Morgunblaðið - 24.03.1998, Side 4

Morgunblaðið - 24.03.1998, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður bankaráðs Landsbanka íslands Tillaga um sölu á eignar- hlut í YIS dregin til baka Island og Kanada skrifa undir viðskipta- samning ISLAND og Kanada undimta í dag tvíhliða samkomulag um samvinnu á sviði efnahags- og viðskiptamála. Samkomulagið gefur færi á mjög auknu samstarfi ríkjanna á ýmsum sviðum og er hliðstætt þeim samn- ingum sem Kanada hefur nú þegar gert við Noreg og Sviss um tvíhliða viðskipti. Fundur kanadískra og íslenskra embættismanna er jafnframt und- anfari að samningaviðræðum Kanada og EFTA-ríkjanna um frí- verslunarmál. Aðalsamningamaður Kanada í þeim viðræðum, John Klassen, er staddur hér á landi til að undirrita samninginn við ísland auk sendiherra Kanada á íslandi, Marie-Lucie Morin, sem aðsetur hefur í Ósló. A fundi þeirra með fulltrúum ráðuneyta fara, skv. upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu, fram nauðsynlegar undirbúningsviðræð- ur að iyrstu lotu fríverslunarvið- ræðna Kanada og EFTA. —..... -------- Hafísinn úti fyrir Vestíjörðum Siglingaleið um Horn ófær HAFÍSINN heldur áfram að teppa siglingaleiðina um Hom. Olíuskipið Kyndill og Mælifell Samskipa héldu austurleiðina frá Sauðárkróki í gærmorgun í stað þess að fara um Vestfirðina, en það lengir leiðina um rúman sólarhring. Reykjafoss, strandferðaskip Eimskipafélagsins, hélt vestur tO Isafjarðar í morgun frá Reykjavík og vonast til að kom- ast þangað í kvöld, en skipið er ný- komið austurleiðina frá Sauðár- króki. Landhelgisgæslan hefur ekki komist í ískönnunarleiðangur síðan á fimmtudaginn sl. vegna veðurs, og fá skip eru á miðunum, svo litlar upplýsingar liggja fyrir um rek íss- ins. Þór Jakobsson hjá Veðurstofu íslands sagði að vindáttir hefðu verið óhagstæðar vegna íssins und- anfarið og líklega yrði svo áfram. Suðvestanáttir undanfarið hafa lík- lega hrakið ísinn nær Vestfjörðum og norðan stormur sem spáð er áfram næstu daga hrekur ísinn fyr- ir norðan Vestfirði að landi. Morgunblaðið/Jóhannes Tómasson ÞESSI pyttur mun vera lítill miðað við það sem gerist á veg- um í Landbroti og Meðallandi. Sátu heima vegna aurbleytu VEGURINN um Landbrot og Með- alland var ófær fólksbílum vegna aurbleytu í gær. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglu á Kirkjubæjar- klaustri tók fólk höndum saman um það að sitja heima enda léti það ekki bjóða sér að þurfa að berjast yfir veginn við illan leik til að komast í skóla og vinnu. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að vegurinn væri mjög slæmur yfirferðar þar sem klakinn væri að fara úr honum. Vegna þrá- beini íbúanna hefði verið hafist handa við bráðabrigðaviðgerðir síð- degis í gær. Ekki stæði hins vegar til að farið yrði út í varanlegar viðgerð- ir á þessu stigi þar sem það væri ómögulegt á meðan vegurinn væri svona blautur. Það væri hins vegar alls ekki óeðlilegt að það drægist í nokkra daga að gert væri við skemmdir af völdum aurbleytu. Þessi staða gæti alltaf komið upp, sérstaklega úti á landsbyggðinni þar sem vegir væru lélegir. HELGI S. Guðmundsson, foi-mað- ur bankaráðs Landsbanka íslands, hefur ákveðið að draga til baka hugmyndir sínar á bankaráðsfundi á fimmtudaginn var um að Lands- bankinn selji stærstan eignarhlut sinn í Vátryggingafélagi Islands og losaði þannig um fjármagn til kaupa á hlut í Fjárfestingabanka atvinnulífsins eða öðrum arðbær- um fjárfestingarkosti, eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag- inn var. Helgi dró hugmyndina til baka á FORYSTUMENN sjómannasam- takanna mótmæla harðlega fram- setningu og útreikningum LÍÚ á hækkun launa sjómanna við fækk- un í áhöfn, sem greint var frá í Morgunblaðinu sl. laugardag. Segja þeir þessa uppsetningu í engu samræmi við veruleikann heldur sé hún „áróður og lyga- þvæla“, eins og Guðjón A. Krist- jánsson, formaður FFSÍ og Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambandsins, komust að orði. Segja þeir að útgerðarmenn bregðist ætíð við fækkun í áhöfn skipa með því að lækka fiskverðið og beri því ekki hærri launakostn- að af þeim sökum. fundi í bankaráði Landsbankans á sunnudaginn, sem var sérstaklega boðaður til þess að fjalla um þetta mál. Helgi sagði í samtali við Morg- unblaðið að öll sú umræða sem fram hefði farið um málið undanfarna daga gerði það að verkum að hann sæi ekki að það þjónaði nokkrum tilgangi að vera með þessa hug- mynd áfram upp á borðinu. Óvarlega farið með upplýsingar Helgi sagði að ástæðan fyrir því að þetta mál hefði komist í hámæli Komast fram hjá þessu með því að lækka fiskverðið „Þetta er haugalygi, eins og þeir hafa sett þetta upp, vegna þess að þeir hafa sjálfir stillt fiskverðið af miðað við mannafjöldann. Ef fækkað hefur í áhöfninni hafa þeir bara lækkað fiskverðið. Ef þeir færu eftir kjarasamningum og verðið væri eðlilegt, þá væri þetta rétt en þær aðferðir sem þeir hafa notað til að komast fram hjá þessu, eru einfaldlega þær, að í staðinn fyrir að láta verðið halda sér ef fækkar í áhöfninni, þá lækka þeir bara verðið. Þannig stilla þeir hlut- ina af. Þeir hafa í raun aldrei verið væri að hans mati sú að meðan hann var að undirbúa þessar hug- myndir hefði hann þurft að hafa samband við þrjá sérfiæðinga í þessum efnum til að geta undirbúið umræðuna nægilega vel. Þar hafi verið farið óvarlega með upplýs- ingar um málið að hans mati. Hann telji sig hafa nokkuð örugga vit- neskju þar um og taki það því al- farið á sig að upplýsingar um til- löguna hafi komist í hámæli. Þar sé samstarfsfólki hans í bankanum alls ekki um að kenna. að greiða það sem þeir hafa sagt þjóðinni að þeir hafi verið að greiða. Það er bara lygi og ekkert annað,“ segir Guðjón. Sævar Gunnarsson tók í sama streng og sagði útreikningana sem birtir hefðu verið áróður útvegs- manna. Gagnrýndi hann Morgun- blaðið harðlega fyrir birtingu þeirra. Sagði hann að um væri að ræða tilbúin dæmi, sem ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Veruleikinn er sá að þetta hef- ur ekki verið vandamál hjá útvegs- mönnum vegna þess að þeir hafa stillt fiskverðið þannig af að launa- kostnaðurinn er eins og það væru fleiri menn um borð,“ segir Sævar. Sjómenn mótmæla útreikningum LÍtí „Aróður og lygaþvæla“ Yfirlýsing frá Mannlífi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá tímaritinu Mannlífi: „í öðru tölublaði tímaritisins Mannlífs birtist stutt grein frá opnun Hvalfjarðar- ganga. Sést þar Halldór Blöndal, samgöngu- ráðheira, með glas og vínflösku í hendi og síðan undir stýri á bifreið sinni. Af texta og myndum mætti ráða að ráðherrann hefði ek- ið bifreiðinni eftir að hafa neytt áfengis. Margir er þarna voru viðstaddir hafa haft samband við tímaritið og bent á að með grein og myndum sé mjög hallað réttu máli. Ráðherra hafi alls ekki neytt áfengis. Mannlíf harmar að með umræddri grein og myndum skuli vegið ómaklega að ráð- herranum og biðst afsökunar á málsmeðferð sinni. Sökum fjölmiðlaumfjöllunar um grein- ina og myndirnar að undanförnu velur tíma- ritið þá leið að biðja Morgunblaðið að birta afsökunarbeiðni þessa.“ Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson ÞÝSKA vikurflutningaskipið Stewart, sem er 4 þúsund tonn að stærð, sést hér á standstað en skutur þess sat upp við norðurhafnargarðinn á Rifi. Strandaði 1 hafn- armynninu á Rifi Hellissandi - Á laugardag um hádegisbil strandaði þýska vikurflutningaskipið Stewart fyrir innan hafn- armynnið í Rifi. Það var á leið inní höfnina til að taka vikur fyrir Lava hf. til útflutnings. Vegna hvassviðris snerist skipið í innsiglingunni og tók niðri. Farið var að falla út þegar óhappið varð og gekk á með afar- hvössum suðvestan vindi sem að öllum líkindum olli óhappinu. Vindhraði varð allt upp í 10 -12 vindstig sumstaðar í verstu hviðunum. Unnið var að því að losa skipið með togvírum sem stórvirkar vinnuvélar toguðu í úr landi. Einnig voru bátarnir Gísli J. Johnsen björgunarbátur SVFI og Esjar SH komnir skipinu til aðstoðar í höfninni. Þá var vélum skipsins beitt til að reyna að losa það. Skipið náðist óskemmt að bryggju á flóði klukkan 10.50 á laugardagskvöld. Það lá enn við bryggju í Rifshöfn í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.