Morgunblaðið - 24.03.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 24.03.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 29 Að vera sú kona sem maður kýs Aldarfj órðungur frá vígslu Kjarvalsstaða BÆKUR Félagsvísindi DOING & BECOMING Women’s Movements and Women’s Personhood in Iceland 1870-1990. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir doktor í mannfræði. 255 blaðsíður. Félagsvísindastofnun Háskóla Islands og Háskólaútgáfan. Reykjavík, 1997. BOKIN Doing & Becoming er doktorsritgerð Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur sem hún lagði fram í mannfræðideild Rochester-háskóla í New York árið 1990, þar sem fjallað er um kvennahreyfingar á Is- landi frá 1870 til 1990. Gerð er grein fyrir þremur mismunandi og samliggjandi tímabilum í sögu kvennabaráttu á Islandi; konunum, hug- myndum þeirra og bar- áttuaðferðum. Lýst er samspili kvennabaráttu og þjóðfélags og hvern- ig menningarleg íhalds- semi og þjóðfélags- breytingar hafa sitt að segja um tilurð hennar og mótun. Áhersla er lögð á félagslega pér- sónu konunnar og hvemig hún leitast við að skapa sjálfa sig og endurskapa með bar- áttu sinni. Fyrsta tímabilið sem höfundur gerir grein fyrir spannar árin 1871- 1926 þegar íslenskar konur tóku fyrst að berjast opinberlega fyrir réttindum sínum og annarra kvenna. Annað tímabilið rís hæst árið 1970 með Rauðsokkahreyfingunni og hið þriðja með Kvennaframboðinu árið 1982. Hvert tímabil er flokkað í kafla sem settir eru saman með tilliti til atburða, þjóðfélagslegra breytinga og stöðu konunnar í því samhengi, hugmyndafræði og loks réttinda. Fyrstur er rétturinn til þess að tjá sig, þá rétturinn til vinnu og loks rétturinn til þess að vera metinn að verðleikum. Lykilhugtök hug- myndafræði hvers tímabils eru síð- an menntun, kosningaréttur, tján- ingarfrelsi og sjálfstæði, þá jafn- rétti og loks kvenfrelsið eða réttur- inn til þess að vera sú kona sem maður kýs. Ritgerð Sigríðar Dúnu er fyrsta víðtæka greiningin á kvennahreyf- ingum á Islandi, frá því fer að bóla á þeim undir lok 19. aldar til okkar tíma, eins og reyndar segir á bókar- kápu, og er því skyldulesning sem slík, auk þess að vera skilmerkilega upp sett, greinargóð og upplýsandi fyrir lesandann sem ekki þarf endi- lega að vera heimagangur í veröld fræðimannsins til þess að hafa gagn af. Fylgi Kvennalistans dvínaði mik- ið í Alþingiskosningunum árin 1991 og 1995 en Sigríður Dúna færir rök fyrir því í ritgerð.sinni að skilgrein- ingin á hinni félagslegu persónu konunnar og fullgilding þehrar per- sónu sé þungamiðja íslenskra kvennahreyfinga í áranna rás. Höfundur fjallar um breytingar á kvennahreyfingunni frá 1990 í for- mála að bókinni og skrifar fylgis- hrunið meðal annars á reikning mis- ræmis í hugmyndum um félagslega persónu konunnar; að ímynd Kvennalistans hafi verið á þá lund að kona þyrfti að vera móðir og að hún væri að grunni til siðferðilega æðri vera, þótt margar fylgiskonur listans hafi ekki verið þeirrar skoð- unar. Vantað hafi konuna sem á kvölina og völina, kýs barnleysi, óstýrilæti og óþekkt samkvæmt við- teknum hugmyndum um kvenhlut- verkið. Endurskilgreining hinnar félags- legu persónu konunnar stendur því enn yfir og nefnir Sigríður Dúna sem dæmi nálgun Sjálfstæðra kvenna sem mikið kvað að íyrir síð- ustu Alþingiskosningar, þar sem konan er skilgreind út frá réttind- um sínum og skyldum sem einstak- lingur, ekki út frá líffræðilegu hlut- verki sínu. Lokaorðin eru lausleg þýðing á formála höfundar. „Eins og rannsóknin leiðir í ljós myndast kvennahreyfingar út frá hugmyndum um félagslega persónu konunnar og þær baráttuaðferðir sem beita þarf til þess að gera hana að veruleika. Atburðir þessa ára- tugar, sem gerð er grein fýrir hér, gefa til kynna að endurskilgreining á félagslegri persónu konunnar standi yfir. Það gæti leitt til kafla- skipta í sögu íslenskra kvenna- hreyfinga. Hvort baráttan verður virk eða hljóðlát, háð innan vébanda öflugra kvennasamtaka eða hefð- bundinna stjórnmálaflokka, verður tíminn að leiða í ljós. Hafa þarf í huga að sífellt fleiri radda gætir í kvenréttindaumræðu á íslandi. Kvenfrelsiskonur og þeir sem berjast fyrir kvenréttindum eru ekki á einu máli um skilgrein- ingu á grundvallaratriðum eins og félagslegri persónu konunnar. Auk þess eru kvenréttindakonur orðnar sammála um að vera ósammála, sem gefur til kynna að ein öflug samtök kvenna séu ekki líklegur kostur í náinni framtíð." (8-9) Konur, hvað næst? I DAG er aldarfjórðungur liðinn frá vígslu Kjarvalsstaða, fyrsta varan- lega hússins sem reist er hér á landi sérstaklega til sýninga á myndlist. Tildrög byggingar hússins voru þau að snemma á sjöunda áratugn- um var orðið ljóst að gamli lista- mannaskálinn við Kirkjustræti gæti ekki öllu lengur þjónað hlutverid sínu sem eitt helsta sýningarhús borgarinnar. Samtök listamanna, sem ráku listamannaskálann, höfðu fengið fyrirheit um leyfi til að reisa sýningarskála á Miklatúni og fengið Hannes Kr. Davíðsson til að vinna tillögu að sýningarsal. Árið 1965 á áttræðisafmæli Jó- hannesar S. Kjarvals var greint frá ávörðun borgarráðs að gangast fyr- ir byggingu sýningarhúss þar sem hvort tveggja væri, húsrými ætlað verkum Kjarvals í eigu borgarinnar og sýningarsalur er kæmi í stað gamla listamannaskálans. Hannes Rr. Davíðsson var fenginn til að endurskoða tillögur sínar í sam- ræmi við breyttar forsendur. Fyi'sta skóflustungan var tekin á af- mæli Reykjavíkur, 18. ágúst 1966, af Jóhannesi S. Kjarval. Húsið var formlega opnað tæpum sjö árum síðár, hinn 24. mars 1973, með sýn- ingu á verkum Kjarvals. Með tilkomu Kjarvalsstaða eign- aðist myndlistin í landinu varan- legri og betri aðstöðu en áður hafði boðist. Á þeim árum sem liðin eru frá opnun Kjarvalsstaða hefur margt breyst. Lagður hefur verið gi-unnur að þeirri stofnun sem nú kallast Listasafn Reykjavíkur, sem er samheiti yfir listaverkaeign borgarinnar, Kjarvalssafn, As- mundarsafn, Errósafn, byggingar- listasafn og útilistaverk í eigu borgarinnar. Starfsemin hefur smám saman þróast frá upphaflegu hlutverki sem listaskáli yfir í að vera lista- safn. Nýir þættir hafa orðið veiga- miklir í starfseminni, svo sem varð- veisla og umhirða listaverka, rann- sóknarvinna, bókasafn og starf- semi fræðsludeildar, sem er vax- andi þáttur í rekstri safna um allan heim. I tilefni 25 ára afmælis Kjar- valsstaða verður efnt til mótttöku á Kjarvalsstöðum í dag kl. 17. Þar flytja ávörp Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Guðrún Jónsdóttir, formaður menningar- málanefndar, og Eiríkur Þorláks- son, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. I tilefni afmælisins verður einnig sett upp á Kjarvalsstöðum sýning um bygginguna, listamannaskál- ann við Kirkjustræti og loks Hafn- arhúsið sem hýsa mun aðalstöðvar Listasafns Reykjavíkur á nýrri öld. Opið er á Kjarvalsstöðum alla daga frá kl. 10-18. Um þessar mundir er í austursal hússins sýn- ing á verkum úr Kjarvalssafni, sem Thor Vilhjálmsson rithöfundur hef- ur valið. I miðrými eru verk eftir ungan myndlistarmann, Ólaf Elíasson, og í austursal er sýning listakonunnar Rúríar sem ber yfirskriftina Para- dís - Hvenær? Helga Kr. Einarsdóttir Hvítt Klæðningin Grátt sem þolir gpÉll íslenska ||1 Blntt veðróttu Fílabein Leitið tilboða ÁVALLT TIL Á LAGER HONDA 3(LyjLa 1 . 4 i 7 5 h e s t ö f l Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri nnifalið í verði bílsins M400cc 16 ventla vé( með tölvustýrðri innsprautun ILoftpúðar fyrir ökumann og farþega IRafdrifnar rúður og speglar ÞVindskeið með bremsuljósi ÞÚtvarp og kassettutæki kHonda teppasett >14" dekk ► Samlæsingar >ABS bremsukerfi ►Ryðvörn og skráning Verð á götuna: 1.295.000, Aðrar vélarstærðir einnig á lager, viðbótarbúnaður tilgreindur: Honda Civic 1.6 VTi VTEC 1.890.000,- 160 hestöfl 15" álfelgur Rafdrifin sóllúga 6 hátalarar Sportinnrétting Leöurstýri og leðurgírhnúður Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.490.000,- 115 hestöfl Fjarstýðar samlæsingar Höfuðpúðar aftan 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Honda Civic 1.4 Si 1.375.000,- 90 hestöfl Sjálfskipting 100.000,- EJ HONDA Sími: 520 1100 HARRY Carlsson 1933.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.