Morgunblaðið - 24.03.1998, Side 59

Morgunblaðið - 24.03.1998, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 59 FÓLK í FRÉTTUM Cameron og Titanic Yfír 100 þúsund íslendingar hafa séð Tit- anic eftir James Cameron. Hver er þessi leikstjóri sem gert hefur hana að vinsæl- ustu bíómynd sem gerð hefur verið? Arnaldur Indriðason leitaði svara við því, skoðaði feril hans og hugmyndir varðandi Titanic, sem varð til uppúr einni einni setn- ingu sem Cameron festi á blað. EGAR þetta er skrifað stefnir Titanic James Cam- erons í að verða vinsælasta mynd sem gerð hefur verið en hún hefur grætt meira en milljarð dollara í kvikmyndahúsum um allan heim. A Islandi hafa rúmlega 100 þúsund manns séð hana sem er fá- heyrð aðsókn. Titanic var í þokkabót útnefnd til alls 14 Óskarsverð- launa og var búist við hún hreppti þau ófá á afhendingunni sem fram fór í nótt. Maður- inn sem á allan heiður skilinn fyrir velgengni myndarinnar er leik- stjórinn, handritshöf- undurinn og framleið- andinn, James Camer- on. Hann eyddi óheyri- legum dollaraupphæð- um til þess að gera þá mynd sem hann vildi gera, barðist eins og Ijón við bókhaldara tveggja kvikmyndavera, fórnaði sínum eigin launum og hagnaði af myndinni og hafði á endanum glæsilegan sigur. Byrjaði hjá Roger Corman Cameron er auðvitað enginn byi-j- andi og hann segir sjálfur að Titanic komi í rökréttu framhaldi af öðrum myndum sínum. Hann er fæddur í Kanada og ólst upp við Niagarafoss- ana og gerði ungur um það hálfgerða heimildarmynd sem hann kallaði Ni- agara: Eða hvemig ég hætti að hafa áhyggjur og fór að líka við fossana. Hann nam eðlisfræði í háskóla í Kali- forníu og stundaði ýmis störf þar til hann rak á fjörur B-mynda kóngsins Rogers Cormans og gerði fyrir hann myndina „Pirana 11“ eða Mannætu- fiskana II sem verður að kallast heldur bágborið upphaf. Cameron vai- sískrifandi, reyndi fyrir sér á skáldsagnasviðinu í skóla og setti saman kvikmyndahandrit ásamt fé- laga sínum, Bill Wisher, sem síðar skiáfaði með honum Tortímandann II. Það var einmitt fyrri Tortím- andamyndin sem vakti fyrst athygli á hinum nýja hasarmyndaleikstjóra. Það var einskonar framtíðartryllir sem þó gerðist í nútímanum og kynnti fyrir alvöru nýja stórstjörnu til sögunnar, Amold Schwarzenegger. I kjöl- farið fylgdu framhalds- myndin „Aliens", „The Abyss“, sem kalla má einu mistök Camerons á ferlinum, Tortímandinn II, sannkallað tölvu- brellufest, og síðan Sannar lygar, ósköp venjuleg hasarmynd sem Cameron gerði sér- staklega óvenjulega m.a. með hjálp Harrier- þotu. Hann leikstýrir engu sem hann hefur ekki skrifað sjálfur. Upphaf Titanic rekur hann til hugmyndar sem hann setti niður á blað og var ekki nema ein setning: Saga með upphaf og endi í flaki Tit- anie neðansjávar ... klippt saman með minningum einhvers sem komst lífs af ... þarf leyndardóin eða dríf- andi plott. Annað var það ekki. Með þetta settist hann niður og ski'ifaði lýsingu á sögunni. „Eg er sérstak- lega heillaðui' af hugmyndinni um heimsendi," er haft eftir honum. Það er bersýnilegt í Tortímandamyndun- um þar sem heimurinn hefur þegar farist en samt ekki ennþá og „Strange Days“, sem hann fram- leiddi, gælir við sömu hugmynd í kiángum árþúsundaskiptin. „Og Tit- anic er partur af þessu. Ef líta má á skipið sem smækkaða mynd af heim- inum og fólkið á þriðja farrými eru íbúar þriðja-heims-ríkja og fólkið á fyrsta fyrrými er fólkið sem hefur öll völdin í heiminum þá verður heimsendir þegar Titanic sekkur. Svo Titanic er enn ein heimsenda- sagan og lýsir því hvernig fólk LEIKSTJÓRI með fullkomnunaráráttu; James Cameron. Hoffman heiðraður ► LEIKARINN Dustin Hoffman var heiðraður af ameríska hreyfimyndasafninu nú á dög- unum, en þetta var í þrettánda sinn sem þessi árlegu verðlaun eru veitt. Þau ganga undir nafninu „Salute“ og fékk Hoffman þennan forláta Steub- en-kristalsvasa af tilefninu. Pappírs- drengur Almodovars SPÆNSKI kvikmyndagerðarmað- urinn Pedro Almodovar, sem leik- stýrði síðast myndinni „Live Flesh“, á í viðræðum um að gera fyrstu mynd sína á enska tungu. Er það glæpamynd sem nefnist Pappírs- drengurinn eða „The Paperboy". Handritið skrifaði Pete Dexter en myndin gerist síðla á sjöunda ára- tugnum og fjallar um fjölskyldu blaðamanns sem kemst í tengsl við dauðadæmdan fanga. Ef hann tekur að sér að gera myndina um Pappírsdrenginn kæmi hann að handritsvinnunni til þess að gefa því það yfirbragð sem hann hef- ur verið þekktur fyrir. „Live Flesh“ var t.d. byggð á skáld- sögu breska sakamálahöfundarins Ruth Rendell en handritið var endur- skrifað frá gi-unni af Almodovar. WINSLET og DiCaprio í Titanic; þau áttu að leiða áhorfendur inn í skipið. bregst við þegar endirinn blasir við því.“ Maðurinn andspænis tækninni Að því leyti lítur Cameron á Titanic sem rökrétt fram- hald fyn-i mynda sinna. Þótt hún sé ólík þeim á flestan máta er þemað það sama. En í Titanic er Cameron í fyrsta sinn að fást við atburð úr sögunni. „Það er nýtt fyr- ir mér. Saga myndarinnar er fyrst og fremst saga um ástarsamband, ástarsaga, en allar myndir mínar eru tengdar í sömu þemunum. Þær fjalla um sjálfsfórnina, þær skyldur sem maðurinn hefur gagnvart öðru fólki og umheiminum, hvernig reyn- ir á ástina þegar blasa við stórkostlegar hættur - þetta er ég að skoða í öllum mín- um myndum. Hvemig mað- urinn bregst við tækniþró- uninni, hvernig tæknin get- ur verið til góðs og hvernig til ills og hvernig hún getur komið aftan að fólki.“ Cameron segist hafa leit- ast við að koma áhorfendum fyrir um borð í Titanic svo þeir hefðu tilfinningu fyrir því sem fram fór þegar skip- ið sökk. Þetta reyndi hann að gera með ástarsögunni á milli Kate Winslet og Leon- ardo DiCaprio; hlutverk þeirra er að draga áhorfend- ui' inn í myndina og um borð í skipið. Hann nefnir eina af uppáhaldssenum sínum í myndinni þar sem honum finnst að tekist hafi að sam- eina mynd og áhorfendur í eitt. „Það er þegai- Jack sendir Rósu í leit að hjálp. Hann er hlekkjaður fastur og hún hleypur um gangana og finnur engan sem getur hjálpað henni. Allt í einu slokknar á Ijósunum og við fór- um í nærmynd og þú heyrir aðeins STJARNA er fædd; Schwarzenegger í Tortímandanum. LINDA Hamilton í Tortímandanum II; Cameron segir myndir sínar fjalla um sama efnið, heimsendi. andardrátt hennar. Það er ekkert á tjaldinu nema birtan af augum henn- ar og þú heyrir aðeins andardráttinn. Og þá kemur þetta ofboðslega málm- hljóð úr skrokki skipsins og berst eft- ir því endilöngu. Á því andartaki held ég að þú, áhorfandinn, sért kominn um borð í skipið þegar það er að sökkva og þú verður Rósa.“ Rannsóknarvinna er þýðingarmik- ill pai'tur af starfi Camerons og sér- staklega í tilfelli Titanics. Hann fór 12 ferðir niður að flaki skipsins í rúss- neska kafbátnum Keldysh og tók myndir sem síðar nýttust honum í bíómyndinni. Nær upprananum er vart hægt að komast og honum fannst eftir það að aUt sem fram kæmi í myndinni yrði að vera sem lík- ast því sem var í raunveraleikanum. „Okkur langaði til að búa til skáldaða sögu á sagnfræðilegan hátt. Ef vitað er fyrir víst að þetta eða hitt átti sér stað höfum við það þannig. Ekkert sem við sýnum í myndinni er þannig að það gæti ekki hafa gerst. Nær verður ekki komist. Það er líkast því að áhorfendur fari inn í tímavél og ferðist aftur í tímann og um borð í skipið." Þvi til staðfestingai' nefnir hann að vélbúnaðurinn sem notaðui' vai' í myndinni til þess að losa björg- unai'bátana frá skipinu var smíðaður af sama fyrirtæki, Wellan Davit, og sá um að smíða búnaðinn í Titanic. Myndir um fólk en ekki brellur Cameron kynnti sér nákvæmlega vitnisburð þeirra sem komust lífs af og bar saman við það sem sagnfræð- ingar hafa ritað um Titanic og heldur því blákalt fram að það sem gerist um borð í hans mynd, að frádreginni ástarsögunni, hafi raunverulega átt sér stað. „Þegar þú eyðir tveimur ár- um í það að bera saman lýsingar sjónarvotta og það sem skrifað hefur verið um slysið finnur þú margt sem stangast á en líka nægilega sam- hljóða lýsingu á tilteknum atburði til þess að geta leyft þér að nota það.“ Hann gerir sér ljósa grein fyrir því að ábyrgð hans er nokkur „þvi í okk- ai' menningu eiga flehn eftir að vita meira um Titanic-slysið frá leikinni bíómynd en ef fólk mundi lesa rann- sókn þingnefndarinnar frá árinu 1912. Áð því leyti fylgh' því talsverð ábyrgð að gera sögulega bíómynd." En hvenær hefur kvikmyndaleik- stjóri, sem kafar hvað eftir annað niður á hafsbotn í leit að svöram, fengið forvitninni svalað eða full- nægt þekkingunni? „Hvenær?" segir hann, ,jæja, nú er nóg komið. Eg veit hvenær ég hef það sem ég þarf þegar ég get svarað mínum eigin spui-ningum,“ segir hann. Það tók hann samanlagt fimm ár að hætta að spyrja um Titanic. Cameron segist vera leiður á því að tala um brellurnai' í myndunum því fyrst og fremst segist hann gera myndir um fólk og hvernig það teng- ist öðru fólki. Fáir vilji þó hlusta á þær pælingar en spyrja hann lát- laust um hvernig hann hafi farið að því að kvikmynda hitt eða þetta brelluatriðið. Hann lítur ekki svo á að kvikmyndabrellur séu það sem skipti mestu máli í myndum hans. Það er erfitt að taka undir það þegar maður hefur séð þær og fylgst með því sem hann hefur verið að gera. Hann er fyrst og fremst stórkostleg- ur brellumyndasmiður eins og myndin Titanic sannar. En hann vill vera eitthvað annað og meira og sjálfsagt er metsölumyndin hans leiðin að því marki. BINDI 30% GILDIR TIL 28.03.'98 „A WELL-TIED TIE IS THE FIRST SERIOUS STEP IN LIFEM Oscar WIlde 18541900 VORUM AD TAKA UPP NÝJA SENDINGU AF GLÆSILEGUM FATNADI BOOK'S LAU GAVEGI 61 sfMl 551 8001

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.