Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Kvótinn á Flæmingja- grunni líklega aukinn MIÐAÐ við þróun í veiðum á Flæmingjagrunni og yfirlýsingar íslensku sendinefndarinnar á árs- fundi NAFO, sem lauk í Portúgal á föstudag, er líklegt að stjómvöld auki heildarkvóta Islendinga á Flæmingjagrunni á næsta ári. Aðildarríki NAFO hafa 60 daga frest til að mótmæla niðurstöðu ársfundarins en ríkisstjórn Islands mun væntanlega að þeim tíma liðn- um ákveða kvóta Islendinga á grundvelli tillögu sjávarútvegsráð- herra. Meðalafli íslenskra skipa hefur aukist verulega á þessu ári og er nú um 8 tonn á dag. Besti meðalafli á dag í einni veiðiferð er hins vegar um 15 tonn. Miðað við meðalafla ís- lenskra skipa á dag á þessu ári gætu þau veitt á bilinu 8 til 9 þús- und tonn ef þau væru ekki bundin af öðru en sóknarstýringu líkt og aðrar þjóðir. Leyfilegur afli ís- lenskra skipa á Flæmingjagrunni á þessu ári er um 6.800 tonn. Ari Edwald, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, veitti sendi- nefnd íslands á ársfundi NAFO forstöðu. Hann segir að tillaga um hámarksafla Islendinga verði byggð á sama grunni og áður en einnig verði tekið tillit til þróunar í veiðum á svæðinu, til dæmis nýt- ingu sóknardaga og afla á sóknar- einingu sem hafi aukist verulega. „Miðað við afla bestu skipanna gætu Islendingar náð meiri afla á Afiinn okkar gæti farið í 8 til 9 þúsund tonn þeim dögum sem okkur var upp- haflega úthlutað. Það er því eðli- legt að heildarafli Islands verði aukinn fyrst sóknardagafjöldi ann- ama aðildarþjóða verður óbreytt- ur.“ Ari segir auk þess ánægulegt að á fundinum hafi tillaga Færeyinga um stækkun veiðisvæðisins á Flæmingjagrunni verið samþykkt. „Rannsóknaleiðangrar hafa sýnt að á þessu viðbótarsvæði finnst góð rækja. Ef niðurstaðan verður sú að heildarafli íslendinga verður auk- inn þá hafa skipin stærra svæði til að ná honum. Hvort tveggja getur haft töluverða þýðingu.“ Góður árangur af fundinum Ari segist sáttur við þann árang- ur sem náðist á fundinum. Tillaga Islands um kvótastýrðar veiðar á Flæmingjagrunni hafi fengið auk- inn stuðning meðal annrra þjóða og fleiri geri sér grein fyrir því að erfiðara er að halda afla innan ákveðinna marka með sóknarstýr- ingu. Þá hafi stuðningur við breyt- ingar á eftirliti á NAFO-svæðum aukist verulega. „Þjóðimar skipt- ust í tvennt í afstöðu sinni til eftir- litskerfisins. Þær þjóðir sem eiu á GRÆNLAND 60‘N' ÍSLAND Hvarf •T / / ~ 48°N NYFUNDNA- LAND ■ St.John's stækkað svæði 50°N ja- 60“V Flæming í grunn 50" 40* 3L FLÆMINGJAGRUNN : // 3M 3Ma / \ Nýtt veiðisvæði . VjQ ■ ~ > taoa' 46'N .....^ 3N 47*V 46jV 45*V 44jV -47°N. ... i Þakr IIIIBIIIIII# Z 20% staðgreiðslu- - afsláttur á þakrennum Z og niðurfallsrörum í Z september og október. ■ - Notum góða veðrið! m Þakrennukerfið frá okkur er Z heildarlausn. Níðsterkt og m falleg hönnun. Þakrennukerfið " er samsett úr galvanhúðuðu plast- ■n vörðu stáli. Þakrennukerfið frá JJJ okkur er auðvelt og fljótlegt í upp- m setningu. Engin suða, ekkert lím. GOTT LITAURVAL! Z TÆKNIDEILD ÚJ&K ________fífíTíGG ^ _ aa» onu m Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík • Sími 587 5699 • Fax 567 4699 JJJ ''jIIIIIIIIIIIIIllllllIIIIIIIIII lll% móti því eftirlitskerfi sem nú er við lýði, það er að hafa eftirlitsmann um borð í hverju einasta skipi, eru jafnvel fleiri en þjóðirnar sem lýstu yfir stuðningi við núverandi kerfi. Það er hins vegar uppi ágreiningur á milli þessara þjóða um hvernig eftirliti skuli háttað. Flestar þjóðir sem vildu draga úr eftirliti vildu hafa það mismunandi eftir veiði- svæðum. Þrátt fyrir mótmæli okk- ar var núverandi fyrirkomulag framlengt með endurskoðunará- kvæði eftir tvö ár. En við erum ánægðir með að þjóðirnar komu sér saman um að koma á gervi- hnattaeftirliti á veiðisvæðum NAFO frá og með 1. janúar 2001. í því sambandi var rætt um að horfa til Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar, NEAFC, sem hefur tekið forystu á meðal al- þjóðasamtaka í að byggja upp nú- tímalegt og skilvirkt eftirlitskerfi," segir Ari Edwald. ----------------- Sfldveiðar við Noreg Atta skip fengu leyfí ÁTTA íslensk skip hafa fengið heimild til veiða úr norsk-íslenska sfldarstofninum innan norsku fisk- veiðilögsögunnar. íslenskum skipum er heimilt að veiða 9 þúsund tonn af 202 þúsund tonna heildarkvóta sínum úr norsk- íslenska sfldarstofninum innan norsku fiskveiðilögsögunnar. Af þeim skipum, sem sóttu um heimild til veiðanna, voru 14 sem uppfylltu þau skilyrði sem sett voru. Skip sem fengu sams konar leyfi á síð- asta ári gátu ekki fengið það aftur nú. Þá urðu skipin að hafa veitt 90% eða meira af aflahlutdeild sinni úr norsk-íslenska síldarstofninum á síðasta ári. Umsóknarfrestur rann út 14. september nk. Miðað er við aflinn náist með því að hvert skip fari eina veiðiferð með fullfermi og því gátu ekki allir um sækjendur fengið leyfið. Því var dregið um hvaða skip hlytu hnossið. Þau eru: Sigurður VE, Órn KE, Gr- indvíkingur GK, Sunnuberg NS, Sighvatur Bjamason VE, Guðrún Þorkelsdóttir SU, Sólfell EA og Oddeyrin EA. -------♦-♦-♦----- Þjarmað að Rakke NORSKI stórútgerðarmaðurinn Kjell Inge Rokke á í vaxandi erfið- leikum í Alaska en hugsanlegt er, að langstærsta verksmiðjuskipið í togaraflota hans, American Tri- umph, verði svipt veiðileyfi. Yrði það mikið áfall fyrir fyrirtæki Rokkes, Norway Seafood og Aker RGI. American Triumph hefur veitt um 10% af öllum aíla dótturfyrir- tækisins í Bandaríkjunum, Americ- an Seafood, og í góðu ári hefur afía- verðmætið verið hátt í tvo milljarða ísl. kr. Þóttu það mikil reyfarakaup þegar Rokke keypti skipið 1990 af Fletcher-íjölskyldunni áströlsku en kaupverðið var langt undir kostnað- arverði. Það er bandaríska strandgæslan, sem hefur varað Rokke við því, að hugsanlega verði skipið svipt veiði- leyfi en ástæðan er sú, að fyrrver- andi eigendur eru taldir hafa gefið rangar upplýsingar 1987 eða þrem- ur árum áður en Rpkke fékk skipið. Tapi Rpkke þessu máli gagnvart strandgæslunni er líklegt, að hann fari í mál við fyrrverandi eigendur. Vistvæn egg komin á markað Eggjaskurnin sterkari og engin blóðegg NÝLEGA var farið að selja vistvæn egg í KEA-verslunum á Akureyri og í Reykjavík en þau koma frá bú- inu Gerði. Það eru bræðurnir Hauk- ur og Jóhannes Halldórssynir sem era saman með þessa tilraunafram- leiðslu. „Við höfum í auknum mæli verið að fá fyrirspumir frá neytendum um egg frá hænum sem ekki eru í búrum og ákváðum því í tilrauna- skyni að vera með um þúsund hæn- ur í vistvænu umhverfí. Til saman- burðar erum við síðan með sama fjölda í búrum“, segir Haukur. Bara vistvæn egg í Sviss Hann segir að neytendur láti sig í auknum mæli skipta aðbúnað dýr- anna og erlendis segir hann að þessar raddir séu jafnvel öflugri. „í Svíþjóð er stóra vöruhúsakeðjan Heimkaup búin að auglýsa að hún selji einungis egg úr hænum sem leika frjálsar og í Sviss er búið að banna að hafa hænur í búrum.“ Haukur bendir á að tvö ár séu síðan reglugerð kom út í Landbún- aðarráðuneytinu um sértæka gæða- stjórnun til vistvænnar framleiðslu. Þá náði hún einungis til dilkakjöts en þegar hún kom aftur út í sumar endurskoðuð náði hún líka til margra tegunda af grænmeti, kartaflna og eggja. Ekki í búrum „Vistvæn framleiðsla felur í sér að tekið er tillit til dýravelferðar og umhverfisþátta og uppfylla þarf í því skyni ýmis skilyrði. Stærsti þátturinn er að varphænur mega ekki vera í búrum og þær eiga að geta baðað sig í kurli eða sandi. Engin ákvæði eru um fóðurgjöf en ekki má nota hormóna eða beita lyfjagjöf nema samk\7æmt sérstök- um heimildum." Haukur bendir á að í vistvænu ferli megi alls ekki kokstífa hæn- umar það er brenna af goggum svo hænurnar goggi ekki í hvor aðra en slíkt segir hann að tíðkist sumsstað- ar. „Skít þarf að nota til ræktunar túna en ekki henda í næstu á og markmið með vistvænni framleiðslu er að endurnýta sem mest.“ Þegar Haukur er spurður hvort munur sé á eggjum úr vistvænu ferli og hinsvegar úr venjulegri ræktunaraðferð segir hann að þetta hálfa ár sem tilraunin hafi staðið yf- ir sé munurinn ekki mikill en hann telur að skurnin sé betri og blóðegg finnast varla meðal vistvænu eggj- anna. Plássfrekari búskapur Þegar Haukur er spurður um verðmun segir hann vistvæn egg vera um 20% dýrari og ekki ná því að vera 40-50% dýrari eins og í Danmörku. „Aðal verðmunurinn liggur í því að ef hænur eru í búrum á fjórum hæðum nota þær þrisvar sinnum minna pláss en þær hænur sem ekki eru í búrum. Þá er ekki heldur hægt að nota hátæknina sem er í búrun- um á hænurnar í vistvæna ferlinu sem þýðir að meiri vinna er við þá framleiðslu.“ Morgunblaðið/Ásdís MARGRÉT Jónsdóttir og Þórunn Helga Guðbjörnsdóttir hárgreiðslu- meistarar ásamt Gyðu Halldórsdóttur nuddara og reikimeistara og Sigríði Elínu Júlíusdóttur fótaaðgerðarfræðingi. Hársnyrtistofan Elíta MARGRÉT Jónsdóttir og Þór- unn Helga Guðbjörnsdóttir hár- greiðslumeistarar hafa opnað hársnyrtistofu í hjarta Smárans í Quelle húsinu við Dalveg 2, Kópavogi. Á sama stað hafa einnig opnað Fótaaðgerðar- stofa EIlu Siggu og Chakra, nudd og heilunarstofa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.