Morgunblaðið - 26.05.1998, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.05.1998, Qupperneq 42
£2 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Bætt líðan gigtar sj úklinga TILEFNI þess að ég sest niður og skrifa nokkrar línur til stuðn- ings gigtarsjúklingum er sá mikli árangur sem ég hef náð með því að stunda svokallaða sjálfshjálp, sem ég kynntist í grein í riti Gigtarfélags Islands, og - neíhist „Gigtin“ og birt- ist í 1. tölubl. 1993. Þeir sem höfðu bætt heil- brigði sitt sögðust hafa meiri stjóm á einkenn- um sínum á meðan þeir sem ekki höfðu bætt heilbrigði sitt, sögðu að ekkert væri hægt að gera við gigtinni og þess vegna óþ- arfí að reyna. Sjálfshjálp mín felst í því að ég, eftir mikla leit, var svo heppin að kynnast bekkjunum í Æf- ingabekkir - Hreyfingar sjö bekkja æfingakerfi sem svo er kallað. Til að ná til sem flestra, sem haldnir eru langvarandi sjúkdómum í stoðkerfi líkamans, ákvað ég að sskrifa grein og koma henni á fram- færi þar sem almenningur gæti haft not af. Lítill skilningur Trygginga- stofnunar Til nokkurra ára hef ég verið með svokallaða slit- og vefjagigt (vöðva- gigt). Fyrst eftir að sjúkdómurinn greindist hafði ég svo skerta hreyfi- getu að ég vart gat hreyft höfuð og handleggi, kvölin var svo sterk í handleggjunum frá öxl og niður á olnboga að læknar fundu ekki hvað að gekk í fyrstu. AUar leiðir voru reyndar - mest hef ég verið hjá sjúkraþjálfurum sótt sund, reynt leikfimi, bæði vatnsleikfimi og venjulega leikfimi en þurft að hætta vegna verkja þangað til ég kynntist æfingabekkj- unum. í mars 1990 fór ég fyrst í sjö bekkja æfingakerfið og var þar í þrjá mánuði. Þar uppgötvaði ég hversu mjög allir bekkimir til sam- ans hjálpa mér að liðkast og ná hreyfigetunni. Um þetta leyti hafði ég samband við sjúkraþjálfara, sem ég hafði ver- ið hjá en starfar hjá Gigtarfélagi Islands og sagði henni frá þessum árangri mínum í sjö bekkja æfingakerfinu og bað hana að athuga hvort tryggingamar myndu greiða fyrir mig, eins og um sjúkraþjálf- un væri að ræða. Allt færi þetta fram í gegn- um lækni minn eins og gert er, þegar um sjúkraþjálfun er að ræða. Sjúkraþjálfarinn at- hugaði þetta fyrir mig, henni var ljós þessi mikli árangur sem náðst hafði en gaf mér síðan að lok- um það svar að um slíkar greiðslur væri ekki að ræða. Hversu ótrúlegt sem það kann að hljóma, greiða tryggingar allan kostnað af með- ferðum hjá sjúkraþjálfara en ekki vegna sjálfshjálpar sem þessarar. Ekki er ólíklegt að með stefnubreyt- ingu í þessum efnum mætti spara umtalsverðar fjárhæðir. Tryggingastofnun greiðir allan kostnað við meðferð hjá sjúkraþjálfara, segir Björg Gunnarsdóttir. En ekki vegna sjálfs- hjálpar. Frá mars 1994 og þar til í nóvem- ber, í heil 48 skipti leitaði ég til sjúkraþjálfara og var afar ánægð með árangur minn, enda hæft fólk í hverju rúmi hjá Sjúkraþjálfun Gigt- arfélags íslands. Var ég staðráðin í að nú skyldi ég halda ótrauð áfrarn í sjálfshjálp minni. Ég keypti mér hvert þriggja mánaða kortið í bekk- ina á eftir öðru og þvílík líðan, mér fannst ég næstum geta flogið en fjárhagsaðstoð fékk ég enga. í þessu sambandi er rétt að glugga í skýrslu sjúkraþjálfara um líðan mína í mars 1994; „Verkir í Björk Gunnarsdóttir öxlum, verkir í herðum og í hálsi, baki á erfitt með að standa upp af stól ef um einhverja setu er að ræða.. Einstakar aðferðir I eitt og hálft ár hef ég stundað sjö bekkja æfmgakerfið og í allan þann tíma hef ég ekki fengið neina meðferð eða þjálfun hjá sjúkraþjálfara. Með þessu hef ég stundað fulla vinnu og er meðvituð um gigt mína, hún hefur ekkert breyst. Tilgangur minn með þessum skrifum er að láta fólk, sem eins er ástott um, vito af þessu. I leit minni að öllu því, sem gæti gert þessa grein mína sem besto úr garði, leitoði ég álits nokkurra kvenna sem hafa stundað sjö bekkja æfingakerfið og ber öllum saman um þau miklu áhrif sem bekkimir hafa haft til batnaðar. Allar þessar konur voru með langvarandi sjúk- dóma, ein var með psoriasisgigt og var hún illa haldin í fjögur ár þangað til hún kynntist æfingabekkjaleik- fiminni, önnur var Parkinsons- sjúklingur og enn önnur lúpus- sjúklingur. Allir þessir einstoklingar áttu það sameiginlegt að árangur var líkast- ur kraftoverki. Að sjálfsögðu voru einnig margar þama sem enga sjúk- dóma höfðu og höfðu það eitt að markmiði að fá sem bestar æfingar út úr leikfiminni. Það sem gerir æfingamar í bekkj- unum svo áhrifamiklar er að þeir bjóða upp á þægilega leið til að styrkja og liðka líkamann án þess að ofreyna vöðva og fá harðsperrur. Þetto er vegna einstaks samblands af líkamshreyfingum og síendur- teknum æfingum, þar sem vöðvamir em spenntir, án þess að lengd þeirra breytist, og geto bekkimir sjö styrkt og liðkað mismunandi hluta líkamans. Auknar bfrgðir súr- efnis og bætt blóðstreymi hjálpa til að losa um vöðvabólgu, bakverk svo og aðra álagssjúkdóma. „Gerum sjúklinginn að sér- fræðingi" er hugmynd bandarískrar hjúkmnarkonu, Kate Lorig að nafni. Þeim fjölgar stöðugt, sem fá langvinna sjúkdóma, og heilbrigðis- kerfið er ekki í stakk búið að takast á við öll þau vandamál sem langvar- andi sjúkdómi fylgir. Því er það gmndvallarregla að sjúklingar geti hjálpað hver öðmm og stytt þá leiðina í sjálfleit til betra lífs. Höfundur er fulltrúi. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu- stöðvum STJÓRN fagdeildar heilsugæsluhjúkrunar- fræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga lýsir áhyggj- um sínum vegna upp- sagna hjúkrunar- fræðinga á heilsugæslustöðvum sem og á öðram heil- brigðisstofnunum á stór-Reykjavíkur- svæðinu. Uppsagnir á heilsugæslustöðvum munu ganga í gildi 1. júlí nk., nema í Hafn- arfirði, þar sem upp- sagnarfrestur var framlengdur um þrjá mánuði. Astandið sem skapast við uppsagnirnar mun bitna mjög á skjólstæðingum heilsugæslu- stöðva, ekki hvað síst í ungbarna- vernd og heimahjúkrun. Yfirvofandi, segir Þór- dís Kristinsdóttir, er atgervisflótti hjúkrun- arfræðinga frá heil- brigðisstofnunum. Ástæða uppsagnanna er gríðar- leg óánægja með launakjör. Hjúkrunarfræðingar vinna við hlið annarra stétta með sambæri- lega menntun, t.d. sjúkraþjálfa, líffræðinga o.fl., en bera mun minna úr bítum í launum. Munar þar mörgum tugum prósenta þrátt fyrir það að hjúkrunar- fræðingar beri síst minni ábyrgð og vinni mjög sjálfstætt. Hjúkrunarfræðingar eru löngu búnir að fá sig fullsadda af óréttlæti í þeirra garð hvað varð- ar launakjör. Það hefur margsýnt sig að kurteisi og hógværð sem hefur einkennt þessa stétt hefur aðeins skilað sér í lé- legum launum. Los er komið á hjúkrunar- fræðinga í heilsugæslu sem annars staðar og þeir farnir að huga að öðrum leiðum en hjúkrun til að lifa af. Um hlunnindi og aukagreiðslur hefur vart verið að ræða nema úti á landi þar sem mjög erfitt hefur verið að fá hjúkrunar- fræðinga til starfa. Er ekki að undra að hjúkrunarfræðingar séu oft á tíðum tregir til að gefa upp laun sín í hinni almennu umræðu um launakjör. Það er ekki vegna þess að þeir hafi eitthvað að fela, þvert á móti vegna þess að þeim finnst þessi lágu laun bera vott um lítils- virðingu í þeirra garð og gagnvart menntun þeirra og starfi. Það er löngu tímabært að komið verði til móts við kröfur hjúkrun- arfræðinga svo viðunandi sé. Yfir- vofandi er atgervisflótti hjúkran- arfræðinga frá heilbrigðisstofnun- um og verður við svo búið ekki unað. Skorar því stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkmn- arfræðinga á stjórnvöld og stofn- anir að snúa þessari þróun við. Stjórnvöld og stofnanir verða að taka af ábyrgð á málum og forða því að stór hluti hjúkrunar- fræðinga á heilsugæslustöðvum og á öðrum heilbrigðisstofnunum á stór-Reykjavíkursvæðinu, hjúkrunarfræðingar með dýra menntun og verðmæta reynslu að baki, hverfi frá störfum sínum vegna óánægju með launakjör. Höfundur er formaður stjómar fag- deildar heilsugæsluhjúkrunar- fræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Þórdfs Kristinsdóttir Á Fótboltavef Morgunblaðsins finnur þú alla réttu takkana Titlar og afrek Leikmenn og frammistaða þeirra Saga félaganna Liðsstjórinn, gagnvirkur Netleikur Dagbók, yfirlit yfir leiki www.mbl.is/boltinn Fótboltavefur mbl Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.