Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
213. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuters
HELMUT Kohl Þýskalands-
kanslari þungt hugsi á
kosningafundi.
Scháuble
næsti
kanslari?
Berlín. Morgunblaðið.
ÞEGAR aðeins fimm dagar eru til
kosninga í Þýskalandi virðist mjórra
á mununum á milli stóru flokkanna
tveggja, Jafnaðarmannaflokksins
SPD, og Kristilegra demókrata CDU,
en nokkru sinni fyrr, svo skömmu áð-
ur en Þjóðverjar kjósa nýtt þing.
Þýskir stjómmálaskýrendur hallast
nú að því að niðurstaðan geti hæglega
orðið sú að hvorki Helmut Kohl
kanslari, sem berst fýrir endurkjöri,
né keppinautur hans, Gerhard
Schi'öder, leiðtogi jafnaðarmanna,
verði kansiaii þegar upp verður stað-
ið eftir kosningamar næstkomandi
sunnudag, heldur hægri hönd Kohls,
Wolfgang Schauble.
Þetta er rökstutt með því að útlit
sé fyrir að hvorugur stóru flokkanna
muni geta myndað starfhæfan þing-
meirihluta með einum litlu flokkanna.
Því verði eini möguleikinn á myndun
meirihlutastjómai' sá að stóru flokk-
arnir gangi í eina sæng en það gerðist
síðast árið 1966. Líklegasta kanslai'a-
efni slíkrar stjórnar yrði Wolfgang
Schauble.
Meirihluti Þjóðverja vii'ðist telja
samsteypustjórn CDU og SPB líkleg-
ustu niðurstöðuna ef marka má skoð-
anakannanir. Samkvæmt þeim
mjókkai' enn á mununum milli stóru
flokkanna. 1 könnun Dimap er mun-
urinn aðeins tveir af hundraði, 40,5%
hyggjast kjósa SPD en CDU nýtur
fylgis 38,5%, sem er hálfs prósents
aukning.
Myndbandsupptaka af yfírheyrslu Starrs yfír Bandaríkjaforseta sýnd
Clinton óstyrkur en missti
ekki stjórn á skapi sínu
Talið að sýning
myndbandsins hafí
minni áhrif en bú-
ist hafði verið við
Washington. Reuters.
MYNDBANDSUPPTAKA af fjög-
urra klukkustunda yflrheyrslu
Kenneths Starrs, sérskipaðs sak-
sóknara, yfir Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta vegna sambands hans
við Monicu Lewinsky reyndist ekki
jafn fréttnæm og sögusagnir höfðu
hermt. Upptakan var sýnd í heild
sinni í sjónvarpi víða um heim í gær
og er sýningu hennar var lokið virt-
ust laga- og stjórnmálaskýrendur
sammála um að hún hefði ekki skað-
að forsetann jafnmikið og búist hafði
verið við. Forsetinn hefði vissulega
reiðst, greinilega verið taugaóstyrk-
ur og haldið fast í lagalegar skil-
greiningar en hann hefði ekki misst
stjórn á skapi sínu. Viðbrögð al-
mennings voru blendin, sumir lýstu
stuðningi við hann, aðrir hneykslan
og enn aðrir sögðu allt málið fárán-
legt. Clinton var hins vegar fagnað
með dynjandi lófataki á Allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna, sem
hófst í New York í gær.
Sýning myndbandsins hófst á
nokkimm bandarískum sjónvarps-
stöðvum kl. 9.30 að staðartíma, um
kl. 13.30 að íslenskum tíma, og safn-
aðist fólk víða saman til að horfa á
yfirheyrsluna. Fæstir horfðu þó á
hana í heild, enda stóð hún í fjórar
klukkustundir.
Var forsetinn gi'einilega óstyrkur
í yfirheyrslunni, sérstaklega í byrj-
un. Hóf hann vitnisburð sinn á því
að lesa yfirlýsingu um samband sitt
við Lewinsky. Er saksóknarinn og
aðstoðanmenn spurðu hann í smá-
atriðum um sambandið vísaði hann í
yfirlýsinguna, þar sem sagði: „Þegar
ég var einn með frk. Lewinsky við
ákveðin tækifæri árið 1996 og einu
sinni snemma árs 1997 ... tók ég þátt
í athæfi sem var rangt. Þessi kynni
fólust ekki í kynmökum ... en þau
fólu í sér óviðeigandi, náin kynni.“
Clinton bar oft við minnisleysi og
reiddist nokkrum sinnum, sló fmgri
í borðið eða benti á saksóknarann,
Reuters
BILL Clinton Bandaríkjafor-
seti var hylltur með dynjandi
lófataki á Allsheijarþingi
Sameinuðu þjóðanna í gær.
Reuters
FYLGST var um allan heim með fjögurra klukkustunda útsendingu á
yfirheyrslu Starrs yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta.
en hann missti ekki stjórn á skapi
sínu eins og sögusagnir voru á
kreiki um að hefði gerst. Forsetinn
leitaði hins vegar ítrekað skjóls í
lagalegum skilgreiningum, t.d. á því
hvað fælist í því að „vera einn“. Þá
fór hann hörðum orðum um lög-
menn Paulu Jones, sem höfðaði mál
á hendur honum fyrir kynferðislega
áreitni, og sagði málflutning þeh'ra
„fyrirlitlegan“. Forsetinn talaði hins
vegar hlýlega um Lewinsky, sem
hann sagði vera „góða stúlku".
Skiptir tæpast sköpum
Hlutabréf lækkuðu í verði meðan
á útsendingunni stóð en þegar ljóst
þótti að myndbandið hefði ekki skað-
að forsetann jafnmikið og búist hafði
verið við, hækkuðu þau að nýju.
Stjórnmálaskýrendur voru flestir
sammála um að myndbandið myndi
tæpast skipta sköpum fyrir Clinton
og líklega ekki hafa jafnmikil áhrif á
almenningsálitið og búist hafði verið
við. Það myndi eingöngu styrkja
menn í skoðun sinni á forsetanum,
hvort sem menn væru fylgjandi hon-
um eða andvigh', en ekki breyta
henni.
Bandarískir þingmenn vildu lítið
tjá sig um birtingu myndbandsins og
innihald þess, sögðu of snemmt að
segja til um áhrif þess. Repúblikanr
sögðu yfirheyrsluna yfir forsetanum
hafa verið „sorgarsjón" en
demóki-atar ítrekuðu andstöðu sína
við birtinguna.
Fagnað hjá SÞ
Clinton var fagnað með dynjandi
lófataki við upphaf Allsherjarþings
SÞ í New York í gær en það var á
sama tíma og sýning myndbandsins
stóð yfir. Vildu leiðtogarnir með
þessu _ sýna forsetanum stuðning
sinn. I ræðu sinni beindi Clinton
sjónum sínum að hryðjuverkum, ís-
lömskum ríkjum og afstöðu Vestur-
landa til þeirra, en rámur mánuður
er liðinn frá sprengjutilræðum ís-
lamskra öfgamanna við sendiráð
Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu.
Sagði Clinton það „skelfilega rangt“
að telja að ekki yrði komist hjá átök-
um Vesturlandabúa og múslima.
■ Clinton og Starr/20
■ Barátta í bréfaskriftum/20
■ Skipst á lífsreynsIusögum/20
Jafnaðarmenn bíða afhroð 1 sænsku kosningunum en Vinstriflokkurinn vinnur kosningasigur
Erfíðir tímar blasa við
veikri stjórn Perssons
Stokkhólmi. Morgunblaðið.
VINSTRIFLOKKURINN og
Kristilegi demókrataflokkurinn eru
óumdeilanlegir sigurvegarar
sænsku kosninganna, en sænskir
jafnaðarmenn horfast í augu við
ósigur aldarinnar. Flokkurinn, sem
ekki þekkir annað en 42-53 pró-
senta fylgi hlaut 36,6%. í leiðara í
Dagens Nyheter var bent á að rétt
væri að Göran Persson forsætisráð-
herra og leiðtogi jafnaðarmanna
bæðist lausnar fyrir sig og ráðu-
neyti sitt. Þess þarf hann þó form-
lega ekki og í gær benti ekkert til
þess að hann hygðist fara þá leið.
Hins vegar blasa við honum erfiðir
tímar, því veik staða jafnaðar-
manna, tvíefldur Vinstriflokkur og
ósamvinnufús hægrivængur bjóða
ekki upp á marga möguleika. Marg-
ir spáðu því í gær að stutt yrði í
aukakosningar.
Óvissan vekur víða kvíða í Sví-
þjóð nú í kjölfar kosninganna, sem
ekki leiddu af sér skýran stjórnar-
kost. í leiðara Dagens Nyheter er
lýst áhyggjum af því hvernig stjórn-
in eigi að takast á við erfið mál eins
og ESB-mál, vinnumarkaðsmál,
skattamál, EMU og orkumálin, sem
fela í sér deilur um kjarnorkuverin.
Og með alla þessa óvissu í fartesk-
inu eigi Svíar nú að feta inn í 21.
öldina.
í leiðara Svenska Dagbladet er
bent á að þótt Vinstriflokkurinn hafi
styrkst hafi vinstrivængurinn í
heild ekki styrkst sökum fylgis-
hruns jafnaðarmanna. I Hægi'i-
flokknum vekur það kvíða að í þess-
ari stöðu náði Hægriflokkurinn ekki
að festa sig í sessi sem breiður
hægriflokkur. Blaðið bendir á að nú
þurfi borgaralegu flokkarnir að líta
í eigin barm og viðurkenna að ekki
dugi að tala við kjósendur á tækni-
og töluforsendum einum saman,
heldur verði að ræða við þá á annan
hátt.
Göran Persson hefur látið lítið
fyi'ir sér fara sólarhringinn eftir
kosningar. Hann átti að vera í
Washington í gær að funda við
Clinton Bandaríkjaforseta og aðra
skoðanabræður um þriðju leiðina.
Hann vonaðist eftir því í lengstu
lög að hann kæmist, en aflýsti ferð:
inni aðfaranótt mánudagsins. í
ferðinni átti hann að millilenda á
íslandi. Staðan heima bauð ekki
upp á aðrar vangaveltur en þær
hvernig stjórnartaumarnir yrðu
treystir og fyrir því urðu innblásn-
ar áætlanir um jafnaðarstefnu á
æðra stigi að víkja.
■ Kosningaóvissa/28