Morgunblaðið - 13.09.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 53
Jafnréttissj ónarmiða
gætt við skipan í nefndir
AÐ MATI Hildar Jónsdóttur, jafn-
réttisráðgjafa Reykjavíkurborgar,
hefur almennt vel tekist til um
skipan í nefndir, ráð og stjórnir
borgarinnar út frá jafnréttissjón-
ai-miði. Stjórnmálaílokkarnii'
standa sig þó misvel að gæta jafn-
ræðis milli kynja. Meira jafnræði
ríkir hjá R-listanum en hjá Sjálf-
stæðisflokknum. Meirihluti fulltráa
R-listans eru konur og ræður þar
úrslitum að allir fulltráar Kvenna-
listans eru konur.
Jafnréttisnefnd Reykjavíkur-
borgar samþykkti í sumar að fela
jafnréttisfulltráa Reykjavíkur-
borgar að taka sama yfirlit um
hlutföll kynja í nefndum, ráðum og
stjómum stofnana borgarinnar.
Nefndin sendi stjómmálaflokkun-
um bréf fyrir síðustu sveitarstjórn-
arkosningar þar sem minnt er á
ákvæði jafnréttislaga og á jafnrétt-
isáætlun borgarinnar, en þar er
það markmið sett að hlutföll kynja
í nefndum, ráðum og stjórnum sé
sem jöfnust.
Fleiri konur í nefndum hjá
R-lista en Sjálfstæðisflokki
48% fulltrúa sem sitja í nefnd-
um, ráðum og stjórnum borgar-
innar eru konur og 52% karlar. Sé
eingöngu litið á aðalmenn er hlut-
fallið 44,9% konur og 55,1% karl-
ar. 51,7% fulltráa R-listans eru
konur og 48,3% karlar. 42,3% full-
trúa Sjálfstæðisflokksins eru kon-
ur og 57,7% karlar. Af aðalfulltrú-
um R-listans eru 52,5% konur, en
þetta hlutfall er 33,3% hjá Sjálf-
stæðisflokknum.
Hildur skoðaði sérstaklega
stöðu kynjanna hjá þeim stjórn-
málaflokkum sem standa að R-list-
anum. 14,3% fulltráa Alþýðu-
flokksins í aðalmannasætum eru
konur. Þetta hlutfall er 38,7% hjá
Alþýðubandalaginu og 41,7% hjá
Framsóknarflokknum. Allir full-
tráar Kvennalistans eru konur og
það sama á við óháða fulltrúa á R-
listans.
Hildur segir að þátttaka
Kvennalistans í Reykjavíkurlista
verði til þess að tryggja jafnræði
milli kynja. Sé aðeins litið til hinna
hefðbundnu stjórnmálaflokka, AI-
þýðuflokksins, Alþýðubandalagsins
og Framsóknarflokksins, er hlutur
kvenna samanlagt 30,8% eða litlu
minni en hlutur þeirra í sætum að-
alfulltráa Sjálfstæðisflokksins, en
þar er hann 33,3%.
Félagar í Alþýðuflokksfélagi
Reykjavíkur.
Kosning fulltrúa á flokksþing Alþýðuflokkins
verður laugardaginn
19. sept. frákl. 13.00 til 16.00
og sunnudaginn 20. sept. frá kl. 13.00 til 16.00
í Alþyðuflokkshúsinu, Hverfisgötu 8-10.
Stjórnin.
Ath.: Ný myndlistarsýning
var opnaðuð 12. sept.
Listakonurnar Ingibjörg Kolbeinsdóttir
og Dóra French sýna.
Sjón er sögu ríkari,
Upplýsingar um bílana á staðnum.
7301 v8, árg 1995, 220 hö., dökkblár,
ekinn 114.447 km. Rafmagnssæti m/minni,
5 gíra sjálfskiptur, hlaöinn aukahlutum.
Toppástand, einn eigandi.
E200 Cabrio (blæja), árg. 1995, svartur, ekinn
77.972 km. Leöurinnrétting, rafmagnsblæja.
Mjög vel búinn. Einn eígandi, eins og nýr.
Tryggðu þér
flugsæti til
London
með Heimsferðum
frá kr. 24.790
Flug alla fimmtudaga og mánu-
úaga i okfóber og nóvember.
Londonferðir Heimsferða hafa fengið ótrúleg viðbrögð og nú er
uppselt í fjölda brottfara í vetur. Heimsferðir kynna nú fjórða árið í
röð, bein leiguflug sín til
London, þessarar vinsæll
höfuðborgar Evrópu, og
aldrei fyrr höfum við boðið
jafn hagstæð verð og jafn
gott úrval hótela. Tryggðu,
þér sæti á lága verðinu
meðan enn er laust.
Glæsileg ný hótel í boði Plaza
hótelið, rétt við Oxford stræti.
Flugsæti til London
Verð kr.
24.790
Flugsæti til London með flugvallar-
sköttum.
Flug og hótel
í 4 nætur, helgarferð
Verð kr.
29.990
Sértilboð 8. október, Ambassador-
hótelið, 4 nætur f 2ja manna herbergi.
Islenskir fararstjórar
Heimsferða tryggja
þér örugga þjónustu
í heimsborginni
Brottfarir
1. okt., uppselt
5. okt., i 1 sæti
8. okt., 21 sæti
12. okt., 18 sæti
15. okt., uppselt
19. okt., örfá sæti
22. okt.
26. okt.
29. okt.
2. nóv.
5. nóv.
9. nóv.
12. nóv.
16. nóv.
19. nóv.
23. nóv.
26. nóv.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is
MEÐ LAUGARDAGSBLAÐI
MORGUNBLAÐSINS
I 9. SEPTEMBER OG Á mbl.is
MEÐAL EFNIS:
• íslenskur hugbúnaðariðnaður
Rætt við nokkra trammámenn helstu
fyrirtækja í íslenskum tölvuiðnaði.
• Dulritun
Grein um dulritun m.a. með tilliti til
fyrirhugaðs gagnagrunns íslenskrar
erfðagreiningar.
• ECTS-leikjaráðstefna
Fjallað um ECTS-sýninguna í London,
helstu leikjasýningu Evrópu.
• SET
Sagt frá nýjum öryggisstaðli vegna
viðskipta yfir Netið.
• MIDI-tækni
Sagt frá framförum í tölvutækni hvað
varðar tónlist.
• ADSL
Ný tækni í gagnaflutningi um slmalínur.
• iMac
Macintosh sækir í sig veörið með
nýrri tölvu.
• Y2K
Fjallað um vandamál tengd árinu 2000.
• Lófatölvur
Bornar saman ólíkar gerðir og gerð
grein fyrir örri þróun á því sviði.
• Diskabrennsla
Geislabrennarar verða almenningseign,
sagt frá tækninni og tækjunum.
• O.fl.
Skilafrestur auglýsingapantana er til
kl. 12 mánudaginn 14. september
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og
þjónustufulltrúar á söludeild auglýsinga í síma 569 1139.
AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
I
I
í