Morgunblaðið - 13.09.1998, Qupperneq 44
J* 44 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
CARMEN dansar við nautabanann á óperusýningunni í nautahring í Ronda.
'V
„DUENDE" OG HEIMS-
LIST Á COSTA DEL SOL
Fjölbreytt listalíf er á boðstólum fyrir íbúa
og gesti Sólarstrandar Spánar. Örnólfur
Árnason segir hér frá ýmsu af því helsta
sem þar hefur verið á ferð í sumar.
/
IMESTA uppgangsstað í mót-
töku útlendinga við Miðjarðar-
hafíð, Costa del Sol, þar sem
^ gistirými hefur samkvæmt op-
* inberum tölum verið betur nýtt í
júlí og ágúst en í nokkrum öðrum
bæ Spánar, hafa yfirvöld, a.m.k. um
nokkurra ára skeið, verið mjög
meðvituð um það að fólk vill hressa
fleira en kroppinn í fríum sínum.
Það þarfnast einnig andlegrar upp-
lyftingar. Þvf hafa Málaga-borg,
héraðsstjórnin í Málaga og sjálfs-
stjórnar-júnta Andalúsíu mokað
peningum í listastarfsemi að und-
anförnu, enda skiptast hér á stór-
viðburðir bæði á sviði klassískrar
listar og þeirrar sem nýtur mestrar
lýðhylli. Framboðið er mest í höf-
uðborginni Málaga, en einnig í
Nerja, Toiremolinos, Marbella og
/ fleiri bæjum á Sólarströndinni.
Ferðamálaráð Costa del Sol hef-
ur og til ráðstöfunar á þessu ári
rösklega 600 milljónir peseta (yfír
300 miljónir ísl. kr.) og ver drjúgum
hluta þess fjár til að styðja við
heimsóknir frægra tónlistarmanna
eins og t.d. Rolling Stones, Carlos
Santana, Van Morrison o.fl. nú í
sumar.
Canales, kóngur
flamenco-dansins
I júní vakti einna mesta athygli
sýning Antonios Canales og fla-
menco-dansflokks hans. Canales er
óefað skærasta stjarna flamenco-
dansins um þessar mundir, þótt
margir fleiri berjist um þann titil,
svo sem ungi sígauninn og kvenna-
gullið Joaquín Cortés sem tryllir
fólk með poppuðum stíl sínum og
arabískum trillum í tónlist sinni, og
> gamla brýnið Antonio Gades, sem
lék, dansaði og samdi dansana við
kvikmyndina Carmen eftir Carlos
Saura, sem margir Islendingar sáu
á kvikmyndahátíð í Reykjavík fyrir
allmörgum árum. Gades var reynd-
ar á ferð hér í Málaga í maí sl. með
glæsilega sýningu á dönsunum úr
Carmen sem farið hefur sigurfór
um heiminn í mörg ár og á vinsæld-
ir sínar ekki síst að þakka frábærri
flamenco-tónlist gítarleikarans
snjalla, Pacos de Lucia, byggðri á
laglínunum úr óperu Bizets.
Þegar flestir þjóðarleiðtogar hins
vestræna heims voru samankomnir
á Spáni í fyrrasumar í tilefni af
fundi Atlantshafsbandalagsins, var
það Antonio Canales ásamt hóp sín-
um sem fékk það hlutverk að sýna
útlendu tignargestunum þá list sem
e.t.v. er spænskust allra spænskra
listgreina, þ.e.a.s. flamenco, þótt
allir séu sammála um að rætur
þessarar tónlistar teygi anga til
Austurlanda og Afríku.
Tvö verk voru á efnisskrá Cana-
les, annað byggt á leikritinu Húsi
Bernörðu Alba eftir Federico
Gracía Lorca, hitt eins konar til-
brigði við myndina Guernica eftir
Pablo Ruiz Picasso. Efniviðurinn
er sem sagt sóttur í tvo frægustu
syni Andalúsíu á öldinni sem er að
ljúka.
Canales er óvenju stór og þrek-
inn af dansara að vera. Hann er því
einstaklega ógnvekjandi í hlutverki
frú Bemörðu. Gífurleg tækni hans,
ekki síst í stepp-dansi, og vald yfír
breytingum á hraða og takti, er
næstum yfirþyrmandi, en svo kem-
ur í ljós að hann býr einnig yfír fín-
um blæbrigðum og hrífandi þokka.
I kóreógrafíunni notfærir Canales
sér ýmsa dansstíla svo sem hefð nú-
tímadans og blandar hana afar
skemmtilega saman við hin feikna-
ANTONIO Canales og Carmen Ternandez í dropasteinshellinum í
Nerja á Costa del Sol.
hröðu dansspor flamenco-dansins.
Hjá dansflokki Canales er mest
áhersla á hið sjónræna og t.d. lýs-
ing og búningar með mestu ágæt-
um. Canales tróð aftur upp með
hóp sinn á listahátíð í Fuengirola á
Costa del Sol 24. júlí.
Rolling Stones
Málaga var fyrsti viðkomustaður
Rolling Stones á hljómleikafor
þeirra um Spán með „Bridges to
Babylon", sömu sýningu og kemur
til Islands. Gestgjafarnir, Ferða-
málaráð Costa del Sol, auglýsti Sto-
nes sem „frægustu hljómsveit
plánetunnar". Kostnaður við komu
Stones til Málaga var áætlaður 650
milljónir peseta. Hljómleikarnir
voni haldnir við höfnina og þurfti
að byggja sérstakt svið, 54 m á
breidd og 25 m á dýpt. Fram-
kvæmdunum var líkt við að byggja
níu hæða hús. Samkvæmt blaðavið-
tölum við hljómleikahaldarana,
taka Stones 1,5 milljónir dollara
fyrir hvern konsert. Prentaðir voru
tæplega 60 þúsund miðar sem kost-
uðu 6-16 þúsund pesata eftir stað-
setningu, eða 3-8 þúsund ísl. kr. og
seldust upp. Fólk flykktist að frá
útlöndum. Frá Bretlandi komu t.d.
sjö sérstök leiguflug með tónleika-
gesti og að minnsta kosti þrjár
járnbrautarlestir.
Mikill viðbúnaður var 14. júlí,
þegar „afar popp-tónlistarinnar“
lentu á Málaga-flugvelli með 250
manna föruneyti sínu í tveimur
stórum einkaþotum og þrömmuðu
inn í flugstöðina sem kennd er við
frægasta son Málaga, Pablo Ruiz
Picasso. Síðan héldu Mick Jagger,
Keith Richards og nokkrir fleiri til
Hotel Byblos við Mijas-golfvöllinn í
útjaðri Fuengirola (verð að sögn
blaða ísl. kr. 90 þúsund per hótelí-
búð á nóttu), þar sem þeir að eigin
sögn dunduðu sér við golfleik og
sódavatnsdrykkju meðan starfslið
þeirra undirbjó tónleikana. Jagger
ætlaði í kynnisferð til hinnar fögru
fjallaborgar Ronda, en sneri við er
hann átti 8 km leið ófarna þangað
vegna þess að honum barst njósn af
sæg ljósmyndara sem hugðust
veita goðinu fyrirsát þar.
Ymsir sérkennilegir samnings-
skilmálar Stones um veitingar og
viðurgerning voru umfjöllunarefni
fjölmiðla, svo sem að á tónleikunum
skyldu gestgjafarnir sjá þeim fyrir
einu tonni af ísmolum og 300 ónot-
uðum handklæðum sem aðeins
hefðu verið þvegin einu sinni.
Spurning er hvort þetta skilyrði er
líka í samningnum vegna tónleik-
anna í Reykjavík.
Tónleikarnir við höfnina í Málaga
voru stórkostlegir. Sviðið var
magnað, byggt úr 400 tonnum af
járni, ljósabúnaður og notkun ljósa
í hæsta gæðaflokki heims, og 250
þúsund vatta hljóðkerfið dugði vel
fyrir allan þennan mikla mann-
fjölda. En það var þó fyrst og
fremst hljómsveitin sjálf og stór-
stjörnur hennar, einkum Mick Jag-
ger og Keith Riehards, sem slógu
algerlega í gegn og heilluðu áhorf-
endur, jafnt unga sem gamla. Jag-
ger var á sviðinu, syngjandi, dans-
andi, hlaupandi og hoppandi á
þriðju klukkustund, eins og hann
hefði aldrei tekið inn neitt óhollara
en vítamín og stundað líkamsrækt
alla morgna síðustu fímmtíu ár.
Keith Richards gerði feiknalukku
með því að syngja þrjú lög, en ann-
ars hljóp hann út og suður með gít-
ar sinn eftir brúm og bryggjum
leikmyndarinnar líkt og Jagger, og
var sífellt að koma með eitthvað
nýtt, óvænt og áhrifamikið.
Það var ánægt fólk sem streymdi
út af hafnarsvæðinu í Málaga eftir
að hafa fengið að upplifa mesta
„show“ sem nú er völ á í víðri ver-
öld.
Djass og popp
Stöðugur straumur hefur verið
til Costa del Sol nú í sumar af er-
lendum listamönnum á sviði djass-
og popptónlistar. Flestir troða upp
í höfuðborginni, Málaga, enda eru
borgarbúar líklega uppistaðan í
hópi tónleikagesta, en fyrir erlenda
ferðamenn, sem dvelja t.d. á gisti-
stöðunum í Torremolinos og Benal-
mádena Costa, Fuengirola eða
Marbella, er yfirleitt ekki nema 15-
45 mínútna akstur til borgarinnar.
Einn listamannanna, gítarleikar-
inn Carlos Santana, fyllti næstum
nautahringinn í Málaga, sem tekur
hvorki meira né minna en 12 þús-
und manns í sæti. Þar lék einnig
ung söngstjarna og gítarleikari,
Alejandro Sanz. Flestir aðrir koma
fram í helsta leikhúsi borgarinnar
sem kennt er við Cervantes, höfund
Don Quixote. Meðal þeirra sem þar
skemmtu í júlímánuði voru amer-
íski gítarleikarinn George Benson,
sem leikur djass og sólmúsík; íi-ski
tónlistannaðurinn og tónskáldið
Van Morrison með hljómsveit sína;
fönk- og afródjass-hljómsveitin
Earth, Wind & Fire frá Bandaríkj-
unum; unga djass- söngkonan
Cassandra Wilson, sem margir
líkja við Billie Holiday eða Ellu
Fitzgerald; blús-söngkonan fræga,
Cesaria Evora, frá Grænhöfðaeyj-
um; hinn frumlegi ítalski söngvari
og tónskáld Franco Battiato; og
djass-söngkonan þekkta, Marisa
Monte, frá Brasilíu.
Listviðburðir
í Torremolinos
Sólódansarar og dansflokkur frá
Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu hafa
verið á ferðinni á Costa del Sol.
Þeir héldu m.a. frábæra sýningu I
Torremolinos í júlí. í hópnum var
m.a. aðaldansmærin Alla Mik-
halchenko og Liubov Filippova,
Anna Ivanova, Andrei Evdokimov,
Gueorgi Gueraskin og Maxim
Valukin. A efnisskránni var syrpa
af sóló-dansnúmerum fyrir hlé, en
eftir hlé þriðji og síðasti þáttur af
ballettinum Þyrnirós við tónlist
Tsjækovskís. Sýningin vakti geysi-
mikla hrifningu áhorfenda, sem að
miklum hluta voru útlendingar,