Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 34
MORGUNB LAÐIÐ 34 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 Það er komin sterk hefð fyrir því að spil séu gefín í möndlugjöf á aðfangadag. Enda fátt betur til þess fallið að sameina fjöl- skylduna yfír hátíðarnar. Pétur Blöndal spáir í spilin og fjallar um nokkur spil sem líklegeru til vinsælda í ár. JÓLIN eru sannkölluð helgi- stund fjölskyldunnar. Þá gefst tækifæri til að safna kröftum eftir erilsamt ár, belgja sig út á jólasteikinni, ástunda kærleika, hlýða á biskupinn og síðast en ekki síst - spila. Oft er það helst við spilaborðið sem sundurleitar fjölskyldur geta sest niður í fyllsta bróðemi, brúað hið orðum aukna bil milli kynslóða og gleymt sér í líðandi stund. Jafn- vel horfíð alveg á vit ævintýra á knerri Eiríks rauða, í höll hjarta- gosa og laufadrottninga eða á rúðu- strikuðum heimi taflborðsins. - í veröld þar sem allir eru jafnir en hafa bara lifað misjafnlega lengi. t*rjú ný fjnlskylduspil_______________ Á þessu ári bættust þrjú ný fjöl- skylduspil í flóru landsmanna sem líkleg eru til vinsælda, að sögn þeirra verslunareigenda sem rætt var við. Fyrst má nefna spilið Sequence sem Eskifell gefur út með íslenskum leiðbeiningum. Það er spil fyrir unga sem aldna og geta allt að tólf manns spilað það í einu. Tiltölulega einfalt er að læra spilið. Nokkur rökhugsun býr að baki því hvar spilapeningamir em lagðir á borðið og ber það lið sigur úr býtum sem fyrst nær tveimur röðum. Næst má nefna hlutverkaleik inn Frækna ferðalanga sem er nýr á markaðnum. Hann er gefinn út af Iðunni og mið- ast fyrst og fremst við yngri kynslóðina. Ef ungir krakkar eru að spila þurfa þeir að- stoð fullorðinna eða unglinga til að kom- ast af stað en bjarga sér sjálfír eftir það. Eftir að hafa lesið leiðbein- ingarnar og sett sig inn í sögu heim víkinganna er bara bregða sér í gervi Eiríks rauða og sigla til Grænlands. Það hlýtur að taka jafnvel Disney World fram. Loks er það spilið Galdrakarlinn frá Oz sem gefíð er út af Andvara. Spilamenn leggja af stað frá Kjammsalandi til að leita að tólf fóldum fjársjóðum. Þegar galdra- karlinn frá Oz biður um fjársjóð verður að afhenda hann í Smar- agðsborg. Sá sem er fyrstur að finna, staðsetja rétt og afhenda þrjá fjársjóði er sigurvegari. , . Morgunblaðið/Ásdís UM JÓLIN sameinast fjölskyldur gjarnan við spilaborðið. lúdó og snákaspil. Svo eru til fjöl- skyldupakkar með allt að fimmtíu spilum í einum pakka. Salan á þess- um spilum er drjúg fyrir jólin.“ Spil fyrir sján- dapra að ÞRJU ný spil sem verða vafalaust meðal mest seldu fjölskylduspilanna fyrir jólin: Sequence, Galdrakarlinn frá Oz og Fræknir ferðalangar. Mest sala í fjúl- sk ylduspilum „Það verður mest sala í fjöl- skylduspilum rétt fyrir jólin, enda eru þau oft notuð í möndlugjafir. Ef marka má söluna fram að þessu verður mest sala í nýja spilinu Sequence og spilunum frá því í fyrra Trivial Pursuit, íslenska við- skiptaspilinu, Scrabble og Fimbul- farnbi," segir Sigurður Einarsson, lagermaður Máls & menningar. Hann segir að salan á minni spil- um fari fram jöfnum höndum. „Það er mikið framboð á þeim,“ segir hann. „Ætli við séum ekki með um tvö hundruð tegundir eins og bingó, Magni R. Magnússon rekur spila- verslun á Laugaveginum. Hann segir að sér lítist nokkuð vel á jólastemmninguna í ár, enda sé komin föst hefð fyrir því að möndlu- gjöfin sé annaðhvort spil eða gesta- þraut. Hann segir að sú jákvæða þróun hafi átt sér stað að hin síðari ár hafi verið ansi mikið úrval af þroskaspil- um fyrir yngstu börnin. „Þar er miðað við að þriggja til fimm ára börn hafa ekki þolinmæði í lengri umferð en kortér til hálftíma," segir hann. „Svo lengjast spilin upp úr því og þegar komið er á táningsald- ur geta spilin staðið klukkutímum saman.“ Magni nefnir einnig að handspil fyrir sjóndapra séu komin á mark- að, en þeir geti átt í vandræðum f Jóladraumur DRAUMSTAFIR/Kristjóns Frfmanns ÞEGAR töfrar hátíðar ljóss og frið- ar upplúkast fellur sérstök værð á fólk, andblær gæsku og guðrækni líður yfir borg sem bæ með snjóföl- inu, ljósunum og hijómi klukknanna sem hringja inn jólin. Þá sameinast hugir margra í frómri ósk um komu frelsarans með frið og kærleika til manna. Að jörðin fái að vagga óáreitt í faðmi Guðs svo menn, jafnt sem málleysingjar finni hlýjuna sem ylur jóla veitir og uppskeri þá gleði sem boðuð er. Þessi tími andaktar og svefnsamra nátta er gósentíð draumanna og dreymend- um óbotnandi brunnur gulls, reyk- elsis og mirru andlegrar upphafn- ingar, frjósamrar visku sem og upplifun mikilla tíðinda. I spádómsbók Jesaja, 19. kapítula, segir svo: ,Á- þeim degi (efsta degi?) mun vera altari Jahve (Guðs) í miðju Egyptalandi og merkis- steinn við landamærin. Það skal vera til merkis og vitnisburðar um Jahve hersveitanna í Egyptalandi.“ Þessi orð Biblíunnar hafa mörgum verið ráðgáta vegna tengsla við Pýramídann mikla og því er vert að ígrunda þau nánar í ljósi jóla. Tákn jólanna eru ævafom og sum hulin hjúp gleymsku um uppruna- legan tilgang. Bjöllur og lúðrar hafa fylgt mannkyni frá upphafi og verið notuð til að kalla fólk saman, að tjá því boðskap til góðs eða ills eða fylla það andakt. Sem draumtákn hafa klingjur og gjallarhom líka merk- ingu en eru einnig tákn áminninga og merki breytinga. Sé litið aftur fyrir myrkt tjald gleymskunnar með hjálp drauma, birtast kennitákn þess að englar með lúðra og klingjur hafi verið verur úr öðra sólkerfi og þar koma aftur tengsl við Pýramíd- ann. Jólaljósin hafa einnig tengingu við guðlegar verur sem kennileiti en era einnig gleðitákn og ósk um bjarta tíð, myrkrið er því lýst upp í þrennum skilningi góðs tilgangs, að leiðbeina, upphefja og sameina. Snjórinn, þriðja tákn jóla á sér þús- und andlit í vöku sem svefni og nokkur þeirra tengjast jólum. Eitt er hið dúnmjúka teppi sem leggst yfir í kafaldslogni. Það jólatákn vottar hlýju, mýkt og hreinsun sem er til merkis um bamið í okkur, ein- lægnina og sakleysið. Þegar þetta teppi frýs svo sindrar á það í draum- birtu jóla, þá er _það ótvírætt tákn mikilla tíðinda. „Eg boða yður mik- inn fögnuð." Agný dreymir í júní ‘95 Mér finnst ég vera á gangi eftir grasi grónum dal með manni sem ég sé ekki hver er, óljóst andlit. Það eru fjöll á báðar hendur, lægra á vinstri hönd, snarbratt á hægri hönd en grasi gróið upp í topp báð- um megin. Mér finnst eins og þetta sé á Vestfjörðum. Mér finnst ég vita það að toppurinn á fjallinu hægra megin sé svo mjór að það muni vera hægt að setjast klofvega á hann. Ég ákveð að labba upp á topp og setj- ast ofan á fjallið. Mér gekk vel að fara upp. Þegar upp er komið og ég held með báðum höndum í toppinn, þá sé ég yfir allt og það er sjór og fjöll allt um kring. Þegar ég lyfti fætinum og er með hann í lausu lofti þá gengur fjallstoppurinn í bylgjum og ég fæ það á tilfinning- una að hann muni rifna ef ég setjist ofan á hann. Ég finn fyrir loft- hræðslu og ákveð að halda með báð- um höndum í toppinn og horfa yfir. Ég fór ein upp, ekki karlmaðurinn. Dreymt sumarið ‘96 Ég er stödd á Norðurlandi í húsi sem ég þekki ekki. Ég er nýbúin að láta strákana mína þrjá af fjórum í rúmið og þeir eru sofnaðir. Pabbi þeirra og bróðir era ekki með. Ég geng úr svefnherbergjunum eftir gangi niður 2-3 tröppur í stóra stofu með stórum glugga í norður og mjó- an háan á vinstri hönd. Það er fólk þama sem ég þekki ekki og það er með vín í glösum. Ég sest í eins sæt- is sófa og horfi út um stóra glugg- ann, mér er rétt vínglas. Það er rosalega falleg kvöldsól, þannig að ég sit þama eins og dáleidd og dáist að. Ég reyni að fá fólkið til að horfa en allir eru niðursokknir í samræður nema einn karlmaður sem stendur upp og segir ,já, en komdu héma“ og tekur í hönd mína og leiðir mig að hinum glugganum. Þá sé ég eldbolta koma æðandi og ég hugsa, þetta er eins og eftir kjamorkusprengju og ég veit að við munum deyja. Það verður sprenging en ég heyri enga sprengingu en finn að ég brenn í andlitinu og svo ekkert meir. Ég vakna í sjúkrarúmi og veit að ég er dáin og á himnum. Svo kemur hjúkranarkona inn, ég spyr hana hvort ég sé ekki dáin,, jú“ segir hún og þetta sé himnaríki, ég spyr um strákana og hún segir að þeir séu einnig hér og það sé verið að hlynna að þeim, svo fer hún. Ég furða mig á að finna engin merki brana nema sviða vinstra megin í andlitinu. Svo fer ég fram á gang, þar er fólk sem er brennt og rautt á brunablettun- um. Ég fer á salemið og lít í spegil en sé engin merki bruna. Hjúkrun- arkonan kemur inn og ég spyr hana af hverju ég hafi engin merki brana, þá segir hún að ég sé ekki eins og hitt fólkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.