Morgunblaðið - 13.09.1998, Side 2

Morgunblaðið - 13.09.1998, Side 2
2 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hafrannsóknir í fjörðum landnáms Eiríks rauða á Suðvestur-Grænlandi Eyddist byggð norrænna manna á Grænlandi vegna landsigs? RANNSÓKNIR á setkjörnum af botni fjarða Suð- vestur-Grænlands leiða í Ijós að miklar breytingar hafa orðið á strandlínu fjarðanna frá því að Eirík- ur rauði nam þai- land fyi-ir um þúsund árum. Stór hluti strandarinnar, sem áður var að öllum líkind- um gróskumikil, hefur sigið um nokkra metra og er nú neðansjávar. Fyrstu túlkanir á setlqörnum og endurvarpsgögnum sýna að neðansjávai-skriðu- og aurflóð hafa verið mjög algeng og bendir það einnig til óstöðugrar strandlínu. Niðurstöður nán- ari greiningar setlqarnanna munu síðan varpa ljósi á tímasetningu og aðdraganda þessara um- hverfisbreytinga. Rannsóknaskipið RV Poseidon frá Kiel í Þýska- landi kom til hafnar í Reykjavík í gær eftir tæp- lega þriggja vikna leiðangur um firði Suðvestur- Grænlands, þar sem norrænir menn hófu landnám fyrir um þúsund árum, en um 500 árum eftir að Eiríkur rauði og hans fólk settist þar að höfðu nor- rænir menn yfirgefið landnámssvæði sín. Breytingar á hafstraumum, flóru og fánu fjarðanna Þrátt fyrir margvíslegar fomleifa- og jarðfræði- rannsóknir í fjölda ára eru ástæður fyrir hnignun landnámsbyggðarinnai- ekki fyllilega ljósar, en einn möguleikinn er sá að kólnandi veðurfar í upp- hafí svokallaðrar litlu ísaldar hafi átt sinn þátt í því að hin norræna byggð á Grænlandi lagðist af. Rannsóknarieiðangur RV Poseidon er sá fyrsti Morgunblaðið/RAX FRÁ Brattahlíð á Grænlandi. sem hefur einskorðað sig við rannsóknir í fjörðum hins norræna landnáms með það að meginmark- miði að afla upplýsinga um breytingar á hafstraum- um, flóru og fánu fjarðanna frá þeim tímum er byggð norrænna manna í Grænlandi tók að hnigna. Að sögn Amýjar Erlu Sveinbjömsdóttur, jarð- fræðings á Raunvísindastofnun Háskólans, sem tekur þátt í verkefninu fyrir Islands hönd, verður þessu markmiði náð með því að skoða setkjama sem aflað vai' frá botni fjarðanna, en auk þess vai' botninn rannsakaður nánar með endurvarpsmæl- ingum og neðansjávarmyndavélum til að fi-eista þess að finna fomar mannvistai'leifar á svæðinu. Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands og Haf- og jai'ðfræðistofnunin í Kiel hafa yfirumsjón með verkefninu, sem er unnið í samstarfi við Þjóð- minjasafn Grænlands í Nuuk, Þjóðminjasafn Dan- merkur og fjölda vísindamanna frá öðmm stofn- unum í Danmörku, Noregi, Islandi, Þýskalandi og Bretlandi. Sjálf kveðst Amý ekki hafa komist með í leiðangurinn en í stað hennar fór Jórann Harðar- dóttir jarðfræðingur, sem hefur einmitt verið í framhaldsnámi í setrannsóknum. Annar leiðangur árið 2000 Árný segir að með þessum rannsóknum sé ætl- unin að reyna að leggja lóð á vogarskálina til að komast að því hvers vegna norrænir menn hurfu frá Grænlandi á sínum tíma. „Fyrst og fremst vilj- um við fá svar við þeirri tilgátu að hnignandi veð- urfai' hafi leikið þar stórt hlutverk og við erum að vonast tU að sjá það í setlögunum. Nú er eftir að vinna úr niðurstöðunum, þetta eru aðeins fyrstu vísbendingar. Við eigum eftir að skoða kjarnana nákvæmlega, aldursgreina þá, kanna breytingar á gróðri o.s.frv. SennUega verður svo farinn annar leiðangui' árið 2000 og borað meira,“ segir hún. „Þetta er í fyrsta sinn sem firðimir era rannsak- aðir á þennan hátt. Menn vissu að þama hafði átt sér stað landsig en þetta er í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til að rannsaka það nákvæmlega." V estmannaeyjaflug- völlur enn lokaður Þrjú þúsund manna skip í Sundahöfn EITT stæi'sta skip sem lagst hef- ur að bryggju í Sundahöfn í Reykjavík hafði dagsviðdvöl þar í gær. Var það skemmtiferða- skipið Vision of the Seas og er það aðeins tveggja mánaða gam- alt, gert út af Royai Caribbean Cruise Line, með þúsund manna áhöfn og tekur tvö þúsund far- þega. Skipið er 78 þúsund tonn að stærð og 280 metra langt. Guð- mundur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Nesskipa, sem hef- ur umboð fyrir skipið, sagði að vel hefði gengið að koma skipinu upp að þrátt fyrir strekkingsrok og hældi skipstjóra og hafnsögu- mönnum Reykjavíkurhafnar fyr- ir lipurðina. Strax og búið var að binda streymdu farþegar í land í skoð- unarferðir en fjöldi langferða- bfla var reiðubúinn á bryggj- unni. Ráðgert var að skipið léti úr höfn í gærkvöld. Síðdegis í gær lót einnig úr höfn í Reykja- vík skemmtiferðaskipið Silver Cloud og voru þetta tvö síðustu skemmtiferðaskip sumarsins. Vonir um að hægt sé að flytja vélina JÓHANN H. Jónsson, fram- kvæmdastjóri flugvalladeildar Flugmálastjórnar, segir að sér- fræðingar bandaríska flughersins og Boeing-verksmiðjanna hafi, eftir fund í hádeginu í gær, gert sér vonir um að hægt yrði að færa C-17 herflutningavélina, sem hef- ur setið óhreyfð á Vestmanna- eyjaflugvelli og lokað honum frá því á fimmtudag er hún lenti með Keikó innanborðs, seinnipartinn í gær. Að sögn Jóhanns er nú unnið hörðum höndum að því að leysa málið og flugmálayfirvöld leggja mikið kapp á að hægt sé að opna norður-suður brautina, í það minnsta, sem fyrst. Að sögn Jóhanns er ein af hug- myndum að lausn málsins sú að færa vélina með eigin vélarafli, takist að gera hjólastellið sem skemmdist óvirkt með því að hleypa lofti úr dekkjunum. Hann sagði að fara yrði að öllu með gát. „Menn taka enga áhættu enda er hér um að ræða vél sem kostar tugi milljarða." Hermenn með alvæpni gæta flugvélarinnar og mun ströng gæsla verða við hana allt þar til hún getur yfirgefið völlinn. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg ALLS eru um þijú þúsund manns um borð í Vision of the Seas en það er á við íbúafjölda í bæjum eins og Isafirði eða Húsavík. landsbanki Islands hf. BLAÐINU í dag fylgir auglýs- ingabæklingur frá Lands- banka íslands, „Útdráttur úr skráningarlýsingu hluta- bréfa“, ásamt bréfi frá Hall- dóri J. Kristjánssyni, banka- stjóra, þar sem hann bendir á margs konar þjónustu sem bankinn veitir. AffKtílCMMh UnMtMU hlands M hffiir cimm tór að vcn I fncmihi d» VírtK^* i MeftOum fjór- mtítmtUOi «9 lenu Mfuaiiwnbi á *ð vefei vífcfejwatfnw* ur,m á vtrtu laMnmt n»«t bsrdún lcnj* t aó þýhw landsmíiwm mrt UmtMdand i»fa átt sfr « m brcyti*9*ri þjtínMu L*odtbank*f». Þxt tríte títir *Ó (rt afi vtíta viótkipwúwra ttm bc« hehd*rþjð«Mt& i vMi Qimát*. tmr Mm .V*r«Mi, wOtKk f>áxmái*þjúmHta ^rír cíntaUiftf* «9 QóbkyWw’Mwr fcnfþft *ýn« *ð Mfi ctum »rtttfi ttð. í Vðfðoftrí fatrðþé iba; • Ak» Mðnest* « wrða ffitmtí temfejfts, þm-iútiftídiámfrgj of trvjymgar • AM tí> «0X00 kr Y^^Mtarhewúíd ifí H'rrgtotmar** • 701X000 kr. VfcOeléh án ttr/iyfarnatma *tút fcðaUn* 09 UriQtíru Itstttyiiiw £rtt*rijaMfyrir20vítmt MM *Ó FtrórtJótte OWAyMannsr Keikó lyst- argóður HÁHYRNINGURINN Keikó, sem nú dvelur í kví sinni í Klettsvík í Vestmannaeyjum, er við góða heilsu og hefur góða matarlyst. Að sögn Halls Hallssonar, talsmanns Free Willy-samtakanna, var Keikó við stökkæflngar í gærmorgun en hann stundar ýmsar æfingar dag- lega, sér til styrkingar. Hallur seg- ir að menn séu ánægðir með hve vel háhymingurinn hefur aðlagast nýjum dvalarstað, hann sé athugull og áhugasamur um umhverfi sitt og mikið á ferðinni, eins og Hallur orðar það. A_______________________ ► 1-64 Hvers virði er landið okkar? ►Hvers virði er hálendi íslands eins og það er nú, stórt og víðáttu- mikið með straumhörðum fljótum og fallvötnum? /10 Skýrsla Starrs ►Skýrsla Kenneth Starrs, sem m.a. fjallar um samband Clintons forseta við Lewinsky, vekur mikla athygli. /18 „Pabbi! IMeif ég meina Kristín“ ►Það er söguleg stund þegar bam hefur skólagöngu. /22 Vörður hafsins ►Norsku strandgæslunni er ætlað að fylgjast með 2 milljóna ferkíló- metra hafsvæði. /28 Ásýnd Héraðs mun breytast mikið ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Helga Gísla- son framkvæmdastjóra Héraðs- skóga. /30 B_______________________ ►1-20 Hugsanir mínar og hugsjónir fá þeir aldrei ►Flóttamenn hafa flætt yfir landamæri Kosovo undanfama mánuði. /1,10-11 Tónlistin græðir sálina ogjurtirnar iíkamann ►Gígja Kjartansdóttir í Foss- brekku á Svalbarðsströnd rekur Urtasmiðjuna. /4 Hjartsláttur Skagastrandar ►Jakob Guðmundsson á Árbakka gegnir mörgum trúnaðarstörfum í sinni sveit. /12 FERÐALÖG ►1-4 Skíðalendur f reista landans ►Kynningarbæklingum um skíða- ferðir rignir nú yfir landsmenn. /1 Hefðbundið strandlíf og safarí f rá Mombasa ►Kenýa hefur afar margt að bjóða ferðafólki. /2 D BÍLAR ►1-4 Misjöfn staða hjá umboðunum ►Biðlistar eftir nýjum bílum hafa sjaldan verið lengri. /2 Reynsluakstur ►MAZDA Demio var söluhæsta gerð Mazda í Japan í fyrra. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ __________i _____ ► 1-20 Afmælissýning Meist- araféiags bólstrara ►Húsgögn vaxa ekki á tqánum. /1 FASTIR ÞÆTTiR FréUir 1/2/4/8/bak Brids Leiðari 32 Stjömuspá Helgispjall 32 Skák Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum Skoðun 34,36 Útv./sjónv. 52, Minningar 38 Dagbók/veður Myndasögur 48 Manntstr. Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. ídag 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.