Morgunblaðið - 13.09.1998, Síða 39

Morgunblaðið - 13.09.1998, Síða 39
I I I I I I I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 39 ' MINNINGAR tíð eða þangað til hún seldi hús sitt, Grundartún 2, á síðastliðnu ári og gerðist vistmaður á elli- heimilinu Höfða. Ég held því, að mörgum sem notið hafa umönnun- ar, gestrisni og höfðingsskapar Sigríðar Einarsdóttur finnist sem nú hafi orðið breyting á, Skaginn sé ekki alveg sá sami og áður. Við hjónin sendum Sigríði heit- inni þakkir fyrir margar ánægju- legar samverustundir, gestrisni hennar og hlýhug í okkar garð og fjölskyldu okkar við löng kynni, þar sem aldrei bar skugga á. Jafn- framt sendum við ástvinum Sigríð- ar einlægar samúðarkveðjur. Sigurður M. Helgason. Sigríður Einarsdóttir, föður- systir mín, sem ég minnist með þessum orðum, er látin 85 ára að aldri. A Akranesi, þar sem hún lést, var ævi hennar öll frá vöggu til grafar, nánast á sama blettin- um, í gamla Bakkahúsinu, sem fað- ir hennar hafði reist og þar sem hún bjó fyrstu búskaparárin og síðan í næsta húsi, sem hún og maður hennar, Hjalti Björnsson, byggðu. Sigga frænka, eins og hún var ætíð kölluð af okkur systkinunum, var glaðsinna kona og okkur kær. Fjölskylda hennar sjálfrar var ekki stór, því hún og Hjalti áttu eina dóttur, Birnu, en einn sonur hafði þeim fæðst andvana. Vinir og kunningjar voru hins vegar margir og oft var fjör á heimilinu, þar sem gestrisni var mikil og allir fundu sig velkomna. Sigga var lærður kjólameistari og saumaði heima, svo auk skyldmenna eða vina og nágranna áttu ýmsar kon- ur leið til hennar vegna sauma- skaparins. Til að undirstrika enn frekar hversu Sigga var mikil félagsvera þá var hún einn af stofnendum skátahreyfingarinnar á Akranesi og starfaði einnig bæði í Sjálfstæð- iskvennafélaginu og Lionsklúbbn- um í bænum. Ég og systkini mín, sem erum fædd og uppalin á Sauðárkróki, eigum margar góðar minningar frá heimsóknum okkar til ömmu á Akranesi, sem allar tengjast Siggu. Hún sá til með aldurhnig- inni móður sinni og fannst hún hafa skyldur við okkur, bróður- börn sín, einkum eftir að faðir okk- ar lést um aldur fram og við þá enn á unglingsaldri. Höfðu þau systkinin verið náin, en hún var ári yngri en hann. Ég dvaldist einn vetur á Akra- nesi og stundaði þar nám í gagn- fræðaskóla eftir lát föður míns. Naut ég Siggu þá mjög, en bjó í næsta húsi hjá bróður hennar og mágkonu. Við Birna urðum þá samferða í skólann, og fékk ég heitt kakó og brauð á hverjum morgni, því frænka mín fór alltaf á stjá til að fylgja fólki sínu úr hlaði í skóla og vinnu. Einnig saumaði Sigga á mig fót og hjálpaði mér við enskunámið, en hún var vel að sér í þeirri tungu. Sigga lést á afmælisdegi móður sinnar, ömmu minnar, en á milli þeirra mæðgna var ætíð mikill kærleikur. Pær bjuggu saman í húsi og síðar hlið við hlið alla tíð meðan báðar lifðu. Naut gamla konan einstaki-ar umhyggju dóttur sinnar til dánardægurs. Eftir að Birna eignaðist fjöl- skyldu var velferð hennar það sem skipti Siggu mestu máli. Hjá dótt- ur sinni, tengdasyni og börnum þeirra dvaldist hún oft vikum sam- an, en þau hafa lengst af verið bú- sett erlendis síðastliðna tvo ára- tugi. Sigga frænka hafði ekki verið líkamlega frísk að undanfórnu, og var hún mjög sátt við það að enda- lokin nálguðust. Fyrir viku átti ég tal við hana í síma, og orðaði hún það svo að hún hefði átt gott líf, og nú væri kominn tími til að kveðja. Ég sendi Birnu og fjölskyldu hennar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning góðrar konu. Kristín Helgadóttir. Kveðja frá Lionsklúbbnum Eðna, Akranesi Jákvæð hugsun þín breytir öllum heiminum. Lífíð er guðsgjöf. (Gunnar Dal) Þetta erindi lýsir látinni heið- urskonu afai-vel. Sigríður, eða Sigga á Bakka eins og Akurnes- ingar jafnan nefndu hana, var alltaf jákvæð í hugsun og lagði öll- um gott til. Þess vegna var hún eftirsóttur félagi. Eiginmaður Sign'ðar var Hjalti Björnsson vélvirki, sem andaðist 5. september 1980. Hjalti var áhuga- samur félagi í Lionsklúbbi Akra- ness og m.a. formaður klúbbsins starfsárið 1966-1967 og studdi Sigríður mann sinn ötullega í störfum hans fyrir Lionshreyfing- una. Sign'ður Einarsdóttir gekk til liðs við Lionessuklúbb Akraness við stofnun hans 1981 og var ætíð fús að leggja margvíslegum störf- um Lions lið. í nóvember 1997 var klúbbnum okkar breytt í Lionsklúbb, sem nefndur var Lkl. Eðna. Þar gerðist Sign'ður stofnfélagi og sat alla fundi sem hún mögulega gat. Vor- um við Lionskonur stoltar af að fá að njóta áfram vináttu hennar og frásagnargleði. A áttræðisafmæli Sigríðar var hún gerð að ævifélaga klúbbsins og er hún sú eina sem þessi virðing hefur verið sýnd. í október hefði hún orðið 85 ára, þessi síunga, glaðlynda kona. Ætlaði klúbburinn hennar að gleðjast með henni á þeim tímamótum. En sl. vikur hrakaði heilsu Sigiíðar og nú er hún „komin heim“ eins og skátar kveðja sína félaga, en hún var einnig mikill skáti. Birnu, einkadóttur Sigríðar, og fjölskyldu hennar, Halldóri bróður hennar og fjölskyldu hans svo og öllu nánu vina- og frændfólki send- ir Lionsklúbburinn Eðna innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Siggu á Bakka. + Kristín Hall- dórsdóttir fædd- ist á Dýrastöðum í Norðurárdal 6. maí 1948. Hún lést á heimili sínu 2. sept- ember siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgar- neskirkju 10. sept- ember. Þegar maður dvelur einn erlendis er fátt yndislegra en gott bréf eða símtal að heiman. En þegar það boðar harmafregn verður sorgin nánast óbærileg. - Hún Stína vinkona þín í Borgarnesi dó í nótt. Hún sofnaði í gærkvöldi við hliðina á Guðmundi, en vaknaði ekki aftur í morgun. Það er enginn til að gráta hjá, enginn til að hugga. Og ég sest við tölvuna til að tala við sjálfa mig og segja öðrum hver hún Stína var. Ég þarf að tala í þátíð um hana Stínu. Kristín Halldórsdóttir frá Dýra- stöðum var ein af bestu dætrum Borgarfjarðar. Ein af bestu dætr- um Islands. Hún var gáfuð svo af bar. Hún var trú öllum bestu gild- um íslensks samfélags. Hún var fjögurra barna móðir, atorkusöm, gerði alla hluti vel, þess vegna eftir- sótt til allrar vinnu og tránaðar- störfin hlóðust jafnt og þétt á henn- ar þykku herðar. Hún var gegnheil og góð mann- eskja. Og hún var vinkona mín. Við kynntumst þegar við vorum 15 ára, í skógræktinni í Þverárhlíð, ég af Skaga hún úr Norðurárdalnum. Hún var nærsýn, feitlagin og feimin að sjá, en það þurfti ekki að ræða lengi við hana til þess að finna fyrir hennar skörpu greind. Og hún brosti svo kankvíslega. Þetta var yndislegt og sólríkt sumar. Við urðum brúnar á bakinu við bogrið yfir plöntunum. Þegar við hittumst næst í Menntaskólan- um á Akureyri komum við því fljótlega þannig fyrir að við gátum ver- ið saman á herbergi í heimavistinni. Okkur féll ákaflega vel hvorri við aðra og við skólann, báðar áhugasamar um námið og milli okkar ríkti andi sam- keppni og sívaxandi vináttu. í mér var alltaf heldur meiri óróleiki og útþrá, ég stökk út í bæ og hljóp yfir bekk, en Stína varð að sjálfsögðu dúx máladeildar 1968. Þá var ég gift kona að verða mamma, en Stína átti líka kærasta. Guðmund Egilsson úr Borgarnesi. Hann var fimm árum eldri en hún upp á dag. Þau voru bæði fædd 6. maí. Guðmundur Egilsson, eða Mummi, eins og Stína kallaði hann alltaf í bréíúnum sínum, horfir nú á eftir sinni mætu konu löngu fyrir tímann. Við sem urðum fimmtugai' í vor töldum okkur rétt í hálfnuðu verki. Stína átti margt ógert, margt ólifað, m.a. að fá að fylgjast með bamabörnunum litlu vaxa úr grasi. Guðmundur hefur mikið misst, börnin hafa mikið misst, barnabörn- in, Boi'garfjörður, já við öll sem þekktum hana og nutum vináttu hennar og krafta. Hér í milljóna- borginni reyni ég að hugga mig við minningar þessa góða og gjöfula sumars, minningar um síðasta fund okkar Stínu. Það var í júní. Við Ein- ar vorum á ferð um Borgai-fjörð og þau lánuðu okkur húsið sitt eina nótt. Voru sjálf að fara á stórt ætt- armót sem Stína var í forystu fyrir. Sólsetrin era ákaílega fögur við Kveld-Ulfsgötuna í Borgarnesi, ég gat ekki hugsað mér að draga fyrir gluggann, vildi sofna í þessari rauðu birtu í svefnherberginu þein-a. Morguninn eftir var himnaríkisblíða í garðinum sem rennur saman við votar leirurnar og fjöruborðið út í sjó. Við fórum með kaffibollana út og tímdum varla að yfirgefa staðinn. Núna þegar ég syrgi Stínu svo ákaft ætla ég að hugga mig við að hún sofnaði svefninum langa í sínu góða rámi. Ég sé fyrir mér rauðan bjarmann á veggnum, því það hlýtur að hafa verið fagurt sólsetur. Og þeg- ar hún vaknar upp að morgni lífsins handan dauðans, brosir hún kankvís- lega og segir, - jæja, svona er þetta þá, - og gengur út í garðinn sem nær á enda veraldar. Og það er himnarík- isblíða. Héðan frá París sendi ég öll- um aðstandendum og þeim fjöl- mörgu sem eiga um sárt að binda við fráfall Kristínar Halldórsdóttur mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Steinunn Jóhannesdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. KRISTIN HALLDÓRSDÓTTIR + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, ÓLAFUR SIGURÐUR GÚSTAFSSON, Hringbraut 15, Hafnarfirði, sem andaðist sunnudaginn 6. september sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 15. september nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsféiagið. Áslaug Kristín Pálsdóttir, Sigurður Arnar Ólafsson, Andri Már Sigurðsson, Jóhanna Guðrún Bjarnadóttir, Jóhanna Gústafsson, Árni Gústafsson, Sesselja Pálsdóttir, Ásgerður Ágústa Pálsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Þorvaldur Ársæll Pálsson, Ágústa Guðrún Ólafsdóttir, Heiða Guðrún Einarsdóttir, Arnar Páll Sigurðsson, Páll Oddsson, Ragnar Ragnarsson, Bára Ásgeirsdóttir, Þorbergur Bæringsson, Kristin Jóhanna Þorbergsdóttir, Kristján Andrésson, Sarah Jane Allard. + Elskuleg systir okkar, móðursystir og frænka, KRISTÍN MARKÚSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 16. september kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir um að láta Kristniboðssambandið njóta þess. Alda Markúsdóttir, Gunnþórunn Markúsdóttir, Helga Markúsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Guðbjörn Sigurmundsson og börn. + Elskulegur bróðir okkar, ÁSMUNDUR HALLGRÍMSSON, Háaleitisbraut 28, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju þriðjudaginn 15. september kl. 15.00. Halldór Ingi Hallgrímsson, Gunnar Hallgrímsson, Margrét Hallgrímsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts LEIFS SIGURÐSSONAR rafvirkjameistara, Akurgerði 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans fyrir ómetanlega umönnun og hlýju. Maria Auður Guðnadóttir, Sólveig Leifsdóttir, Gísli Blöndal, Halla Leifsdóttir, Jón Pétur Guðbjörnsson, María Auður Steingrímsdóttir, Oddur Hafsteinsson, Leifur G. Blöndal, Eiríkur Gísli Johansson, Guðbjörn Jónsson, Rikharð Atli Oddsson. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför VIGDÍSAR EINBJARNARDÓTTUR frá Ytri-Rauðamel. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra, Borgarnesi. Hulda Bára Jóhannesdóttir, Þorsteinn J. Jóhannesson, Ragnheiður E. Stefánsdóttir, Björn Stefánsson, Stella Stefánsdóttir, Svanlaug Vilhjálmsdóttir, Skarphéðinn Gissurarson, Þorgerður Sigurjónsdóttir, Ásmundur Reykdal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.