Morgunblaðið - 13.09.1998, Side 43

Morgunblaðið - 13.09.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 43 f HÓPURINN á Víðirnesi, þar sem landnámsmenn tóku land í okt. 1895 og fyrsti íslendingurinn í Vesturheimi fæddist. / Ogleymanleg pílagrímsferð til „Nýja Islandsa Félag eldri borgara í Reykjavík lagði í sumar leið sína til Nýja Islands í Kanada og stóð ferðin frá 28. júlí til 12. ágúst. Hér segir Qddný Sv. Björgvinsdóttir frá ferð- inni, en hún var fararstjóri hópsins. KÓR FEB í Reykjavík „Söngfélag eldri borgara“ á hátíðasviðinu í lystigarðinum í Gimli. HUGUR félaga í Félagi eldri borgara í Reykjavik hefur lengi staðið til vesturfarar. Tengsli hafa glatast við ættmenni á vestm-- slóðum. Sagan fær líka forvitnilegri ímynd eftir því sem aldurinn færist yfír og meira er lesið. Vesturför varð loks vei-uleiki í sumar. Níutíu eldri borgarar sóttu hátíðahöld 109. Is- lendingadagsins í Gimli, kórinn þeirra „Söng- félag FEB“ söng á hátíðasviðinu, og leikfélag- ið „Snúður og Snælda“ sýndi brot úr leikrit- um víða um Islendingabyggðir. Fararstjóri hópsins var Oddný Sv. Björgvins, sem sá einnig um skipulagningu ferðarinnar með að- stoð Davíðs Gíslasonar kornræktarbónda vestanhafs. Undirbúningur hófst í júní ‘97, enda í mikið ráðist. „Ógleymanleg pílagríms- ferð er að baki“, sögðu margir við heimkomu. „Svona ferðir er útilokað að skipuleggja nema með góðri aðstoð fólksins fyrir vestan," segir Oddný. „Ég var svo heppin að fá Davíð Gíslason til að hjálpa mér, en hann aðstoðaði Karlakórinn Heimi frá Skagafirði í kórferða- lagi á sömu slóðum sumarið ‘96. Davíð talar þessa skemmtilegu „Winnipeg-íslensku" og er eldheitur ættjarðarvinur. Hann er formaður Landafundanefndar í Kanada sem undirbýr hátíðahöld á aldamótaári og önnum kafinn í bústörfum og félagsmálum, en gaf sér samt tíma til að undirbúa komu hópsins. Hann flaug með hópnum til Calgary og reyndist okkur frábærlega. Við ákváðum fljótt að gefa hópnum kost á að skynja bæði víðáttu sléttunnar og fegurð Klettafjalla. Formaður þjóðræknisfélagsins í Calgary, Margrét Geppert, tók vel á móti okkur og var leiðsögumaður okkar um Kletta- fjöllin. Eins má geta ómetanlegrar aðstoðar Laurence Johnson, varaformanns þjóðrækn- isfélagsins í Selkirk. Þegar kórinn vantaði að- stöðu til æfinga, bauð Laurence 35 manna kór að æfa sig í setustofunni heima hjá sér. Það var íslensk gestrisni, eins og hún gerist best.“ Oddný segir undirbúning ferðarinnar hafa staðið í rúmt ár. „í vetur fengum við ættfræð- ing á fund með hópnum, sem hjálpaði til að rekja horfin ættartengsl. Það er mildls virði íyrir Kanadabúa af íslenskum uppruna að fá heimsókn ættingja og skynja rætur sínar á Is- landi. Ekki er síður mikilvægt fyrir eldra fólk að fá tækifæri til að skoða söguslóðir vestan- hafs og hitta yngri kynslóðir landnemanna. Islensku þjóðræknisdeildirnir buðu til „gestamóta þar sem rabbað var saman yfir kaffibolla, kleinum og vínartertusneið að ís- lenskum þjóðarsið frá dögum landnemanna. Mikið var spjallað og sungið. Ótrúlegt, hvað íslenska þjóðarbrotinu hefur tekist að varð- veita íslenskuna, hvað yngri kynslóðin leggur á sig til að rækta tungumálið sem margir námu hjá ömmu og afa. Islenskan er best varðveitta móðurmál þjóðernishópa í Kanada. Það er gaman að hlusta á „Winnipeg-íslenskuna“, einu mállýskuna sem íslensk tunga býr yfir. ISLENDINGAR í Vesturheimi fögnuðu 109. íslendingadeginum í sumar. „Gestgjafar okkar nutu þess að heyra vel lesin ljóð, hlusta á hrynjandi íslenskrar tungu. Tár blikuðu í augum margra íslensk- kanadísku kvennanna, þegar kórinn söng gamalkunn, íslensk lög. Ég veit að hópurinn snýr aftur heim með sterkari þjóðerniskennd, sem betri íslendingar“, segir Oddný. „Yngri kynslóðin hér heima þykir oft of höll undir ensk áhrif. Ef heimsóknir til íslendinga- byggða í Kanada yrðu tíðari, hef ég trú á að viðhorf margra myndu breytast, svo stoltur verður maður af uppruna sínum eftir að hafa dvalist á meðal Vestur-íslendinga." fslendingadagurinn á Gimli Páll Gíslason, formaður FEB í Reykjavík, var nú gestur á íslendingadegi í fyrsta sinn. Hvernig fannst honum? „Það var fróðlegt fyrir okkur, níutíu félaga úr FEB í Reykjavík, að skynja þau sérstöku hughrif sem hvíla yfir helgi íslendingadags- ins, þegar fólk af íslenskum uppruna streymir til Gimli úr öllum áttum, til að hitta ættingja sína fjær og nær. Ungir og gamlir, börn og barnabörn gleðjast saman, borða og gi'illa í garðinum við gamla fjölskylduhúsið. Hátíðahöldin eru fjölbreytt og ná yfir marga daga, en íslendingadagurinn, sem var nú 3. ágúst, er með hefðbundnu sniði og minn- ir á hátíðaleika 17. júní á fimmta áratugnum. Dagurinn hófst með skrúðgöngu ýmissa fé- lagasamtaka, eins og lúðrasveita, frímúrara, skáta, trúarfélaga og fleiri en hægt er að telja upp. Gaman var að sjá kórinn okkar taka þátt í skrúðgöngunni. Vörubílar, traktorar, bruna- bílar, jarðræktartæki og mótorhjól voru þarna Á GÖNGU meðfram Lovísuvatni „Lake Louise" í Klettafjöllunum, Páll Gislason og kona hans, Soffía Stefánsdóttir, ásamt Mar- gréti Gebbert leiðsögukonu frá Calgary. á ferðinni, enda tók skrúðgangan um tvo tíma. Ahorfendur fjölmenntu beggja vegna strætis- ins. Skrúðgöngunni lauk við lystigarðinn í Gimli, þar sem hin hefðbundnu hátíðahöld fará fi-am. Söngfélag FEB söng á hátíðasvið- inu undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur kór- stjóra. Sungin voru íslensk lög með undirleik Sigrúnar Grendal píanóleikara og Jónasar Dagbjartssonar fiðluleikara. Góður rómur var gerður að söngnum og kórnum hrósað mjög, þótt aðstaðan væri erfið. I ræðuhöldum dagsins kom vel í ljós, hve mikilvægt er að tengslin séu sem best, bæði fyrir Vestur-íslendinga og okkur hér heima. A æðstu mönnum Manitoba mátti heyra, hve miklu hlutverki íslendingar hafi gegnt allt frá landnámi - í 123 ár. Umsvif þeirra eru mikil í menntun, menningu, viðskiptum, fiskveiðum og landbúnaði - og fara vaxandi. Gaman var að fylgjast með hve vel hefur gengið hjá Vest- ur-Islendingum og hvað þeir hafa unnið mikið átak til eflingar íslensku þjóðerni. í lok há- tíðahaldanna söng kórinn okkar þjóð- söngvana þrjá: íslands og Kanada og Bret- lands.“ Á ferð um íslendingabyggðir Páli kom á óvart, hve sterk þjóðerniskennd ríkir enn í íslendingabyggðum vestanhafs. „Fyrstu kynnin voru í Winnipeg. Þar skoðum við hið glæsilega þinghús frá 1908, en gengum að styttu Jóns Sigurðssonar í garðinum við þinghúsið. Farið var um slóðir íslendinga í Winnipeg og siglt eftir Rauðánni. Áhrifamikið var að koma til Willow Point þar sem land- nemar komu fyrst að landi og fyrsti Vestur- Islendingurinn fæddist í tjaldi meðan snjóaði inn á móður og barn. Byggð hófst á Nýja íslandi árið 1875 og \ maður dáist að dugnaði, atorku og þolinmæði frumbyggjanna. Á Heklueyju gengum við um fiskiþoi-pið, sem nú er safn um fyrstu búsetu íslendinga á eynni. í Árborg bauð Esjudeildin til kvöldverðar og sló upp kvöldskemmtun, þar sem félagsfólkið okkar skemmti með kórsöng, leikþáttum og almennum söng. Um 300 manns komu á skemmtunina, þar á meðal sendiherra okkar, Jón Baldvin Hannibalsson og frú. Gamla landnemakirkjan í Gimli er nýupp- gerð og þjónar nú hlutverki menningarhúss. Síðdegis á sunnudegi fyi’ir íslendingadaginn stóðu kór og leikfélag fyrir skemmtun þar. Meðal annars var leiklesinn lokaþáttur úr Gullna hliðinu við góðar undirtektir áhorf- enda. Eftir hátíðahöld íslendingadagsins flaug hópurinn til Alberta, heimsótti hús Kletta- fjallaskáldsins Stephans G. Stephanssonar, sótti „gestamót" Islandsdeildar Leifs Ei- ríksonai' í Calgary og sá óviðjafnanlega fegurð Klettafjallanna. Það er óhætt að segja að ferð- in hafi gengið að óskum undir öruggri farar- jf. stjórn Oddnýjar,“ segir Páll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.