Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 57 Safnaðarstarf Jólasöngvar við kertaljós SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 21. des- ember kl. 20.30 fagnar Háteigs- söfnuður afmæli kirkjunnar með aðventuhátið. Kirkjukór Háteigs- kirkju flytur vandaða tónlist ásamt hljómsveit. Stjórnandi er mgr. Pa- vel Manásek, en einsöngvari Alina Dubik. Ræðumaður kvöldsins er Ebba Sigurðardóttir, biskupsfrú. Þá syngur barnakór Háteigskirkju jólasöngva undir stjórn Bimu Björnsdóttur, og allir taka undir í almennum söng. Stundinni lýkur á því að lifandi ljós berast um kirkj- una alla. Eftir hátíðina munu ung- lingar selja friðarljós Hjálparstofn- unar kirkjunnar og dagatal Kristni- boðssambandsins. Allir eru vel- komnir í Háteigskirkju. Gospelveisla í Landakirkju ! Á SUNNUDAGINN kemur kl. | 20.30 verður haldin gospelveisla í Landakirkju í annað sinn. Við það tækifæri munu um 80 vestmanna- eyskir flytjendur koma fram í stærri og smærri hópum og flytja lofgjörðartónlist af öllu tagi, allt frá klassík yfir í rokk. Söngsveit eldri borgara mun opna samveruna með söng sínum undir stjórn Ólafs ] M. Aðalsteinssonar. Kór Landa- kirkju tekur lagið undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Pét- I urErlendssonmunflytjafrumsam- in lög og leika undir á kassagítar. Rokksveitin Dee Sevben mun taka eina rispu eða tvær í Jesú nafni. Hjónin Oskar Sigurðsson og Gunn- laug Sigurðardóttir munu syngja og Högni Hilmisson og Eva Natal- ía Róbertsdóttir munu einnig koma fram. Þá mun barnakór Landa- : kirkju Litlir lærisveinar flytja frumsamið efni eftir stjórnanda ! sinn Helgu Jónsdóttur. I Gospelveislan er kjörið tækifæri til að njóta skemmtilegrar og upp- byggjandi stundar í kirkjunni á síð- asta sunnudegi aðventunnar en um leið láta þau sem koma gott af sér leiða, því að þessu sinni rennur aðgangseyrir óskiptur til hjónanna Jóhannesar Ágústs Stefánssonar og Guðrúnar Rósu Friðjónsdóttur, I en Jóhannes glímir nú við MS-sjúk- j dóm á háu stigi. Allt tónlistarfólkið I gefur vinnu sína og er fólk hvatt ' til að fjölmenna. Vestmannaeyjar - Bæn í kirkju- garði á l aðfangadegi | ÞAÐ er mikilvægur liður í jólahaldi | margra fjölskyldna að vitja leiða " látinna ástvina og setja þar lifandi ljós áður en hátíðin gengur í garð. Sú hefð er að skapast kl. 14 á að- fangadegi að prestur gengur með lifandi ljós úr kirkju og inn í kirkju- garð. Þar hlýða menn á ritningar- orð og lúta höfði í bæn. Síðan gefst fólki kostur á að tendra ljós sín og , bera þau á leiði ástvina sinna. Hef- ur þessi einfalda athöfn safnað j mörgu fólki saman tvö ár í röð og | eflt samkennd og hlýhug með bæj- arbúum á helgri hátíð. Helgileikur í Víðistaðakirkju HELGILEIKURINN, Það bar til um þessar mundir, eftir Sigurð Helga IGuðmundsson, verður fluttur í Víði- staðakirkju sunnudaginn 21. des. y kl. 10.30 árdegis. Unglingar og P fullorðnir flytja helgileikinn og Kór Víðistaðasóknar og einsöngvarar KIRKJUSTARF syngja en undirleikari verður Guð- jón Halldór Óskarsson og fleiri. Að helgileiknum loknum verður boðið upp á súkkulaði og kökur í safnað- arheimilinu. Helgileikur þessi hefur tekið nokkrum breytingum á und- anförnum árum, nýjum söngvum verið bætt við og til hans vandað. Þetta hefur jafnan verið góð stund fyrir alla fjölskylduna og svo verður án efa nú. Ensk jólamessa í Hallgrímskirkju SÚ HEFÐ hefur skapast síðustu þtjá áratugi hér í Reykjavík að halda guðsþjónustu á ensku á jóla- föstunni. Nú í ár verður guðsþjón- ustan haldin sunnudaginn 21. des- ember, kl. 16 e.h. í Hallgrímskirkju. Enskumælandi fólk úr öllum trú- flokkum, fjölskyldur þeirra og vinir, er boðið hjartanlega velkomið. Messuformið sem notað verður samanstendur af níu lestrum og jólasöngvum og var fyrst notað í King’s College í Cambridge á Eng- landi árið 1918, og hefur að mestu verið óbreytt síðan. Messur þessar eru nú haldnar á sunnudögum á jólaföstunni um allan hinn ensku- mælandi heim. Á milli þess sem lesnar eru upp ritningargreinar um BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyr/r WINDOWS Launakerfi Stimpilklukkukerfi gl KERFISÞRÓUN HF. tfU Fákafeni 11 - Simi 568 8055 www.treknet.is/throun + IQfeie James burn vSl international Efni og tæki fyrir wiieé járngorma innbindingu. - kjarni málsins! fæðingu Krists eru sungnir jóla- söngvar og sálmar. Félagar í Mótettukór Hallgríms- kirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Douglas A. Brotchie organ- ista. Séra Karl Sigurbjörnsson þjón- ar. Sendiráð Bandaríkjanna býður kirkjugestum að þiggja léttar veit- ingar í safnaðarheimili kirkjunnar að lokinni guðsþjónustunni. Þeir sem þessa tilkynningu lesa eru beðnir að segja enskumælandi vinum sínum frá guðsþjónustunni. Aftansöngur og miðnæturguðs- þjónusta í Hafn- arfjarðarkirkju í HAFNARFJARÐARKIRKJU mun bæði fara fram aftansöngur á að- fangadagskvöld sem hefst kl. 18 og miðnæturguðsþjónusta jólanótt sem hefst kl. 23, en miðnæturguðs- þjónusta á jólanótt var í fyrsta sinn haldin í kirkjunni á aðfangadags- kvöld í fyrra og var mjög fjölsótt. Við aftansönginn mun fullskipað- ur kór kirkjunnar syngja undir stjórn Natalíu Chow og prestur verður sr. Þórhallur Heimisson. Við miðnæturguðsþjónustuna munu börn úr Kór Oldutúnsskóla syngja undir stjórn Egils Friðleifssonar og einnig einsöngvarakvartett sem þau Jóhanna Linnet, Matthildur Matthí- asdóttir, Eiður Gunnarsson og Jó- hann Valdimarsson skipa. Prestur verður þá sr. Gunnþór Ingason. Jólapoppmessa í Hjallakirkju á aðventu SUNNUDAGINN 21. desember, Qórða sunnudag í aðventu, verður jólapoppmessa í Hjallakirkju kl. 11, á almennum messutíma. I guðs- þjónustunni flytur poppband Hjalla- kirkju létta jólasöngva en sá hópur var stofnaður á síðasta vetri sér- staklega í tengslum við poppmessur í Hjallakirkju. Fólk er hvatt til að koma og taka þátt í léttri jóla- sveiflu þennan síðasta sunnudag aðventunnar. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund miðvikudaginn 27. desember kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu eftir stundina. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund miðvikudaginn 27. des- ember kl. 18. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun miðvikudaginn 27. desember kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartan- lega velkomnir. Grensáskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund á aðventu kl. 18. Langholtskirkja. Helgistund og umræður um jólakvíða sunnudaga kl. 16 í boði Reykjavíkurprófasts- dæma. Sr. Jón Bjarman, Ólöf Helga Þór og Vilhjálmur Árnason flytja stutt erindi. Súkkulaði og smákök- ur. Helgistund. Opnar kapellur. Kapellur í Foss- vogskirkjugarði og Gufuneskirkju- garði verða opnar á Þorláksmessu kl. 10-15 og á aðfangadag kl. 10-12.30. Prestar og djáknar lesa ritningarorð og leiða kirkjugesti í bæn en þess á milli mun hljóma jóla- og kirkjutónlist. KFUM & K. við Holtaveg. Að- ventuvaka kl. 20. Þorvaldur Hall- dórsson leiðir lofgjörð. Vitnisburður og fyrirbæn. Loftsalurinn, Hafnarfirði. Kl. 11 f.h. jóladagskrá barnanna. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Almenn samkoma í dag kl. 14. All- ir velkomnir. Allt á sama stað! Heilsurækt, sund og sæla Heilsusamleg jólagjöf Tivalið er að gefa ættingjum, vinum og sjálfum sér heilsusamlega og hrausta jólagjöf í ár. Nú fást árskort og gjafakort að NAUTILUS heilsuræktinni í Sundlaug Kópavogs fyrir aðeins kr.14.990.- Innifalið í verð nu er aðgangur að Sundlaug Kópavogs, sem býður upp á fjölbreytta góða þjónustu fyrir alla aldursflokka. ^Sa /éiónSforo "e' 'we/0s/íy, Nautilus á fslandi Sundlaug Kópavogs v/ Borgarholtsbraut, sími 564 2560. SILFURBÚÐIN Kringlunni Sími: 568 9066 Jólabjallan 1997 Handmálaður safngripur úr postulíni kr. 1.980,- Vönduð kristalsglös Hnífapör í niiklu úrvali 15% jólaafsláttur er veitíur aföllum vörumyfir 2.000,- kr. gegn staðgreiðslu SILFURBÚÐIN Kringlunni Sími: 568 9066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.