Morgunblaðið - 26.05.1998, Page 15

Morgunblaðið - 26.05.1998, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 26. MAÍ 1997 15 BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 1998 Morgunblaðið/Golli SIGURGEIR Sigurðsson bæjarstjóri Seltjarnarness ásamt starfsliði þegar hann mætti til vinnu í gærmorgun á fyrsta degi tíunda en jafnframt síðasta kjörtímabils síns. „ÞAÐ var dásamlega gaman að mæta til vinnu í morgun, fólkið tók vel á móti mér og Esjan og _ flóinn skörtuðu sínu fegursta. Eg settist við mitt skrifborð og hóf mína vinnu eins og venjulega," sagði Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnamesi sem hóf sitt tíunda en jafnframt síðasta kjörtímabil sem bæjar- stjóri í gærmorgun. „Ég hef fengið óvenju mikið af símtölum í dag og mikið af fólki hefur komið og heilsað upp á mig, þannig að þetta hefur verið hinn besti dagur. Við byrjum vik- una vanalega með vinnufundi og gerðum svo einnig í morgun. Oll Tíunda kjörtíma- bilið sem bæjarstjóri okkar verk eru í fullum gangi, enda tími vorverkanna um þess- ar mundir. Nú, siðan þegar mað- ur fær stundir inn á milli næstu daga, fer maður að hyggja að nefndaskipan 1 nýja meirihlutan- um sem nú er ennþá stærri en áður. Við göngum frá okkar for- gangsröðunum sem að vísu eru skýrar, en það verður ekkert slegið af þó það sé búið að kjósa,“ sagði Sigurgeir. Sigurgeir var þakklátur bæj- arbúum fyrir traustið sem þeir sýndu honum og sagði að hann hefði óneitanlega orðið hrærður að vera endurkjörinn í tíunda skipti með svona miklum meiri- hluta. „Ég vil þó minna á að þetta eru ekki verk eins manns heldur okkar sjálfstæðismanna og við erum nú að uppskera eins og við höfum sáð í gegnum ár- in.“ Tilkynning frá Hrannari Birni Arnarssyni Tekur ekki sæti í borgar- stjórn um sinn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Hrannari Birni Amarssyni, 3. manni Reykja- víkurlistans: „Hinn 9. maí gerði ég samkomu- lag við leiðtoga Reykjavíkurlistans, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, vegna þeiira ávirðinga sem á mig voru bornar í kosningabaráttunni að undirlagi Sjálfstæðisflokksins. Hvorki Ingibjörg Sólrún né aðrir félagar mínir á Reykjavikurlistan- um vildu fallast á það að ég segði mig af listanum í miðri kosninga- baráttu eins og ég bauðst til að gera. Það var talið óviðunandi að Sjálf- stæðisflokkurinn kæmist upp með það að breyta kosningabaráttu í réttarhald yflr einum einstaklingi. Léti Reykjavíkurlistinn undan þrýstingi og tæki afstöðu á grund- velli ófrægingarherferðar væri í raun verið að fallast á réttmæti nýrra og ógeðfelldra aðferða í ís- lenskum stjórnmálum. Nú er kosningum lokið og sú staðreynd liggur fyrir að tekist hef- ur að draga upp neikvæða mynd af mér. Fjöldi útstrikana á kjörseðlum bendir til að ég hafí ekki það traust sem nauðsynlegt er fyrir stjóm- málamann að hafa og það er nú verkefni mitt að hreinsa mannorð mitt og endurvinna trúnað kjós- enda. Nú eftir kosningar hlýt ég að taka afstöðu sem einstaklingur og stjórn- málamaður. Ég hef ákveðið að gegna ekki opinberum trúnaðar- störfum á vegum Reykjavíkurlistans og taka ekki sæti mitt í borgarstjóm fyrr en það mál sem til meðferðar er hjá skattyfirvöldum hefur fengið farsælan endi. Þessa ákvörðun mína hef ég borið undir borgarstjóra og hefur hún og félagar mínir á Reykjavíkurlistanum fallist á þær röksemdir sem liggja henni að baki. Undanfamar vikur hafa verið mér og fjölskyldu minni erfiðar. Ég þakka félögum mínum og stuðnings- mönnum fyrir að standa þétt að baki mér í þeirri orrahríð. Ég vonast til að njóta stuðnings þeirra í því verk- efni sem ég mun nú einbeita mér að, og hlakka til að koma að því loknu til þeirra verka sem borgarbúar hafa kjörið mig til. Reykjavík, 25. maí 1998 Hrannar Björn Arnarsson Atkvæöagreiðslur samhliða sveitarsljórnarkosningum Sameining, nöfn sveitarfelaga og áfengisútsölur SAMHLIÐA sveitarstjórnarkosn- ingunum á laugardag vom greidd atkvæði um nöfn fjögurra nýrra sameinaðra sveitarfélaga auk þess sem greidd vom atkvæði um sam- einingu átta sveitarfélaga í upp- sveitum Arnessýslu. Þá var gengið til atkvæða um áfengisútsölur á fjórum stöðum og alls staðar samþykkt. Greidd vom atkvæði um nafn á sameinuðu sveitarfélagi við utan- verðan Eyjafjörð, þar sem samein- ing Svarfaðardalshrepps, Árskógs- strandarhrepps og Dalvíkurbæjar var samþykkt í atkvæðagreiðslu 18. október sl. Ibúar gátu valið milli sjö nafna og hlaut Ardalsvík flest at- kvæði þeirra. Árdalsvík, Austurríki, Horna- fjörður og Borgarfjördur Þá voru greidd atkvæði um nafn á sameinuðu sveitarfélagi Neskaup- staðar, Eskifjarðarkaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps, þar sem sam- eining var samþykkt 15. nóvember sl., og hlaut Austurríki flest atkvæði þeirra sjö sem kosið var um. Meirihluti íbúa Bæjarhrepps, Borgarhafnarhrepps, Hofshrepps og Hornaíjarðarbæjar kaus nafnið Hornafjörð á nýsameinað sveit- arfélag þar. I fjórum sveitarfélögum í Borg- arfirði norðan Skarðsheiðar, þar sem sameining var samþykkt 14. mars sl., vom ennfremur greidd at- kvæði um nafn nýja sveitarfélags- ins. Af fimm tillögum fékk nafnið Borgarfjörður flest atkvæði. Að því sveitarfélagi standa fjórir hreppar; Lundarreykjadalshreppur, Reyk- holtsdalshreppur, Hálsahreppur og Andakílshreppur. I frumvarpi til sveitarstjórnar- laga sem nú liggur fyrir Alþingi er gefið meira svigrúm en í núgild- andi lögum til nafngifta sveit- arfélaga, en hingað til hefur verið miðað við að nafn sveitarfélags skuli enda á bær, kaupstaður, byggð eða sveit. Samkvæmt nýja frumvarpinu ákveður sveitarstjórn nafn sveitarfélags en nafnið skal samrýmast íslenskri málfræði og málvenju og skal í því augnamiði leita umsagnar örnefnanefndar. Félagsmálaráðuneyti staðfestir svo hið nýja nafn. Sameining uppsveita felld í Grafningi og Gnúpverjahreppi íbúar uppsveita Árnessýslu greiddu atkvæði um sameiningu átta sveitarfélaga, þ.e. Hmna- manna-, Gnúpverja-, Skeiða-, Bisk- upstungna-, Laugardals-, Gríms- nes-, Grafnings- og Þingvalla- hrepps. Áður höfðu íbúar Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkt sam- einingu þeirra tveggja og ný hreppsnefnd gert bókun á þá leið að þegar greidd yrðu atkvæði um sam- einingu hreppanna átta yrði kosið í hvorri kjördeild um sig og meiri- hluta þyrfti í báðum kjördeildum til þess að Grímsnes- og Grafnings- hreppur gerðust aðilar að samein- ingu uppsveitanna. Tillagan var felld í Grafningi og Gnúpverja- hreppi og því ljóst að ekki verður af þátttöku þessara sveitarfélaga í stóm sameiningunni. Ibúar hinna sveitarfélaganna fimm sem samþykktu sameiningartillöguna munu ganga til kosninga á ný 6. júní nk. um sameiningu þeirra. Áfengisútsölur samþykktar á Qórum stöðum Gengið var til atkvæða um áfeng- isútsölur á Raufarhöfn, Stöðvarf- irði, Vopnafirði og í Grundarfirði og reyndist yfirgnæfandi meirihluti hlynntur opnun áfengisútsölu. Sam- kvæmt frumvarpi til nýrra áfeng- islaga mun atkvæðagreiðsla um áfengisútsölu ekki verða nauðsyn- leg- / n§jj Fjárfestin g t i 1 f r a m t í ð a r Nám sem leiðir til starfs Alhliða Markaðs- og tölvunám Stutt og hnitmiðað sölunám í lok náms eiga nemendur m.a. starfsnám í takt í lok náms eiga nemen'dur m.a. að geta starfað sem öflugir við þarfir að geta starfað seiri markaðs- notendur eða sem fulltrúar við vinnumarkaðarins og sölufulltrúar aðlögun og þjónustu á þeim hugbúnaði sern námið nærtil. ISI k Fjármála- og rekstra rnám Almennt skrifstofunám í lok náms eiga nemendur m.a. að geta unnið sjálfstætt við öll almenn skrifstofustörf, sem ritarar eða í bókhaldi. VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Faxafeni 10 • Framtíðin • 108 Reykjavík Sími: 588 5810 • Bréfasími 588 5822

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.