Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 47

Morgunblaðið - 24.03.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 47 MINNINGAR ÞORGEIR KRISTINN JÓNSSON OG BJÖRG KRISTÓFERSDÓTTIR + Þorgeir Kristiiin Jóns- son fæddist á Felli í Fellshreppi í Strandasýslu 24. mars 1898. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. mars 1977. Foreldrar hans voru Pálína Krisljánsdóttir og Jón Halldórsson. Var Þorgeir einn af átta systkin- um, og er ein systra hans á lífi. Eiginkona Þorgeirs Kristins var Björg Kristó- fersdóttir, f. 22. des. 1886, d. 9. mars 1971. Foreldrar hennar voru Margrét Hákonar- dóttir og Kristófer Sturluson. Eignuðust þau 17 börn og var Björg áttunda barn þeirra. Börn Bjargar og Þorgeirs eru Júlíus Gunnar, f. 1925, Ebba Aðalheið- ur Eybólín, f. 1926, og Kristófer, f. 1929. Afkomendur þeirra munu nú vera um 80 talsins. í dag er öld liðin frá fæðingu Þorgeirs tengdaföður míns. Eg hugsa til hans og mér hlýnar um hjartarætur, góðar minningar gleðja. Því sendi ég þessa kveðju vinum hans og ættingjum. Þau Björg kona hans voru bæði Breiðfirðingar af bestu gerð og dvöldu þar fram yfir miðjan aldur, lengst af í Breiðafjarðareyjum. Upp úr 1940 fluttust þau suður í Borgarfjörð og Þorgeir gerðist starfsmaður á Laugalandi í Staf- holtstungum. Þar var þá í upp- byggingu garðyrkjustöð, og versl- un var rekin þar um árabil. Starf- aði Þorgeir við hana rúmlega tvo áratugi. Ég veit að margir muna Þorgeir í búðinni á Laugalandi. Þar var oft margt um manninn og Þorgeir jafnan glaður og hress í viðmóti. A þessum stað var lífið oft spennandi. Tveir stórir skólar voru á staðnum, Húsmæðraskól- inn á Varmalandi og Bama- skóli Mýrasýslu, vel sóttir heimavistarskólar. Staðurinn fylltist því af ungu fólki hvert haust, og margir áttu leið í búðina til Þorgeirs. Hann var vinsæll og eignaðist vini víða um land sem ég veit að muna hann enn. Björg og Þorgeir lifðu síð- ustu æviár sín á Hrafnistu í Reykjavík. Þau voru sam- rýnd hjón, virtu hvort annað og báru mikla umhyggju hvort fyr- ir öðru, ekki síst er á ævina leið og heilsan tekin að bila. Þau voru góð- ar manneskjur, sem gáfu þjóð sinni mikið, þrjú mannvænleg böm og um 80 afkomendur, sem gjaman hafa erft svipmót þeirra og miklu mannkosti. Öllu þessu fólki flyt ég kveðju mína og heilla- óskir í dag. Blessa minningu Bjargar og Þorgeirs. Þakka ævi þeirra og störf. Ég endurtek, góðar minningar gleðja. Ólína Gísladóttir. BJARNI ÞÓRÐARSON + Bjarni Þórðarson fæddist á Reykjum á Skeiðum 1. apríl 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 1. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skál- holtskirkju 7. mars. Elsku afi. Við komum hér sam- an til að skrifa nokkur minningar- orð um þig. Ég held að við höfum eklri ennþá gert okkur grein fyrir því að þú sért dáinn. Þegar við komum upp að Reykjum verður þú ekki þar. Þó að við höfum alltaf vitað að þú myndir fara að lokum fær það alltaf á mann að heyra fréttirnar. Við munum sakna þess að hafa þig ekki heima á Reykjum og geta ekki skriðið upp í rúm hjá ömmu og afa þegar við gistum. En það gerðum við alltaf þegar við vorum yngri og héldum vöku fyrir ykkur ömmu. Það var líka alltaf svo gaman að sjá þig leika við yngstu krakkana. Þú varst alltaf svo bamgóður. Nú er svo skrítið að heimsækja bara ömmu en ekki afa í þetta stóra hús. Við getum ekki lengur farið með afa út í bragga að gefa lömbunum. Við munum líka þegar strákarnir 9* £ % ^ £ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn voru að hjálpa þér að leysa í hlöð- unni og þú gerðir það bara með berum höndum og varst helmingi fljótari en þeir og þeir voru alveg búnir eftir að þeir höfðu reynt að halda í við þig. Við litum alltaf upp til þín líka fyrir það hvað þú varst stór og sterkur. Við eigum ótal minningar um þig sem við munum aldrei gleyma. Við vitum að nú líður þér vel hin- um megin og við kveðjum þig með þínum eigin orðum sem þú kvaddir okkur alltaf með. Bless, góði minn. Þín barnabörn. Td-Hum jujotoj! flo úfl ym miMtVIWJlUt 4JÓT-EL ftOK usmyjtfliu • (oii Upplýsingar í s: 551 1247 Crfisdrykkjur UsKinoohú/id Gfin-mn Sími 555-4477 í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. Íg S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA Wl. v«(& SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 t Elskuð móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS DAGBJÖRT DAVÍÐSDÓTTIR, Vegamótastíg 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 26. mars kl. 13.30. Guðrún D. Ágústsdóttir, Sverrir Júlíusson, Birgir Ágústsson, Edda Kjartansdóttir, Einar H. Ágústsson, Herdfs Hergeirsdóttir, Áslaug Ágústsdóttir Santini, John Santini, Gunnar Ágústsson, Sigríður Þorvaldsdóttir Kolbeins, barnabörn og barnabarnabörn. t Astkær sambýliskona mín, móðir, dóttir, tengdadóttir, systir okkar, barnabarn og mág- kona, GUÐRÚN BJÖRG ANDRÉSDÓTTIR, Blikahólum 12, Reykjavík, er lést af slysförum laugardaginn 7. mars sl., verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn 24. mars, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð Guðrúnar Bjargar Andrésdóttur, sem var stofnaður fyrir feðgana Guðmund Atla og Pál Sævar, sem eiga um sárt að binda. Sparisjóður Hafnarfjarðar, Garðabæ, 1121, nr. 887. Páll Sævar Sveinsson, Guðmundur Atli Pálsson, Kjartan Þórðarson, Erna Þórðardóttir, Ásmundur Ingimundarson, Völundur Þorbjörnsson, Sigrún Sveinsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Gerður Tómasdóttir, Kristrún Klara Andrésdóttir, Ásta Kristfn Andrésdóttir, Guðmundur Páll Andrésson, Sigrún Berglind Andrésdóttir, Sigurjón Hákon Andrésson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Anna Margrét Sveinsdóttir, Hrafnkell Proppé, Halldór Sveinsson, Ása Kristín Óskarsdóttir og aðrir vandamenn. t Hjartans þakkir til allra, sem sýnt hafa okkur samúð og veitt aðstoð við fráfall sonar míns, bróður okkar, mágs, og frænda, ÁSGEIRS SALBERGS KARVELSSONAR bónda, Kýrunnarstöðum, Dalasýslu. Karvel Hjartarson, Hrafnhildur Karvelsdóttir, Hjördís Karvelsdóttir og fjölskylda, Bjarni Karvelsson og fjölskylda, Sigríður G. Karvelsdóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HARALDAR ODDSSONAR málarameistara, áðurtil heimilis Sólvöllum 2, Akureyri. Eggert Haraldsson, Egilína Guðmundsdóttir, Haukur Haraldsson, Halldóra Ágústsdóttir, afabörn og langafabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður og stjúpföður, WILL HARRISON KÁRA PERRY, Ásbúð 106, Garðabæ. Öllum þeim, sem hjúkruðu honum og hjálpuðu í veikindum hans, er þakkað af alhug. Hulda Óskarsdóttir Perry, Valgerður Gísladóttir, Michaelle Lee Bagneski, Bolli Gfslason. Lokað Lokað verður frá kl. 14.00 í dag, þriðjudag, vegna útfarar GUÐRÚNAR BJARGAR ANDRÉSDÓTTUR. Guðmundur Arason ehf., Skútuvogi 4, Reykjavík. Lokað Verslun Hans Petersen í Bankastræti verður lokuð frá kl. 14.00 í dag, þriðjudaginn 24. mars, vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR BJARGAR ANDRÉSDÓTTUR. Verslun Hans Petersen h/f, Bankastræti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.