Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 44
*' 44 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ o sjónvarp14A5 © Sjálfvirk stöðvaleitun ® Tengi fyrir heyrnatól að framan, ® 70 stöðva minni o.fl. stgf 24.900.- hJönabandið michele WEINER'DAVIS s* ________ I BÓKSEMIIIAIBAB^B,, AÐ IA MH RA UTUR UFINll OG fORHAST AREKSTRA I samskiptum _________LISTIR______ Æ visaga eldhuga Illugi Guðmundur frá Jökulsson Miðdal BÆKUR Ævisaga GUÐMUNDUR FRÁ MIÐ- DAL eftír Illuga Jökulsson. Ormstunga, Seltjamamesi, 1997,256 bls. í ÁTTA köflum er hér rakin saga Guðmundar Einarssonar frá Mið- dal. Sagt er frá uppruna hans og æskuárum í frjálsræði Mosfellsheið- ar. Síðan taka við námsár og starfs- ár í Danmörku og Þýskalandi, hjú- skapur og sambúð með fremur óvenjulegum hætti. Söguhetjan kemur loks til íslands ásamt f|'öl- skyldu sinni og við taka einkanlega starfsöm og á stundum stormasöm ár uns ævidag þrýtur. Guðmundur var óvenjulega Qöl- hæfur maður og áhugamálin mörg. Hann fékkst við höggmyndalist, útskurð, listmálun, ritstörf og leir- munagerð. Hið síðastnefnda varð lang fyrirferðarmest og aðalatvinna hans og flölskyldunnar um langt árabil. Af áhugamálum er að nefna veiðimennsku, fjallaferðir og raunar útivist yfirleitt. Og rétt er að fram komi að Guðmundur tók ekkert vettlingatökum. Hann gaf sig heils- hugar að öllu sem hann fékkst við og voru afköstin eftir því. Þá var hann ekki maður sem fór í laun- kofa með skoðanir sínar. Skorinorð- ur var hann í riti, stórorður jafnvel og óvæginn. Skoðanir hans í listum féllu síður en svo alltaf í farveg tískunnar og eignaðist hann því ýmsa óvildarmenn. Ekki bætti það úr að hann hafði dálæti á Þjóðveij- um og var sakaður um nasisma. Guðmundur var sannkallaður eldhugi. Hann var jafnframt glað- sinna maður, félagslyndur mjög, greiðvikinn og gestrisinn og með eindæmum vinmargur. Það gustaði um hann hvar sem hann fór. Það lætur að líkum að ævisaga manns sem framangreind lýsing á við hlýtur að vera áhugaverð lesn- ing og raunar eftirminnileg sé sag- an vel sögð. Og Illuga Jökulssyni hafa ekki fatast tökin að mínum dómi. Hann hefur skilað frá sér ágæta velgerðri bók. Frásögn hans er skýr og vel rituð og ályktanir yfirvegaðar. Þess þarf og með hér því að álitamál eru nokkur. Sem betur fer hefur Illugi þá siðfágun sem höfundur til að bera að honum bregst hvergi smekk- vísi og reynir ekki að höfða til lágra hvata lesandans eins og sum- ir virðast telja gott sölubragð. Ævisaga þessi er þannig samin að inn á milli frásagna höfund- ar er skotið köflum annars staðar frá, úr endurminningabókum (t.a.m. Tryggva bróður Guðmundar og Lydíu konu hans), ritgerðar- köflum og heilum rit- gerðum Guðmundar sjálfs, viðtalsbrotum við vini og skyldmenni o.fl. Margar myndir eru af listaverkum Guðmundar, auk margra annarra mynda. Allt er þetta vel fléttað saman og eðlilega, svo að úr verður góð heild og lesandinn fær glögga mynd af þessum svipsterka manni. Áftast í bók er listaannáll, myndaskrá, heimilda - og viðmæl- endaskrá og nafnaskrá. Bókin er hin glæsilegasta að öll- um ytri búnaði — raunar augnayndi — og virðist ekkert hafa verið til sparað að gera hana vel úr garði. Örfáar prent- eða ritvillur rakst ég. Þá saknaði ég þess litla sendi- bréfs sem við lesendur fáum oftast frá höfundi og formáli nefnist. Er það sérviska mín að vilja að höfund- ur heilsi þannig upp á mig áður en ég byija lestur? Sigurjón Björnsson Efnismikill kveðskapur BÆKUR Ljöð SEPTEMBERRÓS eftír Arna Grétar Finnsson. 88 bls. Útg. Bókafélagið. Prentun: Prisma/Prentbær. Hafnarfirði, 1997. ÁRNI GRÉTAR Finnsson sendir frá sér þriðju kvæðabókina. Hin fyrsta, Leikur að orðum, kom út fyrir hálfum öðrum áratug, Skiptir það máli sjö árum síðar, og nú Septemberrós. Fremst er Ijóð sem kalla má tileinkun. Mitt hjarta heitir það. Skáldið skyggnir ævina í svipsýn og lýsir tilfinningum þeim sem liðinn tími framkallar í hug- skotinu. Að öðru leyti verður ekki sagt að Ámi Grétar flíki því sem innst í sefa býr. Hann er fremur skáld hins útleitna: skoðunar og íhugunar. Með reynsluna að baki virðir hann fyrir sér straumiðu líð- andinnar þar sem hvert tilvik er í senn nýtt en samt með nokkrum hætti liður í óstöðvandi endurtekn- ingu. Með örlítið sposku æðsru- leysi - stundum dálítilli kaldhæðni - bendir hann á andstæðurnar og mótsagnirnar sem einatt takast á í dagfari voru. I kvæðinu Adam og Eva minnir hann t.d. á þá bein- Glæsilegur nærfatnaður Laugavegi 4, sími 551 4473 hörðu staðreynd að hefði ráðum siðferðis- postula ætíð verið hlítt út í æsar »þá hefðu þeir sjálfír aldrei á jörðu fæðst.« Það er annars fjöld- inn, nafnlaust sam- ferðafólkið á lífsleið- inni - með öðrum orð- um lífið í allri sinni fjölbreytni - sem verður skáldinu tíðast að yrkisefni. Ámi Grétar er hagorður vel, lætur rímið hvergi ráða ferðinni; notar það þess í stað til að skapa hnyttin og stundum óvænt hugmyndasam- bönd. Í þá veru er til að mynda staka sem skáldið nefnir Undarlegt fyrirbæri og er svohljóðandi: Ástin er undarlegt fyrirbæri, engin þekkir hún landamæri, hættulegri en hnífur og skæri, heldur ekki bama meðfæri. í Septemberrós em reyndar fleiri ljóð sem minna á fjölbreyti- leik ástalífsins, svo sem Eitt sinn..., Ég þrái orð..., Andvarp piparsveinsins og Frúin á fjórðu hæð. Hið síðast talda felur í sér raðkvæm lífsannindi sem dregin eru saman í eins konar lokaniður- stöðu í síðasta erindinu. Mest reynir þó á hagmælsku og smekkvísi Árna Grétars þegar hann bindur í ljóð hugleiðingar um málefni sem verða annars að telj- ast með öllu óskáldleg. í Þotuliðið talar hann til kynslóðarinnar sem hefur fáar spurnir af fortíðinni og býr við fullkomnar allsnægtir en hefur ekki hugmynd um hvað það hefur kostað að afla þeirra; hefur þar af leiðandi gleymt »hve gott það er að geta hlakkað til.« í Stóri bróðir (ESB) kryfur Ámi Grétar hið óskáldlegasta af öllu óskáld- legu, Evrópusambandið sjálft, þar sem skriffinnskan hefur tekið sér konungsvald og forsprakkarnir mæla manngildi sitt eftir því »hve víða þeir bönnin setji.« Hvort Áma Grétari hefur tekist að gera úr efn- inu lífvænlegan skáld- skap? Úr því verður tíminn að skera. En vel sleppur hann frá glímunni við risann, ekki verður annað sagt. Og líkast til er hugvekjan bæði holl og tímabær. Þótt Árni Grétar víki oft að hinu rangsnúna og frum- stæða verður hann tæpast talinn til ádeiluskálda. Hann er alla jafna áhorfandinn, skoðandinn, skil- greinandinn eins og fyrr segir. Og heiti bókarinnar? September er mánuður þroska og uppskem en jafnframt tími þverrandi birtu og skemmri daga. Og það leiðir hugann að lífsins kortleika og þar með að fánýti heimsins hégóma. Septemberrós heitir sem sé bókin. Og sömu yfirskrift velur Árni Grét- ar stuttu erindi sem býr þó yfir ærinni lífspeki: September og enn þá springur út ein stök rós, þó farið sé að hríma, rétt eins og hún þá bera flestir blóm, en bara oft á röngum stað og tíma. Kvæði þau, sem hér hefur verið drepið á, má skoða sem heppileg sýnishorn þótt ekki gefi þau tæm- andi hugmynd um allt efnisval Árna Grétars. Kveðskapur hans er í senn þróttmikill, auðskilinn og efnismikill. Þótt ágætt og mikils metið skáld slægi því fram fyrir hálfri öld að hið hefðbundna ljóð- form væri nú loksins dautt verður ekki betur séð - með þessa ágætu bók í höndum - en það lifí enn góðu lífí, þrátt fyrir allt! Hitt er meira en sennilegt að Árni Grétar hefði betur verið nokkru fyrr á ferð með bækur sínar. Erlendur Jónsson Árni Grétar Finnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.