Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 38
;9 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MAGNÚS
- ÞORSTEINSSON
+ Mag-nús Þor-
steinsson fædd-
ist á bænum Gröf í
Lundarreykjadal
23. maí 1924. Hann
lést á heimili sinu,
Jörfabakka 12,
Reykjavík, föstu-
daginn 11. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigurbjörg
^.lónsdóttir, húsmóð-
ir, f. 2.4. 1890 á
Litlu-Drageyri í
Skorradal, d. 25.6.
1966, og Þorsteinn
Magnússon, bifreiðastjóri, f.
29.11. 1899 að Svignaskarði, d.
5.2. 1983. Þegar Magnús var á
fyrsta aldursári fluttist hann
ásamt foreldrum sínum til
Akraness. Þar bjuggu þau í hús-
inu Reykhólum (Heiðargerði
13). Bróðir Magnúsar var Ingi-
berg, f. 16.3. 1928, d. 25.4. 1969,
og hálfsystir þeirra sammæðra
var Guðbjörg Guðmundsdóttir,
f. 9.4. 1917, d. 6.9. 1996. Magnús
kvæntist Maríu Jakobsdóttur,
~»J*húsmóður og matráðskonu,
hinn 16. apríl 1949 en hún var
fædd 16. apríl 1927 og lést 23.
nóv. 1996. Þau bjuggu á Akra-
nesi til ársins 1969 en fluttust
þá til Reykjavíkur. Börn þeirra
eru fjögur: 1) Sigurbjörn Helgi,
f. 15.9. 1950, kvæntur Berglindi
G. Magnúsdóttur. Fóstursonur
Sigurbjörns, sonur Berglindar,
er Magnús Ásgeir. Börn Sigur-
björns og Berglind-
ar eru Sólveig Mar-
ía, Bjarni Þór og
Heiða Lind. 2) Þor-
steinn, f. 3.10. 1955,
dóttir hans er Krist-
ín Táhíríh. 3) Haf-
dís, f. 24.10. 1961,
gift Þórhalli G.
Kristvinssyni, börn
þeirra eru María
Björg og Magnús
Þór. 4) Jakob
Smári, f. 12.6. 1964,
í sambúð með Ás-
laugu Pétursdóttur,
synir þeirra eru
Jökull Smári og Lárus. Magnús
stundaði ýmis almenn störf á
Akranesi fyrstu starfsárin, m.a.
sjómennsku en fljótlega gerðist
hann bifreiðasljóri og starfaði
t.d. hjá Bifreiðastöð ÞÞÞ og út-
ferðafyrirtækinu Fiskiveri hf.
rið 1958 réðst hann svo til
starfa hjá Sementsverksmiðju
ríkisins og starfaði þar óslitið
sem bifreiðastjóri til ársloka
1993 er hann lét af störfum
vegna aldurs eftir rúmlega 35
ára starf. Magnús tók þátt í
skáta- og íþróttastarfi á Akra-
nesi á yngri árum. Seinna starf-
aði hann með björgunarsveit
Slysavarnafélagsins, lék í nokk-
ur ár með Lúðrasveit Akraness
og síðar með Lúðrasveitinni
Svani í Reykjavík.
títför Magnúsar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Mig langar í nokkrum orðum að
-•*fninnast föður míns, sem lést hinn 11.
þessa mánaðar. Aðdragandinn var
ekki langur eftir að í ljós kom að sjúk-
dómur, sem hann fékk fyrir tveimur
árum, hafði tekið sig upp að nýju. Það
er erfitt að sætta sig við fráfall hans
aðeins tæpum tveimur árum eftir að
móðir mín dó. Einhvern veginn finnst
manni óréttlátt að svo samheldin hjón
sem þau voru, skyldu ekki fá að njóta
lengra lífs að lokinni starfsævi, þau,
sem höfðu hlakkað til að eyða ellinni
saman í sumarbústaðnum sínum við
Þingvallavatn. En minningin um góða
og ástríka foreldra lifir og þegar ég lít
til baka er margs að minnast. Ég var
víst alltaf mikill pabbadrengur og var
ekki hár í loftinu þegar hann fór að
taka mig með í vinnuna og leyfa mér
að sitja í stóru bílunum, sem hann
vann á. Þegar ég stálpaðist minnist
ég ferða með honum þegar við geng-
um á Akrafjallið á vorin til að tína
£
%
/
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
„ Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
'( ngðK v/fgýþý|aveg
SÓLSTEINAR 564 4566
LEGSTEINAR
I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum
við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir
legsteina og minnisvarða úr íslenskum
og erlendum steintegundum.
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndaiista.
ÍB S.HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410
svartfuglsegg og haustferðanna í
Borgarfjörð og Dali til berjatínslu. Þá
var gaman. Hann var mín fyrirmynd í
mörgu og þegar hann byrjaði að spila
í Lúðrasveit Akraness fór ég fljótlega
að læra að blása með lúðrasveit
barnaskólans. Seinna fékk ég svo líka
að spila með honum í lúðrasveit hinna
fullorðnu. Og hann var mér ekki ein-
ungis faðir heldur einnig vinnufélagi
því einhvem veginn æxlaðist svo að
þótt ég menntaðist til annarra starfa
var bílstjórablóðið svo sterkt í æðum
mínum að ég réðst til starfa hjá Sem-
entsverksmiðjunni þar sem pabbi
vann og þar unnum við saman í u.þ.b.
tuttugu ár uns ég hvarf til annarra
starfa. Það var mér ómetanlegt að
hafa hann sem leiðbeinanda um akst-
ur stórra bíla á viðsjárverðum vegum
Islands þegar ég, ungur og óreyndur
kom til starfa. Ég tel mig geta mælt
fyrir munn annarra vinnufélaga hans
þegar ég segi að hann hafi verið vin-
sæll og virtur á sínum vinnustað.
Hann var samviskusamur og stundvís
og bar hag íyrirtækisins ávallt fyrir
brjósti. Og þótt gigt og bakverkir
væru stundum að hrjá hann, lét hann
sig ekki vanta til vinnu meðan hann
gat risið úr rekkju. Eftir að hann lét
af störfum íyrir fimm árum vegna
aldurs, heimsótti hann oft sinn gamla
vinnustað og íylgdist vel með gangi
mála. Hann var léttur í lund og átti
auðvelt með að samlagast öðrum,
ungum sem öldnum. Hann gat oft
verið glettinn og gantaðist við vinnu-
félaga sína og alltaf tók hann því vel
þótt aðrir væru að glettast á hans
kostnað. Það var líka alltaf gaman að
hlusta á hann segja sögur af sjálfum
sér og öði'um. Oft voru það hálfgerð-
ar prakkarasögur, allt frá því að hann
og aðrir voiu að glettast við kennara í
Barnaskólanum á Akranesi, við her-
menn, sem voru á Skaganum á stríðs-
árunum eða við vinnufélagana í gegn-
um árin. Það var þvi oft glatt á hjalla í
matar- og kaffitímum í vinnunni.
Margar þessara sagna hefði verið
gaman að færa á blað, en því miður
munu þær nú falla í gleymsku að föð-
ur mínum látnum.
Já, nú er hann fallinn frá og missfr
okkar, sem eftir lifum er mikill. Ég
flyt kveðju eiginkonu minnar og
barnanna, sem sakna afa síns og
skilja ekki af hverju hann þurfti að
deyja líka svo skömmu eftir að amma
þeirra dó. Þeirra huggun er þó sú, að
nú fær afi að hitta ömmu hjá Guði á
himnum. Ég vil líka trúa því og kveð
föður minn og bið sálu hans Guðs
blessunar.
Sigurbjöm H. Magnússon.
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidiykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Sími 562 0200
fiiiiiiinir
Blómmtofa
Friðfums
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík * Sími 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um hclgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Elsku pabbi minn. Mig langar að
kveðja þig og um leið rifja upp ýms-
ar minningar úr uppvexti mínum á
Akranesi og síðan í Reykjavík. Þú
varst alltaf kletturinn, bjargið sem
hægt var að treysta á, sjálfstæður
og Ijúfur og aldrei var skortur á
heimilinu, hvorki á mat, ást, húsa-
skjóli, né öðru sem prýðir gott
heimili.
Þú varst þá bifreiðastjóri hjá
sementinu og oft fékk ég að fara
með inn í Hvalfjörð að sækja efni,
kísil til framleiðslunnar. Þetta voru
góðar og eftirminnilegar stundir.
Þú fræddir mig um ýmis nöfn og
staði, á milli þess sem ég söng lög
þess tíma. Enn man ég fyrstu mál-
tíðina í svona túr; snitsel, franskar
og kók með.
Einnig man ég ferðir okkar á fjöll
í leit að svartbakseggjum, ferðir á
Akrafjall, niður á bryggju að veiða.
Og svo auðvitað upp stigann enda-
lausa upp á sementstankana, þvílíkt
útsýni! Þú sýndir mér alla verk-
smiðjuna og sagðir mér hvað væri
til þessa og hins í framleiðslunni.
Stundum fannst mér þú vera Guð
og verksmiðjan himnaríki, nú eða ef
Guð væri til þá hlyti verksmiðjan
hans að vera ólýsanlega falleg.
Minningarnar eru endalausar,
bæði frá Akranesi og Reykjavík,
eftir að við fluttum þangað atvinnu
þinnar vegna. Þú bauðst mér oft í
bíltúr bæði á sementsbílnum til ým-
issa áfangastaða, svo og á þínum bíl
að sýna mér hina og þessa staði s.s.
Krísuvík, Kleifarvatn, Gullfoss, og
svo auðvitað þær ferðir sem mér
hefur alltaf þótt vænst um, það er
austur í sumarbústaðinn við Þing-
vallavatn með viðkomu á veitinga-
stað á Selfossi. Þar key])tum við
kjúklinga sem við ýmist borðuðum á
staðnum, eða tókum með í bústað-
inn. Þær ferðir höfðuð þið hjónin
farið árum saman á sumrin, svokall-
aðan Þingvallahring. Þessar ferðir
fórum við einir eftir að mamma lést
úr stuttri en vonlausri baráttu við
sjúkdóm sinn fyrir um 2 árum. Við
vorum öll harmi slegin, ekki síst þú,
sem misstir ævifélaga, vin og eigin-
konu, auk þess að veikjast illa sjálf-
ur og þurfa að ganga í gegnum erf-
iða og hættulega aðgerð. Og nú
tveim árum seinna náði krabba-
meinið tökum á líkama þínum aftur
eftir þrotlausa baráttu við ýmis áföll
og sjúkleika.
Þú hefur aldrei kvartað eða
kveinkað þér, heldur barist af öllum
vilja og mætti þar til lokadómurinn
var upp kveðinn. Það tók ekki lang-
an tíma að leggja þig í rúmið endan-
lega, þar sem hlutverkin snerust í
að þú varðst eins og ósjálfbjarga
barn, og ég hjúkraði þér í banaleg-
unni heima ásamt öðrum. Ég vona
að mér hafi tekist að lina verstu pín-
una og sárindin í veikindum þínum,
það að geta ekki lengur verið sjálf-
bjarga og alltaf til staðar ef með
þurfti eins og þú varst gegnum lífið.
En elsku pabbi minn, ég sá og fann
að þú treystir mér í banalegunni, og
fyrir mér er það meira virði en
nokkur orð fá lýst. Ég hef ekki ver-
ið barnanna bestur í gegnum tíðina,
en þegar ég sat við rúmstokkinn og
hélt í hönd þína fannst mér þú fyrir-
gefa mér svo margt. Pabbi minn, ég
get ekki tjáð á blaði þær tilfinning-
ar, minningar og annað sem sorg
mín geymir, en ég veit að nú eruð
þið hjónin saman aftur í Guðsríki
svo að í sorginni og söknuðinum má
ekki gleyma gleðinni.
Elsku pabbi minn, þakka þér allt
sem þú gafst mér í lífinu, Guð blessi
þig og ykkur bæði.
Þorsteinn Magnússon.
Elsku pabbi.
Mig langar að skrifa nokkrar lín-
ur til þín í kveðjuskyni. Það er svo
stutt síðan við sátum saman á Jörfa-
bakkanum og spjölluðum saman og
þrátt fyrir að þú hafir átt við veik-
BlómabiAðii
öak*3sKom
v/ T-ossvo0st<frl<jugar3
Sími: 554 0500
indi að stríða bjóst ég nú ekki við
því að þú færir svona fljótt. En nú
ert þú farinn og eftir sitja minning-
arnar um þig og mömmu. Það er nú
bara einhvem veginn þannig að
þegar ég hugsa til þín þá kemur
mamma ósjálfrátt upp í hugann, þið
voruð svo náin. Þið voruð alltaf
saman, í vinnunni, á heimilinu, í
sumarbústaðnum eða bara hvar
sem er. Og þegar mamma dó þá dó
eitthvað innra með þér líka. Það
voru ekki bara veikindi þín sem
hrjáðu þig síðustu tvö árin heldur
fyrst og fremst söknuðurinn að hafa
ekki mömmu lengur þér við hlið. En
þú kvaraðir aldrei og hélst áfram að
vera okkur systkinunum þessi góði
pabbi sem er endalaust tilbúinn að
gefa af sér og vill allt fyrir alla gera.
Þú lifðir fyi’ir okkur og barnabörnin
þín. Þú varst alltaf til taks og satt
að segja fannst mér þú stundum
gefa of mikið og gleyma sjálfum
þér. Máltækið „Sælla er að gefa en
þiggja" er eins og samið um þig. En
eitt þáðirðu alltaf, það voru litlu
matarboðin í Granaskjólinu. Það
var alltaf gaman að bjóða þér að
borða hvort sem um var að ræða
sunnudagssteik eða bara í súpu og
brauð í miðri viku. Ég tala nú ekki
um þegar á boðstólum voru ein-
hverjir grænmetis- eða baunaréttir
sem þér leist nú kannski ekkert
alltaf of vel á. Þegar þú varst spurð-
ur hvernig maturinn smakkaðist
settir þú upp eitthvert sérkennilegt
bros og sagðir: „Jú, jú þetta er
ágætt.“ Svo fórstu jafnvel að hlæja.
En þú passaðir alltaf að allir fengju
eftirrétt og hafðir með þér ís eða
ávexti og rjóma. Svona hlaðast
minningamar upp og ég gæti haldið
endalaust áfram. Ég get ekki
slkeppt því að hugsa um allar ferð-
irnar sem ég fékk að fara með þér á
sementsbílnum þegar ég var yngri.
Ég var svo stoltur af stóra bflnum
sem pabbi rnihn vann á og ég
gleymi aldrei þegar ég fékk að fara
með þér austur í Sigöldu, það var
sko flott. Sérstaklega þótti mér
spennandi að fá að fara með þér á
næturvakt og vaka alla nóttina og
svo komum við heim snemma morg-
uns þegar bærinn var að vakna.
Tveir þreyttir menn að koma úr
vinnunni, annar um það bil ellefu
ára. Allar góðu minningarnar um
þig ætla ég að geyma á meðan ég
lifi. Þó að góðu minningarnar séu
þær sem ég vil muna þá gleymast
þær slæmu auðvitað ekki. Og síð-
ustu dögunum sem þú lifðir gleymi
ég aldrei. Það var erfið upplifun fyr-
ir þig og okkur hin. Þegar þú fékkst
fréttimar að krabbameinið hefði
tekið sig upp aftur þá sá ég þig í
fyrsta skipti gefast upp. Lífið var
búið og þín beið dauðinn. Sú bið var
stutt sem er kannski gott. Og núna
veit ég að þér líður vel. Ég veit að
mamma hefur tekið á móti þér og
nú eruð þið saman á ný. Og það er
það sem skiptir máli. Það að geta
verið með stóru ástinni sinni hvort
sem það er í þessu lífi eða öðru.
Elsku pabbi, takk íyi’ir allt.
Þinn
Jakob.
í dag kveðjum við kæran vin og
starfsfélaga til margra ára, Magnús
Þorsteinsson, bifreiðastjóra hjá
Sementsverksmiðjunni hf.
Betri starfsfélaga var ekki hægt
að hugsa sér, skapgóður, glettinn,
mátulega stríðinn, fóðurlegur þegar
við átti og greiðvikinn með afbrigð-
um. Kynslóðabil var ekki til í hans
orðabók og voru yngri starfsmenn í
góðum höndum þegar þurfti að
þjálfa þá á bfl.
Það lýsti Magga vel, að þegar
hann hætti að vinna vegna aldurs,
mundi hann eftir vinnufélögum sín-
um. Leið vart sú vika að Maggi kíkti
ekki í kaffi og spjallaði. Það eru
stundir sem við geymum í minn-
ingabankanum, eins og allar stund-
irnar í vinnunni.
Við þökkum af alhug að hafa
fengið að þekkja þig og sendum
börnum, tengdabörnum og bama-
börnum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Vinnufélagar hjá
Sementsverksmiðjunni hf.