Morgunblaðið - 13.09.1998, Side 10
10 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Hvers virði
er landið
okkar?
Hvers vírði er land, ósnortið og afskekkt?
Land sem fáir þekkja en er þarna samt.
----------------------7----------------
Hvers virði er hálendi Islands eins og það
er nú, stórt, óbyggilegt og víðáttumikið
með straumhörðum fljótum og fallvötnum?
Þessari spurningu þurfa landsmenn allir
að leita svara við nú. Hálendið er eign
þjóðarinnar allrar og í sameiningu þarf
hún að huga að framtíð þess. Ragna Sara
Jónsdóttir veltir í þessari upphafsgrein í
greinaflokki um hálendið upp þeim megin-
sjónarmiðum og kostum sem Islendingar
standa frammi fyrir í virkjunarmálum og
verndun hálendisins.
MIKIÐ hefur verið
rætt um hálendi fs-
lands undaníárin
misseri og eru flest-
ir sammála um að
móta þurfi stefnu varðandi framtíð
þess. A meðan sumir vilja halda því
óbreyttu, sækjast aðrir eftir að
hefja þar framkvæmdir, og ber þar
hæst áætlanir Landsvirkjunar um
virkjanir. Umræðan um áætlanir
Landsvirkjunar fékk byr undir
báða vængi eftir þau mótmæli sem
áttu sér stað þegar Hágöngumiðl-
un var tekin í gagnið sl. sumar.
A hálendinu eru nú þegar nokkr-
ar virkjanir en virkjuð hafa verið
um 10% af því sem virkja má. Á
vatnasvæði Þjórsár - Tungnaár í
Rangárvallasýslu eru virkjanimar
Sigalda, Hrauneyjarfoss, Búðar-
háls, Sultartangi og Búrfellsvirkj-
un. Blönduvirkjun er fyrir norðan
og hafa þegar rúmlega 180 km2
lands verið settir undir vatn. Auk
þessara virkjana, sem framleiða
u.þ.b. 4 þúsund gígawattstundir á
ári af raforku hefur Landsvirkjun
vegið og metið fjölmarga aðra
virkjanakosti með tilliti til hag-
kvæmni og framleiðni þeirra. Hag-
kvæmustu kostirnir eru nokkrir,
og brátt styttist í að ráðist verði í
einhvern þeirra. Ekki það að orku-
notkun landans sé það mikil að
brýn þörf sé á aukinni orku, heldur
þarf að ráðast í framkvæmdir
vegna aukinnar iðnvæðingar og
uppbyggingar stóriðju, eins og
orkusölusamningar segja til um.
Þess má geta að 53% þeirrar orku
sem framleidd er á landinu fara til
stóriðju og nota ísal, Járnblendi-
félagið og Norðurál samanlagt
þrisvar sinnum meiri orku en íbúar
Reykjavíkur.
Hagsmunir ráðuneyta
stangast á
Uppbygging iðnaðar í landinu
hefur löngum verið talin stuðla að
hagvexti, auk þess að vera trygg-
ing fyrir styrkri stöðu efnahags-
lífs. Landsvirkjun segir að enginn
vafi leiki á að virkjun íslenskra
orkulinda geti orðið einn helsti
vaxtarbroddur í efnahagslífi
næstu áratuga. Og meirihluti
Austfirðinga tekur undir skoðun
þeirra. Þeir vilja stofna til rekst-
urs stóriðju í landsfjórðungnum
og þrýsta á um að fundinn verði
orkukaupandi, sem vilji setja upp
álver í Reyðarfirði. Þeir vilja að
ráðist verði í virkjun fallvatnanna
á Austurlandi hið fyrsta og telja
að með þeim hætti geti þeir sporn-
að við fólksflótta úr landshlutan-
um. Halldór Ásgrímsson er sömu
skoðunar, en hann sagði fyrir
skömmu í fjölmiðlum að drífa
þyrfti í því að finna orkukaupanda
svo stóriðjuframkvæmdir gætu
hafist eystra.
Halldór styður byggingu virkj-
ana og leggur áherslu á að fram-
kvæmdir við þær nái fljótt fram að
ganga, en aðrir stjórnmálamenn
reyna að tryggja að skaðleg áhrif
af völdum virkjana verði metin til
fulls. Guðmundur Bjarnason um-
hverfisráðherra, og flokksbróðir
Halldórs og Finns Ingólfssonar
iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
felldi nýverið úr gildi leyfi til að
reisa Vatnsfellsvirkjun í fullri
stærð. Eins og lög kveða á um, á
að meta umhverfisáhrif virkjana á
hlutlausan hátt áður en leyfi fyrir
byggingu þeirra fæst. Taldi ráð-
herra að leyfi fyrir Vatnsfells-
virkjun hefði verið gefið án þess
að metin væru til fulls þau áhrif
sem 62 km2 miðlunarlón myndi
hafa á tiltekið svæði. Þetta til-
tekna svæði er friðlandið Þjórsár-
ver, sem hýsir tugi þúsunda fugla
á sumri hverju og mörg hundruð
plöntutegundir.
Glöggt er gests augað
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
tekist er á um framtíð Þjórsár-
vera, en miðlunarlón var fyrirhug-
að þar í upphafi áttunda áratugar-
ins. Mikillar andstöðu gætti við
áformin og voru Þjórsárver undir
Hofsjökli gerð að friðlandi
skömmu síðar vegna mikilla mót-
mæla innlendra og erlendra nátt-
úruverndarsinna. Nú skal á ný
meta áhrif Norðlingaöldulóns með
lögformlegu umhverfismati, en
Landsvirkjun hefur staðið fyrir ít-
arlegum rannsóknum á svæðinu,
HORFT yfir Oddkelsver í Þjórsárverum. Verin voru gerð að
friðlandi árið 1981 en þau eru stærsta heiðagæsabyggð heims.
Þangað koma árlega um 18.000 gæsir, sem verpa og ala upp
unga sína, og eru þær orðnar hátt í 35.000 við brottför í sumar-
lok. Gróðurinn í verunum er einstakur, þar sem hann dafnar í
skjóli Hofsjökuls. Verði Norðlingaölduveita samþykkt hverfur hluti
Þjórsárvera undir vatn.
allt frá árinu 1981. Gert er ráð fyr-
ir að frummat á umhverfisáhrifum
Norðlingaölduveitu verði lagt
fram um næstu áramót. Halldór
Jónatansson forstjóri Landsvirkj-
unar segir í grein í Morgunblaðinu
sl. fimmtudag að Norðlingaöldu-
veita hafi allt frá 1981 verið hugs-
uð sem sjálfstæð miðlun sem gæti
nýst öllum virkjunum í Þjórsá og
Tungnaá en ekki einungis Vatns-
fellsvirkjun. Hins vegar segir í
frummatsskýrslu Landsvirkjunar
að Norðlingaölduveita sé forsenda
virkjunar við Vatnsfell í fullri
stærð og fyrir þær sakir taldi um-
hverfisráðuneytið ekki hægt að
fallast á óbreytta tilhögun Vatns-
fellsvirkjunar.
Það voru útlendingar sem vöktu
athygli okkar á verðmætum Þjórs-
árveranna á sínum tíma, en það
eru einmitt útlendingar sem eiga
erfitt með að skilja afstöðu okkar
íslendinga til umhverfisins. Þeir
benda okkur á hve mikilvægt og
merkilegt landið okkar sé. Margir
áh'ta ísland síðasta hálmstrá Evr-
ópu, hvað varðar svæði sem eru
ósnortin af mannvöldum. Listakon-
an Roni Horn benti síðast á ómet-
anleg náttúruauðæfi okkar í opnu-
grein í Morgunblaðinu sl. sunnu-
dag. Hún bendir meðal annars á þá
staðreynd að mörg þjóðfélög hafi
gengið of langt hvað varðar nýt-
ingu náttúruauðæfa. Á sumum
stöðum að því marki að þeir eru
orðnir óbyggilegir; þar sem and-
rúmsloft, vatn og land eru menguð
og eitrunin óafturkallanleg. Hún
bendir einnig á að við íslendingar
séum í einstaki-i aðstöðu, þar sem
við stöndum frammi fyrir valkost-
Kvíslaveita
Búðarháls
„ 140 MW
210MW+60 MW
Virkjanir og
veitur á Þjorsár-^^ midlun
og Tungna- no^
ársvæði
Sultartangalón
Þórisvatnsmiðlun
'M
1.330 Cl
114 Cl..
Sultartangi _ .c"
120 MW <-A
Vatnsfell
140 MW
10 km
4^ Fyrirh. ión
■ Fyrirh.virkjun
■ Virkjun
k. Stífla
.— Skurður
—' Cöng
—- Friðland
Virkjanir horðan
Vatna
Arnardalslón
545 mM, 1660 G(
léskaupstaður
Arnardalur /jfó?
170'MWI.^^ >
r j 354 m.y.s.
Htrðti-
breið
Eskifjörður
Reyðarfjörður
l_l - vi u d/j ivi/yv
J Kárahnúkár 500 MW
Fljótsdalur210 MW
S® Fyrirh. lón
□ Fyrirh. virkjun
k Stífla
Cöng
Friðland
/biOMtiiy
éjfforý
Brúarjökull
VATNAJOKULL
4