Morgunblaðið - 20.12.1997, Page 11

Morgunblaðið - 20.12.1997, Page 11
I LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 11 MORGUNBLAÐIÐ_______________________________________ FRÉTTIR Yfírlýsing Tók ekki þátt í úthlutun til atvinnuleikhópa MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Hávari Sigurjónssyni: „Vegna fréttaflutn- ings af úrskurði Samkeppnisráðs um úthlutun LeiklistaiTáðs til at- vinnuleikhópa vill undimtaður taka fram eftirfarandi. Þau tvö ár sem undirritaður gegndi samtímis starfi leiklistar- ráðunautar Þjóðleikhússins og for- mennsku í Leiklistarráði tók und- irritaður ekki þátt í tillögugerð framkvæmdastjórnar Leiklistar- ráðs um úthlutanir styrkja til at- vinnuleikhópa á vegum mennta- málaráðuneytisins. Bæði árin tók Hlín Gunnarsdóttir varamaður sæti undirritaðs við þetta verkefni. Þetta kom reyndar margsinnis fram í umræðu um þetta mál sl. vor en virðist hafa gleymst í frétta- flutningi undanfarna daga. Þar hefur æ ofan í æ verið fjallað um hlutdeild tveggja fastráðinna starfsmanna Þjóðleikhússins án þess að skilið sé á milli starfa framkvæmdastjórnar Leiklistar- ráðs almennt og úthlutun til at- vinnuleikhópa sérstaklega. Sú skoðun undii-ritaðs að ekki fari saman að gegna stöðu leiklist- arráðunautar Þjóðleikhússins og standa að úthlutun til atvinnuleik- hópa hefur verið fullkomlega skýr enda hefur ekki staðið um það ágreiningur af hálfu undirritaðs. Urskurður Samkeppnisráðs stað- festir einungis þessa skoðun. Undirritaður vísar á bug þeim ummælum Brynju Benediktsdóttir í Morgunblaðinu laugardaginn 13. desember sl. að aðild hans sem fastráðins starfsmanns Þjóðleik- hússins að framkvæmdastjórn LeiklistaiTáðs hafi verið „ólögleg og siðlaus". Kosning formanns Leiklistarráðs og skipan fulltrúa í framkvæmdastjórn hefur verið í fullkomnu samræmi við gildandi reglugerð við leiklistarlög. Þar hefur í öllu verið farið að lögum. Fullyrðing um „siðleysi" fellur einnig um sjálfa sig í ljósi þess sem að ofan greinir. Þá er rétt að skýrt komi fram að kosning nýrrar framkvæmda- stjórnar Leiklistarráðs hinn 6. desember sl. var ekki í neinum tengslum við kærumál Brynju Benediktsdóttur. Fráfarandi framkvæmdastjórn, sem undirrit- aður veitti formennsku, hafði lokið sínum lögbundna þriggja ára starfstíma og fyrir lá að kjósa nýja framkvæmdastjórn. Sem var og gert.“ Hávar Sigurjónssonfv. formaður Leiklistarráðs. Ýmis bókatilboð í Hagkaup allt til jóla „VERÐ á bókum er alltaf að breyt- ast, vegna mikillar samkeppni og því engan veginn hægt að halda því fram að bækur hjá Bónus séu að meðaltali 15% ódýrari en hjá Hagkaup. Vegna sífelldrar endurskoðunar á verði og ýmissa tilboða er ekki hægt að finna neina slíka tölu svo sanngjarnt sé. Við verðum með ýmiss konar tilboð alveg til jóla,“ sagði Jón Björnsson, innkaupastjóri hjá Hagkaup, í sam- tali við Morgunblaðið. Framkvæmdastjóri Bónus sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að 15% meðalverðmunur væri á bókum milli verslananna. „Eg bendi á, að Hagkaup var til dæmis með tilboð sem fól í sér að þeir sem keyptu tvær bækur fengu þá þriðju fría,“ sagði Jón í Hagkaup. „Það er hvorki meira né minna en 33% afsláttur og erfitt að gera betur.“ Hagkaup keyrði verðið niður Jón sagði að Hagkaup hefði keyrt niður verð á bókum í því verðhnmi sem verið hefði síðustu tíu daga. „Við byrjuðum að bjóða barnabækm- á 990 krónur, við vorum með þetta tilboð þar sem þrjár bækur fengust á verði tveggja og síðast auglýstum við fjölda titla á 1.990 krónur.“ Jón kvaðst vilja benda á, að Hag- kaup byði hátt í 500 bókatitla fyrir jólin, en Bónus væri aðeins með um 70 titla. Athugasemd frá leikhússljóra LR VEGNA fréttar sem birtist í Morg- unblaðinu í gær um tillögu Þórhild- ar Þorleifsdóttur, borgarleikhús- stjóra, um aðskilnað á rekstri Leik- félags Reykjavíkur og Borgarleik- hússins vill Þórhildur koma eftir- farandi athugasemdum á framfæri. Tillagan um endurskoðunar- nefnd var lögð framá framhaldsað- alfundi Leikfélags Reykjavíkur þann 1. desember sl. og er svohljóðandi: „Skipuð verður 5 manna nefnd til að endurskoða lög Leikfélags Reykjavíkur. Einnig skal hún gera tillögur 'um stofnun rekstrarfélags, í samvinnu við Reykjavíkurborg, um rekstur Borgarleikhússins - að leiklistar- starfseminni undanskilinni - og gera tillögur að þeim breytingum sem þarf að gera á stofnskrá fyrir Borgarleikhúsið í samræmi við þær.“ Misskilnings gætti þar sem haft var eftir Þórhildi að leikfélagið hefði til þessa gegnt tvíþættu hlut- verki með þvi að reka annars vegar leiklistarstarfsemi og hins vegar leikhús. Þar er að sjálfsögðu átt við rekstur Leikfélags Reykjavíkur og rekstur byggingar Borgarleikhúss- ins. ecco CITY art. 35014 ECCO COMFORT FIBRE SYSTEM® Kerfi sem Ecco hefur látið sérvinna til þess að auka þægindi fyrir fætur. Það hefur eftirtalda eiginleika: • Góða loftræstingu. Loftrými virkar eins og örsmáar loftdælur þegar gengið er og veitir fersku lofti inn í skóinn. • Bakteríudrepandi • Mikið viðnám gegn álagi • Mýkt. Efnið lagar sig að fætinum þegar gengið er. • Ending. Þykkt eða eiginleikar efnisins breytast ekki við notkun. HÖGGDEYFAR Allir Ecco skór eru búnir höggdeyfum. Höggdeyfarnir eru framleiddir úr sér- stöku efni sem dregur úr höggum, sem valda álagi á fætur og bak, um 70-80%. ECCO SKÓR LÉTTA FÓLKI SPORIN! Þorláksmessuskata Hjá okkur færðu góða skötu nig humar — stórar rækjur — graflax — n lax og sjávarkonfekt Fiskbúðin Hafbe Gnoöarvogi 44, Sími 588 8686 Opið alla helgina M kl. 9-17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.