Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ „Við smökkuðum réttina til og betrumbættum á meðan þeir voru eldaðir fyrir myndatöku. Þessu skiptum við á milli okkai- og ef ein- hver lenti í vandræðum var hnippt í hina.“ Sá réttur sem hvað flest krydd eru í heitir „Lambalundir frá Indónesíu“ og var hugmyndin að honum grafin upp á netinu. „Okkur fannst hann svo óvenjulegur og kryddin voru spennandi. Þegar við brögðuðum hann fyrst fannst okkur hann skrýtinn en síðan óx hann með hverjum munnbita," segir Ingvar en meðal þess sem notað er í sós- una er negull, kanill, engifer og tómatar. Austurlensk útgáfu af ís- lensku lambi. Þegar Oskar var spurður hvort það markmið að miða við að allt hráefni yrði að vera fá- anlegt í stórmörkuðum hafi sniðið þeim þröngan stakk segir hann að auðvitað hafi það stundum verið pirrandi. „Þá minnt- um við okkur á það hvers vegna við byrjuðum að gera þetta í upphafi, hvert markmiðið væri. Við máttum Sælkerinn LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 33 ekki gleyma því að almennir neyt- endur eru ekki með sama sjón- deildarhring og atvinnukokkar. Þótt ég sé með tíu tegundir af ediki í skápnum heima þá er mamma það ekki. Þeir sem eru vanari eldamennsku sjá síðan auðvitað hvemig er hægt að þróa uppskriftirnar enn frekar að þeirra smekk. Nota skarlottulauk í stað- inn fyrir lauk, gera sitt eigið soð í stað teninga, nota hvítvín í stað mysu. Oft bendum við á þessa val- kosti. Það var því aldrei vikið frá því grandvallaratriði að upp- skriftimar ættu ekki að fæla frá.“ Til að einfalda málið enn frekar era handbrögðin sýnd með mynd og gefnar þægilegar, myndrænar leiðbeiningar varðandi ýmislegt, t.d. hvernig eigi að úrbeina lamba- hrygg. Stundum er hins vegar ekki hægt að stytta sér leið og aðspurð- ur um uppáhaldsuppskrift sína segir Ingvar að það sé Appelsínu- öndin. Uppskriftin sé með þeim lengri en ætti þó ekki að vefjast fyrir neinum. „Þetta er hins vegar líklega það flóknasta sem fólk lend- ir í þegar það eldar upp úr bók- inni,“ segir hann og bendir á diskinn sem var að koma. Súkkulaðitrafflur í enskri sósu, créme anglaise. „Enska sósan krefst nokkurra handtaka en við reyndum hins vegar að hafa hana sem einfaldasta, notuðum t.d. dropa í stað vanillustanga. Fólk notar ekki vanillustangir venju- lega. Þetta er fyrir venjulegt fólk og gæðin er oftar en ekki að finna í einfaldleikanum." En er ekki erfitt fyrir kokka að halda aftur af sér og mæla með mun einfaldari aðferðum en þeir hafa lært og nota dags daglega. „Jú, jú,“ segir Ingvar. „Stundum hugsaði maður með sér, æi nú verður hlegið að mér í faginu ef ég segi þetta. Húsmóðirinn í vestur- bænum fagnar því hins vegar að sú leið sé valin. Maður var því milli tveggja elda.“ Gísli hafði hlustað á samtalið með athygli. „Eg er alveg sammála þér, það er ferlegt þegar menn era að flækja hlutina of mikið. Það er oftast langskynsamlegast að benda á einföldu leiðina." J ólaöl TALIÐ er að hvítöl hafi verið braggað á íslandi allt frá árinu 1790 þegar bakari í Vestmanna- eyjum bruggaði fyrst hvítöl svo vitað sé. Bakarar brugguðu hvítöl til að viðhalda geri sem notað var í brauðgerð. Einnig er vitað til þess að margir íslendingar not- uðust við heimabraggað hvítöl. Stofnandi Olgerðarinnar, Tómas Tómasson, hóf fljótlega eftir 1913 að brugga hvítöl fyrir jólin. Þegar það spurðist út að Öl- gerðin væri að framleiða hvítöl færðist það í vöxt að fólk kom með sín eigin ílát tíl að fá þennan eftirsótta mjöð. Árið 1917 var hafist handa við byggingu á nýju húsi Ölgerðarinnar á horni Frakkastígs og Njálsgötu. Eitt af því sem einkenndi öll jól, eftir að flutt var í nýja húsið, var biðröðin sem myndaðist af fólki sem mætti í Ölgerðina til að ná í hvítöl. Oft á tíðum myndaðist mikil umferðar- teppa í kringum homið á Njáls- götu og Frakkastíg. Var þetta orðið stór hluti af jólaundirbún- ingi hjá fólki að fara í Ölgerðina og ná sér í hvítöl í sína eigin brúsa. Með þessari hefð fór fólk að kalla hvítölið jólaöl. Um og eftir 1960 var reynt að setja á markað sérbruggað jólaöl í flöskum. Salan á þessu flöskuöli reyndist lítíl og var sem fólk vildi frekar fara í Ölgerðina og ná í sitt hvítöl Upp úr 1967 flutti Ölgerð- in þessa starfsemi í Þverholtið. Ekki minnkaði eftirspumin og var portið í Þverholtinu iðulega fullt af fólki sem beið eftir að fá jólaölið sitt. Eiga margir eflaust góðar minningar frá þessum tím- um því viss stemmning myndað- ist er menn biðu í biðröðum eftir jólaöli. í kringum 1986 var bann- að að selja jólaölið á brúsa sem viðskiptavinir höfðu meðferðis þannig að salan færðist í verslan- ir. Það að blanda saman appelsíni og maltextrakti er ekki alíslensk- ur siður eins og margir kannski halda. Þetta er siður sem þekkist vel frá Norður-Evrópu. En þar hafa menn blandað saman hveiti- bjór og ávaxtasafa í margar aldir. Talið er að þessi siður hafi borist til íslands með Dönum. OÓSKAR, Kristján, Gísli, Jakob, Guð- varður og Ingvar fletta bókinni. Q INGVAR setur sveppaseyði í bolla. OGÍSLI bragðar á villisveppaseyð- inu. □ GUFFI þefar af suðrænni og seið- andi smálúðu. 0JAKOB ber útkom- una saman við bókina. Bígildur sími TÆKNIFRAMFARIR hafa verið miklar síðustu áratugi og hefur símtækið, sem prýðir langflest heimili, ekki farið varhluta af þeim. Nútímasímar eru margir hjáróma; gefa frá sér veimiltítu- leg hljóð sem sumum leiðast. Þeir hinir sömu hugsa með gleði í huga til þeirra tíma þegar sím- inn var húsgagn; tæki sem prýddi hvert sómaheimili og gaf frá sér viðkunnanlegan bjöllu- hljóm. Þá var ekki hægt að stinga tólinu í vasann og hlaupa með hann um allt hús eins og brjálæðingur. Nú er Maybello Deco 872-síminn kominn fram á sjónarsviðið. Hann sameinar kosti gamaldags símtækja (gamla fallega formið og skemmtileg bjölluhringing) og nýtískulegra. A honum eru takkar, ekki skífa sem á að snúa, og að auki er hann búinn öllum þeim aðgerð- um sem við eigum að venjast, svo sem endurvali. Því má búast við að kátt sé í koti smekkmanna og -kvenna, sem eflaust bjóða þessa nýjung velkomna á falleg heimili sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.