Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Breska utanríkisráðuneytið varar við þátttöku í Olympíuskákmótinu í Kalmykíu Spilling- og mann- réttindabrot FIDE-leiðtoginn sagður hafa byggt upp „skákborg“ fyrir barna- bætur og lífeyri þegnanna London. The Daily Telegraph. FREMSTU skákmenn Breta eni að íhuga að hætta við þátttöku í 33. Olympíuskákmótinu en það á að fara fram í Kalmykíu, bláfátæku, rússnesku sjálfstjórnarlýðveldi, sem er einkum nefnt í sambandi við spillingu og mannréttindabrot. Garrí Kasparov, sem almennt er litið á sem heimsmeistara í skák, ætlar ekki að taka þátt í mótinu í Elísta, höfuðborg Kalmykíu, sem liggur að Tsjetsjníu. Leiðtogi sjálf- stjórnarlýðveldisins er Kírsan Íljúmzhínov og er hann jafnframt formaður FIDE, Alþjóðaskáksam- bandsins. Talið er, að hann hafí far- ið með meira en einn milljarð ísl. kr. á nokkrum árum til að gera Kal- mykíu að eins konar miðstöð skák- íþróttarinnar. Hirti opinber framlög? Vegna Oljmipíumótsins, sem hefst á föstudag, hefur Iljúmzhínov byggt upp sérstaka „skákborg" í þessu örsnauða landi og í meira en heilt ár hafa verið í smíðum lúxus- íbúðir fyrir þekktustu skákmenn- ina. Kasparov, sem viðurkennir ekki FIDE og ætlar ekki að vera í rúss- nesku skáksveitinni í fyrsta sinn í 18 ár, heldur því hins vegar fram, að Íljúmzhíov noti framlög frá Moskvu í framkvæmdimar. Undir það taka Glasnost-varnarsamtökin, mann- réttindasamtök, sem hafa skorað á skákmenn um allan heim að hunsa mótið í Elísta vegna morðsins á rit- stjóranum Laríssu Júdína. Júdína, sem stýrði eina blaðinu í Kalmykíu, sem gagnrýndi ríkis- stjómina, fannst látin i tjöm skammt frá skákborginni. Segjast vitni hafa séð er henni var kastað út úr glæsibifreið í eigu hins opinbera. Vora þrír menn handteknir og einn KÍRSAN Íljúmzhínov, forseti FIDE, (t.h.) þiggur orðu úr hendi Borisar Jeltsín, forseta Rússlands. þeirra, Sergei Vaskín, hefur tengsl við Iljúmzhínov. Glasnost-varnarsamtökin segja, að Íljúmzhínov hafi stolið fénu af sínu eigin fólki eftir að það „sam- þykkti" að afsala sér barnabótum og lífeyri. Vegna þessara ásakana leitaði John Glendenning, forseti skoska skáksambandsins, ráða hjá breska utanríkisráðuneytinu og það upplýsti hann um, að Glasnost væra ein fremstu mannréttindasamtök í Rússlandi og sérhæfðu sig í tjáning- arfrelsi og réttindum blaðamanna. Notaðir í auglýsingaskyni Varaði utanríkisráðuneytið skák- sambandið við að taka þátt í mótinu í Elísta og sagði, að hugsanlegt væri, að yfirvöld í Kalmykíu myndu fá skákmennina til að taka þátt í einhverjum uppákomum, sem þau gætu notað sjálfum sér til fram- dráttar. Raunar er allt á huldu um móts- haldið því að sagt er, að enn hafi ekki verið byrjað á sjálfri skákhöll- inni og aðalveitingastaðnum. Þá er „alþjóðaflugvöllurinn" ekki sagður vera annað en einhver grjóthrúga. David Sedgwiek, einn af frammá- mönnum breska skáksambandsins, segist samt ekki sjá neina ástæðu til að sleppa mótinu í Kalmykíu en ætl- ar þó að ráðfæra sig áður við utan- ríkisráðuneytið. Ovissa fram á síðustu stundu um þátttöku Islands í 33. Olympíuskákmótinu Farið til Kalmyk- íu á föstudag ÍSLENSKA skáklandsliðið held- ur að öllu óbreyttu til Kalmykíu, sem er sjálfstjórnarlýðveldi í Rússlandi við Kaspíahafið, á föstudaginn kemur, en þar stendur til að halda 33. Ólympíu- mótið í skák að þessu sinni. For- seti landsins, sem á landamæri að Tsjetsjníu, Kírsan Ujúmzhínov, er jafnframt forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Töluvert mikil óvissa hefur ríkt um hvort landsliðið myndi fara á leikana og var það ekki fyrr en á föstudaginn var, að staðfesting barst frá mótshöldur- um um hvernig tekið yrði á móti liðinu í Moskvu og fleiri atriði sem tengjast ferðalaginu. Auk þess hafa mannréttindasamtök hvatt til þess að þjóðir létu hjá líða að senda lið á mótið, eins og nánar er frá sagt hér annars staðar á síðunni. Askell Orn Kárason, liðsstjóri skáklandsliðsins, sagði að tölu- verð mikil óvissa hafi ríkt um ferðalagið, en engu að síður væru menn ákveðnir í að fara. Margt hefði gengið erfiðlega varðandi undirbúninginn, fjár- öflun og fleira, og að auki hefði ástandið í Rússlandi bæst við aðra óvissu sem ríkt hefði í sam- bandi við þetta mót. Ýmsar sög- ur færu af landinu, aðbúnaði og fleiru. Fregnir væru um að ýms- ar þjóðir hefðu hætt við að fara, en erfitt væri að fá það staðfest. Þó væri vitað að bæði Norðmenn og Danir hefðu ákveðið að senda ekki lið og eins hefðu verið uppi sögusagnir um að Englendingar, sem væri eins sterkasta skákþjóð heims, ætluðu ekki að fara. A föstudaginn var hefðu hins veg- ar fengist þær upplýsingar í Englandi að þeir ætluðu að fara. Menn hafa verið tvístígandi „Það hefur verið alveg sam- bærilegt ástand annars staðar og hér að menn hafa verið tvístíg- andi og hikandi og beðið eftir viðbrögðum annars staðar frá, en ég myndi giska á að það yrðu ekki mikil forföll," sagði Áskell Örn. Hann sagði að mannréttinda- hópar hefðu verið að reka áróð- ur fyrir því að ekki yrði farið á mótið, en þetta væri það stór við- burður í skákheiminum að það stæði dálítið í mönnum að vera ekki með. Áskell Örn sagði að uppgefnar ástæður Norðmanna og Dana fyrir því að fara ekki væru að bestu skákmenn þjóðanna vildu ekki fara. Hann vissi til þess að sumir dönsku skákmannanna hefðu tekið mjög ákveðna af- stöðu í þessum efnum eftir að komið hefði dreifibréf frá mann- réttindasamtökum í Rússlandi þar að lútandi. Áskell Örn sagði að íslending- ar hefðu ekki tekið ákveðna hug- myndafræðilega afstöðu í þess- um efnum. „Það er svona spurn- ing um liverju maður trúir. Þetta eni í rauninni allt sögusagnir. Það sem hefur staðið í okkur er miklu frekar þessi óvissa í „praktfskum" málum. Það var fyrst á föstudaginn að við í raun- inni heyrðum eitthvað frá þeim og fengum eitthvað svar við okk- ar erindum," sagði Áskell Örn. Hann sagði aðspurður að þeir virtust mjög metnaðarfullir þarna fyrir hönd mótsins og hefðu ætlað sér að byggja sér- stakt Ólympíuþorp. Hér á landi hefðu menn hins vegar ekki fengið að sjá annað en myndir af líkönum af þorpinu. fslenska lið- ið væri viðbúið öllu, en ef að- stæður á mótinu yrðu eitthvað óburðugar myndi það væntan- lega ganga jafnt yfir alla. Technopromexport fær frest fram á fimmtudag FORSYARSMENN Technoprom- export, rússneska fyrirtækisins sem sér um að leggja Búrfellsh'nu 3A, fóru þess á leit við Vinnumálastofn- un félagsmálaráðuneytisins í gær að þeir fengju írest fram á fimmtudag til þess að skila afritum af launa- seðlum rússneskra starfsmanna fyrirtækisins, en upphaflega var gert ráð fyrir því að þeir skiluðu af- ritunum í gær. Afritin til Vinnumálastofnunar- innar eru liður í því að rannsaka hvort rússneskir starfsmenn Technopromexport fái laun og kjör í samræmi við gildandi lög og kjara- samninga, en formenn Rafiðnaðar- sambands íslands og Félags jám- iðnaðarmanna hafa haldið því fram að starfsmennimir fengju ekki laun samkvæmt kjarasamningum. I bréfi Rafiðnaðarsambands Islands til rússneskra rafiðnaðarmanna fyrir- tækisins frá því á föstudag segir m.a. að Rafiðnaðarsambandið hafi ekkert á móti því að þeir starfi hér á landi en að þeir verði að fara að ís- lenskum lögum og virða þá samn- inga sem hér hafi verið gerðir. Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, varð stofnunin við beiðni forsvarsmanna rússneska fyrirtækisins um frest fram á fímmtudag og segir hann að Rússarnir hafi borið það fyrir sig að þeir þyrftu að vinna að lausn máls- ins í samráði við skrifstofu fyrir- tækisins í Moskvu. Hann segir enn- fremur að Vinnumálastofnun muni bíða eftir afritunum og vera í sam- bandi við aðila málsins í þessari viku. Fulltrúar Landsvirkjunar hittu forsvarsmenn rússneska fyrirtækis- ins á fundi um helgina og segir Þor- steinn Hilmarsson, upplýsingafull- trúi Landsvirkjunar, að þar hafi verið ræddar leiðir sem miði að því að eyða öllum vafa um að Techno- promexport sé að greiða rússnesk- um starfsmönnum sínum þau laun sem þeim beri að fá samkvæmt kjarasamningum. Hann bendir hins vegar á að jafnramt sé beðið eftir úrskurði Vinnumálastofnunar um það hvort Technopromexport sé yf- irhöfuð að brjóta af sér eða ekki í þessum málum. Þorsteinn vildi að öðra leyti ekki tjá sig um málefni fundarins. Félag járniðnaðarmanna gagn- rýndi fyrir helgi viðbrögð Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumála- stofnunar, við athugasemdum fé- lagsins um leið og því var fagnað að Vinnumálastofnun skyldi hafa fallist á að rannsókn stofnunarinnar á málefnum rússneska fyrirtækisins Technopromexport, sem nú vinnur við lagningu Búrfellslínu 3A, væri ekki fullnægjandi. Vinnumálastofnun skilaði frá sér skýrslu, sem gerð var vegna fullyrð- inga um að rússneska fyrirtækið greiddi rússneskum starfsmönnum sínum hér á landi ekki laun í sam- ræmi við kjarasamninga, 15. sept- ember. í niðurlagi skýrslu Vinnumála- stofnunar segir að hún hafi fengið fullnægjandi gögn frá Techno- promexport og eftir lestur þeirra sé það skoðun stofnunarinnar að fyrir- tækið greiði laun í samræmi við ís- lensk lög og kjarasamninga. Ekki sé því ástæða til frekari aðgerða að svo stöddu. Rafiðnaðarsamband íslands gaf 16. september út fréttatilkynningu þar sem því var mótmælt að Rúss- arnir fengju greidd laun í samræmi við kjarasamninga og í fyrradag sendi Félag jámiðnaðarmanna fé- lagsmálaráðuneytinu bréf þar sem segir að það sé „með öllu óviðunandi að málinu sé lokið án þess að íslensk stjómvöld hafi gripið til viðeigandi aðgerða til að stöðva tafarlaust brot rússneska fyrirtækisins Techno- promexport á gildandi lögum og kjarasamningi.“ Gagnrýndi skrif Félags járniðnaðarmanna Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði á fimmtudag að málinu væri ekki lokið, en gagnrýndi um leið skrif Félags járniðnaðarmanna: „Við höfum ekki tíma til að eltast við vanstillt skrif af þessu tagi, sem eru uppfull af dylgjum og aðdrótt- unum.“ í bréfinu, sem Félag járniðnað- armanna sendi félagsmálaráðuneyti í gær, segir að því þyki miður „að ítarlegar og rökstuddar athuga- semdir félagsins við skýrslu Vinnu- málastofnunar skuli vera kallaðar „vanstillt skrif‘, „dylgjur" og „að- dróttanir". Þegar skýrsla stofnun- arinnar og athugasemdir Félags járniðnaðarmanna séu lesnar sam- an sé vandséð hvar forstjóri Vinnu- málastofnunar finni þessum um- mælum sínum stað. Standa við athugasemdirnar „Félag jámiðnaðarmanna stendur við allar þær athugasemdir sem gerðar era í bréfi félagsins enda er nú ljóst að Vinnumálastofnun hefur fallist á meginathugasemdina sem gerð var og snýr að sjálfri niður- stöðunni í skýrslu stofnunarinnar,11 segir í bréfinu, sem Örn Friðriks- son, formaður félagsins, undirritar. „Þótt forstjóri stofnunarinnar kjósi að víkja ekki að öðrum efnislegum athugasemdum með öðram hætti en þeim sem að framan greinir vill Fé- lag járniðnaðarmanna ítreka að það fagnar skjótum viðbrögðum við at- hugasemdum sínum og bindur vonir við að endurapptaka málsins af hálfu Vinnumálastofnunar leiði allan sannleikann í ljós.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.