Morgunblaðið - 13.09.1998, Síða 49

Morgunblaðið - 13.09.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 49 HJÖRDÍS María Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Sigfús Krist- jánsson og Sveinn Fr. Sveinsson. Skátar á Kili að okkur þætti hún í dýrari kant- inum. Hún kostar 1.200 kr. fyrir þá sem eru ekki í FI miðað við 500 kr. nóttin í Arnarsetri, sem Ægis- búar eiga, en hann ber af í saman- burði. Sérstaklega var fúlt að út- lendingar, sem gistu í tjaldi við skálann, höfðu komið sér fyrir í öðru herberginu. Þeir höfðu gas- hitarann inni hjá sér og töldu greinilega að íslenskir skátar væru slíkir harðjaxlar að þeir þrifust á kulda. Sem er auðvitað rétt. Að endingu yljuðu göngu- prímusarnir okkur. Mánudagur- inn rann upp með öskrandi norð- anátt og sandstormi. Blindandi löbbuðum við niður að vegamót- um, 8 kílómetra leið. Þar húkkaði einn úr hópnum far inn að Hvera- vallaafleggjara og labbaði þaðan á Hveravelli að ná í bflinn. Skemmtilegt skátastarf Frá Sveini Friðríki Sveinssyni: NOKKRIR krakkar úr skátafé- laginu Ægisbúum gengu Kjalveg hinn forna í ágúst. Hann liggur frá Hveravöllum að Hvítárnesi við Hvítárvatn, 44 kflómetrar. Til forna var vegurinn aðalsam- gönguleiðin milli Suður- og Norð- urlands. Hann var notaður frá landnámi til loka 18. aldar. Þá urðu Reynistaðarbræður úti þar með sviplegum hætti. Eftir það týndist leiðin vegna þess hörmu- lega atburðar og sagna um reim- leika og útilegumenn. í byi'jun 20. aldarinnar var síðan gert átak í að finna leiðina aftur. Hún hefur ekki tapast síðan. Tvær fyrir eina Leiðin er venjulega löbbuð frá suðri til norðurs en við ákváðum að vera öðruvísi og ganga frá Hveravöllum. Tvær fyi'stu dagleið- irnar skyldu labbaðar í einu þar sem fyrsti skálinn var ekki laús þetta kvöld. Þessi hluti leiðarinnar liggur m.a. um fjallið Stélbratt og yfir haft sem heitir Þröskuldur. Þaðan blasa við grösug daladrög sem heita Þjófadalir. Við vorum snögg í Þjófadali, að- eins 3 tíma. Kokhraust hugsuðum við með okkur að þetta væri nú ekkert mál og lögðum okkur í klukkutíma við skálann. Við vorum bjartsýn á að komast í næsta skála, Þverbrekknamúla, á góðum tíma þar sem fyrsti leggur ferðar- innar var svo léttur. Frá Þjófadölum er Fúlukvísl fylgt mikinn hluta leiðarinnar. Austan við okkur var Kjalfell. Eft- ir því sem við gengum lengra varð Kjalfell æ líkara báti á hvolfi. Talið er að nafnið Kjölur sé dregið af fellinu. Myrkrið skellur á Eftir drjúga göngu komum við að svokölluðum Hlaupum á Fúlu- kvísl. Þar rennur áin í svo þröngu gljúfri að hægt er að stökkva yfir hana. Tæpir tveir metrar eru milli bakka. Ekki er æskilegt að mis- reikna sig þar sem áin rennur straumþung og kolmórauð langt fyrir neðan. Við sáum okkur til undrunar þegar við komum að Hlaupunum að þar var búið að setja litla göngubrú, með tilheyr- andi raski, og bolta hana í klöpp- ina. Skátar eru náttúruvinir og þótti hópnum furðulegt að setja brú á slíkan stað. Dagleiðin var heldur lengri en við bjuggumst við. Byrjað var að rökkva, samræður að mestu hættar og allir gengu eins hratt og mögulegt var. Nokkrum sinnum héldu menn að við hefðum rambað framhjá göngubrúnni á Fúlukvísl. Loksins þegar myrkrið var orðið full mikið fyrir okkar smekk rak athugul stúlka augun í brúna. Þaðan marka stikur leiðina að skálanum. Skrefin frá brúnni voru þó þau erf- iðustu í ferðinni. Við settumst fyrir utan skálann og elduðum okkur kvöldmat til að vekja ekki útlendinga sem steins- váfu inni. Klukkan hálf tvö lædd- umst við svo inn til að fara að sofa. Skálinn var almyrkraður og fólkið vaknaði þrátt fyrir ýtrustu að- gæslu. Hefnigjarnir Svíar Morguninn eftir launuðu tveir Svíar okkur svo gauraganginn með því að fara á fætur klukkan sex um morguninn. Uti var rign- ing svo allir sváfu vel út. Síðan gengum við af stað í rigningu. Dagleiðin lá í Hvítárnes. Hún er mjög falleg, sérstaklega við ósa kvíslarinnar í Hvítárnesi. Þar er mikill gróður og fjöldinn allur af fuglum. Skálinn í Hvítárnesi er einn elsti skáli FÍ. Þar er sagt reimt. Kvendraugur ásækir karla sem sofa í ákveðinni koju þar. Þrátt fyrir hetjulegar tilraunir guð- fræðinemans í hópnum til að verða fyrir barðinu á draugnum urðum við einskis vör. Vistin í Hvítárnesi var ágæt, þó Þar sem engan langaði í bæinn kíktum við á Gullfoss og þaðan í sund á Laugarvatni. Síðan um Lyngdalsheiði til Þingvalla. Þar var slegið upp heljarinnar grill- veislu í enda ferðar með tilheyr- andi meðlæti og ís í eftirmat. Eft- ir að hafa rennt fyrir silung og sofið út var svo haldið heim á leið. Krakkarnir sem tóku þátt í ferð- inni eru í dróttskátasveit Ægis- búa. Dróttskátastarf er ætlað krökkum eldri en 15 ára og bygg- ist mikið upp á ýmiskonar ævin- týramennsku. Allir voru mjög sáttir við ferðina þrátt fyrir að hún hefði verið í styttri kantinum og voru krakkarnir byi-jaðir að skipuleggja þá næstu áður en komið var heim. SVEINN FRIÐRIK SVEINSSON, aðstoðarfélagsforingi Ægisbúa. www.mbl.is Úlpudagar í næstu viku Góður kaupauki fylgir hverri úlpu Full búð af nýjum vörum I NÁMSKEIÐ í LISTMEÐFERÐ (MYNDÞERAPÍA) Verklegt námskeið sem veitir rauiíhæfa æfingu í: • að skapa eigin myndir • að skoða eigin tilfinningar og líðan úl frá viðkomandi myndiun • að miðla af cigin reynslu og deila með öðrum í hópnum • að efla eigin skapandi hugsun, sjálfsþekkingu, sjálfstraust og innsæi Sérstök kunnátta í myndlist er óþörf. Námskciðið gæti reynst sérstaklega áliugavert fvrir fólk úr liinum ýmsu stéttum ú menntamála-, heilbrigðismála- og félagsinálasviðum til að kynnast, í gegnum eigin reynslu, eðli listmeðferðar. Ennfremur getur námskeiðið vérið gagnlegur undirbúningur fyrir réttindanám í listmeðferð. llámarksfjöldi 8 manns. Kennari er Sigríður lljörnsdóttir. löggiltur listineðferðarfræðingur og iiieöliniur i „The British Association of Art Therapists" (BAAlj Innritun og nánari upplýsingar í síma 551 7114 kl. 10.30-12.30 næstu daga og flest kvöld vikunnar. Týnast handklædin! Lausnin er sérmerkt handklæði Fáanleg í 6 litum í st. 70x140 sin. Merking áberandi og falleg. Tilvalið í skólann og íþróttirnar. Aðeins kr. 1.490 ineð nafni. ÍR-ingar! Eiunig fáanleg sénncrkt Imnd- klteði ineð félagsmerkinu ykkar kr. 1.970. i Sendingarko.stnadur bætist við vömverð, afliendingartíini 7-1 ■* dagar. i8&§io Pöntunarsími virka daga kl. 16-19 _ 5571960 Ljónið hefur stórt hjarta og rúmar auöveldlega meyjuna og börnin fimm. Meyjan getur verið smá tíma að átta sig á tilfinningum sínum í garð Ijónsins en þegar fyrsta hraðahindrunin hefur verið yfirunninn mun samband þeirra PEUGEOT þróast á jöfnum hraöa og mynda traust bönd ijón A veginuio sem geta enst ævilangt. JÖFUR NÝBÝLAVEGI SÍMI 554 2600 Kortasalan er hafin Áskriftarkort - innifaldar eru 8 sýningar 5 á Stóra sviði: Mávahlátur, Kristln Marja Baldursdóttir/Jón J. Hjartarson Horft frá brúnni, Arthur Miller Vorið vaknar, Frank Wedekind Stjórnleysingi ferst af slysförum, Dario Fo íslenski dansflokkurinn, danssýning 3 á Litla sviði: Ofanljós, David Hare Búasaga, Þór Rögnvaldsson Fegurðardrottningin frá Línakri, Martin McDonagh Verð áskriftarkorta er 9.800 kr. kort gildir á 5 sýningar að eigin vali: Á Stóra sviði: Mávahlátur, Pétur Pan, Horft frá brúnni, Vorið vaknar, Stjórnleysingi ferst af slysförum, Sex í sveit, Grease, Islenski dansflokkurinn. Á Litla sviði: Ofanljós, Búasaga, Fegurðardrottningin frá Línakri, Sumarið '37. Verð afsláttarkorta er 7.500 kr. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13:00-18:00 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir BORGARLEIKHÚSIÐ eru frá kl- 10:00 virka daga. Sími 568 8000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.