Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 21 NEYTENDUR Trans-fítusýrur eru í hertri fítu og líka feitum land- búnaðarvörum Rannsóknir á trans-fitusýrum í íslenskum matvælum Borðsmjörlíki Meöaltal - með minnst af trans-fitusýrum - með mest af trans-fitusýrum Fitusýrur Bökunarsmjörlíki Meðaltal - með minnst af trans-fitusýrum - með mest af trans-fitusýrum *7 sýni af 8 innihéldu á bilinu 14-28% transfií Steikingafeiti Meðaltal - með minnst af trans-fitusýrum - með mest af trans-fitusýrum Sojaolía Fljótandi smjörlíki úr rapsolíu Smjörvi Smjör Brauð Vínarbrauð Súkkulaðikaka Kremkex Kleinur Pítsa Djúpsteiktur kjúklingur Djúpst. franskar kartöflur Kartöfluflögur Fita trans mettað CIS (ómettað) g/100g % a f öllum fitus ýrum 48 14 23 63 40 12 16 71 65 17 23 60 80 18* 40 41 78 5 40 55 80 ýra 28* 31 39 98 27 48 23 95 11 79 8 100 39 21 38 98 0 15 84 82 0 10 89 81 2 50 44 82 4 60 32 2 6 31 61 24 5 38 55 22 8 54 34 22 11 69 16 16 33 26 40 9 4 50 44 16 8 30 60 15 16 18 64 18 1 37 61 ÍSLENDINGAR fá mest 14 Evr- ópuþjóða af svokölluðum trans- fítusýrum úr fæðunni en þær hækka kólesteról í blóði rétt eins og mettaðar fitusýrur og auka þannig líkur á hjai'ta- og æðasjúk- dómum. Eins og greint var frá á neyt- endasíðu Morgunblaðsins síðast- liðinn þriðjudag hafa Manneldis- ráð og Rannsóknastofnun land- búnaðarins að undanförnu tekið þátt í evrópsku rannsóknasam- starfi um fitusamsetningu mat- væla og samanburð á fituneyslu Evrópuþjóða. Að sögn Laufeyjar Steingríms- dóttur hjá Manneldisráði eru trans-fitusýrurnar fremur fágæt- ar í náttúrunni en þær myndast þegar fita er hert og fljótandi olí- um er breytt í harða fitu. Þær finnast því öðru fremur í hörðu smjörlíki og annarri hertri fitu sem notuð er í matvælaiðnaði. „Trans-fitusýrurnar eru gjarnan í bökunarvörum og kexi og eins í sumum tegundum af flögum og snakki, jurtaís, sælgæti og súkkulíki. Þær er þó líka að finna í fitu jórturdýra, bæði mjólkurfitu, smjöri, lambakjöti og nautakjöti en þangað rata þær fyrir tilstilli baktería í maga jórturdýra sem umbreyta fitusýrunum á þennan hátt.“ Samanburður á meðal- samsetningu bökunar- smjöriíkisr ------ Pitncúrnr í Evrópu Fitusýrur trans mettaðar cis Frakkland 0 25 74 Ítalía 0 52 47 Grikkland :} 1 44 55 Holland 1 47 52 Svíþjóð I 1 39 60 Danmörk 2 49 49 Portúgal J 2 53 44 Finnland 5 39 54 Þýskaland 6 39 52 Bretland 7 34 58 Noregur j 18 45 31 ísland 18 40 41 50% meiri hætta á hjarta- og æðasjúkdómum Laufey segir að í bandarískri rannsókn sem gerð var við Harvardháskóla hafi komið í ljós að hætta á hjarta- og æðasjúkdóm- um er 50% meirí meðal þeirra sem borða mest af trans-fitusýrum. „Fram til þessa höfum við lítið getað ráðlagt fólki hvaða matvörur innihaldi mest af þessum fítusýrum þar sem upplýsingar hafa ekki ver- ið nægar. Með þátttöku í þessu verkefni gafst okkur tækifæri til að fá mjög ítarlegar upplýsingar um fitusamsetningu íslenskra mat- væla, borið saman við matvæli frá öðrum Evrópulöndum." Hátt hlutfall í hertu smjörh'ki Ólafur Reykdal hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins segir að flest þeirra hundrað sýna sem voru í rannsókninni hafi verið feitmeti, bökunarvörur eða kjötvöi*ur en fjórðungur sýna var aðrar fæðu- tegundir. „Sýnin voru valin þannig að þau væru dæmigerð fyrir mat- væli sem veittu 95% af fitu í fæði landanna. A Islandi var valið byggt á neyslukönnun Manneldisráðs og þeim fæðutegundum sleppt sem vitað var að innihéldu ekki trans-fitusýrur en bætt við fæðu- tegundum með óþekkta fitusam- setningu. Einnig voru tekin sýni af matvælum sem geta verið mikil- væg í fæðu íslendinga og þannig komust t.d. svartfugl og svartfugls- egg í rannsóknina." Mest af trans-fitusýrum í smjörlfki Laufey segir að niðurstöður sýni að gerð og samsetning fitu sé oft ólík í annars skyldum matvörum eftir því frá hvaða landi varan kem- ur. Þetta segir hún ekki síst eiga við um smjörlíki og bökunarvörur en minni munur er á landbúnaðar- vörum. „Mest var af trans-fitusýr- um í íslensku og norsku smjörlíki og þar með kexi og bökunarvörum. Þessi tvö lönd skáru sig sérstak- lega úr, bæði hvað varðaði magn trans-fitu og gerð henanr en við og Norðmenn höfum notað herta sjávardýrafitu í okkar smjörlíki en víða annars staðar er notuð hert jurtafita. Rannsóknir benda til að herta sjávardýrafitan sé verri fyrir blóðfituna en hert jurtafita.“ 40% trans-fítusýra úr landbúnaðarvörum „Um 40% trans-fitusýranna i fæði Islendinga komu úr landbúnað- arvörum, þ.e. mjólkurvörum, smjöri, ostum, og kjöti en afgangurinn úr smjörlíki, bökunarvörum, sælgæti, snakki og fleiru slíku, þ.e. úr hertri fitu.“ Laufey segir athyglisvert að Is- lendingar fái mun meira af trans— fitusýrum úr mjólkurvörum en hinar þátttökuþjóðimar. „Ástæðan er sú að við borðum óvenju mikið og lang: mest þessara þjóða af mjólkurfitu. í mjólkurfitu er mikið af mettaðri fitu þannig að feitar mjólkurvörur hafa mjög núkil áhrif á neyslu allrar harðrar fitu hér á landi." Laufey segir að því sé ekki ein- ungis ástæða til að huga að sam- setningu smjörlíkis ef ætlunin er að minnka harða fitu í fæðu heldur skiptir magn mjólkurfitu ekki síður máli. 2 stk 2980 DRESS MANN Ath Sendum í póstkröfu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730 Fax 562-9731 LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.