Morgunblaðið - 26.05.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 41 —
HESTAR
Fram-
kvæmdir á
Melgerðis-
melum á
lokastigi
UNDIRBÚNINGUR fyrir
landsmótið á Melgerðismelum
í sumar er nú á lokastigi. Jón
Ólafur Sigfússon fram-
kvæmdastjóri mótsins sagði að
verið væri að ganga frá útboð-
um á veitingasölu sem yrði í
höndum Bautans á Akureyri
og vel gengi með útleigu á
sölutjöldum. Sagði hann að
undirtektir varðandi sölutjöld-
in hefðu verið mjög dræmar
þar til að svæðaskipting vegna
hitasóttarinnar var afnumin.
Þá hafi fyrirtækin tekið við sér
og væri útlitið mjög gott um
þessar mundir.
I vikunni verður byrjað á
áburðardreifíngu á svæðinu og
uppgræðslu en Jón sagði að
nokkur tonn af áburði frá
Landgræðslunni væru komin á
staðinn. Þá væri eftir ýmiskon-
ar frágangur á svæðinu. Dag-
ana 12. til 14. júní nk. verður
haldin kynbótasýning á Mel-
gerðismelum og sagði Jón að
stefnt væri að því að þá yrði
svæðið tilbúið.
Jón sagði að mun léttara
væri yfír öllu er varðaði undir-
búning fyrir landsmótið eftir
að svæðaskiptingin var afnum-
in og hann skynjaði vel að nú
tryðu menn því að landsmótið
yrði haldið. Hann viðurkenndi
að andrúmsloftið hafi oft á tið-
um verið býsna þrúgandi þeg-
ar hitasóttarfárið stóð sem
hæst en nú ráði léttleikinn ríkj-
um og hann sé sannfærður um
að á Melgerðismelum verði
haldið glæsilegt landsmót.
ar E. Ágústsson, 8,20.
2. Vænting frá Ytri-Reykjum, eig.:
Snorri R. Snorrason og Stefanía
B. Sigurðardóttir, kn.: Senita
Pukki, 8,05.
3. Móða frá Hafnarfirði, eig. og kn. í
fork.: Ragnar E. Ágústsson, kn. í
úrsl.: Hinrik Þ. Sigurðsson, 8,13.
4. Funi frá Hóli, eig.: Haraldur Þor-
geirsson, kn.: Jón P. Sveinsson,
7,90.
5. Fífa frá Tungu, eig.: Páll Ólafs-
son og Sæmundur Gunnarsson,
kn.: Páll Ólafsson, 7,92.
Skeið - 150 metrar
1. Hraði frá Sauðárkróki, eig. og
kn.: Logi Laxdal, 15,04 sek.
2. Áslaug, kn.: Auðunn Kristjáns-
son, 15,88 sek.
3. Rökkvi frá Raufarfelli, eig.:
Guðni Þorvaldsson, kn.: Adolf
Snæbjörnsson, 15,98 sek.
4. Hrafnfaxi, kn.: Logi Laxdal, 16,26
sek.
5. Snúður, kn.: Atli Guðmundsson,
16,38 sek.
Skeið - 250 metrar
1. Jörfí frá Höfðabrekku, eig. og
kn.: Atli Guðmundsson, 25,16 sek.
2. Frosti frá Ey, eig.: Auðunn Krist-
jánsson, kn.: Logi Laxdal, 26,11
sek.
3. Súper-Stjarni frá Múla, eig. og
kn.: Sigurður V. Matthíasson,
27,34 sek.
4. Komma frá Ketilsstöðum, eig.:
Snorri R. Snorrason og Stefanía
B. Sigurðardóttir, kn.: Páll Ólafs-
son, 27,83 sek.
Brokk - 300 metrar
1. Hugur frá Skarði, eig.: Halldóra
Hinriksdóttir, kn.: Hinrik Þ. Sig-
urðsson, 45,14 sek.
2. Dímon frá Brúsholti, eig.:
Margrét H. Vilhjálmsdóttir, kn.:
Rósa B. Þorvaldsdóttir, 47,20 sek.
3. Óttar frá Þingnesi, eig. og kn.:
Eyjólfur Þorsteinsson, 52,08 sek.
4. Muggur, eig. og knapi.: Guðrún
Guðmundsdóttir, 58,72 sek.
Valdimar Kristinsson
Tónlist
fyrir alla
ÁRIÐ 1994 afhenti
norska þjóðin Islend-
ingum í tilefni 50 ára
lýðveldisafmælisins
peningaupphæð sem
varið skyldi til tónlist-
aruppeldis ungs fólks á
íslandi. Sett var á lagg-
imar stofnun til þess
að nýta gjöfína svo að
sem flest ungmenni
fengju að njóta gjafar-
innar. Stofnunin var
skýrð Tónlist fyrir alla
og er enn starfandi.
Hvort féð dugir enn
eða hver rekur stofn-
unina nú veit ég ekki,
enda er það ekki tilefni
þessarar greinar heldur það að
þótt kennslustundum í listgreinum
fari væntanlega enn fækkandi í
grunnskólum og ekki sé gert ráð
fyrir þeim í framhaldsskólum þá
eru hér til stofnanir sem gera góða
hluti í tónlistaruppeldi. Þar má
nefna Sinfóníuhljómsveit Islands
sem hefur á að skipa frábærum
hljóðfæraleikurum og heldur tón-
leika fyrir skólafólk á skólatíma.
Einnig hafa ýmis samtök og ein-
staklingar staðið fyrir kynningum
á tónlist í skólum. Ég ætla ekki að
tíunda það frekar hér heldur snúa
mér að stofnuninni Tónlist fyrir
alla.
Hinn 27. mars síðastliðinn kom
Blásarakvintett Reykjavíkur í
heimsókn í Borgarholtsskóla í
Grafarvogi á vegum Tónlistar fyrir
alla.
í skólanum er ákaf-
lega sundurleitur hóp-
ur nemenda.
Málmsmíða- og bíliðna-
brautir starfa þar,
verklegar og bóklegar
brautir ásamt fomámi
og þroskabraut fyrir
fatlaða. Ég leyfi mér
þó að fullyrða að eitt
eigi nemendur sameig-
inlegt upp til hópa og
það er að hafa farið á
mis við hinn mergjaða
tónlistarheim. Þeir
telja einfaldlega tón-
leika með sígildri tón-
list ekki ætlaða sér.
Nokkur eftirvænting
ríkti meðal kennara um það hvem-
ig unga fólkið tæki þessari upp-
ákomu að skylda það til að hlusta á
sígilda tónlist.
Listamennirnir komu á slaginu
kl. 10 fram í bílaskálann, þar sem
tónleikamir voru haldnir, og hófu
leikinn. I fyrstu var kliður eins og
oft er í fjölmenni, en viti menn -
þeir vora ekki nema hálfnaðir með
fyrsta lagið þegar kliðurinn þagnar
og maður fann fyrir þeirri djúpu
þögn sem myndast þegar hlustað
er grannt. Éftir þennan látlausa
inngang kynntu þeir hljóðfærin sín
fyrir fólkinu og töluðu þannig að
þingheimur skildi. Undruðust
nokkrir sem kringum mig stóðu
hversu einfóld hljóðfærin höfðu
verið í upphafi, og hvað var hægt
að spila án rafmagns. Þama vora
hljóðfæraleikarar Blásarakvint-
ettsins búnir að „ná“ hinum sund-
urleita hópi og það var mikil upplif-
un að sjá krakkana leggja við
hlustir, færa sig upp stigann til að
sjá betur og heyra klappið magn-
ast eftir því sem lögunum fjölgaði.
Á milli laga mátti heyra athuga-
semdir eins og: „Glætan að maður
geti sungið „Ríðum ríðum“ svona“;
eða „þeir era líka alveg rosalegir
snillingar". Svona mætti lengi telja
og virtist vera sama hvaða tónlist
var leikin, hrifningin var söm yfir
Bach og „Býflugunni". Og þar
komum við að kjarna málsins:
„Þeir era svo miklir snillingar."
Það er lofsvert að Tónlist fyrir alla
velur og fær allra bestu listamenn,
þjóðarstoltið okkar, til að spila fyr-
ir ungt fólk og kynna fyrir því tón-
list frá ýmsum tímum. Það er lofs-
Hrifningin var söm yfír
Bach og „Býflugunni“,
segir Anna Ingólfs-
dóttir, í frásögn af
heimsókn Blásara-
kvintetts Reykjavíkur
í Borgarholtsskóla.
vert að starfsmenn stofnunarinnar
skilji að ungt fólk á skilið það
besta, og óþolinmótt ungt fólk,
ókunnugt efninu, þarf það besta til
að hrífast með og skilja. Ungt fólk
er nefnilega næmt fyrir gæðum og
glöggt á brestina. Þessi stund
hleypti nýju blóði í tónlistaram-
ræðu í skólanum og Tónlist fyrir
alla áorkaði þar mikilli hjálp í
kennslu og vakti áhuga nemenda
og ekki síður kennara á sígildri
tónlist. Kærar þakkir.
Höfundur er tónlistarkennari í
Borgarholtsskóla.
Anna
Ingólfsdóttir
6FT"'
...efþúáttekkieirrtak <»
Litir: Rautt, karrígult,
dökkblátt, liósgrátt.
Stærðir: S-XXL
verð kr.
-sportvöRufiiís
Fosshálsi 1 - S. 577 5858
Skeifunni 19-S. 5681717
aviar
GOTT FÓLK / Sl,