) Anna, f. 19.1. 1965, skrifstofumaður í Reylgavík, og á hún Stefán með Guðbrandi Baldurssyni. 8) Marteinn, f. 15.11. 1973, bóndi Suður-Bár. Útför Helgu Soffíu fer fram frá Setbergskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar með þér. Síð- ustu daga er eins og ég hafí verið að horfa og hlusta á langa kvik- mynd, svo margar minningar sem ^ verða vel geymdar. Fjölskyldan var alltaf í fyrirrúmi hjá þér, einnig þeir sem minna máttu sín. Mér verða alltaf minnisstæðar fjölskyldusam- komumar, lífið og fjörið þegar við hittumst 511. Bárin var þér hugstæð og þegar leið að sumri hringdir þú og spurðir hvað ætti að gera í sum- ar? Hefurðu nokkuð annað að gera en koma heim? Og auðvitað fór ég alltaf heim, enda geymdirðu hann Valtý Njál minn öll sumur frá því hann var lítill og hjá honum komst ekkert annað að en klára skólann á vorin til að komast í sveitina og hjálpa afa og ömmu og koma svo heim með síðustu ferð á hausti áður en skólinn byijaði. En nú verður tómt í sumar hjá honum en hann á minningar sem hjálpa og ég veit að afi tekur vel á móti honum í vor og hjálpar honum jrfir erfiðasta hjallann ‘þegar engin amma er. Styrkur þinn var aðdáunarverður þegar veikindi pabba heijuðu á og þú máttir búa við þín eigin veikindi einmitt á sama tíma, en tíminn leið og ekki bera allir sigur úr býtum en ég veit að nú líður þér vel. Elsku mamma mín, ég vildi segja svo margt en ég bið að heilsa og bestu kveðjur frá Valtý Njáli. Þú manst að kíkja við. Lilja. Hún systir mín, Helga, er látin eftir erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Það er erfitt að sætta sig við þegar illur sjúkdómur heijar á hrausta, dugnaðarkonu langt um aldur fram. Helga ólst upp á stóru og fjöl- mennu heimili á Eiði. Á Eiði voru 18 börn í hennar æsku en þá var þar tvíbýli, hin hjónin á Eiði voru Guðrún, systir Lilju, og Kristján Jónsson. Það þurfti að vera mikil samheldni og samvinna á svo stóru heimili eins og var á Eiði þegar þessi stóri barnahópur var að alast upp. Þær systur urðu að sjá um heimilishald og búskap löngum um vetur því bændumir þurftu að vera á togurum á vetrarvertíð og síðar á vertíðarbátum. Þegar Helga hafði lokið bama- skólanámi fór hún í Kvennaskólann á Varmalandi eins og títt var til að búa sig undir lífsbaráttuna. Helga og Njáll hefja búskap í Suður-Bár með foreldmm Njáls, þeim Valgerði Valgeirsdótttur og Gunnari Njáls- syni. Þetta fólk hafði flutt með allan sinn búskap og börn norðan úr Norðurfírði. Helga og Njáll áttu átta börn. Það hlýtur að hafa verið mikið þrekvirki að ala upp þessa stóm bamahópa og breyta smákot- um í stórbýli. Hjónin í Suður-Bár létu ekki deigan síga þó að börnin flygju úr hreiðrinu og búskapurinn drægist saman. Þá var hafist handa við að byggja, breyta og útbúa heil- mikla bændagistingu ásamt ágæt- um golfvelli og hafa margir gestir notið góðrar dvalar við leik, störf og hvfld í fallegu umhverfi; því hvar er fallegra en í Grandarfirði? Helga min, þú hefur gengið göt- una til góðs, þú varst stundum köll- uð litla systir en þú varst aldrei lít- il heldur stór og glæsileg kona. Ég held að þú hafir verið stærst í kirkj- unni okkar á Setbergi á síðustu Jónsmessu þegar þú stóðst við alt- arið og fluttir góða ræðu þegar all- ir afkomendur foreldra okkar komu saman til að minnast þeirra á ættar- móti sem var haldið á ykkar heimili í Suður-Bár. Við hjónin vottum Njáli, börnum, mökum og barna- börnum okkar dýpstu samúð. Við eigum minningu um góða konu. Hjálmar og Helga, Grundarfirði. Elskuleg tengdamóðir mín er fall- in frá langt um aldur fram. Það er margs að minnast og minningarnar streyma fram enda var Helga mikil- hæf og dugleg kona. Þegar ég kom fyrst á heimili hennar með syni hennar fyrir tæplega 12 árum var tekið hlýlega á móti mér og ætíð síðan. Síðustu fímm árin höfum við umgengist meira og kynnst betur síðan við fluttum til Gmndarfjarðar. Oft var skroppið í sveitina síðdegis að ég tali ekki um á helgum. Strák- unum okkar fannst alltaf jafn yndis- legt að koma og vera í sveitinni hjá ömmu og afa, vildu helst hvergi annarsstaðar vera enda alltaf nóg um að vera í sveitinni. Fyrir 2 ámm hættu Helga og Njáll hefðbundnum búskap og helg- uðu sig ferðaþjónustunni, sem þau höfðu byijað á nokkmm ámm áður. Höfðu þau byggt upp mjög myndar- lega og góða aðstöðu, gistingu í íbúðarhúsinu, byggt tveggja íbúða sumarhús, tjaldsvæði með góðri aðstöðu og byggt upp níu holu golf- völl. Þetta átti vel við Helgu, var hennar líf og yndi að þjóna sínum gestum enda sóttu margir ferða- mennirnir Suður-Bár heim ár eftir ár. Stundum var svo yfírfullt hjá henni að þeim hjónum fannst ekk- ert tiltökumál þótt þau þyrftu að sofa sjálf í stofunni. Blómakona var Helga enda sýndi falleg garðstofan hennar merki um það. Þar ræktaði hún allskonar blóm. Falleg vínbeijaplantan bar ríkulegan ávöxt og notaði hún vín- berin I sultu sem var alveg einstök eins og allt sem hún gerði. Rósirnar hennar gáfu góða angan og kom blómalyktin á móti manni þegar komið var í dyrnar. Úti átti hún stórt gróðurhús þar sem hún rækt- aði grænmeti og fleiri plöntur. Allt nýtti hún, það var alveg óþarfi að hlaupa út í búð að kaupa nýtt, ef nýta mætti eitthvað annað í staðinn. Matargerð var hennar sérgrein það var alveg sama hvenær þú komst. Alltaf var dýrindis matur á boðstólum, ljúffengur og góður eins og hann gerist á bestu hótelum. Helga starfaði í ýmsum félögum og lét alls staðar gott af sér leiða. Hún mátti aldrei neitt aumt sjá hjá öðmm þá var hún tilbúin að bjóða fram krafta sína. Þótt hún væri þreytt, t.d. á vorin um sauðburð, og eitthvað stæði til var hún ekkert að hafa orð á því, heldur sagðist hún geta hvílt sig seinna. Oft voram við öll saman komin og þá var nú líf og fjör og nóg að starfa. Man ég eftir einum páskum þar sem ákveðið var að skreppa í skemmti- ferð á vélsleðum upp á Snæfellsjök- ul og ætlaði hún að vera heima, reyndar eins og ég. Hringdi hún þá í mig og sagðist ekki taka það í mál að ég færi ekki með. „Hafðu strákana tilbúna ég kem og sæki þá.“ Og hún kom að vörmu spori og sótti strákana sem vom eitt sól- skinsbros að fá að fara með ömmu sinni í sveitina. Ferðin á jökulinn heppnaðist vel og þegar heim var komið beið Helga með mat handa öllum, sannkallað veisluborð. Erfiðleikamir gerðu vart við sig hjá þeim hjónum þegar Njáll tengdafaðir minn greindist með ill- kynja sjúkdóm og þurfti í kjölfarið að gangast undir mjög mikla og erfiða aðgerð. Með mikilli þraut- seigju stóð Helga við hlið eigin- manns síns. Þegar merki um bata fóru að sjást og birta átti til reið annað áfall yfir. Helga greindist með krabbamein og hefur með því- líkum dugnaði barist hetjulega og gengið í gegnum margar og mjög erfiðar lyfjameðferðir. En hennar tími var fullnaður og góður guð tók hana til sín og gætir hennar fyrir okkur. Elsku tengdamamma. Betri tengdamóður hefði ég ekki getað hugsað mér, ég þakka þér fyrir allt og bið góðan guð að geyma þig. Ég kveð þig með söknuði, minning þín er og verður alltaf ljós í hjörtum okkar. Elsku tengdapabbi, börn, bama- börn og aðrir aðstandendur. Missir ykkar er mikill, megi góður guð styðja ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Nú legg ég augun aftur Ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ,virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hún hvfli í friði. Kolbrún. Fyrir allt of fáum ámm kynnt- umst við hjónin Helgu og hennar yndislega heimili á Suður-Bár. Við þurftum að dvelja í Gmndar- firði nokkra daga, og hafði okkur verið bent á að gistingu væri hægt að fá í Suður-Bár. Okkur var tekið þar forkunnarvel af Helgu og manni hennar Njáli Gunnarssyni. Allur bragur á heimilinu var með þeim hætti, að til fyrirmyndar var, og handbragð húsfreyjunnar í hveiju skoti. Ráðdeildarsemi og hagsýni einkenndu hana í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Af dugnaði og eljusemi byggðu hjónin í Suður-Bár upp glæsilega gistiþjónustu sem rómuð var af þeim sem hennar nutu. Helga var kraftmikil og hlífði sjálfri sér aldrei, þótt hún gengi ekki heil til skógar síðustu árin, en einn af hræðilegustu sjúkdómum mannkynsins sigraði þessa hetju að lokum. Samvemstundimar með Helgu verða okkur hjónunum ógleyman- legar og það er mannbætandi að hafa kynnst henni. En þegar við dvöldum þama tókust mjög góð kynni með okkur og fjölskyldu henn- ar, sem hafa haldist alla tíð síðan. Við kveðjum þig, kæra vinkona, með söknuði og virðingu, eigin- manni þínum og börnum vottum við okkar innilegustu samúð. Astrid Ellingsen og Bjarni Jónsson. Hún kom ekki á óvart andláts- fregn Helgu Soffíu Gunnarsdóttur, frænku minnar, þegar Njáll eigin- maður hennar hringdi til mín að morgni 11. des. sl. og sagði: „Hún Helga mín sofnaði í nótt.“ Þegar Helga veiktist fyrir um þremur árum, fannst manni að þetta væri eitthvað sem hún myndi yfir- stíga, þessi sterka kona, sem alltaf bar sig svo vel í veikindunum. Það var aldrei að heyra á henni upp- gjöf. Treyst var á að læknavísindin réðu við þessi mein. En annað kom í ljós, krabbameinið hafði náð yfir- tökunum. Ferðum hennar fór fjölg- andi til læknisrannsókna og á sjúkrahús. En á sextugsafmælinu sínu 8. nóv. sl. þá nýkomin af sjúkrahúsi, tók hún á móti fólkinu sínu á heim- ili Sigrúnar systur sinnar í Reykja- vík, og viku seinna var Helga kom- in heim í Suður-Bár. Varð henni að ósk sinni að fá til sín fólkið sitt, vini og sveitunga, í tilefni af sex- tugsafmælinu og eiga með þeim stund, þar sem hún gat verið meðal þeirra, og notið blómanna sem hún Spennan eykst á HM í skák SKAK Groningcn, Ilollandi HEIMSMEISTARA- KEPPNIN f SKÁK 8. des.-9. jan. ÖNNUR skákin í fjórðu umferð heimsmeistaramótsins í skák var tefld í Groningen á fimmtudaginn. Úrslit urðu sem hér segir: B. Gelfand - V. Tkachiev 'A-'A V. Zvjaginsev - A. Dreev 'A-'A V. Anand - Z. Almasi 1-0 A. Shirov - V. Akopian 1-0 M. Krasenkow - Azmaiparashvili 'A-'A N. Short - A. Beliavsky 1-0 K. Georgiev - L. Van Wely 'A-'A P. Svidler - M. Adams ’A-'A Þeir Anand, Van Wely og Shirov eru þar með komnir áfram í fimmtu umferð, en önnur einvígi halda áfram þar til úrslit fást. Anand vann báðar skákimar gegn Almasi og búast má við að hann nái langt í keppninni. Short og Beliavsky tefldu spánska leikinn og Short vann eftir einungis 27 leiki. Athygl- isvert er að staðan sem kom upp eftir 22. leik hvíts hafði áður kom- ið upp í skákinni Kovacevic - Glig- oric í Niksic í Júgóslavíu fyrr á þessu ári. Líklega hefur Beliavsky ekki kannast við þá skák, því Kovacevic vann glæsilega í 32 leikj- um. Hvítt: Nigel Short Svart: Alexander Beliavsky 1. e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4—Rf6 5. 0-0-Be7 6. Hel- b5 7. Bb3-d6 8. c3-0-0 9. h3- He8 10. d4-Bb7 11. Rbd2-Bf8 12. d5-Rb8 13. Rfl-Rbd7 14. R3h2-c6 15. dc6-Bc6 16. Bg5- Dc7 17. Df3-Db7 18. Rg3-d5 19. Rg4-de4 20. Df5-Rd5 21. Re4- He6 22. Hadl-h5 Gligoric lék 22. Hae8 gegn Kovacevic. Framhaldið varð 23. Hd3-h5 24. Bxd5-Bxd5 25. Rgf6!-Rxf6 26. Rxf6-gxf6 27. Bxf6-Bh6 28. Hxe5! og Kovacevic vann í nokkrum leikjum. 23. Re3-Rf4 24. Bf4-Be4 25. Hd7-Bf5 26. Hb7-ef4 27. Hf7- 1-0 Jón Viktor að ná í þriðja áfangann? Sex umferðum er lokið á þriðja alþjóðlega Guðmundar Arasonar skákmótinu, sem nú stendur yfir í Hafnarfirði. Eftir slaka byijun eru íslensku keppendurnir að taka við sér, þó enginn eins og Jón Viktor sem nú hefur unnið 4 skákir í röð og er með 4‘/2 vinning. Hann þarf l'/2 vinning í síðustu þremur umferðun- um til að ná sínum þriðja alþjóð- lega áfanga. Meðal annarra íslend- inga, sem nú em að mjaka sér upp töfluna er Bragi Þorfinnsson, sem gekk afleitlega í fyrstu umferðun- um, enda var hann samtímis í erfið- um prófum. í sjöttu umferð náði hann jafntefli við Jacob Aagaard sem var einn í efsta sæti fyrir umferðina. Staða efstu manna í hvorum flokki er þessi: Flokkur A 1. Jacob Aagaard, Danm. (2435) 5 v. 2. -4. Jón V. Gunnarsson (2315) 4 'A v. Jesper Hajl, Svíþj. (2460) 4 'A v. Alexander Raetsky, Rússl. (2405) 4'A v. 5.-6. Þröstur Þórhallsson (2510) 4 v. Heikki Westerinen, Finnl. (2410) 4 v. Flokkur B 1.-2. Stellan Brynell, Svíþj. (2465) 5 v. Manuel Bosboom, Holl. (2430) 5 v. 3. Robert Astrom, Svíþj. (2455) 3 v. Teflt er á hveijum degi og hefj- ast umferðir klukkan 17. Síðasta umferðin hefst þó klukkan 14, sunnudaginn 21. desember. Áhorf- endur eru velkomnir, en mótið er haldið i íþróttahúsinu við Strand- götu, Hafnarfirði. Jólapakkamót Hellis í dag í dag, laugardaginn 20. desem- ber, klukkan 14 hefst Jólapakka- mót Hellis og stendur yfir í u.þ.b. 3 klst. Fjöldi jólapakka er í verð- laun, bæði til þeirra sem bestum árangri ná og eins verður efnt til happdrættis þar sem allir þátttak- endur eiga jafna möguleika. Verð- laun verða veitt í fjóram aldurs- flokkum. Aðgangur er ókeypis og allir krakkar 15 ára og yngri eru velkomnir. Mótið er haldið í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. í fyrra tóku yfir 200 krakkar þátt í mótinu og einnig er útlit fyrir mjög góða þátt- töku að þessu sinni. Eins og áður segir hefst mótið klukkan 14. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri Reykjavíkur, setur mótið. Björn Þorfinnsson skákmeistari Hellis 1997 Á fimmtudag lauk einvígi þeirra Björns Þorfinnssonar og Vigfúsar Vigfússonar um meistaratitil Tafl- félagsins Hellis. Tefldar voru tvær kappskákir. Björn hafði svart í fyrri skákinni og náði að krækja í jafn- tefli eftir að hafa fengið tapaða stöðu í hróksendatafli. Önnur skák- in í einvíginu var svo tefld á fimmtudagskvöld. Björn, sem var með hvítt, vann peð í byijuninni og stýrði liði sínu til sigurs í fram- haldi af því. Björn Þorfinnsson er því skákmeistari Hellis 1997. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.