Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLADIÐ Nýtt íslenskt símafyrirtæki, Islandssími hf. Ný tækni gefur fyrirheit um ódýrari símtöl Islandssími hf. er nýtt símafyrirtækl sem ætlar að hasla sér völl á markaðnum á næstunni. Þegar hafa erlendir aðilar sýnt fyrirtækinu áhuga. Þóroddur Bjarnason kynnti sér málið og komst að því að nýjasta tækni gefur fyrirheit um ódýrari símtöl og að það er undir Landssímanum komið hvenær starf- semi fyrirtækisins getur hafíst. NÝSTOFNAÐ fyrirtæki, Íslandssími hf., ætlar að bjóða lægra verð á símtölum hér á landi en hingað til hefur þekkst. Það mun að sögn forsvarsmanna félagsins einkum verða mögulegt vegna lítillar yfirbyggingar, meiri tækni og fán-a starfsmanna. Fyrirtækið, sem er sem stendur í eigu OZ og þriggja starfsmanna OZ og Íslandssíma, ætlar að nýta þá tækni sem OZ hf. hefur þróað, og er að vinna að á hverjum tíma, í fjarskipamálum en fyrirtækið hefur mikla reynslu í þeim efnum, einkum vegna sam- starfs þess við fyrirtækin Ericsson og Helsinki símafyrirtækið. Nota á Island sem tilraunasvæði fyrir nýjungar og tækniþróun í fjarskiptum að sögn forsvarsmanna en ís- lenskur markaður hentar vel til þesskonar starfsemi vegna þess hve smár hann er og einangraður og hve fljótur hann er að til- einka sér nýjungar m.a. Landssíminn hafnaði samstarfi Skúli Mogensen, forstjóri OZ og stjórnar- formaður og einn eigenda hins nýstofnaða símafyrirtækis, segir að hugmyndin að stofnun fyrirtækisins hafi ekki vaknað fyrr en í sumar eftir að viðræður OZ hf. við Landssímann hf. um samstarf íyrirtækj- anna á sviði tækniþróunar höfðu siglt í strand. Einnig hafði OZ boðið Landssíman- um að fjárfesta í hlut í fyi-irtækinu, að hans sögn, en því boði var einnig hafnað. OZ-menn voru búnir að kynna sömu möguleika og tækniatriði og Islandssími er að kynna núna fyrir forsvarsmönnum Landssíma Islands og fengu, að sögn Skúla, fá svör og dræmar undirtektir. „Því fannst okkur það fullreynt að leita eftir samstarfi við Landssímann og í kjölfarið tökum við þá ákvörðun í sumar um að stofna sjálfir síma- fyrirtæki. Hugmyndin um stofnun eigin fyr- irtækis hafði þó ekki hvarflað að okkur fyn- en samræðurnar við Landssímann runnu út í sandinn. Þær tæknilausnir sem við erum að vinna með og komum til með að nota hafa hins vegar verið lengi í vinnslu." Viðræður við innlenda og erlenda aðila um verulega aukið hlutafé í Islandssíma eru nú komnar í fullan gang auk viðræðna við væntanlega samstarfsaðila. Auk þess fara fram viðræður við Landssímann um afnot af dreifikerfi þeirra en samkvæmt fjar- skiptalögum er Landssímanum skylt að leigja afnot af grunnneti sínu til samkeppn- isaðila. Það hve hratt og á hve lágu verði íslands- sími getur boðið þjónustu sína, sem stefnt er að að verði alhliða símaþjónusta, er háð því hvers konar afgreiðslu fyrirtækið fær hjá Landssímanum, eins og Skúli orðar það. Stefnt er að því að bjóða lægra verð á öll- um sviðum símaþjónustu, innanlands-, milli- landa- og farsímaþjónustu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á Skúli Mogensen 35% í Íslandssíma, Guðjón Már Guðjónsson hjá OZ á 35%, OZ hf. á 25% og Amar Sigurðsson framkvæmdastjóri söludeildar Íslandssíma á 5%. Líklegt er að á næstu vikum muni eignar- hlutir dreifast og stefnt er að því í fram- tíðinni að OZ eigi ekki meira í fyrirtækinu en sem nemur um 10-15% og minnki afskipti sín af því eftir að það er komið á legg. Að sögn Skúla mun jafnframt verða sett upp mjög hagstætt hlutdeildarfyrirkomulag og starfsfólki gefinn kostur á að eignast hlut í fyrirtækinu. „Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á nýjungar sem OZ hefur verið að þróa í sam- starfi við ýmsa aðila og nýta aðrar þær tækniframfarir sem átt hafa sér stað. Nýj- ungar OZ snúast fyrst og fremst um Inter- netið og fyrir tilstilli þeirrar tækniþekking- ar munum við geta boðið mun lægra verð á símaþjónustu til almennings og fyrirtækja en hefur þekkst hingað til. Ætlunin er að þetta verði alhliða þjónusta og við erum í rauninni að reyna að treysta á þær reglu- breytingar um fjarskiptalög sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn," sagði Skúli. Hann sagði að fyrirtækið þyrfti að vinna náið með Landssímanum til að geta hafið starfsemi. „For- sendan fyrir rekstrinum er að við fáum aðgang að grunnnetinu sem Landssíminn á.“ Umræða út í hött Skúli segir út í hött þá umræðu í fjölmiðl- um í gær, að seta tveggja manna frá OZ hf., Eyþórs Arnalds og Guðjóns Más Guðjóns- sonar, í starfshópi um framtíðarsamskipti í fjarskiptamálum, hafi verið óheppileg. „Samgönguráðherra skipar nefnd og leitar til helstu sérfræðinga til stjómarsetu. Það var engin tilviljun að í hana völdust tveir menn frá OZ. En það er síðan út í hött að segja að menn megi síðan ekki sinna sér- grein sinni úti í viðskiptalífinu eftir slíka nefndarsetu." Hann sagði að það væri ekki ætlunin að OZ myndi vera beinn þátttakandi í fyrirtæk- inu í framtíðinni, hlutverk þess væri einung- is að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd og fylgja henni úr hlaði. Einnig sagði hann aðspurður að þrátt fyrir að OZ hafi átt í sam- starfi við Ericsson, tengist fyrir- tækið Íslandssíma ekkert, né heldur Helsinki símafyrirtækið, sem OZ hefur starfað með. Hins vegar á Islandssími í samstarfsviðræðum við erlend tæknifyrir- tæki sem sjá fyrirtækið sem mjög vænlegan kost til þess að kynna nýjungar. Skúli segir að ísland hafi alla burði til að vera í fremstu víglínu í tækni og sam- skiptaþróun almennt í heiminum. Stefnt er að því að tegundum þjónustu, sem fyrirtækið bjóði upp á, fari stigfjölg- andi. Hins vegar sé það algjörlega undir Landssímanum komið hvenær hægt verður að hefja starfsemi og hve hratt er hægt að fara og á hvaða verði hægt verður að bjóða þjónustuna. Hann sagði að fyrirtækið hefði fengið kurteislegar viðtökur hjá Landssím- anum og málið sé í vinnslu og von sé á niður- stöðu fljótlega. ísland verði tilraunasvæði Með stofnun Íslandssíma skap- ast gi-undvöllur til að nýta ísland sem tilraunasvæði undir nýja tækni í síma- og fjarskiptaþjónustu, að mati forráðamanna fyiirtækisins. Smár, en jafn- framt þróaður markaður hér á landi, skapi ákjósanlegan grundvöll til að nýta landið fyrir slíka starfsemi. Islandssími tengist á þann hátt sænska símafyrirtækinu Eriksson en OZ hf. vinnur að verkefnum fyrir það fyr- irtæki og er ætlunin að ný tækni verði t.d. fyrst prófuð hjá Íslandssíma áður en henni verður hleypt að á fullu hjá Ericsson. „Hér er ákjósanlegur tilraunamarkaður og við finnum það að erlend fyrirtæki sjá mikla möguleika í slíkum markaði," segir Pétur L. Mogensen, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins. Aætlað er að sögn Péturs að starfsemi hefjist eftir u.þ.b. mánaðartíma en síðan mun fyrirtækið smám saman auka við þjónustu sína. Pétur segir að fyrirtækið stefni að því að vera alltaf á lægra verði en Landssíminn. „Það gerum við með því að nýta okkur tæknina og sjálfvirknina. Þannig höldum við mannskap og fjárfestingum í lágmarki. Tæknin er að gera mönnum kleift að bjóða þjónustuna ódýi-ari og það munum við gera.“ Númeraflutningur Unnið er að því, í samvinnu við fjarskipta- stofnun og Landssímann, að almenningur og fyrirtæki geti flutt símanúmer sín frá Landssímanum yfir til Islandssíma líkt og tíðkast í Bandai-íkjunum, Bretlandi og Finn- landi. „Númerayfii'færslukerfið gerir kúnn- anum kleift að færa númerið sitt óbreytt yfir á okkur frá Landssímanum." Netið er meðal þess sem mikið á eftir að koma við sögu í þjónustu Islandssíma. Ekki einungis eiga menn að geta fylgst með því hve mikið þeir hringja, hvert þeir hringja og hver staða símreikningsins er á hverjum tíma heldur munu menn geta í auknum mæli notað netið sem millilið í símtölum á milli landa og greiða þannig einungis gjald fyrir innanbæjarsímtal fyrir símtal til Ameríku, Kína eða ananrra heimshluta. Þróunin er líka hröð á þeim vettvangi. „ Eg hef notað netsíma mikið sjálfur og ég heyri mun á gæðum miðað við venjulegan síma en tæknin tekur framförum dag frá degi. Svo verða fyrirtæki og einstaklingar að ákveða það með sjálfum sér hvort þeir nota netsímann eða borga meira fyrir gæði venjulegs síma. Þetta mun tvímælalaust hjálpa til við að lækka verð til almennings." Ekki er nauðsynlegt að vera með heimilis- tölvu til að hringja netsímtal heldur getur dugað að hringja fyrst í þjónustufyrirtækið og slá þar inn kennitölu sem kemur þér í samband við netið. Þá slærðu inn númerið sem þú ætlar að hringja í. Kemur á óvart Guðmundur Bjömsson, forstjóri Lands- símans, segh' að hann hafi búist við sam- keppni á íslenskum símamarkaði en það komi hins vegar á óvart að hún komi úr þessari átt. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að samkeppni kæmist hér á líkt og á öðrum fjarskipta- mörkuðum og erum ánægð með að fá sam- keppni þar sem það er ekki gott að vera eini aðilinn sem býður ákveðna þjónustu. Með samkeppni fá neytendur samanburð milli fyr- irtækja og erum við hjá Landssímanum ósmeyk við hann. Það kemur okkur hins veg- ar á óvart að samkeppnin komi frá þessum aðilum sem standa að baki hinu nýja fyrir- tæki, Íslandssíma," segir Guðmundur. Feginn að fleiri þora Þórólfur Amason forstjóri Tals hf. segist fagna aukinni samkeppni og segist vera spenntur að sjá hvað Islandssími muni koma með inn á markaðinn. „Ég er spenntur að sjá hvort þeir koma ekki með nýtt blóð inn á markaðinn og það er spennandi að sjá hvaða samstarfsaðila þeir eru að ræða við til dæm- is,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að Tai muni einnig bjóða netsímtöl í framtíðinni og þegar sé til dæmis hægt að senda textaskilaboð í síma af heimasíðu þeirra og einnig séu tölvupóst- sendingar úr tölvu í síma orðnar mögulegar. „Það er gott fyrir viðskiptalífið í landinu að það sé komið nýtt fyi-irtæki á markaðinn og það skapar íleiri möguleika. Ég er líka feginn að það eru fleiri sem þora að koma inn á þennan markað og vona að okkar for- dæmi hafi frekar hvatt þessa aðiia en latt þá í þeim efnum.“ Þórólfur segir einnig aðspurður að sam- starf milli fyrirtækjanna sé at- hugandi, þó að of snemmt sé að segja til um það á þessu stigi málsins. Sýnir að forsendur fyrir samkeppni eru fyrir hendi Halldór Blöndal samgönguráðherra segist fagna því mjög að fram komi nýtt símafyrir- tæki hér á landi. „Það sýnir það sem ég hef alltaf sagt, að það eru forsendur fyrir sam- keppni hér á landi á fjarskiptamarkaði og það er ástæðulaust að opinberar stofnanir séu með ugg út af því. Opinber afskipti mega ekki verða til þess að hindra sam- keppni og hækka verð,“ sagði Halldór Blön- dal. Eignarhlutum verður dreift á næstu vikum Segja sam- keppni koma úr óvæntri átt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.