Morgunblaðið - 26.05.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 26.05.1998, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Rithöfundasam- bandið stendur ekki að baki álykt- un stjórnarinnar MORGUNBLAÐIÐ birti 28. apríl (bls. 30) ályktun stjómar Rit- höfundasambands Is- lands vegna máls- höfðunar gegn Ingólfi Margeirssyni. Fyrir- sögn blaðsins er þessi: „Alyktun Rithöfunda- sambands íslands". Ætla mætti af fyrir- sögninni og einnig inn- gangi blaðsins að meiri- hluti félaga í Rit- höfundasambandinu stæði að baki þessari ályktun. Lesendur munu eðlilega skilja það svo. Það er þó öðru nær Sigurður Þór Guðjónsson að svo sé. Þess vegna leyfi ég mér á eigin ábyrgð að greina frá bakgrunni þessara atburða. * í nýjasta fréttabréfi Rithöfunda- sambandsins er þess getið að Ingólf- ur Margeirsson hafí óskað eftir opin- bemm stuðningi sambandsins við sig vegna opinberrar ákæm á hendur honum vegna æviminnmga Esra Péturssonar geðlæknis „Sálumessa syndara“. Esra er fyrst og fremst ákærður fyrir að brjóta lög um trúnað við einn af sjóklingum sínum, en Ingólfur er ákærður sem útgef- andi bókar er dreift hafi slíku efni og þannig stuðlað að meintu broti á réttindum sjúklmga. Ákæmvaldið telur að Ingólfur sé samsekur. Stjóm Rithöfundasambandsins sem þá sat, en nú hefur vikið að nokkra íyrir annarri, leitaði ekki álits félagsmanna á beiðni Ingólfs en kom málinu í hendur lögmanns sambandsins, er samdi þá ályktun sem nú hefur birst í fjölmiðlum. Henni var komið á framfæri föstu- daginn 24. apríl en þá var máiið gegn Ingólfi dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeirri staðreynd hefur stjórn Rithöfundasambands- ins borið við sem réttlætingu á hinni hröðu afgreiðslu máls- ins. Daginn þar á eftir var haldinn aðalfundur Rithöfundasambands- ins þar sem kosinn var nýr formaður eins og til stóð. A fundinum kom fram mildl gagnrýni á afgreiðsluna á beiðni Ingólfs. Hann bað reyndar um stuðning Rit- höfundasambandsins en ekki álykt- un stjómar. Hefði hann fengið stuðning á aðalfundi með meiri- Ekki er hægt annað, segir Sigurður Þór Guðjónsson, en kalla afgreiðslu stjórnar Rithöfundasam- bandsins klúður. um smekk! lacoste þinn gó ferm GARÐURINN -klæðirþigvel KRINGLUNNI OG LAUGAVEGI hlutasamþykkt gæti hann með sanni sagt að hann hefði raunvera- legan stuðning sambandsins í dómsmálinu. En mikil óeining er í sambandinu um málið, bæði um réttmæti stuðnings við Ingólf yfir- leitt en fyrst og fremst um það hvemig stjómin fjallaði um beiðni hans. Þessarar hliðar málsins er ekki getið í Morgunblaðinu en voru gerð nákvæm skil í fréttum Ríkisút- varpsins kl. 19 laugardaginn 25. apríl. Ákvörðun stjórnarinnar var gagnrýnd og sumir lýstu jafnvel yf- SLIME-LINE dömubuxur frá gardeur Uáuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 DRAPUHLIÐ n * Sérhæð á 1. hæð í fjórbýlishúsi, 131,9 fm. Um er að ræða sérstaka íbúð sem er stórar stofur, stórt eldhús og tvö svefnherb. Húsið er í fallegum stíl, garðsvalir í suður, góð staðsetning í götu. Skuldlaus eign. Stakféll 568-7633 if Lögfræöirigur . Þórtnldur Sandholt Sölumaður Gisli Sigurbjörnson ir hryggð vegna ályktunarinnar. Enginn af almennum félagsmönn- um er til máls tóku varði stjórnina en nokkrir stjórnarmenn skýrðu gerðir hennar. Umræðurnar vora aigjörlega málefnalegar og fóru fram með kurteisi. Tillögu um það að fundurinn stæði ekki að baki ályktuninni var vísað frá með naum- um meirihluta. Ástæðan var form- leg vegna fyrirmæia um það hvern- ig standa beri að tillögum á aðal- fundi. Frávísunin var ekki hugsuð sem stuðningur aðalfundarins við ályktun stjórnarinnar. Loks var ákveðið að efna til sérstaks félags- fundar fljótlega um málið. En slíkan fund hefði auðvitað átt að halda áð- ur og félagar Rithöfundasambands- ins síðan að afgreiða beiðni Ingólfs Margeirssonar eftir opnar og frjáls- ar umræður og atkvæðagreiðslu. Ekki er hægt að kalla afgreiðslu stjórnar Rithöfundasambandsins annað en klúður. Og það kom í veg fyrir að orðið yrði við beiðni Ingólfs á þann hátt sem hann ætlaðist til. Hann hefur ekki formlegan meiri- hlutastuðning Rithöfundasam- bandsins. Um raunverulegan vilja meirihluta félagsmanna er ekki vitað. Og það sem meira er: Úr þessu er ekki hægt að biðja þá um stuðning eða andstöðu við Ingólf Margeirsson í dómsmálinu gegn honum. Það er álíka röklaust og að efna til skoðanakannana um kosn- ingar eftir að úrslit þeirra liggja fyrir! Vegna þess sem áður hefur gerst yrði niðurstaða sem þannig fengist allt önnur en orðið hefði eft- ir frjálsar og opnar umræður áður en nokkur ákvörðun var tekin. Hún yrði hugsunarlega skökk og skæld. Omarktæk. Ályktun stjórnarinnar er því og verður eingöngu á hennar eigin ábyrgð. Það verður fólk að skilja. Eftir sem áður verður í sjálfu sér að líta á ályktunina sem opin- bera stuðningsyfirlýsingu við Ingólf Margeirsson. Hún er beint svar við beiðni hans um slíkan stuðning og hefði annars ekki verið gerð. Það er er því ekki hægt að skilja hana ein- göngu sem almenn tilmæli til stjórnvalda um það að standa vörð um tjáningarfrelsið eins og einn stjómarmaður Rithöfundasam- bandsins hélt fram á aðalfundi. Og reyndar liggur beint við að skilja 5. lið ályktunarinnar þannig að ætlast sé til að dómstólar hafi ekki lögsögu yfir störfum rithöfunda. Ólíklegt er að það hefði verið samþykkt af meirihluta félaga. Ályktunin er sem sagt stuðningur fyrri stjórnar Rit- höfundasambandsins við Ingólf Margeirsson að félögum sambands- ins forspurðum. Siðferðilega er slík- ur „stuðningur“ verri en enginn. Hitt er svo annað mál, að þótt dómsmálið sem slíkt snerti að nokkru rit- og tjáningarfrelsi varð- ar það miklu fremur grundvall- arrétt sjúklinga og hver sé ábyrgð einstaklinga er stuðla að brotum á rétti þeirra þótt þeir einstaklingar standi utan við heilbrigðisstéttir. Og dómstólar eiga vitanlega að skera úr um þetta en hvorki stjórn Rithöfundasambands íslands né óbreyttir félagar í þeim samtökum. Htifundur er rithtifundur. Mfellowes. Pappírs- og skjalatætarar bæði fyrir ræmu- og bitaskurð Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 Umrædd könnun - frá konu til kvenna KONNUN á skoðun- um og aðstæðum ís- lenskra kvenna, sem hef- ur nokkuð verið til um- ræðu að undanfömu, er tilefni þessara skrifa. Umrædd könnun er á vegum hóps kvenna sem vinnur að útgáfu tíma- ritsins „Sterkar saman", en það kemur út í júní nú í sumar. Viðfangsefni tímaritsins varða íyrst og fremst íslenskar kon- ur, hagsmuni þeiira, samtakamátt og stöðu í samfélaginu. Könnuninni er ætlað að undirbyggja ýmis umfjöllunarefni sem taka á íyiir í tímaritinu og má í því sambandi nefna spumingar er varða hlutverk saumaklúbba, stöðu kvenna á vinnumarkaði og forsendur kvenna á kynlífssviðinu. Vönduð könnun Könnunin er framkvæmd af fyrir- tæki sem sérhæfir sig í rannsóknum og könnunum og úrvinnslu slíkra gagna. Þetta er vönduð póstkönnun sem nær til 800 kvenna sem valdar eru tilviljanakennt úr þjóðskrá. Könnunin er fullkomlega örugg hvað varðar einstaklingana í úrtak- inu því ómögulegt er að rekja svörin til þeirra, enda er einungis verið að afla heimilda um íslenskar konur al- mennt. Forsendur kvenna Könnunin er gerð á forsendum kvenna og með henni fást upplýs- ingar sem konur hafa áhuga á og teija að gagni megi koma. Hér eru konur að spyrja og svara spurning- um er varða þær sjálfar og má ætla að upplýsingamar nýtist þeim í lífi og starfi. Gagnlegar niðurstöður Könnunin mun m.a. leiða í Ijós hvemig íslenskum konum gengur að njóta kynlífs, hvernig þær ástunda það og hvaða þættir spila þar inní. Með öraggar upplýsingar við hendina má sjá hvort íslenskar konur séu almennt ánægðar með kynlíf sitt, hversu stór þáttur í lífi þeirra kynlífið er og hvort einhver hópur kvenna eigi við erfiðleika að striða í kynlífi. Ábyggilegar niður- stöður gætu leitt eitthvað nýtt í ljós, beint umræðunni inn á nýjar braut- ir og orðið til raunhæfrar fræðslu og umræðu um kynlíf kvenna. Nýjar upplýsingar Könnun sem þessi hefur ekki ver- ið gerð áður á Islandi og engar ný- legar og raunhæfar upplýsingar liggja íyrir um þau málefni er hún tekur til. Margar rang- hugmyndir, órökstudd- ar staðhæfingar og ein- strengingslegar áhersl- m- eru áberandi í opin- berri umræðu og má ætla að ábyggilegar upplýsingar komi þar að gagni. Konur sem gerendur Sú gagnlega umræða um konur sem kynlífs- fórnarlömb hefur verið mjög ríkjandi undanfar- in ár, en hún gefur eng- an veginn rétta mynd af konum sem kynveram. Auðvitað er og verður nauðsynlegt að ræða nauðganir, sifjaspell, klám, áreitni og markaðs- færslu kvenlíkamans. Það er bara fleira sem kemur til. Konur era ekki bara þolendur heldur líka gerendur Með öruggar upp- lýsingar í hendi, segir Asdís Olsen, má sjá, hvort konur séu almennt ánægðar með kynlíf sitt. og njótendur í kynlífi og nú er kom- inn tími til að það sjónarhom sé líka tekið inní umræðuna. Könnunin verður endurtekin Vegna þeirrar umræðu og óvissu sem skapaðist um könnunina á sín- um tíma þykir rétt að endurtaka hana með nýju úrtaki. Þær konur sem lögðu sig fram um að svara fyrri könnuninni fá kærar þakkir fyrir og loforð um ftítt eintak af tímaritinu. Tilkynning þar að lútandi mun birt- ast í fjölmiðlum þegar tímaritið kem- ur út. Látið afstöðu ykkar í ljós Þær konur sem fá könnunina heim í pósti í þessari viku era hvattar til að nýta tjáningarfrelsi sitt og svara þeim spurningum sem þær treysta sér til. Öll viðbrögð við könnuninni koma að gagni í úrvinnslunni. Einnig er ástæða til að biðja konumar í úr- takinu um að láta undangengna um- ræðu um könnunina ekki hafa áhrif á afstöðu sína. Höfundur er kennari og fjölmidin- fræðingur. Ásdís Olsen Magnús Óskarsson Er sannleik- urinn rógur? Grundvallarspurningu þarf að svara eftir borgarstjórnarkosning- arnar í Reykjavík: Er það rógur að segja satt? I orðabók Menning- arsjóðs er orðið rógur skilgreint sem álygar, ósönn illmæli. Kjarni málsins er þessi: Voru það álygar og ósönn illmæli sem sögð voru um tvo frambjóðendur R-listans eða var það sannleikur? Ef það var satt getur það ekki verið rógur. Dómar og úrskurðir stjórnvalda hafa hingað til verið taldir traust sönnunargögn. Umræða byggð á slíkum gögnum verður ekki af- greidd sem rógsherferð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gerir ráð fyrir þeim möguleika að einn meðfram- bjóðandi hennar verði ákærður fyrir refsivert athæfi. Annars hefði hún ekki samið við hann um að víkja sæti ef svo færi. En málið snýst um miklu meira en refsivert athæfi. Það snýst um siðferði í fjármálum og stjórnmálum. Það getur ekki verið rógur að skoða margítrekaða dóma og úrskurði um stjórnmálamenn til að meta siðferði þeirra. Sannleikanum verður hver sár- reiðastur, segir máltækið. Það gengur ekki að reiður stjórn- málamaður, þótt borgarstjóri sé, ákveði hvað sé sannleikur og hvað annað fólk megi ræða. Það geng- ur ekki að taka menn af lífi í Landsbankanum í almennri um- ræðu einn daginn og banna næsta dag umræðu um fjármálasiðferði stjórnenda Reykjavíkurborgar. Ef Ingibjörg Sólrún heldur að sjálfstæðismenn einir líti svo á, ætti hún að spyrja fjórðung kjó- senda R-iistans hvers vegna þeir strikuðu út meðframbjóðendur hennar. Höfundur er hæsturéttar- lögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.