Morgunblaðið - 24.03.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 24.03.1998, Síða 1
112 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 69. TBL. 86. ÁKG. ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Danmörk Jeltsín Rússlandsforseti víkur Tsjernomyrdín og allri sljórn hans frá Dregur úr líkum á verkfalli Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. MEÐ samningum Dansk Industri, DI, og verkalýðsfélaga í iðnaði um helgina er stærstu hindrun yfir- standandi samninga í einkageiranum rutt úr vegi og um leið dregur úr lík- um að til verkfalls komi. Samning- arnir eiga að gilda í tvö ár. Eiginleg- ir launasamningar eru gerðir í fyrir- tækjunum, en samningur DI og verkalýðsfélaganna er rammasamn- ingur. Mikil reiði ríkir víða í garð DI fyrir að hafa dregið samninga á lang- inn og hindrað aðra í að semja. Með samningum nú er greitt fyrir meiri sveigjanleika í vinnutíma og eins lagður rammi að því að starfs- fólk geti unnið fjarvinnu heima fyrir með tölvu- og nettengslum. Mari- anne Jelved efnahagsráðherra segir þetta helsta ávinning með samning- unum nú, þar sem haldið sé áfram á þeirri braut að auka sveigjanleika danska vinnumarkaðarins. Nú kemur til kasta félaga í öðrum greinum að semja, þar sem Dansk Industri átti að ríða á vaðið, en búist er við að þeir samningar gangi fljótt fyrir sig. Mikil reiði er í ýmsum fé- lögum yfir seinagangi iðnaðarsamn- inganna. Stjórnarskipti ekki talin veikja umbótastefnuna Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, vék í gær Viktor Tsjemomyrdín forsætisráðherra og allri stjórn hans frá og kvaðst vilja blása nýju lífi í efnahagsumbæturnar. Þessi ákvörðun kom flestum á óvart en fjármálasérfræðingar í Moskvu og stjórnvöld í öðrum ríkjum sögðu að stjórnarskipti ættu ekki að veikja umbótastefnuna og gætu jafnvel styrkt hana. Jeltsín kvaðst hafa vikið stjórn- inni frá vegna þess að henni hefði ekki tekist að leysa efnahagsvanda landsins og markmið nýrrar stjórn- ar yrði að hraða efnahagsumbótum og bæta kjör rússnesks almennings. Nýju ráðherramir þyrftu að tryggja „áþreifanlegan árangur" og eyða minni tíma í pólitískt baktjaldamakk en fyrri stjórn. Forsetinn bað Tsjernomyrdín að undirbúa þingkosningar á næsta ári og forsetakosningar árið eftir. Jeltsín fól síðan Sergej Kíríjenko, 35 ára orkumálaráðherra, að gegna embætti for- sætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. „Þetta tilboð kom mér algjöriega á óvart. Ég frétti af þessu í morgun," sagði Kíríjenko við fréttamenn og bætti við að engin breyting yrði á þeirri stefnu sem Jeltsín kynnti á þinginu í liðnum mánuði. Ekki er vitað hvern Jeltsín hyggst velja í forsætisráðherraembættið þegar hann myndar nýja stjórn. Fréttaskýrendur í Moskvu sögðu að Ivan Rybkín aðstoðarforsætisráð- herra væri á meðal þeirra sem kæmu til greina í embættið en Sergej Jastrzhembskí, talsmaður forsetans, sagði líklegt að Kíríjenko yrði fyrir valinu. Anatolí Tsjúbajs, fyrsti aðstoðar- forsætisráðherra, einn þeirra sem var vikið frá, sagði líklegt að flestir ráðherranna myndu halda embættum sínum eft- ir uppstokkunina. Hann kvaðst ekki vita hvaða embætti hann fengi við stjórnarskiptin. Ákvörðun Jeltsíns kom ráðamönnum í Banda- ríkjunum og Evrópuríkjum á óvart, en þeir sögð- ust ekki hafa miklar áhyggjur af stjórnarskipt- unum. Embættismenn í Kreml sögðu að utanrík- isstefna Rússa myndi ekki breytast og Bill Clint- on Bandaríkjaforseti kvaðst ekki hafa ástæðu til að draga þá yfiriýsingu í efa. „Ég hygg að þetta sé öllum fyrir bestu,“ sagði Edúard Shevardnadze, forseti Georgíu, og ráða- menn í öðrum fyrrverandi sovétlýðveldum létu sér fátt um finnast. Gengi rússneskra verðbréfa hækkaði um 2% í gær og fjármálasérfræðingar í Moskvu sögðu að stjórnarskipti ættu ekki að hindra frekari um- bætur, þvert á móti kynni þeim að verða hraðað. Gæti Ieitt til deilu við þingið Ákvörðun Jeltsíns kom rússneskum stjórn- málamönnum í opna skjöldu og meðal þeirra voru skiptar skoðanir um afleiðingarnar. Einn þeirra varaði við því að ákvörðunin gæti Ieitt til nýrrar deilu við þingið, sem þarf að samþykkja þann forsætisráðherra sem forsetinn tilnefnir. Jevgení Prímakov utanríkisráðherra var beð- inn að gegna embætti utanríkisráðherra áfram þar til ný stjórn verður mynduð og talið er að hann og Igor Sergejev varnannálaráðherra haldi embættum sínum. ■ Vill blása nýju lífi/34 Reuters GÍFURLEGUR mannfjöldi fagnaði Clinton í Accra í gær og virtist sem forsetanum væri allt að því nóg um. Tólf daga Afríkuheimsókn Bill Clintons hafín Ahersla á lýðræðisþróun Accra í Ghana. Reuters. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hóf tólf daga Afríkuheimsókn í Ghana í gær og gerði þar að um- talsefni hagkvæmni lýðræðis, við- skipta og réttlætis, auk þess sem hann atyrti herstjómina í Nígeríu. „Við viljum leggja Afríkubúum lið til þess að koma á lýðræði," sagði Bandaríkjaforseti við um 250 þús- und áheyrendur á Sjálfstæðistorg- inu í Accra, höfuðborg Ghana. í ræðu sinni skírskotaði Clinton oft til nafntogaðra Afríkumanna, sem og Bandaríkjamanna af afrískum uppruna, t.d. Martin Luther King, og hvatti ungt fólk í Afríku til þess að vinna að bjartari framtíð. Hrósaði forsetinn lýðræð- isþróun í álfunni en fór um leið hörðum orðum um herstjórnina í Nígeríu. Clinton og Hillary, kona hans, heimsækja sex ríki í þessari för, sem er sú umfangsmesta sem sitj- andi Bandaríkjaforseti hefur farið til Mríku. í gær lá leiðin frá Ghana til Úganda, en einnig fara forseta- hjónin til Rúanda, Suður-Afríku, Botswana og Senegal. Þúsundir Ghanabúa vom á flug- vellinum er Clinton hjónin komu og nokkur hundruð þúsunda til viðbótar voru meðfram veginum er ekið var til Accra. Á Sjálfstæðis- torginu veifuðu margir bandaríska fánanum og létu falla vinsamleg orð um Bandaríkin og forseta þeirra. „Ég er ánægður, ég er ánægður. Ég er hamingjusamur maður, ég hef séð Bill Clinton," sagði ghan- ískur blaðamaður á torginu. Clinton hélt til Úganda í gær- kvöld, og verður þar í tvo daga og segja fréttaskýrendur að fór hans þangað sé til marks um velvilja bandarískra stjórnvalda í garð for- seta landsins, Yoweri Museveni. Afi ekur í bæinn Stokkhólmi. Reuters. 104 ÁRA sænskur ökuþór virti rauð ljós að vettugi, skemmdi kyrrstæða bfla og ók uþp á gangstétt þegar hann fór í sunnudagsbíltúr á gráu ‘68 Cortínunni sinni. Segja sænsk- ir fjölmiðlar að líklega sé hann elsti maður sem ákærður hefur verið fyrir umferðarlagabrot. Lögregla var kölluð til er bfll sást fastur þversum á götu, gat ekki beygt og hafði verið ekið á tvo bfla. Hans Rundkvist, lög- reglumaður, tjáði Expressen að ökuþórinn aldraði hefði sagt lögreglu að hann æki bíl sínum daglega. * Norður-Irland Síðasta lotan hafín Belfast. Reuters. SÍÐASTA lota viðræðna um framtíð Norður-írlands hófst með harkaleg- um skoðanaskiptum deiluaðila í Belfast í gær. Sinn Fein, stjórnmála- armur írska lýðveldishersins (IRA), mætti aftur tfl viðræðnanna eftir að hafa verið meinuð þátttaka í 18 daga. Viðræðurnar eru haldnar að undir- lagi írskra og breskra stjórnvalda og vona þau að samkomulag verði tflbú- ið 9. aprfl. Sinn Fein var vikið frá við- ræðunum vegna meintrar aðildai' IRA að tveim morðum í Belfast David Trimble, leiðtogi Flokks sambandssinna Ulsters (UUP), gaf í skyn að IRA hefði átt aðild að fjölda hermdarverka sem unnin hafa verið nýlega og öfgahópar taldir hafa stað- ið að. Krafðist Trimble þess að það sem rætt hefði verið hingað til yrði endurskoðað, þ.á m. skilyrði um af- vopnun skæruliða. Sagði Trimble að sprengja, sem lögregla eyddi í bæn- um Dundalk á Irlandi á sunnudag, hefði verið verk „sprengjusmiða IRA“. Trimble sagði ekki hægt að leyfa „fólki að taka þátt í viðræðun- um á fölskum forsendum", og skír- skotaði þar til Sinn Fein. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði Trimble standa í vegi fyrir því að árangur næðist. Adams sagðist telja að það væri „fræðilegur mögu- leiki“ á að ná samkomulagi fyrir 9. apríl, að því gefnu að leiðtogar flokka allra aðila og stjórnvöld bæði á írlandi og Bretlandi gerðu sitt ýtrasta til þess að breyta stefnu við- ræðnanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.