Morgunblaðið - 13.09.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.09.1998, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ strákamir ætluðu í indíánaleik heimsóttu þeir hann; ætluðu að fá lánaða pípuna hans, því indíánar yrðu að reykja friðar- pípu. Einhverjum þeirra leist nú ekki á það, því þegar stóru strákamir færu að stelast til að reykja pípu yrðu þeir græn- ir í framan og ældu bak við skúr. Hann langaði sko ekki til að verða grænn í framan. En þegar þeir komu til Andrésar bað hann þá að standa graf- kyrra; hann var að leita að ein- hverju á gólfinu. I Ijós kom að það vom tennumar hans. Hvemig er hægt að missa allar tennumar í einu?“ spyr einhver í 1. R við Keilu- grandann. „Þær detta bara svona úr, fyrst ein og svo önn- ur,“ útskýrir annar. „Ég er með lausa...“ upplýsir ein stelpan og önnur segir: „Ég er búin að missa fjórar...“ Kristín blandar sér í umræðuna: „En kemur ekki eitthvað í staðinn hjá ykkur?" og ekki stendur á svari: „Jú, fullorðinstennur." Krakkamir era með það á hreinu. ,Á einhver héma inni afa eða ömmu sem era með svona tennur?" spyr Kristín. „Já,“ segja allir og rétta upp hönd. Og umræðumar um þetta era líflegar. „Amma mín er með svona góm,“ segir einn þegar kennarinn hefur útskýrt hvað falskar tennur séu í raun og vera. „Mig langar svo í svona falskar tennur,“ segir þá ein daman í bekknum. „Stund- um era amma mín og afi alveg tannlaus," segir einn drengj- Flestir era búnir með nestið en sumir enn að spæna í sig. Lestrinum er lokið. „Era teygjumöppurnar að verða til- búnar?“ spyr Kristín vegna þess að hún hyggst dreifa bæklingi sem allir eiga að fara með heim. „Hann heitir Það er gaman að lesa,“ segir hún og einn drengjanna svarar að bragði: „Það er ekki gaman að lesa.“ „Víst,“ segir annar en sá fyrri situr við sinn keip: „Nei, það er ekki gaman.“ Kristín spyr hvort þau muni eftir manninum sem kunni ekki að telja. Hann átti að ná í tíu epli en gat það ekki, þó hann væri fullorðinn. „Það var af því að hann fór aldrei í skóla,“ upp- lýsir einn krakkanna sem man eftir þessari sögu. Það er nú létt að vita hvað tveir plús tveir era,“ segir einn drengjanna allt í einu og stærðfræðitími virðist hafinn. „Og einn plús einn. Og auðvit- að núll plús núll.“ Það er nefnilega það. „Hvenær kemur Keikó?“ spyr Kristín allt í einu. „I næsta mánuði,“ svarar ein stúlkan umsvifalaust. „A morgun," segir önnur. „Kári minn, hvar er teygju- mappan?“ „Oní tösku,“ svarar Kári, og bætir við: „Ég er bú- inn að sjá Keikó-myndina.“ „Ertu að fara eitthvað langt?“ spyr Ki-istín því hann er búinn að loka töskunni og virðist ferðbúinn. „Já, í Undra- land.“ Klukkan er 11.06 en hann á ekki að fara þangað fyrr en kl. 13.40. „Nei, það er ekki nærri því strax,“ segir Kristín. Sumir fara í Undraland, svokallað, eftir skóla, þar sem krakkamir leika sér og sinna heimanáminu. Næst á dagskrá er að allir rísa úr sætum, standa fallega fyrir aftan stóla sína og taka lagið saman. Það eru stjömur á næturhimni, af því Guð er að poppa... Allar hendur eru á lofti og krakkamir hreyfa sig eftir ákveðnum reglum í takt við lagið. „Ég er svo þreytt í höndunum,“ segir ein stúlkan þegar laginu er lokið, en Kristín tilkynnir að nú sé aftur komið að frímínútum. Líflegt er á skólalóðinni þó hressilega blási. Satt að segja er mjög kalt, en krakkamir halda á sér hita við leik. Ýmsir era í fótbolta, aðrir vega salt, húrra sér niður rennibraut eða era í körfubolta. Þarna er nóg við að vera. Eftir frímínútur er aðstoð- arkennarinn Bjössi kominn í stofuna. „Hvaða dagur er í dag?“ spyr Kristín. „Þriðjudagur," svarar einhver. „En hvaða mánaðardagur?" „Attundi,“ svarar annar. Hárrétt, og Kristín heldur áfram: „En hvaða dagur var í gær?“ „Sjö- undi,“ er svarað, „og það er ennþá sjöundi,“ bætir einn drengjanna við. „En hvaða mánaðardagur er á morgun?" spyr kennarinn enn. „Níundi,“ er svarað. Búið er að breyta mánudegi yfir í þriðjudag á veggnum og sjöunda í áttunda. Og þá er hafist handa við að útbúa fleira í skólastofuna, sem krakkamir unnu að í gær og minnst var á í morgun. Hillur vantar, krítar, blóm og ýmislegt annað. Harður pappír er dreginn fram, skæri og litir og annar nauðsynlegur búnaður. Minnt er á að ekki megi henda af- gangspappír, nema litlum sneplum. ,Af því að þá föram við illa með náttúruna," svarar einn nemandinn þegar Kristín spyr hvers vegna ekki megi henda öllum pappímum sem verði afgangs. „Hann er búinn til úr trjám,“ segir einn. „Við megum ekki eyða öllum trján- um,“ segir Kristín og Kári botnar: „Þá geta dýrin ekki búið í þeim.“ Annar segir, einsog við sjálfan sig: „Það geta stundum verið epli á trjánum. Ekki eitruð.“ Einhveijir taka að sér að búa til hillur, sumir skóla- bækur og enn aðrir fleiri hluti sem vantar. „Krakkar, nú meg- ið þið bæði nota tré- og tússliti. Nú þarf ekkert að passa að fari ekki í gegn,“ segir Kristín, en er varla búin að sleppa orðinu þegar einhver spyr: „Má nota tússliti núna?“ „Hvenær kemur Keikó?“ sönglar einhver. „Krakkar, við ætlum að klára að gera stofuna í dag. Af því að á morgun ætlum að að búa til krakkana. Þá verður nú fjör; stofan orðin full af krökk- um,“ segir Kristín. „Kemur Keikó á morgun?“ heyrist úr einu hominu, en enginn svarar. Ein stúlkan hefur lokið við að búa til fallegt blóm og Bjössi lyftir henni upp þannig að hún geti fest það á kenn- araborðið á veggnum. Strákur sem er að búa til hillur, fullar af bókum, úr kartonpappír, áttar sig allt í einu að hann er um það bO að gera mistök. „Ég get ekki litað með bleikum af því að blaðið er bleikt - má ég fá svartan lán- aðan?“ Og stúlkan í næsta sæti lánar honum svartan umsvifa- laust. „Má ég fá fjólubláan?“ syngur strákurinn svo fljót- lega, og stúlkan svarar, syngj- andi af enn meiri dramatík en drengurinn: „Já, já, já, já, já, já... Settu hinn bara héma.“ Thank you, segir sá sem skilar og stúlkan svarar: thank you very much, thank you too much!! „Hva, er þetta risaeðla? Átti að gera risaeðlu núna?“ spyr Kristín þegar hún gerir vett- vangskönnun á einu borðinu, og hlátur brýst út á næsta borði. „Krakkar, munið sög- una af skæranum," kallar kennarinn svo yfir bekkinn og á svipstundu dregur einn drengurinn upp skæri og ham- ast með þau fram og aftur, eins og hann sé að klippa. Stúlkan gegnt honum hastar á hann hneyksluð. „Ég veit, þetta má ekki. Maður getur orðið blindur," svarar sá stutti og leggur skærin frá sér. „Hvemig gengur með bóka- hilluna?“ spyr kennarinn einn drengjanna, en hann svarar: „Ég er að gera glugga.“ Hafði sem sagt skipt um skoðun eft- ir að vinna hófst, og Kristín tekur því vel. „Hvað eram við eiginlega búin að gera marga glugga?“ spyr þá ein stúlkan eins og út í loftið. „Níutíu og eitthvað?“ segir hún svo og telur það ber- Morgunblaðið/Jim Smart Marta Karen Kristjónsdóttir Rakel Kristinsdóttir svarar þeirri spurningu. Hann hafði heyrt tíðindin áður og þau þykja gleðileg. Kennar- arnir skammta á diskana og allir taka hraustlega til matar síns. „Má ég fá aðeins meiri súrmjólk?“ er spurt fljótlega og „má ég fá meira kornflex?“ hljómar annars staðar. Nú skuluð þið klára vatnið úr glösunum,“ segir einn kennarinn eftir matinn, hver krakki tekur síðan disk sinn, skeið og glas og setur á ákveð- inn stað, á uppþvottavagninn. „Munið svo krakkar... Eru ekki allir að hlusta? Ekki vera að pota svona hvert í annað! Munið að ganga öll sömu meg- in upp tröppurnar. Aðrir sem þurfa að ganga niður verða að fá pláss hinum megin. Þetta er alveg eins og úti í umferðinni," eru skilaboðin áður en lagt er af stað úr matsalnum. „Getur verið að þetta sé sex ára bekkur, sem gengur svona hljóðlega og fallega um?“ spyr einn starfsmanna skólans þeg- ar 1. R gengm' framhjá kenn- arastofunni. „Ég hélt þetta geirsdóttir fer með þau inn í tónmenntastofuna; Þórdís tón- menntakennari er á námskeiði og Ingibjörg leysir hana af. „Nei, nei, nei,“ segir hún, „ekki spila á píanóið.“ Það verkfæri var of freistandi til að viðkomandi kæmist hjá því að fikta aðeins. „Munið hvern- ig þið fóruð í hring í gær? Nú ætlum við að gera það aftur.“ Það tekur ekki langan tíma, en hann er ekki alveg nógu stór. „Við komumst ekki inn í hringinn!" segir ein stelpan en vandinn leysist skjótt. „Munið að ef þið getið ekki lokað munninum þá getum við ekki byrjað að gera neitt,“ segir Ingibjörg og það virkar. „Man einhver hvað ég heiti?“ spyr hún. „Já, Þórdís,“ er svarað. „Neeei...“ segir einhver fullur fyi'irlitningar. „Ingibjörg," segh' þá annar. „Ég sit eins og indíáni," segir einn strákurinn og aðrir eru fljótfr að fylgja í kjölfarið. „Ég líka.“ „Ég líka.“ „Ég líka.“ „Ég er nú bara í kremju,“ segir þá ein stelpan. Hafið þið séð þessa bók?“ spyr kennarinn. ;,Hún heitii' Tóta tætubuska. „Ég sé ekkert. Viltu sýna myndimar,“ segir einn og Ingibjörg lofar því. Lesturinn hefst og athyglin er alger. 40 augu mæna á sýnilega heldur mikið fyrir eina skólastofu. „Ertu búinn að telja bæk- umar í hillunni?" spyr Kristín einn strákinn þegar hún kem- ur að borðinu. Hann er búinn að útbúa stóra hillu með fullt af bókum og byrjar að telja. „Vá,“ segir Kristín, eftir að hann er búinn að telja 42 bæk- ur. Gott að láta krakkana æfa sig að telja án þess að þau átti sig á því í raun og vera hvað er um að vera... Nú er fóndurtímanum að verða lokið. „Munið, litlu sneplana í raslið en stóra blöð- in í rauða kassann. Við getum nýtt þau aftur. Jæja, svo þurf- um við að taka saman því nú förum við í mat,“ segir Kristín. „Oh my god,“ segir ein stúlkan og andvarpar. Klukkan er orðin 13.15 og krakkamir leiðast í röð niður í matsal. Áður en farið er inn í salinn hvísla allir sam- an: „Hendur undir borð, ekki segja orð, við þetta matar- borð.“ „Hvað er að borða?“ spyr einhver. SúiTnjólk og komflex stóð á matseðlinum sem hang- ir uppi á vegg og sessunautur væri átta ára bekkur, en sé núna að þetta er sex ára bekk- ur. Ég þekki hana Siggu. Og Geir Grétar." Krakkamir fara í röð þegar komið er að stofunni og Kristín kveður: „Nú er dag- urinn búinn hjá okkur. Nú era frímínútur, svo er tónmennt og á eftir fara sumir í Undraland. Þið vorað rosalega dugleg í dag. Ég vai' ánægð með ykkur. Nú megið þið fara í frímínútur. Takk fyrir daginn.“ Þau klæða sig og hlaupa út en að nokkram mínútum liðn- um eru þau komin aftur inn, rjóð og sæl. Ingibjörg Ás- kennarann. „Sjáiði, nú er Tóta búin að setja málningu á putt- ana sína,“ segir Ingibjörg. „Ég hélt að þetta væri sulta,“ segh' einn nemandinn. „Já, kannski - þetta er að minnsta kosti eitthvað rautt,“ segir kennarinn. „Eða tómatsósa," segir annar. „Nei, þetta er ábyggilega málning," segir þá sá sem talaði áður um sultuna. „Hún rífur veggina," segii' Kári allt í einu um Tótu. „Get- ið þið gert það?“ spyr Ingi- björg. „Það er búið að mála svo mikið og málningin hefur þornað svo stíft að það er ekki hægt. Ég get það ekki einu sinni,“ segir Kári. Undirlegir hlutir fara að gerast í bókinni. Foreldr- ar Tótu hefjast handa við að eyðileggja dótið hennar, af því að Tóta hafði verið svo óþæg. „Þetta er bara draumur," segh' einn krakkinn. „Þetta er ekki draumur...“ segir þá annar. „Þau eru bara að leika þetta til að láta hana hætta að vera svona óþæg.“ „Þetta er draum- ur,“ ítrekar sá fyrsti. „Svo fær hún bara kartöflu í skóinn," heyrist þá í einni stelpunni. Meira er lesið. Mamman plokkar augun úr dúkkunni. „Ekki er hún nú falleg núna,“ segir Ingibjörg og snýr bók- inni við svo krakkarnir sjái myndina. „Ooooooo." Ekki er laust við að sársauka gæti í rödd krakkanna. „Oj, oj, oj, °j>“ segja svo allir samtaka þegar Pétur bangsi verður að ræksni, vegna þess hve pabb- inn fór illa með hann. Tóta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.