Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra um yfírtöku á SHR Uppgjöf af hálfu borgar- innar DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir, að yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra um að það verði sífellt erfiðara íyrir borgina að halda í þá stefnu sína að eiga Sjúkrahús Reykjavíkur, beri vott um vissa uppgjöf. Hann vill sjálfur ekki svara því hvort til greina komi að ríkið taki við spítalanum. Borgarstjóri ítrekaði fyrri yfir- lýsingar sínar á borgarstjómar- fundi í gær að það væri sífellt erfið- ara fyrir borgina að halda í þá stefnu sína að eiga Sjúkrahús Reykjavíkur. Ríkið legði spítalanum til fjármagn og það kæmi til greina að hann tæki alfarið við stjóm hans. Davíð Oddsson sagði að engin umræða hefði farið fram um hvort rétt væri að ríkið yfirtæki Sjúkra- hús Reykjavíkur. Slík yfirtaka þyrfti að eiga sér langan aðdrag- anda. „Pað hefur verið metnaðar- mál borgarinnar að reka þennan spítala og gera það vel. Það hefur verið vandamál í rekstri sjúkra- hússins, að áætlanir sem stjómend- ur hans gera hafa ekki staðist. Svo virðist sem menn telji að það þurfi ekkert að fara eftir þessum áætlun- um heldur séu þetta einhverjar við- miðunaráætlanir. Það hafa margoft komið áætlanir frá þessum rekstr- araðilum sem síðan hafa ekki stað- ist. Stjómvöld hafa verið að bæta við fjármunum í þetta kerfi sýknt og heilagt. Nú síðast var fjárveit- inganefndin að leggja fram 100 milljónir til viðhalds á sjúkrahúsinu. Ég held að menn verði að reyna að nýta þá peninga eins vel og hægt er.“ Davíð sagði um yfirlýsingar borg- arstjóra að þær fælu í sér ákveðna uppgjöf. Svo virtist sem Reykjavík- urborg treysti sér ekki til að sinna þeim málum sem borgin hefði verið með og sett stolt sitt í. Deila ungra Iækna er kjaramál Davíð vildi ekki gera of mikið úr þeim vanda sem skapast vegna upp- sagna ungra lækna. „Þama er um að ræða kjaradeilu líka þeim sem koma upp í kerfinu á nokkurra mánaða fresti. Þetta er aðferð í launabaráttu og ekkert við henni að segja." Davíð sagði einnig að umræða um læknaskort gengi í bylgjum. Lækn- ar hefðu lagt áherslu á að settar yrðu takmarkanir í læknadeild svo að ekki yrði offramboð á læknum. „Það er hins vegar rétt að sú jafn- launastefna sem fylgt er í þessu landi gerir okkiu- erfitt fyrir um að keppa við aðrar þjóðir þar sem launamunur milli stétta er meiri.“ Morgunblaðið/Porkell VEGNA veðurblíðunnar hefur verið minna álag á slysadeildinni en venjulega er á þessum árstíma. Óformlegar viðræður um löndunarkjör FULLTRÚAR Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og Verka- lýðs- og sjómannafélags Fá- skrúðsfjarðar hafa rætt óformlega saman til að ná samningum um kjör við lönd- un á sjávarafurðum. Félagar verkalýðsfélagsins neituðu snemma í vikunni að landa úr Bjama Ólafssyni AK. „Þetta snýst um það að höfnin hér sé samkeppnisfær í kostnaði við löndun,“ sagði Gísli Jónatansson kaupfé- lagsstjóri. í gær. Hann sagði hvom aðila um sig vera að skoða málin og að menn stefndu að því að ná samning- um næstu daga. Engar landanir eru fyrir- hugaðar fyrr en á nýju ári og kvaðst Gísli vona að nýir samningar yrðu þá í höfn. Slysadeildin mönnuð sér- fræðingum til áramóta SLYSADEILD Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur til bráðabirgða verið mönnuð sérfræðingum af öðr- um deildum sjúkrahússins eftir að meirihluti lækna á slysadeild hætti störfum. Að sögn Jóhannesar Gunn- arssonar, lækningaforstjóra Sjúkra- húss Reykjavíkur, var öllum deild- um hússins gert að leggja til mann- skap nokkrar vaktir fram til ára- móta. Jóhannes segir það spum- ingu um úthald hve lengi verði hægt að reka slysadeildina á þennan hátt en telur hana vera á nokkuð góðu róli næstu daga og fram að áramót- um. „Að vísu verður einum lækni færra á slysadeildinni allan sólar- hringinn. Það munar náttúrulega mest um það á nóttunni, þar sem venjulega eru tveir læknar á vakt, en verður nú aðeins einn. Við telj- um þó ekki að við séum á neinum hættumörkum að þessu leyti. Hitt er svo annað mál að þetta er kerfi sem getur ekki gengið nema í mjög stuttan tíma. Hvort tveggja er að menn hafa ekki aðeins sínum venju- legu skyldum að gegna, heldur líka verkum aðstoðarlæknanna á deild- unum, þannig að það verður óhemju vinnuálag á sérfræðinga meðan á þessu stendur," segir Jó- hannes. Hann segir einnig spumingu hvað við tald, því fyrirsjáanlegt sé að allmargir unglæknar muni ekki snúa aftur til starfa og vafasamt sé að það takist að fylla skörð þeirra fyrr en eftir nokkuð langan tíma. „Þá þarf að gera skipulagsbreyt- ingu sem við erum að vinna að núna og sem raunar var komin af stað áður en þessi ósköp dundu yfir. Sú breyting er í því fólgin að reyna að reka slysadeildina að stærri hluta en fyrr með sérfræðingum en fækka aðstoðarlæknum. Þetta er komið til af því að um nokkuð lang- an tíma hefur gengið mjög illa að manna slysadeildina unglæknum. Þeir hafa ekki sóst eftir því að vinna þar. Raunar er þetta kerfis- breyting sem verið er að gera víða um heim, svo þetta er ekkert ein- stakt hér. En það getur tekið sinn tíma að finna fólk sem vill helga sig þessu starfi, því það er erfitt starf og erilsamt og oft vanþakklátt." Sérfræðingum Qölgað og að- stoðarlæknum fækkað Fyrr í þessum mánuði var tekin ákvörðun um að fjölga sérfræðing- um á kostnað aðstoðarlækna á slysadeildinni. Jóhannes segir ókostinn við það vera að þar með verði námsstöður færri á deildinni og minni möguleikar til þjálfunar og kennslu en á móti komi að starfið gangi oft af meiri hraða og öryggi þar sem um sé að ræða þjálfaða menn. Jóhannes segir oft mikinn álags- tíma á slysadeild á þessum árstíma en þó sé álagið minna nú en oft áð- ur, þar sem nú sé ekki hálku til að dreifa. Auk þess segir hann sýnilegt að fólk hafi reynt að leita til heilsu- gæslustöðvanna með minniháttar meiðsl. Hins vegar segir hann ljóst að takmörk séu fyrir hverju þær geti tekið við. Þá segir hann það koma sér vel fyrir slysadeildina nú að almennt séu jól og áramót heldur rólegri tími en ella, þar sem margir sjúklingar fari heim yfir hátíðimar. Því sé auðveldara fyrir lækna af þeim deildum að hlaupa í skarðið á slysadeild. Aðspurður um fjölda uppsagna unglækna á sjúkrahúsinu öllu segir Jóhannes að alls hafi 51 sagt upp en þar af hafi nú 7 dregið uppsagnir sínar til baka. Þá hverfi 6 unglækn- ar til viðbótar frá störfum um ára- mót. Ríkisendurskoðun skilar áliti vegna gagnrýni á læknadeild Tryggingastofnunar ríkisins Ekkert bendir til óheimillar fjártöku VIÐ skoðun Ríkisendurskoðunar á læknadeild Tryggingastofnunar rík- isins (TR) kom ekkert í Ijós sem bendir til að ásakanir samtakanna Lífsvogar um óheimila Qártöku lækna Tryggingastoftiunar, sem annast örorkumöt, eigi við rök að styðjast. Ríkisendurskoðun telur hins vegar að TR sinni upplýsinga- skyldu sinni gagnvart skjólstæðing- um sínum ekki nægilega vel. Forstjóri TR hefur í tilefni af stjómsýsluendurskoðun Ríkisend- urskoðunar tekið ákvörðun um að læknar stofnunarinnar sinni ekki launuðum aukastörfum, nema þau séu samrýmanleg starfi lækna fyrir TR, frá og með 1. desember sl. Þessar niðurstöður koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjómsýsluendurskoðun á lækna- deild TR sem gerð var að beiðni for- stjóra TR vegna ásakana samtak- anna Lífsvogar á hendur stofnun- inni sl. sumar. Samtökin lögðu m.a. fram ásakanir um að læknar TR fari fram á greiðslur fyrir örorku- möt sem stofnunin á að veita án endurgjalds. Skoðun Ríkisendur- skoðunar leiddi ekki í Ijós að þetta ætti við rök að styðjast. Innra eftirlit hefur brugðist í skýrslu Ríkisendurskoðunar koma hins vegar fram ýmsar at- hugasemdir og gagnrýni á tiltekin atriði í starfi TR. Að mati Ríkisend- urskoðunar hefur innra eftirlit TR bragðist að því er varðar einstök mál læknadeildarinnar sem Ríkis- endurskoðun tók til skoðunar. Telur Ríkisendurskoðun eftirlit með inn- færslu örorkumata í tölvukerfi óvið- unandi með tilliti til hagsmuna sem í húfi era fyrir skjólstæðinga TR. Fram kemur í skýrslunni að unnið er að úrbótum á þessum málum í stofnuninni. Ríkisendurskoðun gerir m.a. at- hugasemdir við aukastörf trygg- ingalækna og einkaörorkumöt þeirra fyrir sjúklinga og trygginga- félög. ,Að áliti Ríkisendurskoðunar kunna slík einkaörorkumöt að vera ósamrýmanleg störfum læknanna hjá læknadeild Tryggingastofnun- ar,“ segir í skýrslunni. „...er það mat Ríldsendurskoðunar að forstjóra Tryggingastofnunar hafi borið að taka aukastörf lækna Trygginga- stofnunar til skoðunar á grandvelli 20. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þetta gerði forstjórinn ekki, þrátt fyrir vitneskju sína um að læknar stunduðu aukastörf og að aðfinnslur höfðu borist frá skjólstæðingum stofnunarinnar vegna þessa, fyrr en Ríkisendurskoðun spyrst fyrir um þetta atriði í sambandi við stjóm- sýsluendurskoðun á læknadeild. Þá tekur forstjóri ákvörðun um að læknar Tryggingastofnunar sinni ekki aukastörfum, nema þau séu samrýmanleg starfi lækna fyrir Tryggingastofnun, frá og með 1. desember. 1997. Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu til nánari umfjöll- unar um þetta atriði, þar sem málið hefur nú verið til lykta leitt á grand- velli vandaðra stjómsýsluhátta og í kjölfarið ættu líkur á hagsmuna- árekstram að vera hverfandi,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.