Morgunblaðið - 13.09.1998, Side 1

Morgunblaðið - 13.09.1998, Side 1
STOFNAÐ 1913 207. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR13. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bondevik enn veikur Ósl<í. Reuters. VEIKINDALEYFI Kjells Magnes Bondeviks, forsætisráðheiTa Nor- egs, var í gær framlengt um hálfa aðra viku. Er þetta í annað sinn sem veikindaleyfið er lengt, en í tilkynn- ingu forsætisráðuneytisins segir að heilsa Bondeviks fari hægt og rólega batnandi. Hvorki hefur heyrst né sést til Bondeviks frá því að hin óvænta til- kynning um að hann yrði að taka sér frí vegna of mikils álags, barst 31. ágúst sl. Bondevik er sagður þjást af þunglyndiseinkennum en vera á batavegi. Hann hafi ekki verið lagð- ur inn á sjúkrahús. Hermt er að for- sætisráðherrann dvelji í fjallakofa ásamt eiginkonu sinni um 200 km norður af Ósló. í fjarveru Bondeviks gegnir Anne Enger Lahnstein menningarmála- ráðherra embætti hans. --------------- Nyrup vill halda sam- bandinu Þórshöfn. Morgunblaðið. POUL Nyi-up Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sem nú er í heimsókn í Færeyjum, segir að þótt Færeyingum sé í sjálfsvald sett hvort þeh- lýsi yfir sjálfstæði vilji hann gjarnan halda sambandinu við eyjarnar. „Ég tel að Færeyingar og Danir hafi margt að færa hvorir öði-um. Og það skal ekki leika nokkur vafi á því að ég óska þess að Færeyjar verði áfram í ríkjasambandi við Dan- mörku,“ sagði Nyrup. Högni Hoydal, sem fer með sjálf- stjórnarmál í færeysku stjórninni, hefur lýst yfir ánægju sinni með heimsókn Nyiups. Hann leggur áherslu á að Færeyingar óski ekki sjálfstæðis vegna óánægju með Dani, heldur vegna þess að þeir vilji bera fulla ábyrgð á landi sínu. -----------*-*-*---- Hljóðritinn fundinn Toronto. Reuters. KAFARAR fundu í fyrrakvöld seinni flugritann úr þotu Swissair- flugfélagsins sem fórst undan strönd Kanada í síðustu viku. Um er að ræða hljóðrita vélarinnar, sem geymir upptökur af samtölum flug- manna í flugstjórnarklefanum. Fundui' hljóðritans ýtir undir von- ir rannsóknarmanna um að takast megi að komast að því hvers vegna þotan fórst. Skýrsla Kenneth Starrs vekur umræðu um allan heim Óvissa um við- brögð almennings Washington. Reuters. SKYRSLA Kenneth Starrs til Bandaríkjaþings og sú ákvörðun þingsins að gera hana opinbera hefur vakið mikla athygli um allan heim en enn ríkir óvissa um það hver verði viðbrögð bandarísku þjóðarinnar. Sam- kvæmt skoðanakönnun, sem sjónvai-psstöðin ABC lét gera á föstudagskvöld efth- að efni skýrslunnar var orðið opinbert, telja 57% aðspurðra að höfða eigi mál til embættismissis á hendur forsetanum ef sannað þykir að hann hafí hvatt Monicu Lewinsky til að segja ósatt um samband þeirra. Hins vegar segjast 56% aðspurðra sátt við störf Clint- ons sem forseta og er það áþekkt hlutfall og áður en skýrslan kom út. I forystugrein The New York Times í gær segir að hvemig sem fari muni forset- ans, sem gerði sér vonir um að verða minnst fyrir fé- lagslegar umbæt- ur, þess í stað verða minnst fyrir „fáfengilegan smekk og hegðun, og fyrir þá óvirð- ingu sem hann sýndi híbýlum er njóta tignar sem tákn um virðuleik forsetaembættis- ins“. Leitt er að því getum að Clinton hefði kom- ist farsællega frá málinu ef hann hefði sagt sann- leikann frá upp- hafí og strax beðið þjóðina afsökunar. Nú sé ekki víst hvort honum sé áfram sætt á for- setastóli. Blaðið tekur ekki beina afstöðu til þess hvort Clinton eigi að segja af sér, en skýrt er tekið fram að forseti sem njóti ekki virðingar þjóðai'innar eða stuðn- ings þingsins geti ekki enst rembætti. Gæti ekki hafa komið upp á verri tíma í forystugreinum margra dagblaða í Evrópu og As- íu var Clinton hvattur til að segja af sér. Flestir virt- ust sammála um að málið gæti ekki hafa komið upp á verri tíma, þegar blikur væru á lofti í Rússlandi og víðar og efnahagskreppa vofði yfir heiminum. Margir virtust óttast að kreppa í bandarískum stjórnmálum yrði til þess að veikt heimshagkerfið riðaði til falls. í breska síðdegisblaðinu The Sun sagði í forystu- grein að Clinton væri „óhæfur til að gegna forsetaemb- ætti“ og ætti að segja af sér. The Express birti frétt um Hillary Rodham Clinton eiginkonu hans undir fyr- irsögninni „Ég stend ávallt með þér ... viðurstyggilega kvikindið þitt.“ Fjölmiðlar í Thailandi og Singapore birtu ekki þá þætti skýrslunnar sem innihéldu ná- kvæmar lýsingar á kynferðislegum samskiptum for- setans og Monicu Lewinsky. Það gerðu hins vegar fjölmiðlar í Suður- Kóreu, og haft var eftir miðaldra hús- móður í Seoúl að málið væri hræði- lega vandræða- legt. „Bandaríkja- menn hefðu átt að fjalla um þetta á varfærnari hátt. Hvernig á forset- inn nú að geta staðið frammi fyr- ir börnurn?" Nýtt McCarthy- tímabil Fjölmiðlar í Frakklandi, þar sem hugtakið „kynlífshneyksli" er nánast þver- sögn, deildu á Bandaríkin fyrir að gera ástarlíf forsetans að vandamáli alls heimsins. Stærsta dagblað Frakk- lands, Le Monde lýsti saksókaranum Kenneth Starr sem „skrímsli" og sakaði hann um að reyna að koma á „hrollvekjandi sið- ferðislögmáli, þar sem kynlíf er nátengt synd og þar sem kynferðislegt samband tvpggja fullorðinna hlýtur að vera eitthvað hræðilegt". Ástandinu í Washington líkti blaðið við nýtt McCarthy-tímabil, þar sem ótti við kynferðismál hefði komið í stað óttans við kommún- ismann. ■ Sjá nánar bls. 19-21. Reuters. BILL Clinton og eiginkona hans tóku á föstudag þátt í minning- arsamkomu um fórnarlömb sprengjutilræðanna í Afríku ásamt A1 Gore varaforseta. Bin Laden í stofu- fangelsi? London. Reuters. TALEBANAR vísuðu í gær á bug fréttum um að sádí-arabíski hryðju- verkamaðurinn Osama Bin Laden hefði verið settur í stofufangelsi í Afganistan. Arabíska dagblaðið AI Quds, sem gefið er út í Lundúnum, sagðist í gær hafa heimildir fyrir því að Tale- banar, sem fara með völd í Afganistan, hefðu sett Bin Laden í stofufangelsi. B andaríkj astj órn hef- ur sakað hann um að bera ábyrgð á fjölmörgum hermdarverkum, þar á meðal mannskæðum sprengjutil- ræðum í Kenýa og Tansaníu fyrir skömmu. Þá hafði blaðið eftir sam- starfsmönnum Bin Ladens að hon- um hefði verið bannað að gefa út pólitískar yfirlýsingar. Islamska fréttastofan AIP hafði hins vegar í gær eftir talsmanni Talebana í borginni Kandahar í suð- urhluta Afganistan, að Bin Laden væri frjáls ferða sinna og vísaði því jafnframt á bug að til stæði að reka hann úr landi. Talsmaðurinn stað- festi þó að Bin Laden hefði verið beðinn um að tjá sig ekki um stjórn- mál. -----♦-♦-♦--- Umdeildur bæjarstjóri BILL Clinton Bandaríkjaforseti er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem á nú á hættu áð missa emb- ættið vegna kynferðismála. Nor- bert Michael Lindner, karlkyns bæjarstjóri í smábænum Qu- ellendorf í Þýskalandi, tilkynnti í sumar að hann hygðist þaðan í frá klæðast kvenmannsfótum og að hann myndi í framtíðinni gangast undir kynskiptaaðgerð. Margir bæjarbúa brugðust ókvæða við þessum tíðindum og kreljast þess nú að hann verði leystur frá störfum. Aðstoðarbæjarstjórinn, Uwe Pforte, heldur því fram að Lindner hafi brugðist trausti kjósenda sinna, og hefur honum nú tekist að fá samþykki fyrir því að atkvæðagreiðsla verði haldin í nóvember um framtíð hans í embætti. „Við kusum karlmann en ekki konu. Hann hefði átt að láta okkur vita af þessu áður en við kusum hann,“ sagði Pforte. Lindner á eiginkonu og fjórar dætur, sem allar hafa stutt liann dyggilega. Hvers vi er landift okkar? i'ði * Asýnd Héraðs mun breytast mikið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.