Morgunblaðið - 13.09.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 55
Góð myndbönd
Good Will Hunting
(Með góðum vilja) ★★★%
Metnaðarfull þroskasaga sem fær
heillandi yfirbragð í leikstjóm Gus
Van Sant. Samleikur Matt Damons
og Robin Williams er kjölfestan í
myndinni en sá síðamefndi er stór-
kostlegur.
Wings of the Dove
(Vængir Dúfunnar) ★★★'/2
Hispurslaus mynd um völundarhús
mannlegi’a samskipta sem rammað
er inn með glæsilegri myndatöku,
listrænni sviðsetningu og magnaðri
tónlist. Flókið samband persónanna
er túlkað á samstilltan hátt af aðal-
leikurunum þremur.
Jackie Brown ★★★
í nýjustu mynd Tarantinos má
finna öll hans sérkenni, þ.e. litríkar
persónur, fersk samtöl og stílfært
útlit, þótt horfið sé frá harðsoðinni
hi’ynjandi fyrri mynda hans. Tar-
antino gerir nokkurn veginn það
sem honum sýnist í þessari tveggja
og hálfs tíma mynd um einn atburð
og tekst vel til.
Oscar and Lucinda
(Óskar og Lúcinda) A A A
Heillandi og vönduð kvikmynd um
tvær sérkennilegar manneskjur
sem henta hvor annarri betur en
umhverfi sínu. Ralph Fiennes
hreinlega hverfur inn í persónuleika
Oskars sem þjakaður er af ógnandi
en óvissri návist Guðs. Dálítið erfitt
reynist þó að umfaðma hugmynda-
heim skáldverksins sem myndin er
byggð á.
Borrowers (Búálfarnir) ★★★
Búálfarnir eru stórskemmtilegt æv-
intýri sem gerist í einkennilegum og
tímalausum ævintýraheimi. Par er
fólk almennt svo undarlegt að ör-
smáir og sérvitrir búálfarnir era
venjulegasta fólkið. Sígild og einföld
frásögn sem engum ætti að leiðast
nema verstu fýlupúkum.
Always Outnumbered
(Ofurliði bornir) ★★★
Michaels Apted stýrir óvenju öflugu
handriti hins þekkta skáldsagnahöf-
undar Walters Mosleys. Myndin er
unnin íýrir sjónvarp og ágætis
dæmi um að slíkar myndir þurfa
alls ekki að ver-a rusl. Þvert á móti
er hér á ferðinn frábært drama þar
sem hvergi er veikan blett að finna.
The Island on Birdstreet
(Eyjan í Þrastargötu) ★★★
Ki-agh-Jacobsen stýrir enn einu
melódramanu af snilld.
The Boxer (Boxarinn) ★★★
Enn eitt stórvirki írska leiksjórans
Jim Sheridan. Alvarleg, pólitísk,
persónuleg og mikilvæg eins og
fyrri myndir hans. Einföld saga um
ástir í meinum sem fjallar í raun og
veru almennt um kaþólska Ira sem
búa í stríðshrjáðri Belfastborg og
um leið ómetanlegt gægjugat inn í
heim nági-anna okkar á Irlandi, sem
svo erfitt er að skilja.
Traveller (Flakkari) ★★★
Skemmtileg og sígild saga af
bragðarefum sem minnir á jafnólík-
ar myndir og ,The Sting“ og ,Paper
Moon“, en um leið hjartnæm og
spennandi ástarsaga. Ein af þessum
alltof fágætu myndum sem er ein-
faldlega gaman að horfa á, maður
veit bara ekki alveg hvei's vegna.
Wild America
(Hin villta Ameríka) irtrk
Hér er á ferð góð fjölskyldumynd,
skemmtilega skrifuð og hin
ágætasta afþreying. Myndataka og
tæknivinna ti fyrirmyndar og allur
leikur til prýði. Helsti kosturinn er
þó eflaust sá að myndin er einfald-
lega skemmtileg.
As Good As It Gets
(Það gerist ekki betra) ★★★
Leikstjórinn James L. Brooks teflir
hér fram kvikmynd sem þrátt fyrir
misfellur er bráðfyndin og morandi
af ógleymanlegum augnablikum.
Jack Nicholson nýtur þar hvers
augnabliks í hlutverki hins við-
skotailla Melvins.
Ma vie en rose
(Líf mitt í bleiku) ★★★
Saga lítils drengs sem fordæmdur
er af umhverfinu fyrir að hegða sér
eins og stúlka. Myndin tekur hæfi-
lega á viðfangsefninu, veltir upp
spurningum en setur enga ákveðna
lausn fram. Aðalleikarinn skapar
áhugaverða persónu í áhugaverðri
kvikmynd.
Rocket Man / Geimgaurinn
★★★
Geimgaurinn er skemmtilegur Disn-
ey-smellur sem höfðar til bama og
fullorðinna með klassískri gamanfrá-
sögn sem vísar út fýrir sig í klisjur
og ævintýri kvikmyndasögunnar.
Harland Williams fleytir kvikmynd-
inni örugglega í gegnum alls vitleysu
og niðurstaðan er sprenghlægileg.
„Eyjan í Þrastargötu" sker sig úr
hópi annarra kvikmynda um helför
gyðinga. Hún fjallar um barn og
miðast við sjónarhorn þess, auk þess
að vísa markvisst í skáldsögu Dani-
els Defoe um Róbinson
Krúsó. Soren
FÓLK í FRÉTTUM
10 þús-
und á
Grease
10 ÞÚSUNDASTI gesturinn á
söngleiknum Grease var heiðr-
aður á fertugustu sýningunni í
Borgarleikhúsinu síðastliðinn
fímmtudag. Sú heppna hét
Berglind Guðmundsdóttir og
fékk hún blómakörfu með
geisladiski, bol og veggspjaldi
úr söngleiknum. Það var sjálf-
ur Danny Zuko eða Rúnar
Freyr Gíslason sem afhenti
henni vinninginn. „Aðsóknin er
geysimikil á sýninguna,“ segir
Valdís Gunnarsdóttir, kynning-
arstjóri. „A sama tíma þurfum
við að fækka sýningum vegna
þess að fleiri leikrit eru að
koma inn í dagskrána þannig
að ég geri ráð fyrir að það eigi
eftir að teygjast á þessu fram
yfír áramót.“
KVDLDlÍÓLI
KOPAVOGS^
NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 1998
TUNGUMÁL SKRAUTRITUN II
Kennt er í byrjenda-, 5 vikna námskeið
framhalds- og talæfmgaflokkum 10 kennslustundir
ENSKA LJÓSMVNDUN I
DANSKA 3 vikna námskeið
NORSKA SÆNSKA 9 kennslustundir
FRANSKA LJÓSMVNDUN II
ÍTALSKA 7 vikna námskeið
SPÆNSKA 24 kennslustundir
ÞÝSKA KATALÓNSKA SILFURSMÍÐI
10 vikna námskeið (skartgripagerð) 9 vikna námskeið
20 kennslustundir 36 kennslustundir
ÍSLENSKA TRÉSMÍÐI
fyrir útlendinga 9 vikna námskeið
10 vikna námskeið 20 kennslustundir 36 kennslustundir
BÓKBAND TRÖLLADEIG 4 vikna námskeið
10 vikna námskeið 16 kennslustundir
40 kennslustundir TRÖLLADEIG
GLERLIST jólaföndur
10 vikna námskeið 2 vikna námskeið
40 kennslustundir 8 kennslustundir
KÖRFUGERÐ ÚTSKURÐUR
1 viku námskeið 9 vikna námskeið
12 kennslustundir 36 kennslustundir
LEIRMÓTUN VATNSLITAMÁLUN
6 vikna námskeið 8 vikna námskeið
25 kennslustundir 32 kennslustundir
SKRAUTRITUN I VIDEOTAKA
10 vikna námskeið 1 viku námskeið
20 kennslustundir 14 kennslustundir
BUTASAUMUR
6 vikna námskeið
24 kennslustundir
BUTASAUMSTEPPI
4 vikna námskeið
18 kennslustundir
BARNAFATASAUMUR
6 vikna námskeið
24 kennslustundir
FATASAUMUR
6 vikna námskeið
24 kennslustundir
KÁNTRY-FONDUR
6 vikna námskeið
24 kennslustundir
BÓKHALD
smærri fyrirtækja
4 vikna námskeið
24 kennslustundir
BÓKHALD
smærri fyrirtækja frh.
3 vikna námskeið
18 kennslustundir
VELRITUN
7 vikna námskeið
21 kennslustund
Tölvunámskeið:
WORD og WINDOWS
fyrir byrjendur
4 vikna námskeið
20 kennslustundir
WORD II og kynning á
POWER POINT
3 vikna námskeið
20 kennslustundir
EXCEL
fyrir byrjendur
3 vikna námskeið
20 kennslustundir
INTERNETIÐ
kynning á Internetinu
og tölvupósti
1 viku námskeið
8 kennslustundir
GÓMSÆTIR
bauna-, pasta- og
grænmetisréttir
3 vikna námskeið
12 kennslustundir
FITUSNAUTT FÆÐI
3 vikna námskeið
12 kennslustundir
ITÖLSK MATARGERÐ
2 vikna námskeið
8 kennslustundir
KONFEKTGERÐ
1 viku námskeið
5 kennslustundir
EIGIN ATVINNUREKSTUR
2 vikna námskeið
20 kennslustundir
Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla
Kópavogs, t.d. BSIÍB, BHMR. Dagsbrún og Framsókn, VR ogStarfsmannafélag Kópavogs.
Kennslci hefst 21. septeniber
Innritun og upplýsingar um námskeiðin 7,- 17.september kl. 17 - 21
í símum 564 1507 564 1527 og 554 4391 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla