Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 33 LISTIR y vájjfe; Íji | 'fjp- x- 'ii t töf' 'T 11? ... T 1 1 .. ® SÖNGVARAHÓPURINN sem Söngskólinn í Reykjavík útskrifar í vor. Sitjandi frá vinstri: Þóra Björnsdóttir, AC, Sofffa Stefánsdóttir, AC, Nanna María Cortes, AC, Garðar Cortes skólastjóri, Elma Atladóttir LRSM og Eyrún Jónasdóttir LRSM. Fyrir aftan eru 8. stigs söngvarar. Tímarit 0 VORHEFTI Skírnis, Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, er komið út og er þetta 172. árgangur þess. Ái’ni Bergmann skrifar um sýn Sovétmanna til íslenskrar menning- ar og samfélags en þýðingar á skáld- verkum Halldórs Laxness, ásamt þýðingum á fornreitunum, gegndu þar veigamiklu hlutverki. Sigurður Líndal skoðar hins vegar fræðilegar ritgerðir Halldórs um fyrstu aldii- íslandsbyggðar. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir ræðh’ í greininni „Egill lítt nam skilja...“ um kapp; ræður Steinunnar Finnsdóttur. I gi’eininni „Stórmennska" ræðir Kristján Kristjánsson þessa fornu hugsjón Aristótelesar, einkum í ljósi kristinna siðferðishugmynda síðari tíma. Hermann Stefánsson kynnir í greininni „Dauði Barthes" franska fræðimanninn Roland Barthes. Arni Björnsson svarar gagnrýni sem kom á grein hans í vorhefti Skírnis árið 1996 um merkingu orða og notkun orðsins þjóðtrú og einnig birtist rit- gerð Christope Pons en þar skoðar hann draugatrú íslenskrar fjöl- skyldu frá mannfræðilegu sjónar- horni. í Skírnismáli ræðir Þórhildur Is- berg um Guðrúnu Hjaltalín, skóla- meistarafrú á Möðruvöllum, og grein Davíðs Loga Sigurðssonar veitir yf- irlit yfir þá umræðu sem farið hefur fram á síðum Skírnis um íslenska þjóðernishyggju og beinir sjónum að hliðstæðum hennar við írska þjóðernishyggju og málvemd, segir í fréttatilkynningu. Skáld Skh’nis að þessu sinni er Sigurður Pálsson og eru þrjú ný ljóð hans í heftinu. Myndlistarmaður Skírnis er Kristín Gunnlaugsdóttir en Guðmundur Oddur Magnússon birtir samræðu við Kristínu og verk hennar. Skírnir er 263 bls. Ritstjórar eru Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson. Hátt í 200 nemendur við Söngskólann í Reykjavík TUTTUGASTA og fimmta starfsári Söngskólans í Reykja- vík er lokið og stunduðu hátt í 200 nemendur nám við skólann í vetur. Nemendur luku í vetur samtais 147 stigaprófum í söng og/eða píanóleik, ásamt 200 til- heyrandi kjarnagreinaprófum, samtals 347 prófum. Auk þess út- skrifar skólinn 3 nemendur með burtfararpróf og 2 söngkennara. Innritun fyrir næsta vetur stend- ur yfir og verða inntökupróf þriðjudaginn 26. maí nk. 32 kennarar; söngkennarar, píanóleikarar og kjarnagreina- kennarar eru starfandi við skól- ann, þar af 12 í fullu starfi. Skólasljóri er Garðar Cortes. Söngskólinn fær árlega próf- dómara á vegum „The Associ- ated Board of the Royal School of Music“ í London. Að þessu sinni prófdæmdi Eileen Field nemendur og var þetta í annað sinn, í 25 ára sögu skólans, sem hún dæmir próf nemenda. Lokaprófi úr almennri deild, 8. stigi, Iuku 17 nemendur og hafa aldrei verið fleiri. Lokaáfangi prófsins eru einsöngstónleikar sem nemendur héldu í Tónleika- sal skólans, Smára. Voru tónleik- arnir 9 og fóru allir fram fyrir fullu húsi áheyrenda. Skólinn útskrifaði að þessu Dauði í Feneyjum KVIKMYIVDIR Vorvindar — Kegnbogiiin og Háskólabfó VÆNGIR DÚFUNNAR („WINGS OF THE DOVE“) Leikstjóri Iain Softley. Handrit Hossein Amini, byggt á sam- nefndri skáldsögu Henry James. Tónlist Ed Shearmur. Kvikmyndatökustjóri Eduardo Serra. Aðalleikendur Helena Bonham Carter, Linus Roache, Alison Elliott, Charlotte Rampling, Elizabeth McGovern, Michael Gambon. 100 mín. Bandarísk. Miramax 1997. BRESKAR skáldsögur um líf aðalsins á árum áður minna, þeg- ar verst lætur, um of á ábúðar- miklar en yfh’borðskenndar sápuóperur. Alit snýst um völd, titla, réttan félagsskap, maka, hreim, hegðun, hégóma, þó fyrst og fremst peninga. Oftar en ekki uppljúkast augu persónanna að lokum fyrir því að það sem er eftr irsóknarverðast í lífinu er ekki falt fyrir öll heimsins auðæfi. Af tískuhöfundum þessara tíma virðist Henry James af einhverj- um ástæðum vandmeðfarnari en t.d. Jane Austen. Altént hefur kvikmyndagerðarmönnum tekist mun betur að flytja á tjaldið verk einsog Emmu og Vonir og vænt- ingar en Portrait of a Lady og nú síðast, Vængi dúfunnar. Heiena Bonham Carter leikur Kate Croy, aðalpersónuna í þess- um ástarþríhyrningi. Hún er fátæk, búin að missa móður sína og faðirinn (Michael Gambon) liggui’ lengst af í ópíumgreni. En í æðum rennur blóðið blátt og nýt- ur Kate fjárstuðnings frænku sinnar, Ann Maude (Charlotte Rampling) - svo lengi sem hún hagar sér samkvæmt leikreglum hennár. Kate brýtur þær með því að falla fyrir allslausum blaða- manni, Merton Densler (Linus Roache), og nú hótar Maude frænka að taka stúlkuna af risnu, hætti hún ekki að sjá piltinn. Astin lætur ekki að sér hæða og atburðarásin tekur fremur tragíska og fláráða stefnu. Kate kynnist fársjúkri og vellauðugri Bandaríkjastúlku, Millie Theale (Alison Elliott), og setur í gang út- hugsaða atburðarás er hún kemst að því að Millie er hrifin af Merton hennar. Þríeykið heldm- til Fen- eyja þar sem örlög persónanna eru ráðin. Umgjörðin, einkum London við upphaf aldarinnar, er óaðfinnan- leg. Búningarnir, leiktjöldin, mun- irnir, andrúmið, svo sláandi raun- verulegt, að maður fer næstum að gjóa augunum eftir Einari Ben. Sagan verður því miður aldrei nálægt því jafn sannfærandi. Syndin léttvæg, sorgin klén, sálar- heillin auðveldlega friðuð. Leik- stjórinn setur myndina á vissan hátt í fílm noir búning, sem hefur ekki tilætluð áhrif. Helena Bonham Carter, glæsi- leg en bitlaus leikkona, fékk Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir leik sinn í myndinni. Hún gerir hér mun betm’ en nokkru sinni fyrr, án þess að gefa persónunni Kate umtalsverða dýpt og tilfinn- ingu. Þær skortir bagalega í þess- ari grunnu kvikmyndagerð, sem þó er svona undurfagleg fyrir augað og Linus Roache og Alison Elliott standa sig með sóma sem hinai’ tvær hliðar þríhyrningsins. Sæbjörn Valdimarsson sinni 3 nemendur með burtfarar- próf og prófgráðuna AC, „Advanced Certificate"; Nönnu Maríu Cortes mezzó-sópran, Soffíu Stefánsdóttur mezzó-sópr- an og Þóru Björnsdóttur sópran. Þær eiga þó allar eftir lokaáfanga prófsins, einsöngstónleika. Þá útskrifaði skólinn tvo söng- kennara með prófgráðuna LRSM „Licentiate of the Royal Schools of Music“; Elmu Atladóttur og Eyrúnu Jónasdóttur. Skólaslit voru á sunnudaginn í íslensku óperunni og síðar um daginn voru lokatónleikar skól- ans. Nýjar bækur • LJOSAGLIT er eftir Sigurð Stefán Baldvinsson. Ljósaglit inniheldur 40 Ijóð sem eru ýmist hefðbundin í formi eða óhefðbundin. Sigurður Stefán hefur lengi fengist við ljóðagerð þótt Ljósaglit sé fyrsta ljóðabók hans og leitar hann fanga víða í efnisvali sínu. Ljósaglit er 48 bls. að stærð. Höfundur gefur út. Ljósaglit er til sölu í Máli og menningu, en fæst einnig gegn póstkröfu hjá höfundi. Verð bókarinnar er 1.395 kr. NÝTT — NÝTT: paco rabanne Sigurður Stefán Baldvinsson Christian Dior Verð frá kr. 9.900 OPTIK Q- Gleraugnaverslun Lœkjartorgi, sími: 551 1880 RGGbok stórútsala á bakvið Bónus, Faxafeni Allt að 70% afsláttur Skór — töskur — fatnaður o.fl Interval áður jZ-®90' nú 4.990 w Spitfire áðurj5í09Ö' nú 3.990 Slice Canvas áðuriU490' nú 2.990 Odyssey áðurjí09tí nú 4.990 Prophet áður A09Ö" nú 4.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.