Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 21
ERLENT
Skipst á lífsreynslusög-
um við yfirheyrslur
MONICA Lewinsky segir Bill
Clinton, forseta Bandaríkjanna,
hafa trúað sér fyrir því að hann
ætti afar erfitt með að standast
konur. I vitnisburði fyrir rann-
sóknarkviðdómi í ágúst síðastliðinn
hafði Lewinsky eftir Clinton að
hann héldi skrá þar sem fram
kæmi „hversu lengi hann hefði ver-
ið góður“. Sagði Lewinsky að for-
setanum byggju tveir persónuleik-
ar, „laugardagskvöldsmaðurinn"
og „sunnudagsmaðurinn". Sá fyrr-
nefndi léti undan kynferðislegum
löngunum sínum en sá síðarnefndi
væri fullur iðrunar og færi til
kirkju. Þetta er aðeins brot af þeim
viðbótarapplýsingum við skýrslu
Kenneths Starrs, sérskipaðs sak-
sóknara, á sambandi Lewinsky og
Clintons, sem gerðar voru opinber-
ar í gær.
„Náið tilfinningasamband“
við forsetann
Fyrsta opinbera lýsing Lewin-
sky á sambandi sínu við
Bandaríkjaforseta var handrituð
skilagrein, sem hún afhenti alríkis-
lögreglumönnum 1. febrúar síðast-
liðinn. Þar ritar hún eigin hendi:
„Fröken Lewinsky átti í nánu til-
fmningasambandi við Clinton for-
seta, sem hófst árið 1995. Það bar
við nokkrum sinnum á árunum
1995 til 1997 að frk. Lewinsky og
forsetinn áttu í nánu holdlegu sám-
bandi, sem fólst meðal annars í
munnmökum en ekki í samræði."
í vitnisburði sínum fyrir rann-
sóknarkviðdómnum segir Lewin-
sky að það hafl gert henni gramt í
geði að forsetinn skuli aldrei hafa
látið kynferðissamband þeirra
„ganga alla leið“. „Ef til vill var það
vegna þess að þannig gat hann
réttlætt sambandið fyrir sjálfum
sér og stutt skynsamlegum rök-
um,“ sagði Lewinsky í svari við
spurningu eins kviðdómarans.
Náið samband við
kviðdómara
Við vitnaleiðslumar gagnrýnii-
einn kviðdómarinn Lewinsky fyrir
að eiga í sambandi við giftan mann
og vísar til þess að hún átti í öðru
slíku sambandi áður en hún fór að
vinna á forsetaskrifstofunni. „Og þú
... gerir þetta aftur,“ segir kviðdóm-
ainnn. „Þú ert ung. Þú ert full af lífi.
Ég skil ekki hvers vegna þú leggur
þig eftir hlutum sem liggja ekki á
lausu ... sem er ekki hægt að fá.“
Af skjölunum má ráða að óvenju
náið samband hafi myndast á milli
Lewinsky og þeirra sem sátu í
rannsóknarkviðdóminum. Skipust
þeir og Lewinsky á lífsreynslusög-
um, þeir kölluðu hana Monicu að
hennar ósk, og margir þeirra gáfu
henni góð ráð. Þykja lýsingarnar á
yfírheyrslunum stundum minna á
hópmeðferðartíma.
Þar kemur m.a. fram að kvið-
dómarar hugguðu Lewinsky er
hún brast í grát og ráðlögðu henni
um það hvernig hún gæti komist
yfir hatur sitt á Lindu Tripp, sem
tók upp samtöl þeirra og aíhenti
Starr síðar.
„Kynferðislegur
sálufélagi"
Lewinsky segist hafa litið á Clint-
on forseta sem „kynferðislegan sálu-
félaga" sinn þar til afskiptaleysi
hans um langt skeið hafi gert henni
ljóst að sambandinu var lokið. I
bréfi til forsetans segist hún hafa
verið „notuð og engu máli skipt“.
Lewinsky skráði upplýsingar hjá
sér um sambandið við forsetann og
kallaði „Hápunktar sambands míns
við forsetann“. Þar kemur fram að
Lewinsky merkti við þær dagsetn-
ingar á dagatali, sem hún hitti eða
ræddi við forsetann. Þar voru at-
hugasemdir við, svo sem „tengsl en
Monica Lewinsky
skráði nákvæmlega
niður dagsetningar og
minnispunkta um sam-
band sitt við Banda-
ríkjaforseta, auk þess
sem hún geymdi öll
bréf sín til hans.
KJÓLL Lewinsky, sem sáðblett-
ir úr Clinton fundust í.
ekkert talað", og „pizzakvöld".
Heimilistölva hennar var full af
bréfum til forsetans og vina hennar
en sum voru reyndar aldrei send af
stað.
Lewinsky segist hafa orðið ást-
fangin af forsetanum og bréf henn-
ar til hans virðast styðja það. Ör-
vænting hennar, er henni verður
ljóst að sambandi þeirra er lokið er
mikil. „Ekki gera mér þetta...“ seg-
ir hún í bréfi til forsetans um mitt
síðasta ár og í öðru bréfi: „Ég held
að kominn sé tími til að gefast upp.
Ég gefst upp. Þú ollir mér von-
brigðum en ég hefði aldrei átt að
treysta þér.“
Einn kviðdómaranna bað
Monciu Lewinsky að skýra frá
samtölum hennar við Clinton, þess
efnis að hann bæði hana að leyna
eða afneita kynferðissambandi
þeirra. Þau samtöl jafngilda því, að
dómi sérlegs saksóknara, að for-
setinn hafi hindrað framgang rétt-
vísinnar. „Ég sagði honum að ég
gæti - að ég myndi alltaf afneita
því. Ég myndi alla tíð vernda
hann,“ bar Lewinsky fyrir rann-
sóknarkviðdómnum. Hún var svo
beðin um að endurtaka nákvæm-
lega hvað forsetinn hefði sagt við
hana. „Ég man hvernig hann brosti
og heyrði hann segja „Það er gott“
- eða eitthvað í þá veruna," svaraði
Lewinsky þá.
Meinlaus skilaboð á
símsvaranum
Monica Lewinsky sagði rann-
sóknarkviðdómnum frá skilaboðum
sem forsetinn skildi eftir á símsvara
á heimili hennar. Aðspurð um skila-
boðin sagðist hún muna þau öll.
„Þau vora fremur meinlaus. Stund-
um, reyndar bara einu sinni, var
það, þú veist, „Leiðinlegt að við
skildum ekki hittast.“ Einu sinni
sagði hann bara „Halló“. I eitt
skiptið hringdi hann í mig mjög
síðla kvölds og hvíslaði, samt frekar
hátt: „Láttu ekki svona, þetta er
ég.“ Eða eitthvað á þá leið. Það var
alltaf indælt að heyra í honurn,"
sagði Lewinsky í vitnisburði sínum
6. ágúst síðastliðinn. Hún sagði for-
setann einnig hafa lýst því að hon-
um þætti óþægilegt að skilja eftir
skilaboð _ til hennar með þessum
hætti: „Ég held að honum hafi ekki
þótt það nógu öruggt."
Monica Lewinsky sagði forset-
ann hafa slitið sambandi þeirra 24.
maí 1997, „daginn sem hann lét
mig flakka". Kallaði hún þann dag
„D-dag“.
Forðaðist flesta
starfsmennina
Lewinsky var spurð í þaula um
hvaða aðferðum hún og forsetinn
beittu til að fela sambandið. I þess-
um yfirheyrslum segist hún t.d.
„hafa skilið það svo“ eftir forseta-
kosningarnar haustið 1996 að hún
gæti ekki heimsótt forsetann nema
ritari hans, Betty Currie, væri við-
stödd.
ítarlega er farið ofan i það hvaða
ráðum Lewinsky og Clinton gripu
tfi, svo að sem fæstir yrðu ferða
hennar varir. Segist Lewinsky hafa
kosið að koma inn í gegnum Rósa-
garðinn, til að hætta ekki á að
mæta starfsfólki fyrir utan skrif-
stofu forsetans. Segir hún að sum-
um starfsmönnum Hvíta hússins
hafi verið í nöp við hana og „sýndu
ekki skilning á því hvers vegna ég
heimsótti forsetann". Kvaðst hún
hafa reynt að forðast að mæta „eig-
inlega öllum starfsmönnum í vest-
urálmu forsetaskrifstofunnar [nán-
ustu samstarfsmönnum forset-
ans]“.
Þá kemur fram í vitnisburði
Lewinsky að hún og forsetinn hafi
ekki rætt hvar ástarfundir þeirra
ættu að fara fram en sér hafi þótt
það augljóst að það yrði ekki á
sjálfri forsetaskrifstofunni. „Það
var áreiðanlega rétt skilið ... ég
hefði ekki gert það. Ég meina ... ég
er viss um að hann hefði ekki gert
það ... Ég veit að það kann að
hljóma heimskulega, en það væri
bara ekki við hæfi...“
Reuters
Öryggistálmi heftir för
varnarmálaráðherra
JAPANSKI varnarmálaráðherraim,
Fukusliiro Nukaga, varð fyrir því
óhappi er haim kom á bifreið sinni
til fundar við William Cohen, varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna, í
gær, að öryggisverðir reistu fjar-
stýrðan tálma, sem stöðvaði för bif-
reiðarinnar eins og glöggt má sjá á
myndinni. Munu vörðunum er gæta
varnarmálaráðuneytis Bandaríkj-
anna hafa orðið á mistök en Nukaga
meiddist lítillega á fæti við óhappið.
Omagh-tilræðið á N-frlandi
Tíu handteknir
Dublin. Reuters.
LÖGREGLAN á Norður-írlandi
handtók í gær sex manns og lögregl-
an á írlandi fjóra vegna gi-uns um
aðild að sprengjutilræðinu í Omagh
15. ágúst síðastliðinn þar sem 29
manns fórust og yfir 200 særðust. Er
haft eftir talsmanni írsku lögregl-
unnar í The Irish Times að mennirn-
ir fjórir, sem handteknir voru á ír-
landi, væru nú yfirheyrðir vegna
gruns um að þeir hefðu stolið bifreið
í bænum Carrickmacross í Monagh-
an-sýslu sem notuð var í árásinni.
Mennirnir eru á aldrinum 19-34
ára og eru þeir fyrstu sem handtekn-
ir eru undir hertum lögum sem
stjórnvöld á írlandi og í Bretlandi
fengu samþykkt á þingi eftir Omagh-
tilræðið til að sækja hryðjuverka-
mennina til saka.
GeiTy Adams, leiðtogi Sinn Féin,
sakaði í gær meðlimi í Sambands-
flokki Ulster (UUP) um að reyna að
eyðileggja friðarsamkomulagið sem
náðist á páskum með því að heimta
afvopnun IRA áður en ríkisstjórn er
mynduð, að því er kemur fram í The
Belfast Telegraph. Því var haldið
fram um helgina að David Trimble,
leiðtogi UUP og forsætisráðherra N-
írlands, hefði hótað að segja af sér
hæfist afvopnun ekki innan tíðar.
HONDA
4 d y r a 1 . 4 S i
9 0 h e s t ö f l
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
I nnjfaJJöív e r ði bílsin s
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.550.000,-
115 hestöfl
Fjarstýrðar samlæsingar
4 hátalarar
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Sjálfskipting 100.000,-
1400cc 16 ventla vét með tölvustýrðri innsprautun4
Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4
Rafdrifnar rúður og speglaM
ABS bremsukerfi4
Samlæsingar 4
14" dekk 4
Honda teppasett4
Ryðvörn og skráning4
Útvarp og kassettutæki4
Verð á göluna:1.455.000.
Sjálfskipting kostar 1 00.000,-
HJ
HOIMDA
Sími: 520 1100
Umboösaöilar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712
Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011