Morgunblaðið - 13.09.1998, Side 36
36 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
KOMMIJNISMIER
SAMFÉLAGSÁSTAND
KOMMÚNISMI er samfélagsá-
stand þar sem fólk á saman það
sem þarf til lífsins, það vinnur
hæfilega mikið og fær í hendur það
sem það hefur þörf fyrir. Hér er
um að ræða óskmynd, mikla and-
stöðu við þann raunveruleika sem
fólk býr við, og sérstaklega gífur-
leg andstæða raunveruleika fjöld-
ans á þeim tíma sem kommúnism-
inn fékk á sig skýra mynd í póli-
tískri baráttu og fræðilegri útlegg-
ingu um og uppúr miðri 19. öld.
(Kommúnistaávarpið kemur út
1849, Auðmagnið I 1867.) Ýmsir
sáu þetta sældarástand í hillingum
eins og eðlilegt var, samfélagsá-
standið fyrir vinnandi fók var víð-
ast hvar skelfilegt á þessum tíma,
hávaxtarskeiði iðnvæðingarinnar,
jafnframt blómaskeiði auðgráð-
ugra borgara. 1917 tekst kommún-
istum að ræna byltingu og völdum
í Rússlandi þar sem hafði orðið
bylting hermanna, verkamanna og
bænda gegn landeigendaaðli, auð-
borgurum og algeru einræði keis-
arans. Þeir sem komust til valda
voru sósíaldemókratar sem
stefndu að kommúnisma, en því
marki tókst þeim aldrei að ná. Þeir
hlutu að gjalda þess að hafa gripið
inn í þróun, gripið fram fyrir hend-
ur á vilja fólks, aðallega auðvitað
bænda, sem i fyrstu voru mjög
hrifnir af að fá eignarhald á jörð-
um en höfðu ekki fagnað lengi þeg-
ar það eignarhald var aftur
afnumið. Þjóðfélagið var keyrt í
fjötra til að reyna að ýta því áfram
á það stig sem hægt yrði að leggja
upp frá til kommúnisma. Það
komst aldrei svo langt. Marx og
Engels höfðu alltaf lagt á það meg-
ináherslu að umskiptin frá borg-
aralegu samfélagi til sósíalisma og
þaðan til kommúnisma yrði að vilja
og ósk fjöldans, skiptin yrðu að
vera óhjákvæmileg. Með ráninu í
Rússlandi ruglaðist þessi mynd.
Menn vildu gjarnan trúa því að
valdhafar þar stefndu að kommún-
isma og áreiðanlega hafa þeir trú-
að því sjálfir framanaf, síðar eru
þeir auðvitað aðeins orðin valda-
stétt sem vill halda völdum og for-
réttindum.
I formála að nýlegri kynningar-
útgáfu á verkum Marx og Engels,
skrifar I. Fetscher prófessor í
Mannúð og frelsun
undan oki var, að mati
Þorvarðar Helgasonar,
kjarninn í boðskap
Marx og Engels.
stjórnmálafræðum í Frankfurt til
1988 eftirfarandi: „Eru verk M. og
E. yfirleitt áhugaverð ..? Spurn-
ingin á því aðeins rétt á sér ef
þannig stæði á að skrifræðisstjóm
með miðlægu áætlanakerfi án
íhlutunarréttar borgaranna sam-
svaraði samfélaginu sem M. og E.
sáu fyrir sér. Að svo er ekki hafa
gagnrýnir marxistar haldið fram í
áratugi. Hins vegar er ekki að efa
að hlut að þeiiTÍ þróun sem varð á
ekki ætlun heldur vöntun, fræðileg
vanræksla af hendi M. og E. sök.
Þeir gerðu ráð fyrir því að sósíal-
isminn sigraði fyrst í þjóðfélögum
sem ættu að baki borgarabyltingu
þar sem fólk þekkti vel til borgara-
legra og lýðræðislega stjómar-
hátta. Þeir álitu einnig að með af-
námi einkaeignaréttar á fram-
leiðslutækjum hyrfi sérhagsmuna-
pot og til tryggingar frelsi einstak-
lingsins þyrfti ekki fjölflokkakerfi
né valddreifingu til tryggingar
frelsi einstaklingsins. Greinilegur
veikleiki kenninga M. og E. kemur
fram í ófullburða vísun þeirra um
pólitískt form „hins frjálsa félags
framleiðendanna". Styrkur þeiri-a
lá í gagnrýni, ekki í því sem koma
átti stað þess sem gagnrýnt var.
Þess vegna skipta verk þeira enn
máli ... (K.M. F.E. Kynningarút-
gáfa, Studienausgabe, Band I, útg.
Iring Fetscher, Fischer Taschen-
buchverlag, Frankfurt am Main,
1990, bls. 9.)
Síðar í sama formála leggur
Fitscher áherslu á samhengið í
hugsun Marx frá elstu verkunum
til þeima síðari, „nefnilega að M.
líti á frelsun verkalýðsstéttarinnar
sem beint framhald af frelsisbar-
áttu borgaranna. í allri gagnrýni
M. á hið borgaralega samfélag
leggi M. áherslu á mótsögnina á
milli vilja og raunveruleika, lýð-
ræðið sé ekki af hinu vonda, held-
ur gervilýðræðið sem sé til staðar.
Frelsið sem frjálslyndu flokkarnir
boðuðu sé ekki illt
heldur valdaaðstæð-
umar í samfélaginu
sem þeir létu óátaldar.
Hápunktur gagnrýni
Marx á borgurunum
er greining hans á
stjórn Napóleons III.
Með 2. keisaradæminu
afsala borgararnir sér
pólitískum réttindum
til þess að fá vernd
undir hemaðarein-
ræði. Það er verkalýð-
urinn sem á að koma
aftur á lýðréttindum í
samfélaginu. Sá sem
les þessa texta frá
upphafsferli M. hlýtur að furða sig
á hve aðstæður þær sem M. lýsir
líkjast aðstæðum í Sovét undir
flokksræðinu."
Sem áður var sagt var mannúð
og frelsun undan oki kjarninn í
boðskap M. og E. og því voru vís-
anir í þessa gömlu texta handhæg-
ar - en aðeins svo lengi sem vald-
hafar voru marxistar, en þegar því
var ekki lengur til að dreifa voru
M. og E. orðnir bitlausir gegn
kerfi sem var aðeins í þykjustunni
undir merki þeirra. En áður en
það gerðist leyfðu sovétkennimenn
í marxisma sér að líta svo að verk
Marx frá því fyrir 1846 væru ekki
réttur marxismi.
Með öðrum orðum, hvernig hið
nýja samfélagt ætti að vera, um
það sögðu fræðin ekki nóg. Menn
gátu því lagað það í hendi sér.
Þetta fyrirbrigði, fyrst valdarán
og síðan ofbeldi, kúgun, tillitsleysi
og ofsóknarbrjálæði urðu einkenni
þessarar tilraunar sem stefndi að
kommúnisma en náði þangað
aldrei. Eftir seinna stríðið var svo
forskriftin, módelið flutt út í skjóli
Rauða hersins, ef einhver reyndi
að víkja af markaðri leið voru
glefsandi blóðhundar Kreml strax
mættir, Berlín ‘53, Búdapest ‘56,
Prag ‘68. Þrátt fyrir frávik var
ekki ráðist á þáverandi Júgóslavíu,
þarlendir höfðu frelsað sig sjálfir,
Stalin ku ekki hafa lagt í að ráðast
á Tito.
Hinir miklu kennifeður, Marx
og Engels, voru móralistar, menn
með sterka siðgæðistilfinningu
sem ofbauð þjóðfélagsástand sam-
tímans þar sem fáir
hnepptu marga í
morðfjötra fátæktar,
óhreininda, vosbúðar
og vinnuþrældóms,
menn, konur og börn.
Þeir vildu leggja sitt
fram til að þeim hörm-
ungum linnti og fólk
gæti ekki komið svona
fram við annað fólk,
tillitslaust gagnvart
þjáningum þess. Marx
og Engels smíðuðu
ekki þessa morðvél
sem Svarta bókin
fjallar um, það gerðu
misvitrir lærisveinar;
þeir einir verða að svara fyrir það.
Lenin hafði tekist að smíða sér
tæki sem var sterkt, óbilgjarnt og
áhrifaríkt, flokkinn, fámennan og
traustan. Með styrk flokksins tókst
honum að hrifsa til sín völd úr
höndum bráðabirgðastjórnarinar
sem m.a. vildi halda stríðinu áfram
- en slagorðin sem fengu fólk til að
fylkja sér um Lenin og hans menn
voru friður, brauð, land!
Það er söguleg staðreynd að
skóluðum marxistum ofbauð inni-
hald ræða Lenins þegar hann var
nýsloppinn inn í Rússland. (Sjá E.
Wilson, To the Finland Station,
Fontana 1972, bls 477.) Lenin var
maður framkvæmda, hann hafði
um árabil einbeitt sér að verkefn-
inu að losa Rússland undan oki
einveldis keisarans og nú hafði
tækifærið fallið honum í skaut og
hann var ákveðinn í að nota það.
Eftir valdatökuna stóðu valda-
menn frammi íýiir miklu verkefni,
að breyta Rússlandi í réttlátt sam-
félag - og marxisminn hjálpaði
þeim lítið í því efni, hann sagði
þeim hvert þeir ættu að stefna en
ekki hvernig. Rússland var alls
ekki það háþróaða iðnaðarland
með lýðræðishefðir sem Marx og
Engels litu á sem forsendu fyrir
öreigabyltingu. Því verður að líta á
valdatökuna í Rússlandi sem frá-
vik frá marxisma, braut sem haldið
er út á í krafti valda- og kúgunar-
tækis í algjörri andstöðu við sýn
Marx og Engels. Stalin sem erfði
forystuna að Lenin látnum var enn
fjær því að vera fræðimaður í
marxisma, einnig maður fram-
Þorvarður
Helgason
kvæmdanna, ruddalegra fram-
kvæmda, hafði líka stjórnað ránum
og þjófnaði til að fylla fjárhirslur
flokksins fyrir valdatökuna. Þenn-
an mann leiddi flokkurinn út á við-
sjárverða braut, 1919 var hann
gerður að yfirmanni eftirlitsstofn-
unar verkamanna og bænda, stofn-
unar sem hafði ómæld völd til eft-
irlits og áhrifa á allt stjórnkerfið,
1922 var hann að auk valinn aðal-
ritari flokksins, í krafti þeirrar
stöðu er hann yfirmaður skrif-
stofuveldis flokksins sem er einn
við völd í landinu. Þar með er Stal-
in á leið að verða ein- og alvaldur í
landinu, fyrirbrigði sem á sér enga
stoð í marxisma. Hér var verið að
efna til mikils harmleiks. Það hefði
þurft sérstakt siðferðisþrek til að
standast þessar freistingar til
valdbeitingar og notfæra sér þær
ekki. Það var fyrirfram vitað að
Stalin byggi ekki yfir því siðferðis-
þreki, þeir völdu hann samt.
Afieiðingarnar eru þekktar. Hann
var valdasjúkur og haldinn ofsókn-
arbrjálæði í ríkum mæli, auk þess
var hann duglegur og fylginn sér
og hikaði ekki frammi fyrir erfið-
um verkefnum, eins og t.d. um-
byltingu landbúnaðarins sem kost-
aði milljónir mannslífa. Aðeins
einu sinni svo vitað sé vissi hann
ekki sitt ráð og lokaði sig af í
nokkra daga, við innrás Þjóðverja.
Hann hafði sjálfur veikt svo Rauða
herinn með ofsóknum að hann var
ekki til stórræðanna, enda æddu
Þjóðverjar inn í Rússland mót-
spymulítið. Stalin hefur vitað upp
á sig sökina. Rússland er stórt og
veturinn hjálpaði, sóknin var
stöðvuð á síðustu stundu og smám
saman snúið í gagnsókn.
Kommúnisminn er eldri en M.
og E. Þeh’ hentu hann á lofti og
festu hann í sessi og svo lengi sem
heiðarlegt fólk á sér draum um
réttlátt þjóðfélag mun smíði þeirra
lifa, kraftur gi’einingarinnar hvetja
til eftirbreytni.
I framhjáhlaupi er gaman að
geta þess að Kommúnistaávarpið
varð 150 ára nú í vetur. Alvarlegir
blaðamenn á meginlandinu tóku
sér þennan síunga teinung í hönd
og lásu - og sumir fengu hroll,
þeim fannst þeir verða vitni að eld-
legum spádómum, textinn fjallaði
um samtíð þeirra!
Eg held að ýmsir hefðu gott af
að fara eins að, 2. og 3. útgáfa, þ.e.
snjöll þýðing ásamt inngangi
Sverris Kristjánssonar sem kom
út á 100 ára afmælinu og aftur síð-
ar er enn á boðstólum.
P.s. Skrifað í tilefni af grein Jak-
obs F. Ásgeirssonar í Mbl. 14.6.
sl.
Höfundur er kennari
og rithöfundur.
áagar
mam
20% a$&láttur
mánudag - þriðjudag - miðvikudag
úrval aþ nýjum vetrareftnum
Barnaelsnin komin ..
SARA
Trönuhraun 6, Hafnarfirði
við Faxafen Suðurlandsbraut 50, Rvk
GITARSKOLI
GÍTARSKÓLI ÍSLANDS
Gítarnámskeið (haustönn)
hefst 21. sept. nk. Einkatímar
— 12 vikna námskeið fyrir aila
aldurshópa, kassagítar, rafgít-
ar, bassi fyrir byrjendur og
lengra komna.
(Nemendur geta valið sjálfir
viðfangsefni í samráði við
kennara).
Skráning hefst 6. sept. milli kl.
19.00 og 21.00 í síma 581 1281
(símsvari - skilaboð á öðrum
tímum).
GÍS — Grensásvegi 5.
Torfi Tryggvi
Ólafsson Hiibner
Bubbi Morthens
með fyrirlestur